Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 27 ir slík efni er það borin von að efna eða samningaviðræður, eins stjórnvalda í Washington og verði okkur til bjargar; hryðju- n munu einfaldlega beita þeim. m er enn válegra, og miklu færri ð faldar birgðir af efnum, sem nota í kjarnorkusprengjur, eru á f um jörðina. Kjarnakljúfar, sem hafa verið í rannsóknarskyni í ins og Serbíu og Ghana, nota an sem orkugjafa og það er einnig nota í sprengjur. Pakistanar og ráða yfir kjarnavopnum. Pólitísk akistans er að minnsta kosti eins Rússlands árið 1992, þegar hafist við Nunn-Lugar áætlunina. Enn on í Norður-Kóreu, þótt það sé rliti Bandaríkjanna og alþjóða- Jafnvel bandamenn okkar, sem kjarnavopn, svo sem Japanir og tja uppi með birgðir af plútoni, er nota í sprengjur, vegna kjarn- þeirra. eru þessi efni í eins öruggri g í Mayak og í mörgum tilvikum einu sinni vopnaðir verðir á öðunum. Við stöndum frammi ri bláköldu staðreynd að hryðju- n gætu orðið sér úti um efni í kjarnorkusprengju í tugum ríkja og hundr- uðum bygginga. Gerist það verður mjög erfitt að finna og endurheimta þau. Og ef hryðjuverkamenn búa til sprengju úr þeim verða engin bóluefni eða lyf fólki til bjargar. Alþjóðlegt bandalag nauðsynlegt Eftir að hafa skoðað Mayak fór ég með Nunn og Lugar á „hættusvæði“ borgar í Síberíu, sem eitt sinn var haldið leyndri, en þar eru geymdar einu þekktu bólusóttar- veirurnar sem ræktaðar hafa verið utan Miðstöðvar fyrir sjúkdómavarnir, CDC, í Atlanta í Bandaríkjunum. Þetta er enn einn depillinn. Efnin í sýkla- og efnavopn eru jafnvel enn auðfengnari en kjarnkleyfu efn- in, þar sem þau eru víðar og nauðsynleg á ýmsum sviðum iðnaðar og vísindarann- sókna. Mergur málsins er sá að efniviðurinn í vopn til hryðjuverka, sem myndu hafa mikl- ar hörmungar í för með sér, er á víð og dreif eins og deplamynstur um jörðina. Springi slík sprengja í New York, Moskvu eða Berl- ín, væri þá ekki augljóst, eftir á að hyggja, að við hefðum átt að tengja þessa depla saman? Eins og Nunn og Lugar hafa bent á þarf að mynda alþjóðlegt bandalag til að afstýra gereyðingarárásum hryðjuverkamanna, í líkingu við bandalagið sem myndað var eftir 11. september. Bandaríkin og Rússland þurfa að fara fyrir þessu bandalagi, þannig að Bush og Pútín horfi til framtíðar, sem væri góð tilbreyting frá því að heyra þá lýsa því enn einu sinni yfir að kalda stríðinu sé lokið. Skelfilegasta öryggisvandamálið Í þessu nýja bandalagi yrðu öll þau ríki er eiga efnin, sem þarf að vernda, eða geta lagt eitthvað af mörkum, svo sem Evrópu- ríki, Japan, Kína, Indland, Pakistan og mörg fleiri ríki er notast við orkugjafa, sem hægt er að nota í kjarnavopn. Þótt þjóðir heims kunni að deila um kjarnavopnabúr í eigu ríkja hljóta þær allar að geta viður- kennt að þær hafa augljósa hagsmuni af því að taka höndum saman til að afstýra því að gereyðingarvopn komist í hendur hryðju- verkamanna. Framlag hvers ríkis gæti verið í sam- ræmi við bolmagn þess og hefðir. Eins og í bandalaginu gegn al-Qaeda myndi þetta samstarf ná til allra þeirra staða í heim- inum þar sem hætta er á að hryðjuverka- menn geti orðið sér úti um efni í gereyðing- arvopn. Ríki bandalagsins myndu vinna saman í baráttunni gegn slíkum hryðju- verkum á öllum stigum hennar: forvörnum, eftirgrennslun, verndun, valdboði og hreinsun. Hvað kjarnavopnin áhrærir myndi bandalagið samþykkja strangar reglur sem miðuðust að því að vernda öll kjarnkleyf efni hvarvetna í heiminum eins og þau væru sprengjur. Þeim ríkjum sem gætu ekki fylgt þessum reglum væri boðin aðstoð. Samstarfsríkin gætu einnig komið sér sam- an um að hjálpa hvert öðru við að leita að efnum sem týnast eða er stolið. Að því er varðar sýklavopnin myndi bandalagið þróa viðmiðunarreglur til að tryggja örugga geymslu sýkla á borð við bólusóttarveiruna í Síberíu, þróa aðferðir við heilbrigðiseftirlit til að hægt verði að bregðast við sýklahernaði á frumstigi og hefja samstarf varðandi rannsóknir á bólu- efnum, læknismeðferðum, réttarlæknis- fræðilegum aðferðum og afmengun. Með þessum aðferðum myndi bandalagið velja sér nýjar og mikilvægari vígstöðvar í baráttunni gegn hryðjuverkum. Það myndi einnig færa út meginmarkmið árangurs- ríkrar áætlunar Nunns og Lugars með nýj- um hætti: frá depli í Rússlandi til depla út um allan heim; frá verkefni með styrk frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu til al- þjóðlegs samstarfs; frá úreltri viðleitni til að segja skilið við kalda stríðið til brýnni að- gerða, þannig að skelfilegasta öryggis- vandamál 21. aldarinnar verði í brennidepli. um allan heim AP rstöðinni skammt frá borginni Derazhnya í Mið-Úkraínu í október 1996. Mikil grundvelli Nunn-Lugar-áætlunarinnar um fækkun kjarnorkumannvirkja. Ashton B. Carter er prófessor við Harvard- háskóla, var aðstoðarvarnarmálaráðherra í forsetatíð Bills Clintons og hafði þá umsjón með framkvæmdaáætluninni Nunn-Lugar. É G ER ein þeirra sem hafa bundið vonir við að niðurstöður rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma gætu vísað veginn í átt til heildstæðrar orkunýtingar- og náttúruverndarstefnu hér á landi. Ekki síst í ljósi þess að áætl- unin er unnin á faglegan og vís- indalegan hátt af færustu sér- fræðingum sem við eigum. Í henni mun í fyrsta skipti verða hægt að meta virkjanakosti á grundvelli samanburðar á áhrifum þeirra á náttúrufar og menningarminjar, útivist og hlunnindi, og að sjálf- sögðu með því að bera saman orkugetu, stofn- og rekstrar- kostnað kostanna. Það er löngu tímabært að taka upp ný og betri vinnubrögð við ákvarðanir um orkunýtingu hér á landi. Gamla aðferðin, að hugsa bara einn kost í einu og berjast fyrir eða gegn honum án tillits til heildarstefnu í orkumálum, er ein- faldlega handónýt hentistefna. Það hafa dæmin sannað á undan- förnum misserum. Samt bendir flest til þess að áfram verði haldið á braut ósættis og deilna um nýt- ingu náttúruauðlinda á Íslandi – með ríkisstjórnina fremsta í flokki óróaseggjanna. Í lok maímánaðar kynnti verk- efnisstjórn rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma svokallað tilraunamat á 15 virkj- anakostum í vatnsafli. Í niður- stöðum tilraunamatsins kemur fram að umhverfisáhrif fyrirhug- aðrar Kárahnjúkavirkjunar eru mjög mikil í samanburði við aðra virkjanakosti í jökulám á Íslandi. Sú niðurstaða kemur þeim varla á óvart sem kynntu sér úrskurð Skipulagsstofnunar um virkjun við Kárahnjúka frá liðnu sumri. Með tilraunamatinu er stigið fyrsta skrefið í átt til faglegs sam- anburðar á virkjanakostum hér á landi. Slíkur samanburður ætti að geta skapað grundvöll til almennr- ar umræðu um virkjanakosti og forgangsröðun þeirra. Enn sem komið er er ekki ljóst hvernig iðn- aðarráðherra hyggst nota niður- stöður tilraunamatsins eða hvort þær munu móta virkjanastefnu ríkisstjórnarinnar á næstu miss- erum. Árið 1999 hleypti Finnur Ing- ólfsson, seðlabankastjóri og þá- verandi iðnaðarráðherra, gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma af stokk- unum. Sama ár ritaði hann grein í Morgunblaðið þar sem segir m.a.: „Undirbúningur bæði vatnsafls- og jarðvarmavirkjana tekur lang- an tíma og oft líða áratugir frá því að undirbúningsathuganir hefjast þar til rekstur virkjunar hefst. Því er þýðingarmikið að langtímasjón- armiða sé gætt. Rammaáætlunin er liður í því að tryggja í senn lýð- ræðisleg vinnubrögð og þá festu sem nauðsynlegt er að ríki við undirbúning virkjanafram- kvæmda. Fagleg og málefnaleg umfjöllun um nýtingu orkulind- anna, áhrif hennar á hið nátt- úrulega umhverfi, efnahag þjóð- arinnar og atvinnu- og byggðaþróun er hafin með þessu verkefni. Þess er vænst að þetta verkefni geti orðið liður í því að ná almennri sátt um sambýli manns og náttúru við nýtingu auðlind- anna.“ Lítið hefur farið fyrir sáttavilja stjórnvalda við ákvarðanir um virkjanir síðan þessi orð voru rit- uð. Haustið 1999 ákvað ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að taka slaginn við þing og þjóð um Fljótsdals- virkjun. En þeirri virkjun var á þeim tíma ekki ætlaður staður í rammaáætluninni. Í apríl síðast- liðnum varð frumvarp iðnaðar- ráðherra um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar að lög- um frá Alþingi. Það var samþykkt með 44 atkvæðum gegn 9 en tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Kárahnjúkavirkjun var þannig einnig tekin út fyrir sviga við gerð rammaáætlunarinnar. Um þessar mundir metur Skipulagsstofnun um- hverfisáhrif Norðlinga- ölduveitu í Þjórsárverum. Flest bendir til þess að ákvörðun um Norðlinga- öldulón verði tekin áður en rammaáætlunin lítur dags- ins ljós. Gerð rammaáætlunar- innar hefur ekki haft nein sýnileg áhrif á virkjana- stefnu ríkisstjórnarinnar. Eins og gefur að skilja er gerð hennar ekkert áhlaupaverk en gert er ráð fyrir að fyrstu niðurstöður liggi fyrir í ársbyrjun 2003. Staða áætl- unarinnar er óskýr í stjórnkerfinu og enginn veit í raun hvort niður- stöður hennar verða notaðar sem grundvöllur sáttagjörðar um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma á Ís- landi eða hvort áætluninni verður stungið ofan í skúffu að verki loknu. Í það minnsta hefur Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra ekki vílað fyrir sér að raða upp virkjanakostum fyrir stóriðju á Íslandi að því er virðist án tillits til þess starfs sem verkefnisstjórn rammaáætlunarinnar er að inna af hendi fyrir stjórnvöld. Þrátt fyrir gerð rammaáætl- unarinnar virðist sem allar gáttir standi opnar í iðnaðarráðuneyt- inu. Samningaviðræður við Alcoa, stærsta álfyrirtæki í heimi, standa yfir og von bráðar liggur fyrir hvort álrisinn mun fjárfesta í ál- veri í Reyðarfirði. Að auki virðist ekki hinn minnsti vilji fyrir því innan ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að taka af skarið og þyrma Þjórsárverum frá endanlegri eyðileggingu. Í því sambandi er ótrúlegt til þess að vita að Landsvirkjun skuli næsta óáreitt hafa komist upp með að gera Norðlingaölduveitu að fýsi- legum kosti við orkuöflun. Slíkt hefði aldrei getað gerst ef skýr pólitískur vilji væri fyrir því að vernda Þjórsárver. Í eina tíð voru landsmenn al- mennt þeirrar skoðunar að það væri því sem næst heilög skylda okkar að beisla vatnsafl náttúr- unnar með öllum tiltækum ráðum. Grundvallarbreyting hefur orðið á þessu viðhorfi á liðnum áratug. Nú er að vaxa úr grasi ný íslensk aldamótakynslóð. Kynslóð Íslend- inga, sem er þess meðvituð að náttúruauðævi landsins má nýta með ýmsum hætti. Mér segir svo hugur að æ fleiri muni á komandi árum skipa sér í flokk þeirra sem telja skynsamlega náttúruvernd einhverja bestu langtímafjárfest- ingu sem til er á Íslandi. Heildar- stefna eða hentistefna? Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur ’ Gamla aðferðin, að hugsa bara einn kost í einu og berjast fyrir eða gegn honum án tillits til heildarstefnu í orku- málum, er einfaldlega handónýt hentistefna. ‘ Höfundur er alþingiskona fyrir Samfylkinguna. að rík- ns ár og að skatt- m verið kiptir undan sjá fram r eftir fram á atta- ækkandi áttur. ttar efna- ns hafa unnar ið unnt lands í i með Tókst að hátt en afa ga í narfræð- arla tóm út á nahags- önd 1,5 mkvæmt sama ðar 5 millj- innum frá því 26. mars sl. og eru stýrivextir hans nú 8,5% en voru hæstir 11,4% í árslok 2000. Birgir Ísleifur Gunn- arsson boðaði í vikunni frekari vaxtabreytingar í tengslum við næstu verðbólguspá, sem kemur 1. ágúst, en áður hefur bankinn spáð því að verðbólga verði 2,8% frá upphafi til loka þessa árs. Undanfarnir þrír mánuðir benda til 2% verðbólgu á ári að sögn Hagstofu Íslands. Verðbólga þannig mæld náði há- marki í janúar 2002, þegar hún var 9,4%, sem var mesta verðbólga sem mælst hafði frá október 1990. Hinn 11. júlí 2001 var miðgengi krónunnar 101,87 á móti dollar en var 11. júlí 2002 86,73 – flestar krónur voru greiddar fyrir dollar 23. nóvember 2001 eða 110,39. Til marks um umskiptin í efnahagslífinu er frétt, sem lét lítið yfir sér, hér í blaðinu síðastliðinn miðviku- dag um að Íslandsbanki auglýsi nú eftir lántakendum. Byggist það á mati sérfræðinga hans en þennan sama dag sagði greining bankans: „Samdráttur í íslensku efnahagslífi nú virðist ætla að verða mun grynnri og skammvinnari og á þann hátt mildari en samdráttarskeiðið á fyrri hluta síðasta ára- tugar. Líkur eru á hagvexti á ný á næsta ári. Rekstr- arumhverfi fyrirtækja í innlendri starfsemi fer því batnandi en talsverð óvissa er um hversu hratt batinn skilar sér í afkomu þeirra. Rekstrarskilyrði fyrirtækja í útflutningi hafa verið framúrskarandi en geng- ishækkun krónunnar undanfarið er líkleg til að hafa neikvæð áhrif á afkomu þeirra á síðari hluta ársins. Enn verða þó skilyrði útflutningsfyrirtækja að teljast góð í sögulegu samhengi. Greining Íslandsbanka spáir 32,5 milljarða króna hagnaði hjá 27 fyrirtækjum í Kauphöll Íslands fyrir árið 2002 í heild sem jafngildir tæplega þreföldun hagnaðar milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir er rúmir 40 milljarðar króna samkvæmt spánni og eykst um 23% á milli ára.“ x x x Staðfesta við stjórn efnahagsmála hefur skilað góð- um almennum árangri. Sviptingar eins og þær, sem orðið hafa, skilja jafnan eftir sig fórnarlömb og vissu- lega standa ekki öll fyrirtæki jafntraustum fótum. Hið háa vaxtastig þrengdi að og stór en skuldug fyrirtæki hafa lagt upp laupana eða glíma við mikinn vanda. Ný fyrirtæki eru einnig að láta að sér kveða í ís- lensku efnahagslífi . Er athyglisvert í öllum umræðun- um um mikilvægi góðra fjármála- og viðskiptatengsla við Evrópu, að stærstu erlendu fjárfestarnir koma frá Norður-Ameríku. ALCAN, nýr eigandi ÍSAL, kemur frá Kanada. Bandaríkjamaðurinn Kenneth Peterson, eigandi Columbia Ventures Corporation, móðurfyr- irtækis Norðuráls á Grundartanga, sem vill enn stækka álver sitt, hefur eignast meirihluta í símafyr- irtækinu Halló! – Frjálsum fjarskiptum. Nú er ljóst, að það verða framhaldsviðræður fyr- irtækisins ALCOA, fulltrúa ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunar um byggingu álvers og virkjunar á Austurlandi. Samkvæmt fyrri ákvörðunum ætti Lands- virkjun þess vegna að hefja undirbúningsframkvæmdir á Austurlandi vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar. Þar með verða söguleg þáttaskil í efnahags- og at- vinnulífi þjóðarinnar. Í fyrsta sinn eru að skapast öruggar forsendur fyrir stórvirkjun og stóriðju utan höfuðborgarsvæðisins. Bati blasir við í stað samdráttar í efnahagslífinu. Enn hefur þó ekki komið að fullu í ljós, hvaða fyrirtæki þoldu ekki áraun samdráttarins. Hitt er skýrt, að af hálfu stjórnvalda var ekki hvikað frá almennum, gagn- sæjum aðferðum við stjórn efnahagsmálanna. tar bjorn@centrum.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.