Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EVO Morales, leiðtogi kókabænda sem eru andvígir stefnu Bandaríkja- manna í Bólivíu, náði óvænt umtals- verðum árangri í framboði sínu til for- setaembættisins í landinu, þótt ekki líti út fyrir að hann nái kjöri. Aldrei fyrr hefur jafn mjótt verið á munun- um þegar Bólivíumenn hafa kosið sér forseta. Morales hefur varið kókar- unnarækt og með því aukið áhyggjur manna í Washington, en hann nýtur mikils stuðnings meðal indíána, sem eru meirihluti landsmanna. Eftir að talning í kosningunum, er fram fóru 30. júní sl., hafði tafist vegna hríðarbylja í afskekktum hér- uðum tilkynnti yfirkjörstjórnin loks- ins á þriðjudaginn að Sanchez de Lo- zada, sem er fyrrverandi forseti, hefði opinberlega sigrað í kosningunum, með 22,46% atkvæða. Morales fékk hvorki meira né minna en 20,94%, og varð í öðru sæti. Frambjóðandinn í þriðja sæti, Manfred Reyes Villa, fyrrverandi hershöfðingi, fékk aðeins 714 atkvæðum minna en Morales. Ólíklegt að Morales verði hlutskarpastur Bólivíska þingið kemur saman þriðja ágúst til þess að velja annan tveggja efstu mannanna í embætti forseta, þar sem hvorki de Lozada né Morales fékk hreinan meirihluta at- kvæða. Á miðvikudaginn leit út fyrir að de Lozada, miðjumanni sem var forseti 1993–97, væri að takast að tryggja sér nægilegan stuðning á þinginu, þar sem flokkur hans, Þjóð- arbyltingarhreyfingin, hefur um 50 sæti af 157. De Lozada hafði einnig tryggt sér stuðning annarra stjórn- málaflokka sem eru andvígir Morales. Þótt Morales viðurkenni að ólíklegt sé að hann beri sigur úr býtum nýtur hann þeirrar aðstöðu sem hann er í og segir hana hjálpa sér við að halda uppi vörnum fyrir ræktun kókarunna, sem kókaín er unnið úr, og verjast til- raunum Bandaríkjamanna til að út- rýma kókaræktarsvæðum í Bólivíu. „Já, við viljum rækta kókalauf af menningarlegum og efnahagslegum ástæðum,“ sagði Morales við frétta- menn nú í vikunni, og viðurkenndi að sumir bændur notuðu uppskeruna til að búa til kókaín. „En ég get ekki fórnað öllum félögum mínum fyrir þessa fáu sem gera það,“ sagði Mor- ales. Í kosningabaráttunni gagnrýndi Morales þá frjálsu markaðsstefnu sem mörg S-Ameríkuríki hafa undan- farið tekið upp. Hann hvatti í staðinn til þjóðnýtingar sumra iðnfyrirtækja og lagði til að Bólivía myndi hætta að greiða af erlendum skuldum sínum. Morales er 42 ára, hann er sonur aymaraindíánahirðingja og fæddist í fátæku þorpi í Andesfjöllum. Hann fluttist síðan til héraðshöfuðborgar- innar Oruro, þar sem hann vann fyrir námskostnaði sínum með því að selja rjómaís. Með því að koma kókabænd- um til varnar fékk hann sendiherra Bandaríkjanna í Bólivíu, Manuel Rocha, upp á móti sér. Rocha ráðlagði bólivískum kjósendum að greiða Mor- ales ekki atkvæði. „Ég vil minna bólivíska kjósendur á, að ef þeir greiða atkvæði þeim sem vilja aftur hefja útflutning á kókaíni teflir það í tvísýnu allri aðstoð sem Bólivía gæti fengið framvegis frá Bandaríkjunum,“ sagði Rocha. Mor- ales fullyrðir að bandaríski sendiherr- ann hafi gefið framboði sínu byr undir báða vængi með því að vekja athygli á því. Enginn hlaut meirihluta í forsetakosningum og Bólivíuþing ákveður því hver taki við embættinu Leiðtogi kóka- bænda varð næstefstur AP Evo Morales ræðir við fjölmiðla í La Paz fyrr í vikunni. La Paz. AP. ’ Við viljum ræktakókalauf af menn- ingarlegum og efna- hagslegum ástæð- um ‘ SPÆNSK stjórnvöld kröfðust þess í gær að marokkóskir hermenn, sem sendir voru á eyjuna Perejil í Mið- jarðarhafi á fimmtudag, verði kall- aðir til baka. Eyjan, sem Marokkó- menn kalla Leilu, er aðeins um 200 metra frá strönd meginlands Mar- okkós og hafa ríkin tvö deilt um eignarhald á henni frá árinu 1956. Segja Spánverjar að eyjan hafi ver- ið í þeirra eigu allt frá árinu 1580 og telja þeir hana sambærilega við Ceuta, landskika á meginlandi Mar- okkós sem er undir stjórn Spán- verja og því ekki óeðlilegt að hún sé undir spænskri stjórn. Rúmlega 70.000 manns búa í borginni Ceuta sem lýtur spænskri stjórn. Stjórnvöld í Marokkó segjast hafa flutt hermenn á eyjuna, sem þeir telja hluta af sínu ríki, til að setja upp eftirlitsstöð sem á að fylgjast með ólöglegum ferðum fólks milli landanna tveggja. Segja þau einnig að um sé að ræða lið í baráttu mar- okkóskra stjórnvalda gegn hryðju- verkamönnum. Hermennirnir, sem eru tólf talsins, hafast nú við í tveimur tjöldum á eyjunni sem er 14 hektarar að stærð og hafa þeir reist tvo marokkóska fána þar. Spænskur strandgæslubátur sigldi upp að eyj- unni í gær og skipaði hermönnunum að fara en þeir neituðu því. Deilan á viðkvæmu stigi Stjórnvöld í Madríd tilkynntu jafnframt í gær að þau myndu senda fleiri hermenn til nokkurra eyja sem liggja nærri Marokkó en teljast til Spánar. Talsmaður Chris Pattens, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, sagði að Marokkó hefði með hertökunni brotið gegn Spáni og að málið væri nú á mjög við- kvæmu stigi. Lagði hann áherslu að deilan yrði leyst eftir diplómatískum leiðum. Andað hefur köldu milli ríkjanna tveggja undanfarin misseri. Í októ- ber síðastliðnum var sendiherra Marokkó á Spáni kallaður heim og hefur hann ekki verið sendur til baka. Deilurnar eru margvíslegar en helstu deilumál eru fjöldi ólög- legra innflytjenda frá Marokkó til Spánar, deilur um yfirráð í Vestur- Saharaeyðimörkinni, olíuleit undan ströndum Kanaríeyja og fiskveiði- deilur ESB og Marokkó. Ráðuneytisstjóri spænska utan- ríkisráðuneytisins, Miguel Nadal, sagði atvikið mjög alvarlegt og að það ylli sér miklum áhyggjum. For- sætisráðherra Spánar, Jose Maria Aznar, hélt í gær fund með Nadal og varnarmálaráðherranum, Fe- derico Tillo, en nýskipaður utanrík- isráðherra landsins, Ana De Palacio, var á leið heim frá Brussel þegar fundurinn var haldinn. Marokkómenn hertaka umdeilt sker í Miðjarðarhafi Spánn krefst brott- flutnings liðsins Madríd. AP, AFP.        ! "#  $  #% & $#" '"( # ")   *+   "                ,-$  !"!#$# %!&%' ( )&* !#$' $"+ $,+) % %' -& .(& / 0&# ZORAN Lilic, fyrrverandi for- seti Júgóslavíu, hélt til Haag frá Belgrad á fimmtudag og mun bera vitni fyrir stríðsglæpa- dómstól Sameinuðu þjóðanna. Lilic var for- seti áður en Slobodan Milosevic tók við emb- ættinu 1997. Lilic sagði í skriflegri yfirlýs- ingu að dómari í Belgrad hefði tjáð sér að hann gæti fengið kvaðningu í Haag en hann hefði ákveðið að verða aðeins við þeirri ósk ef Júgóslavíustjórn bæði hann um það. Er Milosev- ic hóf baráttu sína gegn Kos- ovo-Albönum lagðist Lilic gegn þeirri stefnu þótt hann hefði áð- ur verið talinn dyggur stuðn- ingsmaður Milosevic. Lilic hef- ur áður sagt að hann muni hvorki reyna að styðja Milosev- ic né valda honum tjóni með vitnisburði sínum. Lilic ber vitni Haag. AFP. Zoran Lilic (t.h.) ásamt Slo- bodan Milosevic. STEINGERÐ beinagrind af risa- eðlu af tegundinni torvosuarus sem fannst á sínum tíma í Bandaríkju- unum og var greinilega vel tennt. Verið er að setja steingervinginn upp í sýningarsal í borginni Makuh- ari, skammt norðan við Tókýó í Japan. Um 20 steingervingar af risaeðlum verða þar til sýnis á stærstu risaeðlusýningunni 2002 sem verður opnuð 19. júlí og stend- ur í tvo mánuði. Reuters Heillandi torvosaurus BILL Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, ávörpuðu 14. alþjóðlegu alnæmisráð- stefnuna á lokadeginum í Barcelona í gær og hvöttu til þess að leiðtogar heimsins viðurkenndu að faraldurinn væri ógnun við frið og stöðugleika. „Þetta er stríð þar sem kalla verður út allar þjóðir heims,“ sagði Mandela. Hann sagði að tryggja yrði að allir fengju lyf gegn HIV-veirunni „hvar í heiminum sem þeir eru, hvort sem þeir hafa efni á því eða ekki“. Clinton sagði að aukin útbreiðsla sjúkdómsins myndi valda því að hryðjuverkum fjölgaði, meira yrði um „málaliða, stríð og eyðileggingu auk þess sem veikburða lýðræði gæti hrunið“. Talið er að kosta muni um 10 milljarða dollara, um 860 milljarða króna, að fjármagna hnattrænt átak gegn veikinni og sagði Clinton að auð- ugar þjóðir yrðu að auka framlög sín. Ekki var heitið miklum framlögum til baráttunnar en Þjóðverjar hyggj- ast þó leggja fram 50 milljónir doll- ara, um 4,2 milljarða króna aukalega til baráttu gegn alnæmi, malaríu og berklum. Bandaríkjastjórn hefur einnig hækkað mjög fjárveitingar sín- ar til átaks gegn alnæmi í heiminum. Um 15.000 manns, læknar og aðrir sérfræðingar, fulltrúar þrýstihópa og fréttamenn voru á ráðstefnunni en hún stóð í sex daga. Er heilbrigðisráð- herra Bandaríkjanna, Tommy Thompson, ávarpaði fundargesti í vikunni efndu nokkrir tugir manna til háværra mótmæla og fór svo að ráð- herrann gat ekki lokið við ávarpið. Fólkið sagði að Bandaríkjamenn væru að bregðast þriðja heiminum með því að útvega ekki ódýr lyf gegn alnæmi. Alnæmis- faraldri líkt við stríð Barcelona. AP. Nelson Mandela, fyrrveandi forseti Suður-Afríku, ávarpar alnæm- isráðstefnuna í Barcelona í gær. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.