Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 7
BRJÓSTMYND af Þorsteini Ein-
arssyni, fyrrverandi íþróttafulltrúa
ríkisins og heiðursfélaga Íþrótta-
og ólympíusambands Íslands, var
afhjúpuð við hátíðlega athöfn í
Grasagarðinum í Laugardal í gær.
Vel á annað hundrað manns var
viðstatt, þar á meðal fjöldi niðja
Þorsteins, en hann átti tíu börn. Á
eftir athöfninni var haldið kaffi-
samsæti í íþróttamiðstöð ÍSÍ.
Stefán Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ, segir að Gísli
Halldórsson, heiðursforseti ÍSÍ,
hafi haft forgöngu um brjóstmynd-
ina en síðan hafi ÍSÍ og fleiri aðilar
komið að málinu og meðal annars
staðið fyrir athöfninni í gær.
Að sögn Stefáns sá Ragnhildur
Stefánsdóttir listamaður um gerð
brjóstmyndarinnar, bronsun ann-
aðist Pétur Bjarnason og Stein-
smiðja S. Helgasonar útbjó stöp-
ulinn og sá um uppsetningu hans.
Myndin stendur við tjörnina í
Grasagarðinum og Þorsteinn horf-
ir til austurs í birtuna. Aðspurður
hvers vegna brjóstmyndinni var
fenginn þessi staður, segir Stefán
að Þorsteinn hafi komið í garðinn
daglega og gefið fuglunum. „Fyrir
utan að vera gríðarlega mik-
ilhæfur forystumaður og íþrótta-
fulltrúi ríkisins í fjörutíu ár þá var
hann mikill fuglavinur og fugla-
skoðunarmaður og eftir hann ligg-
ur bók á því sviði,“ bendir hann á.
Morgunblaðið/Jim SmartHluti niðja Þorsteins samankomnir við brjóstmyndina.Brjóstmyndinni var fenginn
staður við tjörnina í Grasagarð-
inum í Laugardal.
Brjóstmynd
af Þorsteini
Einarssyni
afhjúpuð
337 FLEIRI einstaklingar fluttu til
landsins en frá því fyrstu sex mánuði
þessa árs. Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu frá Hagstofu Íslands um
búferlaflutninga á tímabilinu janúar
til júní 2002. Hagstofan skráði 26.355
breytingar á lögheimili einstaklinga í
þjóðskrá á tímabilinu. Þar af fluttu
14.753 innan sama sveitarfélags, 8.253
milli sveitarfélaga, 1.843 til landsins
og 1.506 frá því.
Brottfluttir Íslendingar voru 179
fleiri en aðfluttir, en aðfluttir erlendir
ríkisborgarar 516 fleiri en brottflutt-
ir. Aðfluttir umfram brottflutta voru
talsvert fleiri á árinu 2001, eða 881.
Til höfuðborgarsvæðisins fluttu
529 umfram brottflutta. Af þeim
fluttu 354 af landsbyggðinni og 173
frá útlöndum. Í öðrum landshlutum,
nema Vesturlandi, voru brottfluttir
fleiri en aðfluttir. Flestir fluttust frá
Norðurlandi vestra og Vestfjörðum,
eða 64 frá hvorum landshluta fyrir
sig. Af einstökum sveitarfélögum
fluttust flestir til Kópavogs, 273, og
Hafnarfjarðar, 184.
Búferlaflutningar fyrstu
sex mánuði ársins
Fleiri fluttu
til landsins
en frá því
ERIK Clapton, sem nú unir sér
í friði og ró fjarri heimsins
glaumi við veiðar í Laxá á Ásum,
gerði það gott í gærmorgun en
samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum veiddi hann 7 laxa. Lax-
veiðar í húnvetnskum ám hafa
verið heldur daprar það sem af
er sumri en glöggir menn sáu ós
Blöndu nánast krauma af fiski í
fyrrakvöld og veit það á góðar
laxagöngur enda færðist líf í
Laxá á Ásum í gærmorgun.
Clapton
landaði sjö
löxum