Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 9 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Útsala Frábær alhliða sumarfatnaður Stærðir 36-52 Útsala - Útsala mikið af stórum stærðum frábær verðlækkun                Sumarútsala Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið laugardag kl. 10-14 frá stærð 34 Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 Útsalan í fullum gangi Opið til kl. 16 í dag Satín brúðarskór og töskur Laugavegi 58 — Smáralind, sími 551 3311 — 528 8800 Gott verð Líttu í gluggana Útilegustóll með örmum, glasahaldara og skemil 2.590 kr.ALLS taka 35 erlendir nemendur;18 konur og 17 karlar, þátt í fjögurravikna alþjóðlegu sumarnámskeiði í íslensku við Háskóla Íslands. Stofn- un Sigurðar Nordals gengst fyrir námskeiðinu í samvinnu við heim- spekideild HÍ. Þetta er í sextánda sinn sem slíkt námskeið er haldið við Háskólann á jafn mörgum árum en í fjórtánda sinn sem Stofnun Sigurðar Nordals sér um námskeiðið. Þetta er jafnframt þriðja námskeiðið fyrir er- lenda námsmenn sem stofnunin skipuleggur á þessu sumri. Þátttakendur á námskeiðinu eru frá tíu löndum; flestir frá Bandaríkj- unum, Bretlandi og Þýskalandi. Þeim er skipt í tvo hópa í íslensku- náminu eftir kunnáttu en margir þeirra hafa þegar lagt stund á ís- lensku heima fyrir, m.a. hjá sendi- kennurum í íslensku. Auk þess að nema íslensku gefst stúdentunum tækifæri til að hlýða á fyrirlestra um náttúru Íslands, sögu Íslendinga og menningu, heimsækja Alþingi og menningarstofnanir og skoða sig um á sögustöðum. Námskeiðið hófst 1. júlí og stendur yfir út mánuðinn. Í frétt frá Stofnun Sigurðar Nor- dals segir að mikill áhugi sé á því að læra íslensku víða um lönd ekki síst í Norður-Evrópu og Norður-Amer- íku. „Með ári hverju berast fleiri um- sóknir um hvers konar íslenskunám fyrir útlendinga hér á landi. Miklu fleiri stúdentar sækja um alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku en unnt er að sinna. Nútímaíslenska er einnig kennd á mörgum stöðum erlendis. Minna má á að nú starfa með styrk íslenskra stjórnvalda 13 íslensku- lektorar í 8 Evrópulöndum og einn í Kanada. Stofnun Sigurðar Nordals annast þjónustu við þá,“ segir í frétt- inni. Tungumál og menning nátengd Morgunblaðið ræddi við þrjá nem- endur á alþjóðlega sumarnámskeið- inu þau Katrina Burge, frá Ástralíu, Isaac Juan Tomás, frá Spáni og Kyle Korynta, frá Bandaríkjunum. Katr- ina var að ljúka doktorsgráðu í ís- lensku fornsögunum, Isaac er að nema indóevrópska samanburðar- málfræði og Kyle stundar nám í nor- rænum tungumálum. Öll höfðu þau lagt stund á íslensku heima fyrir áður en þau komu á nám- skeiðið. Þau ákváðu hins vegar að koma hingað til lands til að læra mál- ið betur. Kyle hefur jafnframt lært norsku í mörg ár en hann á ættir að rekja til Noregs. Katrina og Kyle eru á styrkjum frá sínum háskólum en Isaac kemur á eigin vegum. „Það er svo mikil menning í tungumálinu. Ef þú þekkir ekki menninguna þá þekkir þú ekki tungumálið, “ útskýr- ir Kyle, þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að koma hingað til lands. Hin tvö taka undir þessi orð hans. „Hérna finnur maður líka íslenskar bækur í bóka- búðum sem ég gat ekki einu sinni pantað frá Ástralíu,“ bætir Katrina við. Hún segir ennfremur að til að skilja íslensku fornsögurnar betur sé nauðsynlegt að hafa komið til Ís- lands og hafa upplifað það umhverfi sem sögurnar gerast í. „Fornsögurn- ar eru svo tengdar landinu.“ Isaac samsinnir þessu og skýrir frá því að þau hafi m.a. ferðast um Njáluslóðir. Í samtali við þau Katrina, Kyle og Isaac, kemur glögglega í ljós að þau hafa mikinn áhuga á Íslandi, ís- lenskri menningu og sögu. Þau hafa heldur ekki orðið fyrir vonbrigðum með dvölina. „Góða veðrið hefur heldur ekki spillt fyrir,“ segir Katr- ina. Öll segjast þau munu halda heim á leið síðar í sumar; Katrina og Isaac til að kenna, m.a. norræna sögu í há- skólum í heimalandi sínu en Kyle til að halda áfram að stunda nám í nor- rænum tungumálum. Alls 35 þátttakendur á alþjóðlegu sumarnámskeiði í íslensku Mikill áhugi á íslensku víða um lönd Morgunblaðið/Arnaldur Nemendur í alþjóðlegu sumarnámskeiði í íslensku. Þau Katrina Burge, Kyle Korynta og Isaac Juan Tomás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.