Morgunblaðið - 13.07.2002, Page 26

Morgunblaðið - 13.07.2002, Page 26
26 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. þykkum veggjum. Aðeins örfáir fá aðgang að þessu virki og fylgst verður með þeim með nýjustu geislunarnemum og öðrum há- tæknibúnaði. Þegar lokið verður við að reisa þennan steinkumbalda verður það sem betur fer ógjörningur fyrir hryðjuverkahópa, eða jafnvel hersveitir, að brjótast inn í hann. Bandaríska varnarmálaráðuneytið stóð straum af kostnaðinum við að reisa þetta virki, vegna fyrirhyggju Sams Nunns, fyrr- verandi þingmanns í öldungadeildinni, og Dicks Lugars öldungadeildarþingmanns, en þeir voru í fararbroddi í ferðinni til Ma- yak. Þetta verkefni, kallað Nunn-Lugar áætlunin, er sennilega hyggilegasta fjár- festingin í öryggismálum sem varnarmála- ráðuneytið hefur ráðist í. Birgðir af efnum í kjarnavopn á víð og dreif Því miður hefur tunnunum með kjarn- kleyfu efnunum ekki enn verið komið fyrir í steinvirkinu í Mayak og bið verður á því í nokkur ár til viðbótar. Aðeins lítið brot af gríðarmiklum birgðum Rússa af kjarn- kleyfum efnum, sem duga í hvorki meira né minna en 80.000 sprengjur, hefur verið verndað með nýjustu aðferðum. Og ef hryðjuverkamenn á borð við al-Qaeda-liða M ÖNNUM hefur orðið tíð- rætt síðustu vikurnar um þá yfirsjón að hafa ekki tengt saman deplana í mynstrinu sem hefði ef til vill getað gert okkur viðvart um samsæri þeirra sem frömdu hryðjuverkin 11. sept- ember. Nýlega skoðaði ég depil í enn skelfi- legra mynstri sem gefur okkur teikn um að nær öruggt sé að framin verði stórfelld hryðjuverk með kjarna-, efna- eða sýkla- vopnum ef alþjóðlega bandalagið, sem legg- ur nú kapp á að hafa hendur í hári hryðju- verkamanna á borð við al-Qaeda-liða, einsetur sér ekki líka að læsa inni gereyð- ingarefnin. Depillinn sem ég skoðaði var í Mayak, austan Úralfjalla í Asíuhluta Rússlands. Þar gnæfir firnastór steinkista við himin. Þessi kumbaldi var steyptur til að geyma plúton og auðgað úran sem dugir í 20.000 kjarnorkusprengjur. Rússar eru að rífa nið- ur umframbirgðir sínar af kjarnaoddum Sovétríkjanna. Kjarnkleyfir málmklump- arnir eru teknir úr sprengjunum og settir í ryðfríar stáltunnur sem verður komið fyrir í „steypumassa“, umluktum fimm metra komast yfi fælingarste og milli Moskvu, v verkamenn Það sem vita, er að hægt er að víð og drei smíðaðir h löndum ei auðgað úra hægt að n Indverjar r framtíð Pa ótrygg og R var handa er til plúto undir eftir samtaka. J eiga ekki k Belgar, sit sem hægt e orkuvera þ Hvergi geymslu og eru ekki geymslustö fyrir þeirr verkamenn Leggjum netið út u Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu virða fyrir sér rammgerðan eldflaugaskotpall í Khmelnitski her leynd hvíldi yfir herstöðinni á tímum Sovétríkjanna. Skotpallurinn var skömmu síðar eyðilagður á ©The Washington Post. eftir Ashton B. Carter S ÍÐASTA sumar og haust höfðu margir vax- andi áhyggjur af þróun efnahagsmála okk- ar Íslendinga. Krónan lækkaði jafnt og þétt og háværari raddir heyrðust um það en áð- ur, að við ættum einfaldlega að kasta henni fyrir róða og taka upp evruna. Okkur væri betur komið innan þess efnahagsramma, sem þá skapaðist. Á hinn bóginn lá einnig í loftinu, að margir töldu að hverfa ætti aftur til þess tíma, þegar stjórnvöld hlutuðust til um stjórn efnahagsmála með sértækum aðgerðum og íhlutun á einstökum sviðum til þess að ná að minnsta kosti skammtímaárangri. Af hálfu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, en höf- uðábyrgð á stjórn efnahagsmála hvílir á hans herðum, var lögð áhersla á að fara að lögbundnum leikreglum, til dæmis nýlega samþykktum lögum um að stjórn- endur Seðlabankans tækju ákvarðanir um vaxtastigið en ríkisstjórn eða einstakir ráðherrar væru ekki að grípa fram fyrir hendurnar á þeim. Lá bankinn undir miklum og sívaxandi þrýstingi um að lækka vexti. Í umræðum um evru í stað krónu hefur Davíð snúist gegn slíkum skiptum af meiri hörku en flestir aðrir ís- lenskir stjórnmálamenn. Hefur hann að sjálfsögðu sætt ámæli fyrir skorinorða afstöðu sína í því efni af hálfu þeirra, sem telja grasið grænna hjá Evrópusam- bandinu en í okkar eigin garði, en aðild að því er for- senda þess, að evran verði gjaldmiðill okkar. Á fyrsta fundi Alþingis í upphafi þessa árs stofnaði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, til umræðna um efnahagsmál og svaraði Davíð Odds- son honum meðal annars með þessum orðum, þegar hann hafði lýst þeirri skoðun, að betur horfði um efna- hag þjóðarinnar en áður: „Auðvitað hefur skipt mestu máli í þessu sambandi nákvæmlega þriðja spurningin sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson spurði um: Hvað er það sem rík- isstjórnin er að gera? Það eru nákvæmlega verk rík- isstjórnarinnar sem hafa ráðið úrslitum: Það issjóður er rekinn með afgangi í mörg herran skuldir eru greiddar niður skiptir máli. Það a ar eru lækkaðir með þeim hætti sem við höfu að gera, sem styrkir atvinnu til frambúðar, sk máli. Ég tel að vaxtalækkanir séu ekki langt u heldur skammt undan. Ég tel að við munum s á vaxtalækkanir þegar í næsta mánuði. Þegar næstu mælingu á vísitölunni munum við sjá fr vaxtalækkanir til viðbótar öðrum hlutum: ska lækkanir, vaxtalækkanir, styrking á gengi, læ verðbólga, lítið atvinnuleysi, traustur kaupm Hver mundi ekki vera ánægður með þess hát hagsástand í landi sínu?“ x x x Þessi orð forsætisráðherra við upphaf ársin gengið eftir. Vextir hafa lækkað, gengi krónu hefur styrkst og síðast en ekki síst hefur veri með samstilltu átaki með Alþýðusamband Ísl fararbroddi að ná tökum á verðlagsþróuninni það að markmiði, að kjarasamningar haldi. T ná því marki í maí. Atvinnustigið hefur verið þó gætir atvinnuleysis hjá hópum sem ekki h kynnst því áður. Má þar til dæmis nefna félag Verslunarmannafélagi Reykjavíkur og tölvun inga en fyrir fáeinum misserum gafst þeim va til að ljúka námi, svo fast var sóst eftir þeim ú vinnumarkaðinn. Viðskiptahallinn hefur minnkað örar en efn stofnanir spáðu. Var viðskiptahallinn við útlö milljarðar króna á fyrsta fjórðungi ársins, sam bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands. Á s tíma í fyrra var viðskiptahallinn 18,5 milljarð króna. Á föstu gengi minnkaði hallinn um 19, arða króna. Seðlabankinn hefur lækkað vexti fjórum si VETTVANGUR Bati í stað samdrátt Eftir Björn Bjarnason YFIRLÝSING ALCOA HAGSMUNIR FLUGMANNA? Að undanförnu hefur kveðiðvið gamalkunnugan tón hjáFélagi íslenzkra atvinnu- flugmanna þegar það gagnrýnir hversu auðveldlega útlendingar geti fengið flugskírteini hér á landi. Í samtali við Morgunblaðið 28. júní síðastliðinn sagði Jóhann Þ. Jó- hannsson, formaður félagsins, að „nokkuð sárt sé að horfa upp á að svo margir útlendingar fái hér auð- veldlega flugskírteini á meðan tölu- vert atvinnuleysi sé á meðal ís- lenzkra flugmanna.“ Hagsmunasamtök flugmanna hafa þannig gagnrýnt að flugmenn frá ríkjum utan Evrópska efna- hagssvæðisins skuli fá fullgilt flug- skírteini hér á landi og um leið at- vinnuréttindi án þess að þurfa að sækja sérstaklega um atvinnuleyfi. Samgönguráðuneytið hefur svarað gagnrýni flugmanna þannig að Flugmálastjórn beri að afgreiða umsóknir erlendra flugmanna á jafnréttisgrundvelli og óheimilt sé að mismuna eftir þjóðerni. Flug- menn sætta sig ekki við þá nið- urstöðu og hyggjast m.a. spyrja fé- lagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun hvort það sé með þeirra vitund, sem Flugmála- stjórn gefi út atvinnuleyfi til þegna ríkja utan EES. Með málflutningi sínum telur FÍA sig vafalaust vera að vernda hagsmuni félagsmanna sinna með því að tryggja þeim ákveðinn for- gang til starfa hjá íslenzkum flug- félögum. Flugmenn mættu hins vegar gjarnan líta lengra en nef þeirra nær í þessum efnum. Flugmarkaðurinn er eðli málsins samkvæmt alþjóðlegur. Það er vinnumarkaður flugmanna líka. Menntun þeirra tryggir alla jafna að þeir geta starfað um allan heim og eru ekki bundnir við ríki, menn- ingar- eða málsvæði. Hjá flugfélög- um um allan heim er væntanlega fremur horft til hæfni og reynslu en til þjóðernis, þegar flugmenn eru ráðnir í störf. Hinn alþjóðlegi vinnumarkaður flugmanna stuðlar að því að jafna sveiflur – þegar lítið er að gera í flugi í einu landi geta flugmenn leitað sér vinnu annars staðar. Þess eru mörg dæmi að er- lendir flugmenn starfi hér á landi, en líklega er þó miklu algengara að íslenzkir flugmenn starfi erlendis. Það er því hagsmunamál ís- lenzkra flugmanna að hinn alþjóð- legi vinnumarkaður flugmanna sé sem opnastur og sem minnstar hömlur lagðar á réttindi flugmanna til að starfa annars staðar en í sínu heimalandi, aðrar en eðlilegar hæfnis- og öryggiskröfur. Ef öll stéttarfélög flugmanna, víða um heim, hefðu hins vegar svipaða af- stöðu og FÍA – og ef á þau væri hlustað af stjórnvöldum – væri enn meira af hömlum og hindrunum á þessum vinnumarkaði en gerist í dag. Slíkt ástand gengi gegn hags- munum flugmanna, bæði íslenzkra og erlendra. Yfirlýsing stjórnar Alcoa í gærþess efnis að haldið skyldi áfram viðræðum stjórnenda fyrirtækisins við íslenzk stjórnvöld og Landsvirkj- un um byggingu álvers á Austurlandi er mikilvæg að því leyti til að hún staðfestir þann áhuga, sem fram hef- ur komið hjá Alcoa um þátttöku í þessu verkefni. Hins vegar má ekki gleyma því, að þessar viðræður eru á byrjunarstigi. Enn liggur ekkert fyr- ir um, hvort samningar náist við Al- coa um þessa framkvæmd. Við Íslendingar erum reynslunni ríkari í þessum efnum. Viðræður við erlend álfyrirtæki hafa verið komnar á lokastig, þegar skyndilega var horf- ið frá framkvæmdum. Þess vegna er hyggilegt að ganga ekki út frá neinu sem vísu, þótt jákvætt andrúmsloft sé í kringum viðræðurnar við Alcoa Það er augljóst að bandaríska ál- fyrirtækið er viðkvæmt fyrir skoðun- um umhverfisverndarsinna. Það er í sjálfu sér jákvætt. Sjónarmið þeirra eru virðingarverð og eiga fullan rétt á sér, þótt málflutningur sumra hópa gangi út í öfgar. Því má hins vegar ekki gleyma, að fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir austan hafa fengið alla þá meðferð í sambandi við umhverfismál, sem lög gera kröfu til. Að því leyti til er stað- an gjörólík vegna Kárahnjúkavirkj- unar frá því sem var, þegar Fljóts- dalsvirkjun var á dagskrá. Baráttan þá stóð um að knýja fram lögformlegt umhverfismat á þeim áformuðu fram- kvæmdum. Að þessu sinni hefur því ferli verið fylgt eftir til enda sam- kvæmt því, sem lög segja til um. Þeir sem kröfðust þess að lögformlegt umhverfismat færi fram á Fljótsdals- virkjun samkvæmt lögum um um- hverfismat hljóta að virða þá niður- stöðu sem liggur fyrir varðandi Kárahnjúkavirkjun. Telji menn lög- gjöfina gallaða er ástæða til að taka upp baráttu fyrir breytingu á henni en á meðan hún er í gildi verður að virða hana sem slíka. Hinar pólitísku víglínur liggja með öðrum hætti vegna Kárahnjúkavirkj- unar og álvers á Reyðarfirði í tengslum við hana en þegar Fljóts- dalsvirkjun var til umræðu. Auk þess að njóta stuðnings stjórnarflokkanna er ljóst að margir þingmenn Sam- fylkingarinnar styðja framkvæmd- ina. Það gerir Alþýðusamband Ís- lands líka. Andstaðan er því ekki jafn mikil og þegar rætt var um Fljóts- dalsvirkjun. Á þessu stigi málsins verður ekki séð, að stjórnvöld standi frammi fyrir pólitískum vandamálum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Lík- legra má telja, að meiri andstaða verði við framkvæmdir við Norð- lingaöldulón. Þessar framkvæmdir eru orðnar mikið tilfinningamál fyrir Austfirð- inga ekkert síður en hagsmunamál. Þeir ættu þó að fara varlega í að ganga út frá nokkru sem vísu þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnar Alcoa í gær. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en niðurstaða þessa máls verður ljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.