Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.07.2002, Qupperneq 44
DAGBÓK 44 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag kemur Nordic Ice og fer aftur samdæg- urs. Hafnarfjarðarhöfn: Engin hreyfing í höfn- inni í dag. Mannamót Aflagrandi og Hraun- bær. Sameiginleg ferð á Akranes miðvikudag- inn 24. júlí. Steinasafn- ið skoðað og drukkið kaffi hjá öldruðum á Akranesi. Leið- sögumaður á Akranesi. Lagt af stað frá Akra- nesi kl. 13 og Hraunbæ 13.30. Skráning í síma: 562 2571 og 587 2888. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag, laugardag, morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl. 9.50. Fé- lagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks til 11. ágúst. Orlofs- ferðir að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst. Munið að greiða gíróseðlana sem fyrst. Orlofsferð að Höfða- brekku 10.–13. sept. Skráning og allar upp- lýsingar eru gefnar milli kl. 19–21 í síma 555 1703, 555 2484 og 555 3220. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerð- arstofa, tímapantanir eftir samkomulagi, s. 899 4223. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöð- in og matur í hádegi. Dansleikur sunnudags- kvöld, Caprí tríó leikur fyrir dansi. Athugið, síðasti dansleikur fyrir sumarfrí. Dagsferð í Húnavatns- sýslu 24. júlí, hringferð um Vatnsnes, Hvammstangi, Bergs- staðir, viðkoma í Hind- isvík hjá Hvítserk, í Borgarvirki og víðar. Hafið hádegisnest- ispakka með. Kaffihlað- borð í Staðarskála. Leiðsögumaður: Þór- unn Lárusdóttir. Skráning hafin á skrif- stofunni. Fyrirhugaðar eru ferð- ir til Portúgals og Tyrklands í haust, fyrir félagsmenn FEB, skráning er hafin, tak- markaður fjöldi. Nán- ari upplýsingar á skrif- stofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sími 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrif- stofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. Umsjón Brynj- ólfur Björnsson íþróttakennari. Gjábakki. Lagt verður af stað í ferðalag um Vestfirði mánudaginn 15. júlí kl. 8.15 frá Gullsmára og kl. 8.30 frá Gjábakka. Munið að taka með sæng, kodda og lak eða svefn- poka. Afgreiðsla Gjá- bakka verður lokuð 15.–19. júlí. Matarþjón- usta, kaffistofa, handa- vinnustofa og annar daglegur rekstur verð- ur eins og venjulega. Hárstofa Ragnheiðar í Gjábakka verður lokuð frá 15. júlí til 6. ágúst. Félag eldri borgara, Kópavogi. Púttað verð- ur á Listatúni í dag, laugardag, kl. 10.30. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi laugardags- morgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsheimilið, Gullsmára 13, verður lokað frá 8. júlí til 6. ágúst. Fótaaðgerð- arstofan verður opin, sími 564 5298, hár- snyrtistofan verður op- in, sími 564 5299. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomn- ir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Minningarkort Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562 1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551 7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561 5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni, s. 555 0383 eða 899 1161. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyfjum og heilsu, verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar 500 kr. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í síma 552 4994 eða síma 553 6697, minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Há- teigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju, s. 520 1300 og í blómabúðinni Holtablóminu, Lang- holtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkjunni. Minningakort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67, og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561 6117. Minn- ingargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjushúsinu Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norð- urbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju, sími 588-8870. Í dag er laugardagur 13. júlí, 194. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En hann sagði við þá: Mér ber og að flytja hinum borgunum fagnaðar- erindið um Guðs ríki, því að til þess var ég sendur. (Lúk. 4, 43.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hægfara, 8 slappir, 9 innhverfur, 10 spils, 11 geta neytt, 13 deila, 15 höfuðfata, 18 drengs, 21 fugl, 22 grasflötur, 23 púkinn, 24 skipshlið. LÓÐRÉTT: 2 heldur heit, 3 kroppa, 4 bárur, 5 fuglum, 6 feiti, 7 ósoðna, 12 op, 14 greinir, 15 beitarland, 16 nöldri, 17 gömul, 18 lítinn, 19 héldu, 20 fífl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 frami, 4 holur, 7 Kobbi, 8 ræðum, 9 nef, 11 næði, 13 ugla, 14 lútur, 15 þjöl, 17 græt, 20 þrá, 22 gýg- ur, 23 bútum. 24 rolla, 25 túnin. Lóðrétt: - 1 fákæn, 2 afboð, 3 iðin, 4 horf, 5 liðug, 6 rýmka, 10 eitur, 12 ill, 13 urg, 15 þægur, 16 öngul, 18 rætin, 19 tóman, 20 þróa, 21 ábót. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... Í SVOKALLAÐRI gúrkutíð eigamenn gjarnan greiðari aðgang en ella að fjölmiðlum og ber þá æði oft við að sömu umfjöllunarefnin glymji nær samtímis á öllum helstu miðl- unum – og svo sem lítið við því að gera annað en að líta undan eða skipta um stöð. Eitt af þessum málum, sem hæpið er að hafi farið framhjá nokkrum heilvita manni sem á annað borð var staddur hér á landi í vikunni og skil- ur íslensku, er átak borgarinnar gegn veggjakroti. Af umfangi um- fjöllunarinnar að dæma mætti halda að þetta sé einhver brýnasti vandi sem ríkjandi borgaryfirvöld eiga við að etja á kjörtímabilinu og taka þurfi þegar í taumana, áður en hlutirnir fari hreinlega úr böndunum og allir veggir borgarinnar verði útkrotaðir. Að mörgu leyti er þetta átak já- kvætt. Það er vissulega subbulegt að horfa upp á útkrotaða veggi, sér í lagi ef skilaboðin eru miður siðsam- leg eða innihaldslaust hjal á borð við „Nari + Hilla“ eða „Silli sökkar“. Og átakið gengur víst að hluta út á að láta krakkana í vinnuskólanum mála yfir veggjakrotið, örugglega í þeirri von að kveikja með þeim ábyrgðar- tilfinningu, láta þau finna með bein- um hætti fyrir eyðileggingunni sem á sér stað þegar krotað er yfir ný- málaðan vegg. Sem er vel. En Víkverji er ekki frá því að sniðugt hefði verið að virkja krakk- ana frekar þannig að leyfa þeim beinlínis að krota á veggina, að minnsta kosti skólaveggina, undir handleiðslu myndlistarkennara. Með því fengju þeir sköpunarþörf sinni fullnægt og krotið, sem væri ekki lengur krot heldur teikningar eða myndlist, fengi ákveðinn til- gang, ekki bara í huga krakkanna, sem sumir hverjir hefðu krassað á einlitan vegginn, heldur einnig í huga allra annarra, því sköpun er alltaf spennandi, sérstaklega ef um er að ræða þá sem verður til í hug- arfylgsnum æskunnar. Víkverji veit til þess að þetta hefur verið prófað og gott ef þeir myndskreyttu veggir hafa ekki bara mun frekar fengið að vera í friði fyrir veggjakroturum en aðrir veggir. x x x SUMARÚTSÖLUR eru nú í full-um gangi og hægt að gera ansi hreint góð kaup á þeim ef á annað borð viljinn er fyrir hendi að standa í búðarápi þegar annríki er mikið. Eitt er Víkverji alltaf að reka sig á þegar hann bregður sér á útsölur. Það eru yfirlýsingar verslana um að þær taki ekki innleggsnótur gildar sem greiðslu fyrir útsöluvarning. Hvernig má það eiginlega vera? Hvernig getur verslun leyft sér að neita að taka við ávísun sem hún sjálf hefur gefið út og lofað að veita vöruúttekt út á? Innleggsnótu sem gefin var út þegar tekið var við vöru sem upphaflega hafði verið greitt fyrir með beinhörðum peningum? Víkverja rekur reyndar minni til að þetta dæmalausa framferði verslana hafi allnokkrum sinnum verið kært, eða a.m.k. klagað til Neytendasam- takanna, sem síðan hafa látið sig málið varða og ávítt verslanir fyrir. Ef þetta á að viðgangast, hvað geta verslanir þá gengið langt í að setja hömlur á þau verðmæti sem neyt- endur eiga inni hjá þeim? Að inn- leggsnótan gildi einungis gegn viss- um illseljanlegum vörum? Eða þeim sem kosta meira en ákveðin upp- hæð? Að ekki sé hægt að nota innleggs- nótu þegar verslun ákveður af sjálfs- dáðum að lækka vörur sínar er því alveg fáránlegt og ætti ekki við- gangast. Þakkir til Mata VIÐ hjá íþróttafélaginu Fram viljum þakka þeim hjá Mata fyrir okkur, en Mata styrkti félagið með rausnarlegum afslætti þeg- ar við keyptum ávexti fyrir fótboltastrákana okkar sem fóru til Eyja og Akureyrar. Þetta er mikill stuðningur og sannur íþróttaandi sem sýndur er í verki. Frábæra þjónustu fengum við eins og allir aðrir, ekki slegið af neinu þar. Kærar þakkir. Framarar. Tófan og fuglalífið ÉG OG fjölskylda mín erum ein af þeim fjölmörgu sem eiga sumarbústað í Gríms- nesinu. Móinn hjá okkur ómar í fuglasöng daginn út og inn. Það er ekki von að það séu fuglar á sveimi hjá hinum skotglöðu mönnum sem eiga (sem betur fer) sumarbústað á einhverju öðru svæði en þar sem mín fjölskylda er. Allir fuglar hljóta að forða sér hið snar- asta þegar menn æða um berrassaðir skjótandi á allt kvikt. Kveðja, Jórunn. Dýrahald Númi er týndur NÚMI er lítill tveggja ára kisi sem týndist frá Dýra- hótelinu í Víðidal 4. júlí sl. Hann er svartur á lit með hvítan blett á bringunni og á maganum. Hann er með rauða ómerkta hálsól og með eyrnamerkinguna 00G-208. Númi er mjög smávaxinn og er auðþekkt- ur á stuttu hlykkjóttu skotti. Hans er sárt saknað og allar upplýsingar væru vel þegn- ar. Hann sást síðast hlaupa í átt að Árbænum. Þeir sem hafa orðið Núma varir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 698 2868, 567 2878 eða 587 2868. Fundarlaun í boði. Loðnir kettlingar óskast TVEIR loðnir kettlingar óskast gefins. Upplýsingar í síma 562 2243. Angórukanínur óskast ÓSKA eftir 2 angórukanín- um gefins. Upplýsingar í síma 694 8225. Tapað/fundið Svefnpoki týndist á Vindheimamelum SVARTUR og rauður svefnpoki ásamt heilsu- kodda týndist á Vindheima- melum sl. sunnudag. Pokinn er fermingargjöf og er hans sárt saknað. Skilvís finnandi hafi samband í síma 892 4477. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is VIÐ fórum í skógarferð að Bakkastöðum þar sem faðir minn, Bene- dikt Bjarnason, Bakka- stöðum, V-Hún. fór að rækta skóg með fjöl- skyldu sinni fyrir u.þ.b. 70 árum. Hann hafði mjög mikinn áhuga á skógrækt. Það eru orðnar óteljandi trjá- plönturnar sem búið er að setja þarna niður. Þegar faðir minn dó tók Ragnar sonur hans við og alltaf er haldið áfram að gróðursetja og lagfæra. Það var ynd- islegt að koma, sjá og vera með þessum kjarn- miklu afkomendum og fjölskyldum þeirra og vil ég þakka öllum þeim sem þarna dvöldu fyrir samveruna. Með kærri kveðju, Bergþóra Benedikts- dóttir. Morgunblaðið/Ásdís Þakka fyrir samveruna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.