Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 17 KASPAR Villiger, forseti Sviss, hef- ur hætt við að fara til Rússlands til að vera viðstaddur útför barna sem fórust í árekstri tveggja flugvéla yfir Suður-Þýskalandi 1. júlí. Svisslend- ingar segja ástæðuna þá að rússnesk yfirvöld hefðu sagt að þau gætu ekki ábyrgst öryggi forsetans og föru- neytis hans vegna reiði ættingja barnanna, en þeir kenna svissnesku flugumferðarstjórninni um slysið. Háttsettur embættismaður í hér- aðinu, sem börnin komu frá, sagði hins vegar að forsetinn væri ekki vel- kominn til útfararinnar. Villiger hafði ætlað að fara til Moskvu í gær og vera síðan viðstadd- ur útför barnanna í dag í borginni Úfa í Úralfjöllum. Ferðinni var aflýst seint í fyrrakvöld eftir að rússnesk yfirvöld tilkynntu að þau gætu ekki ábyrgst öryggi forsetans, að sögn Felix Baumanns, stjórnmálafulltrúa svissneska sendiráðsins í Moskvu. Baumann sagði að rússnesku emb- ættismennirnir hefðu skírskotað til mikillar geðshræringar ættingja fórnarlamba slyssins, meðal annars 45 barna frá Úfa. Fjórir fylgdar- menn þeirra, átta aðrir farþegar og tólf manna áhöfn rússnesku flugvél- arinnar fórust einnig, auk tveggja flugmanna hinnar vélarinnar. Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins, Alexander Jako- venko, neitaði því að ferðinni hefði verið aflýst af öryggisástæðum. Hann sagði að yfirvöld í Bashkor- tostan, héraði barnanna, byggjust við „miklu tilfinningagosi“ við at- höfnina og að það gæti haft „neikvæð áhrif“ á heimsókn forsetans. Khaljaf Ishmúratov, aðstoðarfor- sætisráðherra Bashkortostan, sagði að leiðtogar héraðsins hefðu beðið rússnesku stjórnina að ráðleggja Villiger að vera ekki viðstaddur at- höfnina. „Forsetinn og aðrir emb- ættismenn í Sviss eru velkomnir hve- nær sem er, en ekki daginn sem útförin fer fram,“ sagði hann og neit- aði því einnig að ekki hefði verið hægt að ábyrgjast öryggi Villigers. Stjórn Sviss viðurkennir mistök Margir ættingjar barnanna kenna svissnesku flugumferðarstjórninni um flugslysið. Stjórn Sviss var sökuð um að hafa sýnt fjölskyldum fórnar- lambanna of litla samúð í fyrstu og heimsókn forsetans átti að bæta úr því. „Fyrsta daginn eftir slysið sökuðu svissnesk yfirvöld rússnesku flug- mennina um vanhæfni og höfðu þá til blóra,“ sagði Ishmúratov. Hann bætti við að svissneska stjórnin hefði ekki vottað fjölskyldum fórnarlamb- anna samúð fyrstu dagana eftir slys- ið. Moritz Leuenberger, samgöngu- ráðherra Sviss, viðurkenndi í gær að svissneska flugumferðarstjórnin ætti að minnsta kosti að hluta sök á flugslysinu og hefði ekki brugðist rétt við því í fyrstu. „Sú óbærilega tilhugsun að við hefðum að hluta átt sök á dauða 71 manns leiddi til ósjálf- ráðra viðbragða, til ruglingslegra upplýsinga, til mistaka,“ sagði ráð- herrann. „Við fundum ekki réttu orð- in.“ Svissneska stjórnin hyggst bjóða fjölskyldum fórnarlambanna bætur. Forseti Sviss fer ekki til Rússlands Reuters Háskólanemi í Überlingen, sem tók þátt í minningarathöfn í vikunni, festir rós við nafn eins fórnarlambsins í flugslysinu yfir Þýskalandi. Óttast reiði ættingjanna Moskvu. AP. Rússar neita því að þeir hefðu ekki getað ábyrgst öryggi forsetans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.