Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 11
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 11 FRÉTTIR FRAMKVÆMDIR hófust við við- byggingu hjúkrunarheimilisins Eir- ar í Grafarvogi á fimmtudag þegar fyrsta skóflustungan var tekin að byggingunni. Í nýja húsinu verða 40 hjúkrunarrými auk dagvistunar. Í upplýsingum frá Eir kemur fram að tvær deildir verði í við- byggingunni, hvor með 20 hjúkr- unarrýmum. Öll hjúkrunarrýmin verða einbýli eða hjúkrunaríbúðir með svokölluðu te-eldhúsi og bað- herbergi. Sameiginleg aðstaða verður hins vegar hefðbundin. Hverri deild verður síðan skipt í tvennt svo í raun verður um fjögur 10 manna sambýli að ræða. Á efstu hæð hússins er gert ráð fyrir dagvistun fyrir 20–30 manns. Alls verður nýbyggingin 4.500 fermetrar en þar af eru 100 í bíla- stæðum sem ráðgerð eru undir húsinu. Húsið mun síðan tengjast eldra hjúkrunarheimili með tengi- gangi þar sem sameiginlegur inn- gangur fyrir bæði húsin verður. Eftir framkvæmdina verður á svæðinu alls 121 hjúkrunarrými, 40 hjúkrunaríbúðir, áðurnefnd dagvist og 37 öryggisíbúðir auk níu manna sambýlis fyrir minnisskerta. Áætlað er að framkvæmdir hefj- ist undir lok mánaðarins og verði lokið undir árslok ársins 2003. Er reiknað með að hefja rekstur í hús- inu í janúar 2004. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það var Magnús L. Sveinsson, fyrrv. formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og varaformaður í stjórn Eirar, sem tók fyrstu skóflu- stunguna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Eirar, horfir á. Eir stækkar um 40 hjúkrunarrými Grafarvogur FYRIRHUGAÐ er að leggja göngu- stíg í Laugarnesi frá Klettagörðum að Sæbraut í sumar. Til stóð að stíg- urinn yrði malarborinn en embætti gatnamálastjóra hefur fallið frá því og leggur til að hann verði malbik- aður. Málið var tekið fyrir á fundi um- hverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í síðustu viku. Í bréfi gatnamálastjóra til nefndarinnar segir að með því að malbika stíginn fáist samfelld gönguleið með bundnu yfirborði frá Sundahöfn niður í Kvos. Auk þess yrði slíkur stígur mun auðveldari yfirferðar fyrir hreyfihamlaða, hjólreiðamenn og fólk á hjólaskautum. Tekur gatna- málastjóri fram að eftir sem áður verði sjávarstígar í Laugarnesi mal- arbornir. Nefndin vísaði málinu til umsagn- ar Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri garð- yrkjudeildar, segir Laugarnesið njóta borgarfriðunar í aðalskipulagi og það hafi þótt í betra samræmi við yfirbragð nessins að stígarnir yrðu malarbornir. Hins vegar hafi jafnvel þótt sýnt að þeirri ákvörðun yrði breytt síðar. Umhverfis- og heil- brigðisstofa mun svo skila umsögn sinni um málið fyrir næsta fund nefndarinnar sem verður í ágúst. Að sögn Ólafs Stefánssonar hjá gatnamálastjóra er stefnt að því að stígurinn verði lagður síðari hluta sumars eða undir haust. Leggja á göngustíg frá Klettagörð- um að Sæbraut undir lok sumars Malarborinn eða malbikaður? Laugarneshverfi MEÐALTEKJUR Reykvíkinga árið 2000 voru hæstar í Grafar- vogi en lægstar í póstnúmeri 101 sem er miðborg og hluti Vestur- bæjar. Næstlægstar voru tekj- urnar í Efra-Breiðholti eða í póst- númeri 111. Þetta kemur fram í Árbók Reykjavíkur sem nýverið kom út. Þar kemur fram í töflu að nokkur munur er á tekjum kvenna og karla eftir hverfum. Þannig voru meðaltekjur karla hæstar í Graf- arvogi en meðaltekjur kvenna hæstar í póstnúmeri 107 sem er Vesturbær. Lægstar voru meðal- tekjur karla í póstnúmeri 101 en meðaltekjur kvenna voru hins vegar lægstar í póstnúmeri 111. Þá má ráða af töflunni að með- altekjur kvenna voru almennt talsvert lægri en meðaltekjur karla og munaði um milljón á meðalárstekjum karla og meðal- árstekjum kvenna í Reykjavík þetta árið. Tekjur hæstar í Grafarvogi Reykjavík JÓN NÍELS Gíslason og Ásta Hrönn Maack luku MBA-prófi frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í vor með ágætiseinkunn. Hópurinn sem útskrifaðist í vor var sá fyrsti sem útskrifaðist frá Íslandi, en byrjað var að bjóða upp á MBA- nám við Háskóla Íslands fyrir tæp- um tveimur árum. Jón Níels og Ásta Hrönn eru sammála um að námið hafi staðið vel undir væntingum. Námið tekur tvö ár og skiptist í fjórar annir. Tvö fög eru kennd í einu í átta til tíu vikur í senn. Jón Níels segir að námið byggist mikið á verk- efnavinnu í smærri nemendahópum. „Við unnum alls tæplega 100 verk- efni fyrir íslensk fyrirtæki; 45 nem- endur með aðstoð 13 prófessora, lektora og dósenta Háskóla Íslands.“ Ásta Hrönn segir að málin hafi æxlast þannig að þegar verkefnum hafi lokið hafi fyrirtækin oft og tíðum óskað eftir frekara samstarfi við nemendur. „Í sumum tilfellum héldu verkefnin áfram og í öðrum voru nemendurnir ráðnir til starfa hjá fyr- irtækjunum,“ segir hún. Þau segja ennfremur að í seinni hluta námsins hafi mörg verkefnin verið launuð. Flestir unnu með náminu Flestir nemendur stunduðu námið samhliða vinnu. Jón Níels er með eig- in atvinnurekstur og Ásta var ekki í fastri vinnu, en tók að sér verkefni með náminu. „Undir lok námsins minnkuðu margir við sig vinnu eða tóku sér frí frá störfum, enda fannst fólki það fá meira út úr náminu ef meiri tími væri fyrir hendi,“ segir Jón Níels. Hann bætir við að margir hafi verið að skipta um vinnu á þess- um tíma. Nemendur greiða námið sjálfir, um 1.200 þúsund krónur. Jón Níels segir að þeir hafi gert miklar kröfur til námsins. „Metnaðurinn var mikill. Sem dæmi má nefna að verkefni eins nemanda sem gilti 20% af nám- skeiðseinkunn endaði í yfir 90 blað- síðum,“ segir hann. „Kröfur nemenda til námsins voru gríðarlegar. Ég held að það sé sam- dóma álit allra að deildin hafi staðið undir þeim,“ segir Ásta. Jón telur að 1.200 þúsund krónur sé mjög lágt verð fyrir þjónustu sem þessa, enda kosti milljónir króna að stunda sam- bærilegt nám í útlöndum. Hann segir að hugarfar nemenda hafi verið, eftir því sem hann þekki til, allt annað en í hefðbundnu háskólanámi. Ásta stundaði fyrrihlutanám við Háskóla Íslands og telur viðhorf nemenda hafi þar verið svolítið annars konar. „Núna var maður að greiða fyrir ákveðna þjónustu og krafðist þess að hún væri af ákveðnum gæðum. Und- ir þeim kröfum var staðið.“ Mikill metnaður kennara Jón segir að metnaður kennara hafi ekki verið minni en nemenda. „Þeir lögðu á sig gríðarlega vinnu. Í nokkrum tilfellum fengu þeir höf- unda kennslubókanna sem gestafyr- irlesara, svo dæmi sé tekið,“ segir hann. Auk þess héldu gestafyrirlestra margir af æðstu stjórnendum í ís- lensku atvinnulífi og hátt settir stjórnmálamenn. „Í þessum lokaða hópi, hjá fólki sem er vant því að fá svör við spurningum sínum, skapað- ist alveg ótrúlega upplýsandi um- ræða þegar raunveruleg verkefni sem íslenskir stjórnendur standa frammi fyrir voru skoðuð út frá fræðilegu sjónarhorni,“ segir Ásta. Jón segir að námið hafi ekki byggst á hefðbundnum fyrirlestrum, heldur hafi það verið gagnvirkt og allir hafi lagt sitt til málanna. Þau eru sammála um að námið hafi verið afar skemmtilegt. „Þetta var mjög sérstakt, ekki síst í ljósi þess að hópurinn var sá fyrsti í sinni röð. Forstöðumenn námsins lögðu mikla vinnu í að búa til sérsniðið MBA-nám sem standast myndi alþjóðlegar kröfur og um leið nýtast vel í íslensku atvinnulífi,“ segir Ásta. Hópurinn mótaði námið Hún segir að hópurinn hafi tekið virkan þátt í að móta námið. Þarna hafi verið samankomið fólk með gíf- urlega fjölbreytta reynslu, víðs vegar að úr atvinnulífinu og með alls kyns nám að baki. „Það tók okkur u.þ.b. þrjá mánuði að venjast umhverfinu, en að því loknu má segja að við höf- um orðið okkar eigin gæfu smiðir. Nemendur tóku mjög virkan þátt í að móta hvert framhald námsins yrði,“ segir hún. Jón tekur undir það. „Í hverju námskeiði mátti búast við að a.m.k. einn nemandi hefði mjög víðtæka og hagnýta reynslu á því sviði. Þarna voru samankomnir lögfræðingar, listfræðingar, hagfræðingar, verk- fræðingar og svo má lengi telja,“ seg- ir hann. Ásta Hrönn er viðskipta- fræðingur frá Háskóla Íslands, en undantekning var gerð í tilfelli Jóns Níelsar þar sem hann fékk víðtæka starfsreynslu metna sem háskóla- gráðu. Að öllu jöfnu er háskólapróf skilyrði fyrir að fá að stunda MBA- nám. Gerð er krafa um a.m.k. fimm ára starfsreynslu, en meðalaldur nemenda var 37 ár. Námsferð til Asíu Í framhaldi af námskeiði í alþjóða- viðskiptum var nemendum boðið upp á námsferð til Asíu. Jón segir að hún hafi tengt mjög vel saman námsefnið og raunveruleikann. Ásta tekur til starfa hjá Háskóla Íslands í haust, við umsýslu styrkt- arsjóða Háskólans og kennslu, jafn- framt því sem hún tekur þátt í upp- byggingu á markaðsstarfi Háskólans. Jón Níels ætlar áfram að vinna sjálfstætt við ráðgjöf, en hann segir þó að námið hafi aukið áhuga sinn á krefjandi stjórnunarstöðu. „Ég velti þessu fyrir mér í sumar.“ Nemendur í fyrsta MBA-útskriftarhópi HÍ Námið stóð vel undir væntingum Morgunblaðið/Arnaldur Ásta Hrönn Maack og Jón Níels Gíslason útskrifuðust með ágætisein- kunn eftir MBA-nám við Háskóla Íslands í vor. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Kristni H. Gunnarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byggðastofnun- ar: „Í Mbl. í gær er frétt um þá ákvörðun stjórnar Byggðastofnun- ar að beita sér fyrir uppbyggingu dreifikerfis á landsbyggðinni fyrir sjónvarp. Tvennt í fréttinni er nauðsynlegt að gera athugasemdir við og leiðrétta. Það fyrra er að í fréttinni stend- ur: „Á ársfundi Byggðastofnunar, sem haldinn var í júní, skýrði Krist- inn H. Gunnarsson, fráfarandi stjórnarformaður, frá því að Byggðastofnun hefði eignast sjón- varpssenda, sem hún átti veð í.“ Í tilvitnaðri ræðu minni kemur fram: „Stofnunin lánaði fé til fyrirtækis fyrir nokkru sem keypti allmarga senda og hugðist byggja upp sér- stakt dreifikerfi fyrir útsendingar sínar. Þau áform hafa ekki gengið eftir og hefur fyrirtækið verið úr- skurðað gjaldþrota. Byggðastofnun á veð í þessum búnaði vegna lán- veitingarinnar sem fyrr var getið. Í gær ákvað stjórnin að eignast við- komandi senda og beita sér fyrir uppbyggingu dreifikerfis...“ Þarna er verulegur munur á. Ég sagði að stofnunin hefði ákveðið að eignast en ekki að hún hefði eignast umrædda senda og gerði einmitt grein fyrir því að Byggðastofnun ætti veð í tækjunum. Stjórnin ákvað að Byggðastofnun sem veð- kröfuhafi skyldi leysa til sín send- ana og síðan er það verkefni starfs- manna að gera það. Síðara atriðið lýtur að viðbrögð- um starfandi forstjóra. Eftir honum er haft: „Hann segir að þegar Byggðastofnun leysir tækin til sín verði fjallað um málið í nýskipaðri stjórn um framhaldið. Það eina sem liggi fyrir sé samþykkt fyrri stjórn- ar um að æskilegt sé að Byggða- stofnun eignist sendana.“ Við þetta er nokkuð að athuga. Það fyrsta er að engu máli skiptir hvort ákvörðun er tekin fyrir eða eftir ársfund, hún er jafngild og auk þess eru 6 af 7 stjórnarmönnum í fyrri stjórn einnig í þeirri seinni. Í öðru lagi er ranglega greint frá ákvörðun stjórnarinnar frá 20. júní. Hún var ekki að æskilegt væri að eignast sendana, heldur ákvörðun um að eignast þá og hún var líka ákvörðun um að fela starfsmönnum að undirbúa tillögur um uppsetn- ingu sendanna í samráði við Norð- urljós, Íslenska sjónvarpsfélagið, Aksjón og aðra aðila í því skyni að stækka útsendingarsvæði stöðv- anna. Kjarni málsins er sá að stjórnin hefur tekið skýra ákvörðun í málinu og falið starfsmönnum framkvæmd hennar. Starfandi forstjóri ber ábyrgð á að svo verði gert og skipt- ir engu máli þótt hann hafi haft aðra skoðun. Því verður að linna að forstjóri, ráðinn eða starfandi, vinni gegn ákvörðunum stjórnar.“ Athugasemd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.