Morgunblaðið - 13.07.2002, Page 23

Morgunblaðið - 13.07.2002, Page 23
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 23 Þ AÐ er freistandi að leyfa börnum að vera lengur úti á kvöldin yfir sumartím- ann. Veðrið er oft gott og nóttin björt. En hafa for- eldrar gert sér grein fyrir því að barn- ið er kannski búið að vera að leika sér úti allan liðlangan daginn án hvíldar? Þreyta er oft orsök þess að börn eru að lenda í slysum. Börnin eru orðin úr- vinda af þreytu og þá eru þau ekki eins vel á varðbergi gagnvart hættum í nánasta umhverfi þeirra. Á sumrin fara börn oftar lengra frá heimilinu en þau myndu ella gera og skoða ým- islegt nýtt sem á vegi þeirra verður. Oft eru það hættulegustu staðirnir sem hafa mesta aðdráttaraflið.  Nýbyggingar Þeir sem búa í hverfum sem eru í byggingu ættu að athuga það að gengið sé kirfilega frá grunnum og byggingum þannig að börn komist ekki óhindrað inn á þessi svæði. Alvarleg slys hafa orðið þegar að börn hafa klifrað á vinnupöll- um, dottið niður og fengið steypustyrktarjárn í gegnum líkamann. Ekki má heldur gleyma tækjum sem skilin eru eftir í sambandi með þeim afleiðingum að börn hafa t.d. sagað af sér fingur.  Sundferðir Foreldrar verða að kynna sér sundkunnáttu barna sinna ef senda á þau ein í sund. Í reglum um öryggi á sundstöðum segir að börn sem náð hafa 8 ára aldri megi fara ein í sund. Þetta á þó einungis við um þau börn sem eru orðin synd. Það er á ábyrgð foreldranna að senda barnið sitt ekki eitt í sund. Samkvæmt upplýsingum frá sundkennurum eru einungis um 25% barna synd á þessum aldri.  Setlaugar Þeir sem leyfa börnum að leika sér í setlaugum ættu aldrei að láta börnin leika sér án eftirlits. Ekki er nægjanlegt að tæma vatn úr setlaug því þar getur líka safnast regnvatn. Þeir sem eru með setlaug í garðinum ættu alltaf að ganga frá þeim með læstu loki, þannig að óviðkomandi komist ekki í hana.  Reiðhjól Því fylgir mikil ábyrgð að kaupa reiðhjól fyrir barn undir 12 ára aldri. Mik- ilvægt er að velja hjól með fótbremsum; börn ráða betur við slík hjól, og kaupa ekki of flókin hjól með mörgum gírum því slíkur búnaður krefst mikillar leikni. Þá er mikilvægt að foreldrar kenni börnum sínum umferðarreglur hjólreiða- manna og setji barninu skilyrði um hvar þau megi hjóla. Öll börn 15 ára og yngri eiga lögum samkvæmt að nota reiðhjólahjálm. Börn yngri en 5–6 ára eru ekki tilbúin að hjóla á tvíhjólum með hjálpardekkjum án eftirlits foreldra.  Línuskautar, hjólabretti og hlaupahjól Mikilvægt er að börn séu einungis á þessum farartækjum á öruggum stöð- um þar sem ekki eru bílar. Hafa þarf í huga hversu auðvelt er að detta á þess- um búnaði og því er nauðsynlegt að vera með olnboga-, úlnliðs- og hnjáhlífar og að sjálfsögðu með hjálm.  Útigrillin Ef börn komast í að fikta í gasgrillum getur það haft alvarlegar afleiðingar. Kolagrill eru oft skilin sjóðheit án eftirlits og hefur það valdið mörgum bruna- slysum. Athugið að kveikilögur fyrir grillkol er mjög hættulegt efni sem getur valdið varanlegum skaða á lungum ef barnið sýpur á honum. Hér á undan hafa einungis nokkrir þættir verið taldir upp sem tengjast sumrinu. Það er mik- ilvægt fyrir foreldra að kynna sér hvar börnin eru að leika sér og að fylgst með þeim allan tímann. Börn yngri en 10 ára hafa hvorki líkamlegan né andlegan þroska til að geta forðast þær hættur sem eru auðsýnilegar okkur fullorðna fólkinu. Það er því á ábyrgð okkar að sjá til þess að börn verði ekki fyrir slys- um.  Herdís L. Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni. Landlæknisembættið Ítarlegri upplýsingar er að finna á http://www.arvekni.is Heilsan í brennidepli Börn og sumarleikir – aukin slysahætta Þreyta er oft orsök þess að börn lenda í slysum. Á sumrin leika börn sér úti allan daginn án hvíldar. Morgunblaðið/Jim Smart Kæri læknir. Ég er 28 ára og hef verið með frjókornaofnæmi síðan ég man eft- ir mér. Ofnæmið hefur ekki þjáð mig mikið gegnum tíðina heldur komið upp einstaka sinnum á sumrin. Þá hef ég bara tekið ein- hverjar ofnæmispillur sem ég hef keypt í apóteki og það gengið vel. Undanfarin tvö sumur hefur of- næmið þó farið versnandi. Ég hef fengið meiri einkenni og oftar og stundum hafa pillurnar ekki dug- að, jafnvel þó ég taki 3–4 í einu (þó ég viti vel að það megi ekki). Í vor lét heimilislæknir minn mig kaupa einhvern úða fyrir nefið sem heitir Flixonase og á ég að taka það á hverjum degi yfir sumarið. Það hefur reyndað virkað vel held ég. Mig langar bara að spyrja, hvernig virkar svona úði og er hann miklu betri en pillurnar? Síð- an væri nú líka gott að vita hvort ég þarf að úða á mér nefið öll sum- ur í framtíðinni. Ein með ofnæmisnef. SVAR Kæri spyrjandi.Mikil aukning hefur verið á tíðni ofnæmis og má ætla að fimmtungur einstaklinga milli 20 og 30 ára séu með ofnæmiskvef. Þú ert þannig ekki aldeilis einsöm- ul með þitt ofnæmisnef. Magn grasfrjókorna í loftinu er mest seinni part júlí og fyrri hluta ágúst en það er sá tími sem nú fer í hönd. Ef það blíðviðri sem við höfum fengið að njóta hingað til í sumar helst áfram má búast við miklu magni grasfrjókorna. Upp- lýsingar um frjótölur birtast á textavarpinu, á Netinu og í fjöl- miðlum og er fróðlegt að fylgjast með þeim og bera saman við of- næmiseinkennin. Besta meðferðin við frjóofnæmi eins og öðru ofnæmi er að forðast ofnæmisvakann. Þó slíkt sé varla raunhæfur kostur þar sem gras er alls staðar í kringum okkur er rétt að benda sjúklingum á að vera ekki að velta sér í grasinu að óþörfu eða að taka þátt í heyskap. Lyfjameðferð við ofnæmi gengur út á að draga úr einkennum og bæla ofnæmisbólguna. Einkenni frá augum og nefi eru meðhöndluð bæði með staðbundnum lyfjum og með lyfjum til inntöku. Ofnæmið er bólguviðbragð sem einkennist af því að einstakling- urinn hefur myndað ofnæmismót- efni (IgE) gegn skaðlausum efnum svo sem eggjahvítuefnum í gras- frjókornum. Bólgan er flókið sam- spil bólgufruma sem hafa tjáskipti sín á milli með boðefnum. Aðalboð- efnið í ofnæmisviðbragðinu er his- tamín sem veldur kláða, hnerrum, aukinni slímmyndun og æðaútvíkk- un þannig að slímhúðin þykknar og nefið stíflast að sama skapi. Andhistamínlyf hindra áhrif his- tamíns og virka fljótt og vel á kláða og hnerra, draga úr nef- rennsli en hafa minni áhrif á nef- stíflur. Andhistamíntöflur fást í apótekum án lyfseðils. Ef ofnæmið kemur bara einstaka sinnum og köstin eru frekar væg er alveg nóg að taka inn „ofnæmispillur“ eða andhistamíntöflur eftir þörfum. Það virðist ekki duga þér lengur. Ef ofnæmið er viðvarandi ein- hverja daga, vikur eða lengur er mælt með að nota bólgueyðandi barksteralyf í nefúðaformi. Bark- sterarnir dempa öll viðbrögð í ónæmiskerfinu og ef þeir eru not- aðir staðbundið á nefslímhúð minnka þeir magn allra bólgu- fruma og einkenna þar með. Þann- ig dempa þeir kláðann, fækka hnerrum, minnka nefrennslið og koma í veg fyrir æðaútvíkkun sem veldur nefstíflunni. Nauðsynlegt er að nota nefstera reglubundið og í nokkurn tíma til að fá full not af meðferðinni. Þú ert með einn slík- an og þarft væntanlega að nota nefstera meira og minna næstu sumur. Við augneinkennum eru annars vegar til augndropar sem hindra losun histamíns úr bólgufrum- unum. Það gefur oft góða raun og augn-kláðinn og tárarennslið hverfur. Hins vegar eru seldir án lyfseðlis augndropar sem innihalda andhistamín og fæst þannig hærri þéttni lyfsins á bólgustaðnum. Sumir sjúklingar vilja það frekar en að taka þessi lyf inn í töflu- formi. Við vægu ofnæmi dugar eitt lyf en oftast þarf að blanda nokkrum lyfjum saman. Það á að vera hægt að meðhöndla sjúklinginn þannig að ofnæmið hefti hann hvorki í starfi né leik. Ég vona að þú verðir nokkurs vísari af lestri þessum. Kveðjur. Frjókornaofnæmi eftir Sigurð Júlíusson Besta meðferðin við frjóofnæmi eins og öðru ofnæmi er að forðast ofnæmisvak- ann. Er rétt að benda sjúklingum á að vera ekki að velta sér í grasinu að óþörfu eða að taka þátt í hey- skap. ............................................. persona@persona.is Höfundur er háls-, nef- og eyrnalæknir. Lesendur Morg- unblaðs- ins geta komið spurn- ingum varðandi sál- fræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona- @persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Barnafatnaður í úrvali, skoðaðu verðið Þumalína, Skólavörðustíg 41 Ótrúlegur árangur! www.heilsubrunnur. is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.