Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 14
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Við erum hér í Hilleröd í Dan- mörku, á Tívolí Cup. Mótið er mjög vel heppnað, lið úr öllum áttum, frá Evrópu, Norðurlöndum, Afríku og víðar. Veðrið er alveg frábært, um 30 stiga hiti og virkilega fínt,“ sagði Eygló Pétursdóttir einn fararstjóra keppnisliðs 3. flokks stúlkna í knatt- spyrnu sem fóru í keppnisferð til Danmerkur. Um er að ræða ferð sem þær ákváðu að fara fyrir tveim- ur árum og eru að ná því markmiði núna. Þær hafa fjármagnað ferðina með ýmsum verkefnum sem þær hafa tekið að sér, en þær hlupu m.a. áheitahlaup milli Selfoss og Reykja- víkur. Rætt var við Eygló á fimmtu- dag en þá voru nokkrir þýðingar- miklir leikir eftir hjá stúlkunum sem staðið hafa sig mjög vel. „Stelpunum hefur gengið alveg glimrandi vel, þær eru komnar í fjögurra liða úrslitin, gerðu jafntefli í fyrsta leiknum á móti Enebybergs IF frá Svíþjóð, unnu næsta leik 2-1 við IS Halmia einnig frá Svíþjóð og unnu síðan lið frá Litháen, UKmerge Sports School 1-0. Þannig að á föstu- daginn spila þær um hvort þær spila úrslitaleikinn eða hvort það verður leikurinn um þriðja sætið. Þeir leikir eru spilaðir á laugardaginn og þá endar mótið. Liðið kemur heim nk. sunnudagskvöld. Stelpurnar eru hressar og kátar og virkilegir góðir fulltrúar Íslands og Selfoss,“ sagði Eygló Pétursdóttir. Stúlkur frá Selfossi á Tívolí Cup í Danmörku „Stelpun- um hefur gengið glimr- andi vel“ Morgunblaðið/Sig. Jónsson Stúlkurnar í 3. flokki í knattspyrnu ásamt þjálfara sínum og fram- kvæmdastjóra Húsasmiðjunnar sem studdi þær í áheitahlaupinu í vor. Selfoss LÍKT og í öðrum bæjum landsins er starfræktur vinnuskóli í Hvera- gerði fyrir unglinga á sumrin. Þeir krakkar sem verða 14 ára á árinu eiga þess kost að taka þátt í honum. Í sumar eru ríflega 30 krakkar sem vinna hjá bænum við snyrtingu og hreinsun. Yfirmaður vinnuskólans er Pétur Ingvarsson, þjálfari körfuboltaliðs Hamars. Með honum vinna 5 flokksstjórar sem fara með krakkana um bæinn og sjá til þess að allir stundi sína vinnu af elju og samviskusemi. Sumarið hefur verið þurrt það sem af er og á dögunum rakst fréttaritari á hóp sem var að vökva torfur sem settar höfðu verið niður í vor. Í samtali við flokkstjórann fengust þær upplýs- ingar að krakkarnir þyrftu svolít- ið að fá að leika sér líka og í lok dags var það ekki bara nýja gras- ið sem var vökvað heldur allur hópurinn, því krakkarnir fengu flest öll vökvun líka. Það breytist blessunarlega seint, að galsi hleypur í ungviðið.Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Ungling- arnir fegra bæinn Hveragerði EVA Dögg Þorsteinsdóttir heldur fimmtu málverkasýningu sína í Eden í Hveragerði þessa dagana og lýkur sýningunni 15. júlí. Eva hefur m.a. haldið sýningar í Hall- dórskaffi í Vík í Mýrdal og hár- og sýningahúsinu UNIQUE í Reykja- vík. Eva er fædd og uppalin á Vatns- skarðshólum í Mýrdal en býr nú í Vík. Eftir að Eva lauk barnaskóla- námi frá Ketilstaðaskóla og síðar Vík fór hún í Menntaskólann að Laugarvatni, þar sótti hún nám- skeið hjá Helgu Árnadóttur mynd- menntakennara. Eftir að hafa lok- ið stúdentsprófi þaðan hóf hún nám í fornámsdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og var þar einn vetur. Þá lá leið hennar í þroskaþjálfaskor KHÍ en þaðan útskrifaðist hún 2001 og jafnframt námi þar var hún í myndlistarnámi hjá Bjarna Jónssyni listmálara og hefur verið hjá honum á þriðja ár. Myndirnar sem Eva sýnir núna eru flestar unnar á síðastliðnum tveimur árum. Sýningin er sölu- sýning og stendur fram til 15. júlí næstkomandi. Allir eru velkomnir. Eva sýnir í Eden Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eva með eitt af málverkunum. Fagridalur NÝR skóli var nýlega stofnaður hér í Hveragerði. Skóli þessi heit- ir Trúðaskólinn og var stofnaður í tengslum við Blómstrandi daga sem verða haldnir hér um helgina. Stofnandi skólans er Elf- ar Logi leikari, sem lærði sitt fag í Danmörku og hefur m.a. stjórn- að Götuleikhúsinu í Reykjavík og Morranum á Ísafirði sl. þrjú sum- ur. Á Ísafirði var tilgangurinn m.a. að setja upp „Strikið“ og haldnar voru sýningar bæði úti og inni. Trúðaskólinn starfar í eina viku og þar eru æfðar trúðalistir og fjöllistir. Aldurshópur nem- enda er breiður, frá 4 ára og uppúr. Skólinn er rekinn í sam- vinnu við leikfélag staðarins og eru margir leikfélagar í skól- anum. Nemendur skólans eru hátt í 40 talsins. Á Blómstrandi dögum munu trúðarnir standa fyrir allskonar sprelli og skemmta gestum og gangandi. Yfirtrúðurinn sagði í lokin að búið væri að panta gott veður, svo það er upplagt að koma og fylgjast með fjörinu. Trúðaskól- inn opnaður í Hveragerði Hveragerði Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Elfar Logi farðar Jan Hinrik og Kristín Munda fylgist með. „ÉG MÁLA einna mest við strönd- ina, hún heillar mig einna mest og þorpin, Eyrarbakki og Stokkseyri,“ sagði Jón Ingi Sigurmundsson sem opnar sína 21. einkasýningu, nú eins og oft áður, í Eden í Hveragerði, mánudaginn 15. júlí klukkan 21. Á sýningunni verða 60 olíu-, pastel- og vatnslitamyndir, málaðar á þessu ári og í fyrra. Myndefnið er að mestu frá Suðurlandi, meðal annars frá Eyr- arbakka þar sem Jón Ingi er fæddur og uppalinn, einnig eru myndir frá heimabyggð hans Selfossi og úr Þrastaskógi og nærsveitum. „Ég byrjaði að mála í kringum 1980 og hef gert þetta meðfram ann- arri vinnu, kennslu og skólastjórn. Mér finnst langskemmtilegast að mála úti í náttúrunni þótt það geti oft á tíðum verið dálítið erfitt að hemja trönurnar þegar hvessir. Ég reyni oftast að klára myndirnar á staðn- um, utandyra ef mögulegt er. Það er mjög gott að vera einn og útaf fyrir sig úti í náttúrunni og einbeita sér að myndinni, grípa stundina,“ sagði Jón Ingi Sigurmundsson. Jón Ingi hefur sýnt víða á Suður- landi, á Akureyri og í Danmörku og hefur sótt námskeið í myndlist hér á landi og erlendis, meðal annars hjá þekktum málurum í Danmörku og Englandi. Sýningu hans í Eden í Hveragerði lýkur 28. júlí. Jón Ingi með sýningu í Eden Þorpin og ströndin heilla mig mest Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jónsson Jón Ingi Sigurmundsson með mynd frá Álftavatni sem er ein myndanna á sýningunni í Eden.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.