Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ S agt var frá athygl- isverðu lokaverkefni tveggja sálfræðinema hér í blaðinu fyrr í þessum mánuði. Í lokaverkefninu var viðhorf og skilningur barna og unglinga á léttölsauglýsingum íslenskra framleiðenda rannsakað. Í ljós kom að auglýsingarnar höfða til íslenskra unglinga og þeir líta á þær sem áfengisauglýsingar. Sýnt hefur verið fram á að lit- ríkar auglýsingar með miklum húmor og félagslegum sam- skiptum höfða sérstaklega til barna, að sögn þeirra Jóhann- esar Karls Sigursteinssonar og Kára Jónssonar, sálfræðinem- anna tveggja. Íslensku léttöls- auglýsingarnar hafa öll þessi einkenni og höfða því til barna og unglinga og hafa þar með áhrif á þau. Í Kastljósinu í Ríkissjónvarp- inu á fimmtudagskvöld var rætt um börn og auglýs- ingar með útgangs- punkti í grein Friðriks Eysteinssonar, formanns Sam- taka auglýsenda. Í greininni sem birtist á vef Ríkisútvarps- ins kemst Friðrik að þeirri nið- urstöðu að börn undir 6 ára aldri skilji ekki að auglýsingum er ætlað að selja, engar rann- sóknir hafi sýnt fram á að börn sem ekki gera sér grein fyrir sölutilgangi auglýsinga verði fyrir meiri áhrifum af þeim en þau sem gera sér grein fyrir sölutilganginum og að ekki hafi verið hægt að sýna fram á bein tengsl milli auglýsinga og kaup- hegðunar barna og unglinga. Af hverju er þá verið að beina auglýsingum að börnum? Er ekki alveg eins hægt að sleppa því bara og beina auglýsingum að rétta markhópnum, þ.e. for- eldrunum? Í umræðunum í Kastljósinu var aldrei minnst á þessa rannsókn sálfræðinem- anna sem þó hefði verið áhuga- vert innlegg í þessa umræðu þar sem auglýsingamennirnir mæltu fyrir frelsi í þessum efn- um og lögðu áherslu á að börn væru vissulega markhópur aug- lýsenda. Í grein Friðriks segir m.a.: „… börn eru mikilvægur mark- hópur fyrir auglýsendur. Þau eru kaupendur ýmissa vara og þjónustu, hafa oft sitt að segja varðandi kaup fjölskyldunnar og verða markhópur margra vöru- merkja í framtíðinni. Auglýs- endur hafa því eðlilega mikinn áhuga á því að geta beint aug- lýsingum sínum að þeim. Ef takmarka á þann rétt auglýs- enda er það lágmarkskrafa að sýnt sé fram á það með óyggj- andi hætti að auglýsingar hafi neikvæð áhrif á börn!“ Það er rétt að börn hafa oft sitt að segja varðandi kaup fjöl- skyldunnar og eru framtíð- armarkhópur. En réttur auglýs- enda til að nálgast börn verður að vera takmarkaður á einhvern hátt. Rannsóknir eru til sem sýna fram á hvort tveggja, að auglýsingar hafi áhrif og ekki. Það er eins og með margt annað að niðurstöður eru ekki ótvíræð- ar. Í samkeppnislögum kemur fram að í auglýsingum verður að sýna sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau. Í siðareglum aug- lýsingastofa er einnig kveðið á um þetta og auglýsendum bann- að að notfæra sér trúgirni barna, eins og fram kom í Kast- ljósinu. Það er það sem málið snýst um, og talsmenn auglýs- enda í Kastljósþættinum, þ.e. Friðrik og Þorvaldur Sverr- isson, framkvæmdastjóri auglýs- ingastofu, tóku undir. Ásta Möller alþingismaður var einnig gestur Kastljóssins og hún hélt því fram að herða þyrfti reglur, sérstaklega varð- andi beina markaðssetningu gagnvart börnum, slíkt væri komið úr böndunum. Í máli hennar kom m.a. fram að við 7–8 ára aldur fara börn að gera greinarmun á auglýsingum og öðru dagskrárefni en fram að þeim aldri líti þau á auglýsingar sem hvert annað skemmtiefni og upplýsingar. Ásta benti einnig á að haldnar væru sérstakar ráðstefnur eða námskeið fyrir auglýsingafólk erlendis þar sem kynntar væru aðferðir til að ná til barna og fá þau til að hafa áhrif á foreldra sína. Það eru líklega allir sam- mála um að slíkt er ógeðfellt og fulltrúi auglýsingastofunnar tók undir það í Kastljósinu og full- yrti að engar íslenskar auglýs- ingastofur hefðu tekið þátt í slíku. Íslenski grunnskólinn er enn sem komið er auglýsingafrítt svæði, að því er ég veit best. Ef annað kemur í ljós í haust þegar mín börn fara í skóla, mun ég láta heyra í mér. En í Noregi hefur farið fram mikil umræða um beina markaðssetningu gagnvart grunnskólabörnum og foreldrar eru farnir að mótmæla því að börnin fái endurskins- merki frá tryggingafélaginu, reglustiku frá dagblaðsútgef- anda og nestisbox frá mjólk- ursamsölunni, allt innan veggja skólans. Í vetur gaf stærsta mjólkurframleiðslufyrirtæki Noregs norskum skólabörnum áfram nestisbox en vörumerkið hafði verið fjarlægt til að koma til móts við þau sjónarmið að grunnskólinn ætti að vera aug- lýsingalaust svæði. Í Svíþjóð er hreinlega bannað að birta auglýsingar ætlaðar börnum yngri en 12 ára og tak- markanir í þessa veru eru einn- ig í Noregi. Þar hefur líka farið fram mikil umræða um Netið og áhrif auglýsinga sem þar er að finna á börn og unglinga. Þá hefur bann við auglýsingum sem ætlaðar eru börnum í Svíþjóð eða Noregi ekki mikið að segja þar sem Netið er ekki bundið við landamæri. Þessi mál þarf líka að taka til nánari skoðunar hér á landi. Norskur sérfræðingur í aug- lýsingum og neytendamálum, Anita Borch, segir að til að vernda börn og unglinga fyrir áhrifamætti auglýsinganna geti yfirvöld beitt sér á ýmsan hátt, t.d. með því að fræða börn og unglinga beinlínis um auglýs- ingar og gera þau sér meðvit- andi um að þær eru víða og hafa áhrifamátt. Rannsóknir bendi einmitt til þess að börn og unglingar sem sjá mikið af auglýsingum verði ekki ónæm- ari fyrir þeim en önnur, heldur þvert á móti hafi þær meiri áhrif á þau. Auglýsing Af hverju er þá verið að beina auglýs- ingum að börnum? Er ekki alveg eins hægt að sleppa því bara og beina auglýsingum að rétta markhópnum, þ.e. foreldrunum? VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur @mbl.is Í KVÖLDFRÉTTUM Stöðvar 2 hinn 3. þ.m. var lesin frétt með svohljóðandi upphafi: „DV virðist hafa fengið dóminn í máli Árna Johnsen í hendur áður en hann var kveðinn upp“, en eins og kunnugt er gekk þessi dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Síðar í fréttum sömu stöðvar hefur bein- línis verið fullyrt að DV hafi feng- ið dóminn í hendur fyrir dóms- uppsögu. Þessi fréttaflutningur hefur í raun að geyma fullyrðingu um að starfsreglur dómsins hafi verið brotnar og ákærðu í framan- greindu máli sýnd óvirðing og er hér um þunga ásökun að ræða. Niðurstaða grandskoðunar í Héraðsdómi Reykjavíkur er sú að þetta hafi ekki gerst og að auki liggur fyrir svohljóðandi yfirlýs- ing Sigmundar Ernis Rúnarsson- ar ritstjóra DV: „Með vísan til símtals sem undirritaður átti við Guðjón St. Marteinsson, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, síð- degis miðvikudaginn 3. júlí síðast- liðinn, skal áréttað að DV fékk ekki afrit af dómi réttarins í máli Árna Johnsen fyrir kl. 10.00 að morgni sama dags. Að öðru leyti tjáir blaðið sig ekki um vinnu- brögð á ritstjórn varðandi frétt þess um umræddan dóm.“ Með vísan til framangreinds þykir frétt Stöðvar 2 ekki gefa til- efni til frekari viðbragða af hálfu Héraðsdóms Reykjavíkur. Friðgeir Björnsson Yfirlýsing frá Héraðs- dómi Reykjavíkur Höfundur er dómstjóri. UNDIRRITUÐUM brá við lestur greinar Þorsteins Þorsteins- sonar, formanns Veiði- félags Grímsár og Tunguár, sem birtist í Mbl. þann 10. júlí síð- astliðinn. Skrif Þor- steins eru ósmekkleg svo ekki sé meira sagt. Inntak nefndrar greinar er lítil frétt í DV 2. júlí sl. um fisk- eldið í Mjóafirði þar sem blaðamaður fer óafvitandi með rangt mál á ákveðnum stað. Þorsteinn grípur þessa rangfærslu á lofti og leggur út af henni eins og sönn sé. Hafa ber í huga að forráðamenn innan stang- veiðinnar vita að hér var farið með rangt mál. Það er því með ólíkindum hversu lágt má leggjast í baráttu fyrir sínum málstað. Það sem ranghermt var í DV er að brunnbátur á vegum Sæsilfurs í Mjóafirði ætti eftir að fara nokkrar ferðir til Noregs eftir laxaseiðum. Þetta er að sjálfsögðu alrangt enda hafa fisksjúkdómayfirvöld aldrei leyft innflutning lifandi laxfiska og slíkt stendur heldur ekki til. Það hefur legið fyrir í meira en ár að laxaseiði sem flytja skal í Mjóafjörð eru alin í Silfurstjörnunni í Öxarfirði og þaðan flutt með brunnbátnum austur á firði. Í apríl sl. heimiluðu íslensk stjórnvöld notkun á sérsmíðuðum norskum brunnbáti til flutnings á lifandi laxa- seiðum milli svæða hér við land. Bæði leyfi og sett skilyrði eru í fullu samræmi við lög og reglur innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þorsteinn kýs að sá tortryggni í garð stjórnvalda og lætur að því liggja að embætt- ismenn standi sig ekki í að fram- fylgja settum leikreglum. Áður en landbúnaðarráðuneytið veitti leyfið fór undirritaður ásamt yfirdýra- lækni til Noregs til úttektar á þessu ákveðna skipi. Í ferðinni voru einnig lagðar fram kröfur um þrif, sótt- hreinsun og ferðir skipsins ef að leyfisveitingu kæmi. Útgerð og norsk fisksjúkdómayfirvöld tóku fullan þátt í þessum undirbúningi. Skipið er nýsmíði frá í vor og má geta þess að smíði slíkra flutnings- tækja í dag er þannig háttað að auð- velt er að þrífa og um borð er full- komin sótthreinsistöð. Þess ber einnig að geta að í tólf ára sögu út- gerðarinnar, sem gerir út sex brunnbáta í Noregi og erlendis, hef- ur aldrei komið upp smitsjúkdómur í kjölfar flutninga. Í leyfisbréfi ráðu- neytisins var nánar kveðið á um hvernig standa bæri að þrifum og sótthreinsun. Skipið skyldi tekið í slipp strax fyrir siglingu til Íslands og sótthreinsað bæði að innan og ut- an. Verkið var framkvæmt í Raude- berg í Noregi undir opinberu eftirliti og var samþykkt af dýralæknayfir- völdum að undangenginni sérstakri sýnatöku til að kanna árangur þrifa og sótthreinsunar. Þá voru sett skil- yrði um að skipið skyldi enn og aftur sótthreinsað við komuna til Íslands. Engin fagleg rök voru fyrir því að senda skipið aftur í slipp við komuna til landsins, sem hafði þá einungis lagt að baki siglingu yfir Atlants- hafið líkt og önnur skip. Sunnudag- inn 23. júní tók undirritaður á móti brunnbátnum við bryggju á Nes- kaupstað. Allan þann dag fór fram endurtekin sótthreinsun um borð sem lauk með skriflegri viðurkenn- ingu og vottun að kvöldi dags. Fisk- sjúkdómayfirvöld hafa því hvergi dregið af sér við að fylgja eftir sett- um leikreglum, gagnstætt því sem Þorsteinn gefur í skyn. Í lok greinar bítur Þorsteinn svo höfuðið af skömminni með að gera því skóna að fiskeldismenn muni sennilega „bera frétt þessa til baka.“ Bætir svo gráu ofan á svart með því Kostuleg skrif Gísli Jónsson ELSTA ritaða heim- ild um sögu Íslands er að öllum líkindum frá- sögn gríska landkönn- uðarins Pýþeasar frá því um 300 fyrir Krist. Þar segir frá eyju í norðri er hann nefndi Thule. Lýsingar hans minna á Ísland. Hann heldur því fram að eyjan hafi þá verið full- byggð fólki. Írski menntamaður- inn Dicuil kappkostaði að skrifa um eyjuna Thule í landfræðiriti sínu Liber de Mensura Orbis Tarrae (Bók um mælingu jarðkringlunnar). Í því riti, sem talið er vera skráð um 825 e. Kr. fjallar hann um írska einsetumunka, sem flust hafa búferlum til eyjarinn- ar Thule þrjátíu árum áður eða undir lok 8. aldra. Rit hans hefur verið ein áreiðanlegasta heimildin um Ísland. Af skrifum Dicuil má einnig ráða að umræddir einsetumenn, papar, hafi ekki fundið landið fyrstir manna. Þvert á móti virðist sem vitneskjan um tilvist landsins hafi verið löngu þekkt og Írar hafi byrjað að sigla hingað mun fyrr. M.a. segir frá ferðum hins írska Brendans um 600 e.Kr. til Íslands og hvernig hann hitti ein- setumanninn Pól (Paul). Hann nefndi eyjuna Ísan upp á gel- ísku. Einnig eru til heimildir um ferðir Rómverja til norður- hafseyja. Á síðustu öld fundust í fornleifaupp- gröftum á nokkrum stöðum hér á landi róm- verskir peningar frá þeim tíma. Þeir gætu þó hafa borist hingað til lands allnokkru eftir út- gáfudag. Bátur Náttfara og ambáttar slitn- aði frá skipi á ferð með landinu um miðja 9. öld. Bátinn rak að landi og hefur Náttfari lítið getað gert annað en að setjast hér að. Elstu íslensku heimildina um veru papa hér á landi er að finna í Íslend- ingabók Ara fróða Þorgilssonar, en þá merku bók ritaði hann á árunum 1122–1133 e.Kr. Þar segir svo frá: „Þá voru hér menn kristnir, þeir er Norðmenn kalla papa, en þeir fóru síðar á braut, af því þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, og létu eft- ir sig bækur írskar og bjöllur og bagla; af því mátti skilja að þeir voru írskir“. Ari ritaði bók sína 250 árum eftir komu norrænna manna og studdist því einungis við munnmæla- sögur. Þá var bók hans fyrst og fremst ætluð sem nokkurs konar „jarðarbók“ með ekki síst það hlut- verk að festa í sessi ráðandi ættir þess tíma með hliðsjón af þáverandi skipulagi Alþingis. Þótt fáar skýrar fornminjar hafi fundist um veru papa hér á íslandi þá er óneitanlega gnægð af örnefnum með tilvísunum í einsetumunkanna. Nægir þar að nefna Papey á Aust- fjörðum, Papýli fyrir austan, Papa- fjörð í Lóni og talið er að Apavatn hafi upphaflega heitið Papavatn. Í fornum heimildum er þess einnig getið að á Kirkjubæ hafi papar búið áður en Ketill hinn fíflski, landnáms- maður, reisti þar bú. Þeirra er ekki getið eftir að norrænt landnám hófst hér á landi. Mörgum hefur fundist skrýtið hversu bústofn norrænna lands- námsmanna óx ört skömmu eftir landnám þeirra þrátt fyrir tiltölulega fáar ferðir og fáar skepnur í hverri ferð. Til eru nokkrar tilvitnanir í Ís- lendingasögur þess efnis, s.s. sagan af Hafur-Birni og einnig landnáms- mönnum í Hvalfirði. Talið er að Hjaltland hafi verið byggðar Keltum áður en norrænir menn tóku þær yf- ir, yfirtóku bústofninn og flæmdu eyjaskeggja á braut. Sama á við um Færeyjar. Ekki er ólíklegt að draga megi sömu ályktun um Ísland, enda stutt á milli eyjanna. Þrátt fyrir að fornleifafræðingar telji að engar minjar sem fundist hafa hingað til sanni að papar hafi siglt hingað, hafa fundist þrjár litlar bronsbjöllur í heiðnum kumlum sem freistandi er að eigna írskum ein- setumunkum. Þá nefnir Ari fróði Landnám á Íslandi Ómar Smári Ármannsson Landnámsmenn Enginn ætti að afskrifa alveg tilvist eldri for- feðra Íslendinga, segir Ómar Smári Ármanns- son, en þeirra er segir af norrænum mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.