Morgunblaðið - 26.07.2002, Page 14

Morgunblaðið - 26.07.2002, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÞAKRENNUR Frábærar Plastmo þakrennur með 20 ára reynslu á Íslandi. Til í gráu, brúnu, hvítu og svörtu. Heildsala - Smásala TILKYNNING TIL LÖGBIRTINGAR samkvæmt 107. (1). grein í Financial Services and Markets Act 2000 (Lög um fjármálaþjónustur og -markaði) WASA International (U.K.) Insurance Company Limited AGF Insurance Limited Tilfærsla almennra viðskipta TILKYNNT ER HÉR MEÐ að WASA International (U.K.) Insurance Comp- any Limited („WASA (UK)“) og AGF Insurance Limited („AGF“) hafa þann 18. júní 2002 sótt hjá Hæstarétti í Englandi og Wales um tilskipun, samkvæmt 107. (1). grein í Financial Services and Markets Act 2000, sem leyfir færslu til WASA International Insurance Company Limited („WIIC“) (sem er sænskt fyrirtæki) á öllum réttindum og skuldbindingum hvors um sig sem lúta að eftir- farandi tryggingarskírteinum og endurtryggingarskírteinum. ● Öll tryggingarskírteini gefin út af WASA (UK) milli 1972 og 1977. ● Öll tryggingarskírteini gefin út af Sentry Underwriting Agencies Limited („SUAL“) fyrir hönd WASA (UK) milli 1978 og 1983 með sameiginlegum stimpli ásamt Sentry (UK) Insurance Company Limited („Sentry (UK)“). ● Öll tryggingarskírteini gefin út af WASA (UK) milli 1984 og 1997 (að undanskildum þeim viðskiptum sem hafa þegar verið færð yfir á Sirius International Insurance Company publ í kjölfar framkvæmdar afsalsbréfs þann 19. desember 2001). ● Öll tryggingarskírteini gefin út af SUAL fyrir hönd Sentry (UK) milli 1978 og 1983 með ofangreinda sameiginlega stimplinum ásamt WASA (UK), sem AGF tók síðar við frá Sentry (UK) (sem nú nefnist City of Westminster Insurance Company Limited) samkvæmt yfirfærslu á tryggingastofni þann 6. ágúst 1987. WASA (UK) var upprunalega skráð sem hlutafélag í júlí 1972 með nafninu Consolidated European Reinsurance Company Limited og hefur síðan skipt fjórum sinnum um nafn. Til óyggjandi skýringar teljast með í millifærslunni öll vátryggingarskírteini sem gefin voru út á meðan WASA (UK) gekk undir nafn- inu Consolidated European Reinsurance Company Limited (1972-75), Consoli- dated European Insurance Company Limited (1975-78), Hanseco (U.K.) Insur- ance Company Limited (1978-85) og John Hancock (U.K.) Insurance Company Limited (1985-89), auk þeirra skírteina sem gefin hafa verið út af WASA (UK) undir núverandi nafni (1989-97). Hr. Fred Duncan hjá PricewaterhouseCoopers, Fellow of the Institute of Actuaries, hefur útbúið tryggingafræðilegar skýrslur um millifærsluáætlanirnar sem gerð er grein fyrir hér að ofan. Niðurstaða þessara skýrslna er sú að milli- færslan eigi ekki eftir að hafa neinar neikvæðar afleiðingar á nokkurn skírteinis- hafa. Nálgast má afrit af skýrslunum um áætlanirnar og greinargerðir um skil- mála þeirra ásamt samantektum skýrslnanna hjá WASA International (U.K.) Insurance Company Limited, 7th Floor, Tower Point, 44 North Road, Brighton BN1 1YR (sími: + 44 (0)1273 626162). Fyrirhugaðar millifærslur munu tryggja framhald fyrir hönd eða á móti WIIC á sérhverjum málaferlum fyrir hönd eða á móti WASA (UK) og/eða AGF sem lúta að þeim réttindum og skuldbindingum sem greint er frá að ofan. Allar tjónakröf- ur, sem eru nú til meðhöndlunar hjá eða fyrir hönd WASA (UK) og/eða AGF, myndu að áætlaðri millifærslu framgenginni verða til meðhöndlunar hjá eða fyrir hönd WIIC. Tjónakröfur héðan í frá sem lúta að skírteinum sem hafa verið milli- færð yrðu á sama hátt til meðhöndlunar hjá eða fyrir hönd WIIC. Sérhver aðili (að meðtöldum starfsmönnum WASA (UK) eða AGF eða WIIC), sem telur að framkvæmd áætlananna gætu haft neikvæðar afleiðingar fyrir sig, á tilkall til áheyrnar fyrir Réttinum samkvæmt 110. (b). grein í Financial Serv- ices and Markets Act 2000. Umsóknin verður tekin til meðferðar kl. 10.30 þann 23. október 2002 í Companies Court, Royal Courts of Justice, Strand, London WC2A 2LL. SANNKÖLLUÐ hátíðarstemning ríkti í miðborg Reykjavíkur í gær- morgun og fram eftir degi þegar haldin var hin árlega karnivalhátíð Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur. Þótt ekki hafi ríkt sú veð- urblíða sem finna má á suðlægari slóðum þar sem uppskeru- og karnivalhátíðir eru í heiðri hafðar virtust börnin ekki láta það á sig fá. Gleðin hófst við Austurbæjar- skóla um ellefuleytið í gærmorgun þar sem saman voru komin um 300– 350 krakkar og leiðbeinendur af leikjanámskeiðum sumarsins í alls kyns búningum og ólíklegustu gervum. Þaðan lagði gangan af stað í lögreglufylgd niður Lauga- veg og áleiðis í Hljómskálagarð. Að sögn Haraldar Sigurðssonar, verkefnisstjóra hjá ÍTR, var það á ábyrgð hvers hóps fyrir sig að sjá um búningagerð og andlitsmálun og voru margir hópar sem auð- kenndu sig og sína með því að klæð- ast eins búningum. Í Hljóm- skálagarði var komið fyrir sviði þar sem galdrakarl sýndi listir sínar, stýrt var fjöldasöng og Götuleik- húsið kom fram svo fátt eitt sé nefnt. Á staðnum voru einnig leik- tæki sem krakkarnir nýttu sér óspart og þá var grillað ofan í mannskapinn. Kynjaverur á árlegri karnivalhátíð ÍTR í Hljómskálagarðinum Karnivalstemning í miðborginni Gott getur verið að eiga sér athvarf eins og þessi virðist hafa fundið sér. Morgunblaðið/Sverrir Marsbúar og aðrar geimverur létu sig ekki muna um að taka þátt í snú snú með búálfum og öðrum kynjaverum í Hljómskálagarðinum í gær. Reykjavík UPPGREFTRI í tengslum við jarð- vegsframvæmdir við sund- og heilsumiðstöð sem ráðgert er að rísi í Laugardalnum fer nú óðum að ljúka. Að sögn Kristins J. Gísla- sonar, verkfræðings hjá umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar, er ráðgert að jarðvinnu ljúki um næstu mánaðamót. Um mikið verk er að ræða en alls verða fluttir á brott rösklega 40 þúsund rúmmetr- ar af jarðvegi. Stefnt er að því að í miðstöðinni verði fullkomin æfinga- og keppnissundlaug og heilsurækt- arstöð en gangi áætlanir eftir verða uppsteypun á húsinu og ytri frá- gangur, þ.m.t. klæðningar á út- veggjum, boðin út í september, að sögn Kristins. Hann segir ráðgert að lokið verði við gerð sundmið- stöðvarinnar árið 2004. Kristján Ögmundsson, forstöðu- maður Laugardalshallar, segir að eitthvað hafi borið á því að laug- argestir kvarti undan umferð og moldroki frá framkvæmdasvæðinu. Hann bendir á að reynt sé að halda jarðveginum blautum til að hefta fok auk þess sem verktaki hafi reynt að takmarka umferðarhraða um svæðið. Framkvæmdir við sund- og heilsumiðstöð í Laugardal Morgunblaðið/Jim Smart Jarðvinna vel á veg komin Reykjavík Borgin styrkir byggingu nýs skátaheimilis Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir eru hafnar við nýtt skátaheimili í Hraunbæ. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja byggingu skátaheimilis og þjónustumiðstöðvar við Hraunbæ í Reykjavík. Samkvæmt samningi milli borgar- yfirvalda og Skátasambandsins um styrk vegna framkvæmdarinnar mun borgin greiða 20 milljónir til verksins árlega frá 2003–2006, eða 80 milljónir alls, auk hluta Skáta- sambandsins í gatnagerðargjöldum, um 5 m.kr. Framkvæmdir eru hafnar við byggingu Skátaheimilisins og þjón- ustumiðstöðvar við Hraunbæ og er ráðgert að þeim ljúki 15. maí á næsta ári, að sögn Guðmundar Björnsson- ar, framkvæmdastjóra Skátasam- bands Reykjavíkur. Um er að ræða samvinnuverkefni Bandalags íslenskra skáta og Skáta- sambands Reykjavíkur og mun hús- ið nýtast skátahreyfingunni auk þess sem þar verður skátaheimili skátafé- lagsins í hverfinu. Að sögn Guðmundar er heildar- kostnaður við byggingu hússins áætlaður 145 m.kr. Mun nýtast skátum í hverfinu og á landsvísu Hraunbær Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu munstrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.