Morgunblaðið - 30.07.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2002 11
HÉR fer á eftir greinargerð Sigurð-
ar Líndal prófessors sem hann tók
saman að beiðni stjórnar Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis. Greinar-
gerðin er stíluð á Jón G. Tómasson,
stjórnarformann:
„Þess hefur verið farið á leit við
mig að ég svaraði eftirfarandi spurn-
ingu:
Er stjórn SPRON heimilt með
hliðsjón af greinargerð Fjármálaeft-
irlitsins frá 19. júlí 2002 að sam-
þykkja framsöl stofnfjárbréfa á
grundvelli samnings Búnaðarbanka
Íslands og fimm stofnfjáreigenda frá
25. júní 2002?
Áður en vikið er að spurningunni
er rétt að vekja athygli á því að þeir
fimm stofnfjáreigendur sem gert
hafa öðrum stofnfjáreigendum tilboð
um kaup á stofnfé á hærra verði en
endurmetnu nafnverði og þá jafn-
framt hlutdeild í eigin fé sparisjóðs-
ins eru í greinargerð Fjármálaeftir-
litsins kallaðir „umsækjendur“ og
verður sá háttur hafður á hér.
Svar mitt fer hér á eftir, en í því er
engin afstaða tekin til efnis greinar-
gerðarinnar, enda ekki um það beðið.
Um sölu stofnfjárhluta, sbr.
kafla 5.2.1 í greinargerðinni
Fyrst er rétt að vitna til 18. gr. laga
um viðskiptabanka og sparisjóði nr.
113/1996, en hún hljóðar svo:
Sala eða annað framsal stofnfjár-
hlutar í sparisjóði er óheimilt nema
með samþykki sparisjóðsstjórnar.
Veðsetning stofnfjárhlutar í spari-
sjóði er óheimil.
Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins
um tilboð umsækjenda um kaup
stofnfjárbréfa á hærra verði en end-
urmetnu nafnverði og hlutdeild í eig-
in fé er á þessa leið:
Þegar allt framangreint er virt og
þrátt fyrir upphaflegan tilgang lög-
gjafar um sparisjóði sem og vísbend-
ingar um skilning löggjafans er það
mat Fjármálaeftirlitsins að núgild-
andi löggjöf feli ekki í sér bann við því
að stofnfjáreigandi geti selt eða
framselt þriðja aðila stofnfjárhlut
sinn á hærra verði en endurmetnu
nafnverði, fái hann til þess lögmælt
samþykki stjórnar, enda verður ann-
að ekki með afgerandi hætti ráðið af
ákvæðum laga nr. 113/1996.
Um hlutdeild stofnfjáreigenda
í eigin fé sparisjóðsins, sbr.
kafla 5.5.2 í greinargerðinni
Þessu næst tekur Fjármálaeftirlit-
ið til sjálfstæðrar skoðunar hvort við-
skiptin feli í sér að stofnfjáreigendur,
núverandi eða tilvonandi, öðlist hlut-
deild í eigin fé sparisjóðsins umfram
það sem mælt er fyrir um í lögum eða
hagsmunir sparisjóðs skerðist að
öðru leyti.
Um þetta segir meðal annars í
greinargerð Fjármálaeftirlitsins að
ráða megi af gögnum umsækjenda að
tilboð í bréfin á fjórföldu endurmetnu
nafnverði sé gert til hagsbóta fyrir
núverandi eigendur
stofnfjár. Þar segir
ennfremur að greinar-
gerð umsækjenda um
fyrirhugaða hluta-
félagavæðingu
SPRON, sem birt sé á
heimasíðu þeirra, gefi
tilefni til að ætla að þeir
telji stofnfjáreigendur
eiga hlutdeild í eigin fé
sparisjóðsins umfram
stofnfjáreign sína.
Síðan segir í greinar-
gerð Fjármálaeftirlits-
ins:
Tilboð umsækjenda
er byggt á þeirri for-
sendu að endanlegur
kaupandi öðlist yfirráð yfir spari-
sjóðnum sem gefi honum viðskipta-
tækifæri þannig að hagsauki hljótist
af fyrir aðila. Í fyrirætlunum um-
sækjenda og Búnaðarbankans virðist
hins vegar ekki gert ráð fyrir að
sparisjóðurinn, þ.e. sá hluti eigin fjár
hans sem ekki tilheyrir stofnfjáreig-
endum, eða sjálfseignarstofnun sú
sem stofnuð yrði við hlutafélagavæð-
ingu öðlist hlutdeild í verðmæt-
isaukningu sem í áformunum felast.
Samkvæmt 3. mgr. 37. gr. A laga
nr. 113/1996 skulu stofnfjáreigendur,
við breytingu á sparisjóði í hluta-
félag, eingöngu fá hlutafé í hluta-
félagi um rekstur sparisjóðsins sem
gagngjald fyrir stofnfjárhluti sína.
[...] Í athugasemdum í greinargerð
með frumvarpi er varð að lögum nr.
71/2001, segir m.a. um 37. gr. A að
ákvæðinu sé ætlað að tryggja að
stofnfjáreigendur eigi ekki tilkall til
eiginfjár sparisjóðs nema þess stofn-
fjár sem þeir sjálfir lögðu til hans.
Jafnframt kemur fram í greinargerð-
inni að miða skuli við að markaðs-
virðið skuli áætlað út frá því að spari-
sjóðurinn haldi áfram rekstri í
dreifðri eignaraðild en ekki hvað
þriðji aðili sé tilbúinn að greiða fyrir
sparisjóðinn.
Loks segir þetta í niðurstöðu Fjár-
málaeftirlitsins:
Af gögnum málsins má ráða að
gert sé ráð fyrir að við hlutafélaga-
væðingu í kjölfar kaupa á stofnfjár-
hlutum, verði markaðsvirði spari-
sjóðsins áætlað út frá því að hann
haldi áfram rekstri í dreifðri eignar-
aðild en ekki hvað þriðji aðili sé tilbú-
inn að greiða fyrir
hann. Með hliðsjón af
framangreindu telur
Fjármálaeftirlitið að
nýtt verðmat á spari-
sjóðnum, skv. 37. gr. A
verði að byggja á stöðu
eignarhalds á spari-
sjóðnum og forsendum
í rekstri hans við þær
aðstæður. Þannig verði
að tryggja hlutdeild
sjálfseignarstofnunar-
innar í verðmætisaukn-
ingu sparisjóðsins og
huga að jafnræði við
stofnfjáreigendur. Í
framkomnum áformun
hefur ekki verið sýnt
fram á hlutdeild sjálfseignarstofnun-
arinnar í verðmætisaukningu spari-
sjóðsins.
Um skyldur stjórnar, sbr.
kafla 5.3.1 í greinargerðinni
Loks er í greinargerð Fjármálaeft-
irlitsins vikið að skyldum stjórnar við
framsal stofnfjárhluta og er tilefnið
þetta:
Í gögnum málsins kemur fram að
samningur umsækjenda við Búnað-
arbankann sé m.a. gerður með þeim
fyrirvörum að fundur stofnfjáreig-
enda samþykki tillögur um að hluta-
félagavæðingu SPRON sé hafnað og
að fundur stofnfjáreigenda leggi til
við stjórn SPRON að hún lýsi því yfir
að stjórnin muni ekki standa gegn
framsali stofnfjárhluta í sjóðnum.
Um þetta segir í greinargerð Fjár-
málaeftirlitsins að stjórn sparisjóðs
séu ætlaðar ríkar skyldur til að gæta
hagsmuna sparisjóðsins og þeirra
verðmæta sem þar myndast og ekki
teljist til eigna stofnfjáreigenda. Síð-
an fylgir þetta:
Þannig ber stjórn sparisjóðs enn-
fremur að gæta hagsmuna spari-
sjóðsins gagnvart stofnfjáreigendum
og gæta þess að þeir taki ekki hags-
muni sína fram yfir hagsmuni spari-
sjóðsins, jafnvel þó stjórnin sæki um-
boð sitt til stofnfjáreigenda, skv. 32.
gr. laga nr. 113/1996. Í þessu sam-
bandi ber að hafa í huga að stofnfjár-
eigendur eru ekki eigendur spari-
sjóðs með sama hætti og hluthafar
eru eigendur hlutafélags.
Þá er vakin athygli á því í grein-
argerð Fjármálaeftirlitsins, með vís-
an til 32. gr. laga nr. 113/1996 að
fundur stofnfjáreigenda fari með
æðsta vald í málefnum sparisjóða
samkvæmt því sem lög og samþykkt-
ir sparisjóðsins ákveða. Beri þeir
ákveðnar skyldur við sparisjóðinn og
beri að hafa hagsmuni hans í fyrir-
rúmi, þeir ráði ekki málefnum spari-
sjóða út frá eigin hagsmunum, heldur
hagsmunum sjóðsins, enda séu þeir
hvorki eigendur hans né eigi þeir rétt
til hlutdeildar í eigin fé hans umfram
það sem lögmælt er. Síðan segir:
Í 18. gr. laganna felst að mati Fjár-
málaeftirlitsins að stjórn sparisjóðs
ber í hvert sinn að taka sjálfstæða
ákvörðun um samþykki eða synjun
hvers framsals og meta hvernig
hagsmunum sparisjóðsins verði fyr-
irkomið, eftir framsal, m.a. með hlið-
sjón af eðli og tilgangi sparisjóða. Því
er ljóst að fundur stofnfjáreigenda
getur ekki lagt til við stjórn að hún
standi ekki gegn sölu eða framsali
stofnfjárhluta, eins og gert er ráð
fyrir í framkomnum tillögum, án þess
að slíkt mat fari fram.
Niðurstaðan er síðan þessi:
Með hliðsjón af framangreindu tel-
ur Fjármálaeftirlitið að framkomin
tillaga fyrir fund stofnfjáreigenda,
um að stjórn SPRON lýsi því yfir að
hún muni ekki standa gegn framsali
stofnfjárhluta í sjóðnum, gangi gegn
18. gr. laga nr. 113/1996. Jafnframt
telur Fjármálaeftirlitið að stjórn
sparisjóðsins beri við ákvörðun um
framsal á stofnfjárhlutum að gæta
hagsmuna sparisjóðsins umfram
hagsmuni stofnfjáreigenda. Meðal
annars beri stjórn að hafna framsali á
stofnfjárhlutum ef ekki er sýnt fram
á að sparisjóðurinn, þ.e. sá hluti hans
sem ekki er stofnfjáreign, muni njóta
þeirrar verðmætisaukningar sem í
áformunum felast.
Niðurstöður Fjármála-
eftirlitsins dregnar saman
Í lok greinargerðarinnar eru nið-
urstöður Fjármálaeftirlitsins dregn-
ar saman og skal hér í lokin vitnað til
þess sem hér skiptir máli þótt það sé
nokkur endurtekning á því sem þeg-
ar er sagt.
1. Fjármálaeftirlitið telur að nú-
gildandi löggjöf feli ekki í sér bann
við því að stofnfjáreigandi geti selt
eða framselt þriðja aðila stofnfjárhlut
sinn á hærra verði en endurmetnu
nafnverði, fái hann til þess lögmælt
samþykki stjórnar (kafli 5.2.1). Jafn-
framt er komizt að þeirri niðurstöðu
að þar sem sala stofnfjáreigenda á
stofnfjárhlut til þriðja aðila sé fjár-
mögnuð af utanaðkomandi aðila,
verði ekki séð að með því einu verði
gengið á eigið fé sparisjóðsins og að
núverandi stofnfjáreigendur hafi
með slíkum viðskiptum öðlazt rétt til
ágóðahlutar af rekstrarafgangi
sparisjóðsins eða arðs umfram
ákvæði laganna (kafli 5.2.2).
2. Fjármálaeftirlitið telur hins veg-
ar, að tryggja verði hlutdeild spari-
sjóðsins, þ.e. þess hluta sem ekki er
stofnfjáreign, í verðmætisaukningu
sem í áformunum felast. Í framkomn-
um áformum hafi ekki verið sýnt
fram á þessa hlutdeild sparisjóðsins
(kafli 5.2.2). Telur Fjármálaeftirlitið
að nýtt verðmat á sparisjóðnum, skv.
37. gr. A, sem fara verði fram við
hlutafélagavæðingu hans, verði að
byggjast á stöðu eignarhalds á spari-
sjóðnum og forsendum í rekstri hans
við hinar breyttu aðstæður. Í því
verði á stofnfjárhlutum sem fram
kemur í tilboði umsækjenda til stofn-
fjáreigenda felist vísbending um mat
á heildarverðmæti sparisjóðsins í
breyttu umhverfi.
3. Fjármálaeftirlitið telur að fram-
komin tillaga fyrir fund stofnfjáreig-
enda, um að stjórn SPRON lýsi því
yfir að hún muni ekki standa gegn
framsali stofnfjárhluta í sjóðnum,
gangi gegn 18. gr. laga nr. 113/1996
(kafli 5.3.1). Sjálfstætt mat stjórnar á
hverju framsali þarf því að fara fram.
Jafnframt telur Fjármálaeftirlitið að
stjórn sparisjóðsins beri við ákvörð-
un um framsal á stofnfjárhlutum að
gæta hagsmuna sparisjóðsins um-
fram hagsmuni stofnfjáreigenda.
Meðal annars beri stjórn að hafna
framsali á stofnfjárhlutum ef ekki er
sýnt fram á að sparisjóðurinn, þ.e. sá
hluti hans sem ekki er stofnfjáreign,
muni njóta þeirrar verðmætisaukn-
ingar sem í áformunum felast.
Niðurstaða
Þegar stjórn SPRON metur hvort
hún samþykkir sölu eða framsal
stofnfjárhlutar samkvæmt tilboði
umsækjendanna fimm hlýtur hún að
leggja til grundvallar tilboð þeirra og
samning við Búnaðarbanka Íslands
hf. eins og hvorttveggja liggur nú
fyrir. Þótt niðurstaða Fjármálaeftir-
litsins sé sú að selja megi stofnfjár-
hluti á hærra verði en endurmetnu
nafnverði eru aðrir annmarkar á til-
boði umsækjenda sem raktir eru hér
að framan, þannig að tilboðið sam-
rýmist ekki að mati Fjármálaeftir-
litsins lögum nr. 113/1996 um banka
og sparisjóði. Það verður því ekki séð
að stjórninni sé heimilt að samþykkja
framsöl á stofnfjárbréfum sam-
kvæmt tilboði umsækjenda, enda ber
henni að gæta þess í hvívetna að lög-
um sé fylgt og þá jafnframt hags-
muna sparisjóðsins.“
Sigurður Líndal
prófessor.
Greinargerð
Sigurðar Líndal
fyrir SPRON
BORIST hefur eftirfarandi athuga-
semd frá embætti ríkislögreglustjóra
sem Þórir Oddsson vararíkislög-
reglustjóri ritar undir:
„Í Morgunblaðinu laugardaginn
27.7.02 birtist frétt undir heitinu
„Veitir á ný atvinnuleyfi til nektar-
dansmeyja“. Er frétt þessi byggð á
viðtali við Gissur Pétursson, forstjóra
Vinnumálastofnunar. Hefst hún á því
að stofnunin sé aftur farin að gefa út
atvinnuleyfi til nektardansmeyja sem
dansa á nektarklúbbum hérlendis, en
stofnunin hætti um tíma að veita leyf-
in meðan embætti ríkislögreglustjóra
var að rannsaka hvort vændi viðgeng-
ist á næturklúbbum. Síðar í fréttinni
segir svo: „„Ég veit í raun ekki hvort
það varð nein rannsókn, þar sem ég
fékk engin viðbrögð. Í ljósi þeirra
upplýsinga og gagna sem liggja fyrir
gátum við því ekki gert annað en að
heimila útgáfu þessara leyfa að nýju,“
segir Gissur.
Gissur segir Vinnumálastofnun
hafa gefið út um það bil 10 leyfi síðan
á miðvikudag. Um 40 umsóknir um
atvinnuleyfi bíði afgreiðslu. „Ég met
það svo að við höfum fengið vottorð
frá lögreglunni um að það sé í lagi að
veita þessi leyfi. Við báðum um rann-
sókn, fáum engin viðbrögð og getum
því ekki metið það öðruvísi en svo að
það sé í lagi,“ segir Gissur.“
Ekki verður annað sagt en að hér
sé djúpt tekið í árinni. Erindi Vinnu-
málastofnunar varðandi ofangreint
barst ríkislögreglustjóra 27.6. 2002 og
var þar m.a. greint frá því að að und-
anförnu hefði Vinnumálastofnun ekki
afgreitt leyfi til næturklúbba til að
ráða til sín erlenda dansara vegna
umræðu um að í tengslum við þá sé
stundað vændi. Var þess farið á leit að
lögregluyfirvöld rannsökuðu hvort
þessi ummæli um starfsemi nætur-
klúbba ættu við rök að styðjast og var
í því sambandi vitnað til ummæla hér
og þar en einkum til erindis sem nafn-
greindur lögreglumaður frá Lettlandi
hélt á ráðstefnu í Tallinn í lok maí sl.
Af þessu tilefni þykir rétt að taka
fram eftirfarandi: Árin 2000 og 2001
lét dómsmálaráðherra vinna tvær
skýrslur, annars vegar um félagslegt
umhverfi vændis hér á landi og hins
vegar um samanburð á lagaumhverfi
Íslands og annars staðar á Norður-
löndum varðandi löggjöf um eftirlit
með klámi, vændi o.fl. Í apríl 2001
skipaði dómsmálaráðherra svo nefnd
til að gera tillögur um viðbrögð við
ofangreindum skýrslum og kom
skýrsla þeirrar nefndar út 16.4. 2002.
Af þessu má ráða að yfirvöld hafa
sýnt mikla viðleitni við að greina þau
vandamál, bæði lagalegs og fé-
lagslegs eðlis, sem ætla má að tengist
þeirri umræðu sem verið hefur í þjóð-
félaginu um starfsemi m.a. af því tagi
sem hér um ræðir.
Víða í síðastnefndu skýrslunni, t.d.
í köflum 2.4, 2.5 og 3.6, er vikið að
reglum um nektardansstaði, réttar-
stöðu dansara og eftirlit með þeim.
Þar eru reifaðir erfiðleikar lögreglu á
því að koma við fullnægjandi sönnun
um ólögmæta háttsemi og er athygli
vakin á því að þannig sé því einnig far-
ið erlendis.
Þá ber að geta þess að í maí sl. skip-
aði félagsmálaráðherra starfshóp
sem hefur það hlutverk að undirbúa
norræna-Eystrasaltslandaherferð
gegn verslun með konur (mansal).
Sú vinna sem nú hefur verið unnin
er forsenda þess að unnt verði að
mæla fyrir um og setja skýrari reglur
um starfsemi nektardansstaða og um
leið varpa ljósi á ýmsa annmarka í
sambandi við veitingu atvinnuleyfa til
útlendinga sem hingað koma til
starfa. Sú staðreynd að Vinnumála-
stofnun hafi ekki borist svar við erindi
til ríkislögreglustjóra veitir stofnun-
inni engan rétt til þeirrar túlkunar
sem forstjóri hennar leyfir sér að
bera fyrir sig enda er ekki í lögum
mælt fyrir um atbeina lögreglu sem
umsagnaraðila áður en stofnunin af-
greiðir umsókn um tímabundið at-
vinnuleyfi. Ábyrgð á veitingu leyfis
hvílir á Vinnumálastofnun og verður
henni ekki varpað yfir á aðra stofnun
með þeim hætti sem hér var leitast
við að gera.“
Athugasemd frá
Ríkislögreglustjóranum