Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Baðhúsinu. Blaðinu verður dreift á höfuð- borgarsvæðinu. BÓK Andra Snæs Magnasonar, Sagan af bláa hnettinum, hlaut Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins í gær. Ein bók frá hverju Vestur-Norður- landanna; Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, var tilnefnd til verð- launanna. Verðlaunin eru að upp- hæð 60 þúsund danskar krónur og eru veitt annað hvert ár. Voru þau afhent í fyrsta sinn í Stykk- ishólmi í gær við hátíðlega athöfn. Þýddar á Norðurlandamálin Auk Sögunnar af bláa hnett- inum voru bækurnar Kuffa eftir Brynhild Andreasen frá Fær- eyjum og Sialuarannguaq eftir Jörgen Petersen frá Grænlandi tilnefndar til verðlaunanna. Með verðlaununum er ætlunin að styðja við bókmenntahefð Vestur- Norðurlanda og hvetja barna- og unglingabókahöfunda til dáða. Þá er einnig vonast til þess að með verðlaununum verði ungmennum Vestur-Norðurlanda gert betur kleift að kynna sér vestnorrænar bókmenntir og menningu, en þær bækur sem hljóta tilnefningu eru þýddar á vestnorrænu málin og á skandinavísku. Sagan af bláa hnettinum er margverðlaunað bókmenntaverk og hlaut m.a. Íslensku bók- menntaverðlaunin árið 1999. Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins Sagan af bláa hnettin- um hlaut verðlaunin Morgunblaðið/Gunnlaugur Hjálmar Árnason, formaður Vestnorræna, afhenti Andra (l.t.h.) verð- launin. Áslaug Jónsdóttir, sem myndskreytti bókina, fékk líka verðlaun. SKIPULAGS- og byggingarnefnd Reykjavíkur er ósátt við þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið innan- dyra á Hótel Borg. Telur nefndin að breytingarnar séu ekki í anda húss- ins eða húsverndarstefnu. Þá telur nefndin ámælisvert að farið hafi ver- ið út í framkvæmdir án þess að til- skilin leyfi hafi verið til staðar. Byggingarfulltrúa hefur verið falið að taka á þeim þætti málsins er snýr að óleyfisframkvæmdum. Sótt var um leyfi til breytinga inn- andyra á Hótel Borg til nefndarinn- ar og það samþykkt á fundi hennar í júlí, löngu eftir að framkvæmdir hóf- ust. Innréttingarnar ekki friðaðar „Í fyrsta lagi er farið út í fram- kvæmdir áður en sótt er um leyfi og við gagnrýnum það,“ sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar. „Að auki teljum við að breytingarnar á innréttingum hótelsins séu ekki í anda hússins. Vandinn er sá að inn- réttingarnar eru ekki friðaðar svo við höfum ekki lögsögu í málinu og getum ekki bannað framkvæmdirn- ar.“ Valdís segir að of oft sé farið út í leyfisskyldar framkvæmdir áður en leyfi er veitt. „Þetta eru klárlega óleyfisframkvæmdir og við erum verulega óhress með það.“ Steinunn segir að á fundi nefnd- arinnar hafi verið rætt um friðun innréttinga í Reykjavík. „Hótel Borg er ein af þeim byggingum sem hefur ákveðið gildi í borgarmyndinni. Of oft höfum við séð innréttingar sem hafa mikið gildi fara, t.d. í Reykja- víkurapóteki og Agli Jacobsen. Þar sem það á við finnst okkur að halda eigi í innréttingar sem greinilega eru hluti af karakter húsanna, eins og mér finnst varðandi Hótel Borg.“ Steinunn Valdís segir ekki aftur snúið með breytingarnar á Hótel Borg úr þessu en huga verði betur að friðun innréttinga í framtíðinni. Breytingar innan dyra á Hótel Borg Sótt var um leyfi til fram- kvæmda eftir á MUN fleiri réttindakennarar hafa sóst eftir því að fá leyfisbréf hjá menntamálaráðuneytinu en undanfarin ár, en þetta gefur vísbendingu um að þeir hyggist starfa við kennslu, að sögn Guðna Olgeirssonar, deildarstjóra grunn- og leikskóla- deildar menntamálaráðuneytisins. Segir hann að ástæður þessa geti meðal annars verið þær að laun kennara hafi hækkað en einnig geti verið að ástand á atvinnumarkaði að undanförnu hafi haft áhrif. Menntamálaráðuneytið gefur út leyfisbréf fyrir réttindakennara og þar eru einnig veittar und- anþágur fyrir leiðbeinendur. Guðni segir að ásókn réttindakennara í kennslu á höfuðborg- arsvæðinu hafi aukist og þetta gefi mjög sterka vísbendingu um að það sé auðveldara að fá fólk til kennslu, þar sem ávallt hafi gengið best að fá réttindafólk til starfa á þessu svæði. Ákveðnir landshlutar ekki verr settir en aðrir Guðni segir að þeir réttindakennarar sem sóst hafa eftir leyfisbréfi að undanförnu sé ekki ein- ungis fólk sem útskrifaðist nú í vor heldur séu þetta einnig kennarar sem útskrifast hafa á und- anförnum árum. Þetta fólk sé nú að óska eftir að fá leyfisbréf, en enginn megi ráða sig til kennslu nema fá slíkt bréf. Af samtölum við skólastjóra og sveitarstjórnarfólk vítt og breitt um landið megi ráða að það gangi víðar betur en áður að fá kennara með réttindi til starfa. Aðspurður hvort ráðning réttindakennara fyrir utan höfuðborgarsvæðið gangi betur í sumum landshlutum en öðrum, segir Guðni svo ekki vera. „Við höfum ekki tilfinningu fyrir því að ákveðnir landshlutar séu verr settir en aðrir. Þetta er fremur bundið við einstök svæði eða einstaka bæi eða byggðarlög á landinu,“ segir Guðni. Hann segir að aðrir þættir skipti einnig máli þegar fólk velur sér kennslustað, til dæmis hvort vinna sé í boði fyrir maka á staðnum. Hann segir að tölur um hlutfall réttindakennara eftir land- svæðum muni ekki liggja fyrir fyrr en um mán- aðamótin þar sem ráðningar standi enn yfir. Þá segist Guðni ekki hafa tölur um það hvort nem- endum í grunnskólum sé að fjölga í ár en fámenn- ur árgangur hafi verið að útskrifast úr grunn- skólum í vor svo gera megi ráð fyrir að nemendum í grunnskólum muni fjölga eitthvað í vetur. Grunnskólarnir nánast fullmannaðir í Reykjavík Á vef menntamálaráðuneytisins kemur fram að undanþágunefnd grunnskóla samþykkti 634 um- sóknir um undanþágu vegna umsókna leiðbein- enda skólaárið 2000–2001 og árið á undan voru 536 slíkar umsóknir samþykktar. Menntamála- ráðherra samþykkti 176 umsóknir leiðbeinenda skólaárið 2000–2001 sem undanþágunefnd hafði hafnað og 1999–2000 voru 166 slíkar umsóknir samþykktar af ráðherra. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, segir að í stórum dráttum gangi ráðningar á kennurum í grunnskóla Reykjavíkur vel. „Núna sýnist mér að það vanti um það bil 10–20 manns til kennslu í Reykjavík, en kennarastöður eru á milli 1.400 og 1.500 svo þetta er ekki nema um 1% sem vantar. Ástandið núna er svipað og í fyrra, en á sama tíma fyrir tveimur árum vantaði á milli 60 og 70 manns til kennslu fyrir haustið,“ segir Ingunn. Hún segir að í raun séu grunnskólarnir í Reykjavík nánast fullmannaðir. Alltaf vanti þó einhverja því fólk fari í leyfi eða veikist og þá þurfi að fylla í skarðið eins og á öllum vinnustöð- um. Ingunn segir að ekki séu allir sem ráðnir eru til kennslu, réttindakennarar. Hins vegar séu nú ráðnir færri leiðbeinendur en fyrr og þeir leið- beinendur sem ráðnir eru séu yfirleitt með kennslureynslu. Ánægjulegt sé að æ fleiri leið- beinendur leggi nú stund á réttindanám jafnhliða vinnu. Fleiri réttindakennarar sækja í kennslu í skólum ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti tæplega þrítugan mann í Stykkis- hólm um fimmleytið í gærmorgun en maðurinn varð fyrir alvarlegri lík- amsárás við Hótel Stykkishólm. Að sögn lögreglunnar á Snæfellsnesi var 22 ára karlmaður handtekinn, grunaður um árásina. Áverkar voru í andliti mannsins, skurðir og brotnar tennur. Maðurinn var fluttur á Sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi en þegar þangað var komið var hann meðvitundarlaus og lék grunur um alvarlega höfuðáverka þannig að ákveðið var að kalla til þyrlu Land- helgisgæslunnar. Maðurinn gekkst undir rannsókn á Landspítalanum í Fossvogi og eru áverkarnir ekki eins alvarlegir og haldið var í fyrstu. Lögreglan telur að ekki séu tengsl á milli mannanna en hinn slasaði er heimamaður og hinn aðkomumaður. Vitni voru að árásinni. Danskir dagar eru í Stykkishólmi um helgina og segir lögregla að margt fólk sé í bænum. Að sögn lög- reglu fóru hátíðarhöld vel fram fyrir utan líkamsárásina og aðra minni- háttar, en töluverð ölvun var í fyrra- kvöld. Lögregla segir að mikið hafi borið á ölvun ungmenna og var lög- reglan iðin við að hella niður áfengi. Fluttur með þyrlu Gæsl- unnar eftir líkamsárás ALLT að eitt hundrað björgunar- sveitarmenn tóku þátt í leit að ítalska ferðamanninum Davide Paite á Látraströnd og í nágrenni í gær, laugardag. Byrjað var að ferja leitarmenn á svæðið með bát- um um sexleytið í gærmorgun. Tíu hundar eru notaðir við leitina og sex bátar. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var notuð við leitina, en hún varð að hætta leit eftir að bilun kom upp í henni. Skilyrði til leitar voru ágæt í gær, skýjað en skyggni gott. Snjóað hefur í fjallstoppa á leitarsvæðinu sem nær frá Greni- vík og eftir ströndinni að Hval- vatnsfirði. Góð skilyrði til leitar Leita átti í fjöllum og fjalladöl- um í gær. Ekkert hefur spurst til Paite í viku, en hann lagði upp fót- gangandi frá Grenivík sl. laugar- dag. „Aðgerðir ganga betur fyrir sig í dag en í gær, þar sem veður er mun betra og hægt er að ferja menn á bátum á svæðið sem sparar tíma,“ sagði Smári Sigurðsson hjá Svæðisstjórn björgunarsveita um hádegisbilið í gær. Engar nýjar vísbendingar um ferðir Paite höfðu þá komið fram. Leitarmenn voru ferjaðir með bátum í Látur og að Kjálkanesi í gær. Á föstudag var ekki hægt að leita við fjallið Gjögur vegna veð- urs en að sögn Smára var m.a. leit- að þar í gær. Grjóthrun er úr hlíð- um fjallsins á þessum slóðum og því var ekki óhætt að senda leit- armenn á svæðið fyrr en létti til. Smári segir að á föstudag hafi leit verið lokið að mestu á láglendi með ströndinni. Í gær var leitað í fjöllum og fjalladölum á leitar- svæðinu. Á föstudag þurftu leitarmenn að ganga í sex tíma til að komast á svæðið sem leitað var á, að sögn Smára. Leitarhópur hafðist við í Keflavík í fyrrinótt, en um 8–9 tíma ganga er að svæðinu. Hóf sá hópur leit að nýju snemma í gær- morgun. Björgunarsveitir koma víða að Björgunarsveitarmenn sem leit- uðu í gær eru frá björgunarsveit- um í Skagafirði, Suður-Þingeyjar- sýslu, af höfuðborgarsvæðinu svo og af öllu Eyjafjarðarsvæðinu. All- ir leitarmenn eru vanir fjallamenn með útbúnað sem gerir þeim kleift að vera við leit í allt að 24 klukku- stundir án utanaðkomandi aðstoð- ar. „Þetta er hörku leitarlið,“ sagði Smári. „Það fer enginn inn á þetta leitarsvæði öðruvísi en að vera í toppformi.“ Leit að ítölskum ferðamanni hélt áfram á Látraströnd og í nágrenni í gær Þyrla Landhelg- isgæslunnar að- stoðaði við leitina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.