Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 58
Tónlist á sunnudegi Arnar Eggert Thoroddsen FIMMTA hljóðversplata Oasis,Heathen Chemistry, hefurvægast sagt fengið misjafnadóma í rokkpressunni. Það dylst reyndar engum að blómaskeið sveitarinnar er að baki en það hang- ir samt meira á spítunni hvað þessa nýju plötu varðar. Fyrir það fyrsta er talsvert meira að gerast núna, miðað við síðustu plötu sem er alger- lega handónýt (Standing on the Sho- ulder of Giants ’00) og það kveður við nokkuð nýjan tón. Noel Gallag- her, sjálfskipaður leiðtogi sveit- arinnar er farinn að slaka á einræð- isstefnunni og fleiri eru farnir að semja. Eftirtekarverðast er að Liam litli bróðir er farinn að glamra á gít- arinn og eru lög hans – hver hefði trúað því – athyglisverðustu lögin á plötunni (Liam átti eitt lag á Stand- ing ... hið hlægilega „Little James“). Þessi uppstokkun gæðir misjafna plötu lífi og litum sem sárvantaði á þeirri síðustu og gefur okkur von- bjartar vísbendingar um framtíðina. Og þó að slagaravélin sé um þessar mundir hikstandi er hér að finna tvö „sígild“ Oasis-lög, rokkarann „The Hindu Times“ og stórballöðuna „Stop Crying Your Heart Out“. En svo er Noel farinn að syngja meira…en það sem hefur alltaf verið helsti styrkur sveitarinnar er sjarm- erandi og rokkandi rödd lilla bró. Noel hins vegar heldur vart lagi, hljómar eins og óframfærinn bók- haldari sem er píndur til að syngja á árshátíðinni. Þannig að það er víða pottur brotinn í híbýlum Oasis-liða eftir sem áður. En það treður enginn upp í slork- jaftana Noel og Liam og fylgisveina þeirra. Þeir fóru fyrir stuttu í tón- leikaferðalag um Bandaríkin til að fylgja plötunni eftir, borubrattir sem aldrei fyrr. Þeir láta allt tal um list- rænt gengisfall sem vind um eyru þjóta og ekkert virðist þá stöðva – ekki einu sinni bílslys! Eða eins og Noel Gallagher sagði um bróður sinn nýverið: „Liam á eftir að verða besti lagahöfundur í Englandi eftir fimm ár!“ Og bróðir hans sagði að bragði: „Í Englandi? Nei, í heim- inum!“ Ahh ... það er gott að vita til þess að sumir hlutir breytast seint. Fræg er sú saga, er Alan McGee, þá yfirmaður Creation útgáfunnar bresku, vatt sér inn í klúbb hvar hin tiltölulega nýstofnaða Oasis var að spila. McGee varð svo hrif- inn að hann lét þá skrifa undir samning þá og þegar, eftir að Oasis-liðar voru (að sjálfsögðu) búnir að rífast og skammast í hin- um sveitunum sem spiluðu með þeim og hálfrústa staðnum. Þetta var árið 1994 og um nokkurt skeið hafði gætt ákveðinnar logn- mollu í bresku rokki, skógláps- rokkið sem leitt var af sveitum eins og My Bloody Valentine, Ride og Lush hafði þrotið örendi og það var tómarúm til staðar sem beið eftir því að verða fyllt. Oasis tóku þann starfa að sér, bæði af miklum áhuga og um leið offorsi, og talsverður munur var á aðkomu sveitarinnar að rokkinu og þeirrar bylgju sem þeir leystu af. Einkenni skóglápsins var feimið, „inn í sig“ bókmennta- þenkjandi fólk á meðan Oasis kom með rokkið með sér – og allt það suddalíferni sem því fylgir. Slagsmál, brotin húsgögn, kjaftur og yfirgengilega stórt egó. Já, rokk og ról eins og það á vera. Bowie og Smiths – nei takk! Who og Stones – nú erum við að tala saman! Rætur Oasis liggja í sveitinni Rain sem var skipuð skólabræðrunum Li- am Gallagher (söngur), Paul „Bone- head“ Arthurs (gítar), Paul McGuig- an (bassi) og Tony McCaroll (trommur). Eftir að vera búinn að róta fyrir Inspiral Carpets í nokkur ár hafði Noel Gallagher, eldri bróðir Liams, fengið nóg. Þegar hann komst að því að Liam litli væri búinn að stofna hljómsveit vatt hann sér inn á æfingu og bauðst til að slást í hópinn. Með þeim skilyrðum þó að hann hefði fullkomna listræna stjórn yfir sveitinni. Á það var fallist og nafninu snarlega breytt í Oasis. Fyrsta breiðskífan, Definitely Maybe, kom svo út í ágúst 1994 og sló óforvarandis í gegn enda stútfull af hreint ótrúlega grípandi lögum, t.a.m. „Supersonic“, „Live Forever“, „Shakermaker“ og „Cigarettes and Alcohol“ sem öll prýddu og smáskíf- ur. Menn voru hreint og beint hissa á þessu og skiptust í tvo hópa. Hörð- ustu gagnrýnendur sögðu að hér væri líklega komin besta Bítlaeft- irlíking sem smíðuð hefði verið. En eins og einn ónefndur aðili orðaði það: „Noel Gallagher getur tekið þrjú einföldustu grip í heimi og rað- að þeim þannig saman að það er eins og þú hafir aldrei heyrt þau áður.“ Hér liggur hundurinn grafinn. Hversu ófrumlegir sem Oasis kunna að vera þá á Noel Gallagher það til að semja algerlega ómótstæðileg lög. Og það sannaði hann og sýndi svo um munaði á næstu plötu sem út kom árið eftir. Stærsta hljómsveit í heimi Á (What’s the Story) Morning Glory? sannaði sveitin fyrir þeim sem voru enn efins hvers hún var megnug. Og fljótlega í kjölfarið varð Oasis stærsta hljómsveit í heimi. McCarroll var nú hættur – eftir mik- ið vesen – og Alan White leysti hann af. Um þessar mundir var farið að vekja athygli hversu miklar púður- tunnur þeir bræður voru, sífellt að bölsótast og rífast og handalögmál daglegt brauð. Enn þann dag í dag virðast þeir Liam og Noel vita betur en Madonna hvernig á að koma sér í blöðin. Árið 1996 réðu Oasis hreinlega lögum og lofum. Lög eins og „Some Might Say“, „Champagne Supernova“ og hið frábæra „Wonderwall“ glumdu um allt, hvort sem er í teitum, útvarpi, dansiballi eða á vinnustöðum. Vorið 1997 kom þriðja platan, Be Here Now, út. Fólk sá ekki sólina fyrir Oasis og platan seldist vel. Það var ekki fyrr en síðar, þegar almenningur svo og gagn- rýnendur komu niður á jörðina, að brotalamir fóru að koma í ljós. Brunnur Noels var farinn að láta á sjá. Árið eftir kom b-hliða safnið The Masterplan út, svona til að fylla inn í dauðan tíma, en þeir bræður voru í raun réttri í tómu rugli um þessar mundir. En það er sannarlega leitun að sveit sem hefur samið jafngóð b-hliðar lög og Oasis (Bítlarnir? Smiths?) og því ekkert að þessari útgáfu. Bonehead hætti 1999, líklega búinn á taugum líkt og bassaleik- arinn McGuigan sem hafði fengið taugaáfall árið 1995. Þeir bræður náttúrlega algerlega óalandi og óferjandi enda létu þeir brotthvarf Boneheads og McGuigan sig litlu skipta og réðu í þeirra stað Andy Bell á bassann (fyrrum leiðtoga og gítarleikara í Ride) og Gem Archer á gítar (fyrrum bassaleikara í miðju- moðssveitinni Heavy Stereo). Þeir gengu til liðs við sveitina eftir að fjórða breiðskífan, Standing on the Shoulder of Giants, kom út árið 2000. Á henni eru þeir bræður alveg úti að aka og Oasis-veldið hrunið og það með glans. Aldrei neitt hálfkák á þessum bænum. Sama ár kom svo út hljómleikaplatan Familiar to Milli- ons sem er á svipuðu róli og áð- urnefnd hljóðsverplata. Og þannig er nú það. Tíminn mun leiða í ljós hvort þeir Bakkabræður hafa nennu og vilja til að rísa upp úr öskustónni en nýja platan er – eins og áður sagði – búin að hrista aðeins upp í mönnum. Það verður því áhugavert að fylgjast með komandi ævintýrum þessara ólundarlegu en um leið elskulegu óróaseggja sem þeir, Gallagher bræður svo sann- arlega eru. Blóðbönd, hvísl- ar mosinn… Oasis var rokksveit tíunda áratugarins en hvað eru þeir að bauka á þessum fyrsta áratug nýrrar aldar? Hér er ferill sveitarinnar reifaður í stuttu máli en hann er æði skrautlegur, svo ekki sé nú meira sagt. Oasis 2002: Í skugganum? 58 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6 og 10.40. Mán 8 og 10. Sýnd kl. 4. Mán 6.  SV Mbl  Radíó X 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.40. B. i. 14. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán 6 og 8. Frumsýning Forsýnd sunnudag kl. 8. Sun. kl. 2. Síðasta sýning. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Mán 4, 6 og 8. B.i. 10. Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl kl. 4, 7 og 10. Powersýning kl. 11. Sýnd kl. 5, 8, 10 og Powersýning kl. 11. B. i. 14.  ÓHT Rás2  HK DV  Radíó X Frumsýning Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. Mán 4 og 6. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 með E. tali. Mán 4, 6, 8 og 10 Stúart lendir í ótrúlegum ævintýrum með kettinum Snjóber og fuglinum Möggu Lóu! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Forsýning Forsýnd sun. kl. 2 í LÚXUSSAL. Sexý og Single YFIR 15.000 MANNS! Sýnd kl. 2, 8 og 10. Mán 8 og 10. Yfir 35.000 MANNS Yfir 15.000 MANNS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.