Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 42
FRÉTTIR
42 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Opið hús í dag frá kl. 15-17
Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050
www.hofdi.is
Falleg og björt 4ra herbergja íbúð á
3. hæð í fjórbýlishúsi. Rúmgott hol,
með skápum úr kirsuberjavið. Sam-
liggjandi stofur, svalir í suður. Rúm-
gott svefnherbergi með góðum
skápum. Gott barnaherbergi. Stórt
eldhús með borðkrók. Baðherbergi
flísalagt í hólf og gólf. Sérþvottahús
í risi auk geymslu. Verð 14,1 m.
Frábær staðsetning, stutt í skóla, göngufæri við miðborgina.
Gyða og Steingrímur sýna íbúðina í dag frá kl. 15-17.
Leifsgata 24
GIMLI GIMLI
FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810
Á þessum eftirsótta stað
erum við með til sölu vel
skipulagða og bjarta 5
herb. sérhæð á 1. hæð í
steinsteyptu þríbýli auk bíl-
skúrs. Innan íbúðar eru þrjú
svefnherbergi og samliggj-
andi stofur. Tvennar svalir
úr íbúðinni, aðrar í suður
og hinar 22 fm afgirtar austursvalir yfir bílskúr. Húsið var málað
og viðgert fyrir u.þ.b 4 árum. Verð 17,8 millj. Áhv. hagstæð hús-
bréf og lífeyrissjóðslán, samtals 10,7 millj.
Verið velkomin í dag frá kl. 14.00–16.00.
ÖLDUGATA 34 - SÉRHÆÐ OG BÍLSKÚR
Vorum að fá í sölu fallega
3ja herb. 79 fm íbúð á 2.
hæð í fallegu fjölbýli. 2 stór
herb. og stór og björt stofa
með útg. á suðursvalir.
Fallegar innr. Parket og
flísar á gólfum. Sameign
mikið endurnýjuð. Falleg
lóð með leiktækjum. Stutt í þjónustu. Áhv. 6,8 millj. Verð 11,5
millj. Arndís og Pálmi sýna eignina frá kl. 13:00–16:00 í dag,
sunnudag.
EFSTIHJALLI 7 - 3JA HERB. ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ
Húsið er 185 fm ásamt 32 fm
bílskúr. Einnig er 110 fm
innréttaður kjallari undir húsinu.
Glæsilegur vel ræktaður garður
umlykur húsið en það er á mörkum
útivistarsvæðisins í Elliðaárdal.
Verð 29,5 milljónir.
Upplýsingar hjá eigendum í
símum 567 3506 og 893 3333.
Netfang: urr23@simnet.is
Ártúnsholt - Urriðakvísl 23
Opið hús frá kl. 16-18 í dag, sunnudag
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði FAGRIHVAMMUR - HF. - EINB.
Glæsilegt einbýli í toppstandi miðsvæðis í suður-
bænum í Hafnarfirði. Íbúðin er á einni hæð um 144
fm og kjallari undir öllu húsinu eða samtals um
280 fm. Í kjallara er stór bílskúr og innangengt í
íbúð. Að auki er í kjallara herbergi, baðherbergi og
góð aðstaða fyrir séríbúð. Glæsilegur garður, innri
og ytri, umlykur húsið. Nánari upplýsingar á skrif-
stofu Hraunhamars.
HJALLABRAUT - ELDRI BORGARAR
Glæsileg íbúð fyrir eldri borgara á Hjalla-
braut 33. Öll aðstaða og þjónusta til staðar
í húsinu. Íbúðin er 93 fm á jarðhæð með
vönduðum innréttingum og útsýni til hafs
og fjalla. Íbúðin er laus. Nánari upplýsingar
veittar á skrifstofu Hraunhamars.
HÓLMATÚN - PARHÚS - ÁLFTANESI
Nýkomið í einkasölu glæsilegt 194 fm
parhús með innb. 42 fm bílskúr. Glæsileg
arkitektahönnun. Hús klætt að utan. 3
óvenju stór svefnherb. Eitt glæsilegasta
húsið á Álftanesinu - allt fyrsta flokks. Áhv.
9,4 millj. Verð 21,9 millj. 60786
SKÓGARLUNDUR - EINB.
Í einkas. glæsil. ca 200 fm einb. á þessum
fráb. stað. Eignin er mikið endurnýjuð að
utan sem innan, m.a. nýtt þak. Nýbyggður
vandaður garðskáli. Eldhús og baðherb.
hafa verið endurnýjuð. Frábær staðs. í
enda á botnlanga. Glæsil. ræktuð lóð.
Verðtilb. 88271
Gistiheimili til sölu
Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050
runolfur@hofdi.is
Um er að ræða vel rekið gistiheimili í mjög snyrtilegu húsi í
miðbæ Reykjavíkur. Í húsinu eru 16 herb. auk eldhúss, mat-
sals o.fl. Gistiheimilið byggir á ferðamönnum á sumrin en
fastri útleigu á vetrum. Hér er kjörið tækifæri fyrir einstakling
eða samhent hjón. Ásett verð 49 millj.
Nánari upplýsingar veitir Runólfur
á Fasteignasölunni Höfða
og í síma 892 7798.
Viltu eignast áhugavert sérbýli með þremur
svefnherbergjum og góðum bílskúr?
Höfum í einkasölu fjögur hús á
mjög hagstæðu verði. Hvernig
væri að fá sér bíltúr í Hvera-
gerði næstu daga og skoða ný,
falleg hús. Húsin eru 123 fm
með innbyggðum bílskúr, full-
frágengin að utan, einangruð að
innan með vélslípuðum gólfum
og verðið er aðeins 9.150 þús. fullbúin, án gólfefna 13.650 þús.
Afhending í ágústmánuði.
GIMLI HVERAGERÐI
Allar upplýsingar um þessi hús hjá sölumanni okkar í
Hveragerði í sími 483-4151 og í GSM 892-9330
MIKLIR MÖGULEIKAR - LAND Í ÖLFUSI
ÁSAMT BOGSKEMMU
Á 2 ha spildu úr landi Valla í Ölfusi er 330 fm bogaskemma til
sölu, einangruð og sundurstúkuð að hluta og með hitaveitu.
Landinu fylgir góð jarðvegsskipt útiaðstaða. Tilvalið er að byggja
íbúðarhús án allra lóðargjalda. Hér er um áhugaverða eign að
ræða, rétt utan við Hveragerði. Ýmsir og mjög fjölbreyttir
notkunarmöguleikar.
LEIÐRÉTT
Tapi snúið í hagnað
Ónákvæmni gætt í fyrirsögn í
frétt í Morgunblaðinu í gær um af-
komu Hraðfrystihúss Þórshafnar.
Eins og kemur fram í fréttinni var
hagnaður fyrirtækisins 244,4 millj-
ónir á fyrri helmingi ársins. Tap var
hins vegar á fyrri hluta síðasta árs.
ÞAÐ ER svo mikið rætt og ritað
um svokallaðan einkadans að á
andvökunóttum fer þetta efni að
sækja að manni. Eina nóttina lá ég
og var að hugsa um hvað fram færi
í þessum bæ meðan ég lægi hér og
hugsaði og hugsaði. Líklega svæfu
flestir en margt
drifi sennilega á
„daga“ þeirra sem
væru vakandi og í
ýmiskonar aðgerð-
um. Skemmtana-
lífið bar auðvitað
hæst í umhugsun
um það sem fram
færi. Það væri nú
líklega líf í tuskunum, hjá þeim
sem á annað borð væru í tuskum.
Úr þessari hugsun var örstutt í
einkadansinn, því þar er víst alsiða
að fækka tuskum jafnt og þétt þar
til fátt eitt stendur eftir nema þá
kannski sá hjúpur sem við flest
umvefjum okkur í til þess að verj-
ast ágangi annarra og liggur í vök-
ulu augnaráði og fráhrindandi við-
horfi. Þannig viðhorf sér maður
t.d. vel í sundlaugum. Fólk glatar
ekki virðuleik úr fasi sínu þótt það
sé þar allsnakið og manni dytti
ekki hug að fara að ráðast inn á
einkaathafnasvæði annarra sund-
laugagesta þótt maður væri sjálfur
í fötum en þeir berir, – enda yrði
manni þá bara hent út.
Sumir segja að þessu sé öðruvísi
farið þegar einkadansinn er annars
vegar. Meðal annars hafa sumar
þessar einkadansmeyjar látið eftir
sér hafa að þær verði fyrir áreitni
við dansinn og jafnvel sé farið á
fjörurnar við þær. Fáar konur hafa
orðið til að mótmæla þessu en hins
vegar þónokkrir karlmenn. Þeir
eru líklega sérlega vandaðir til
orðs og æðis og geta ekki trúað
þessu upp á kynbræður sína.
Út frá þessu fór ég að hugsa um
hvort ég myndi hugsanlega drífa
mig á fætur og fara niður í bæ til
þess að kaupa mér einkadans ef
karlmenn sinntu þessari þjónustu
eins og konur gera.
Við nánari umhugsun komst ég
að þeirri niðurstöðu að ekki aðeins
væri ég ófáanleg til þess að borga
fyrir slíkan einkadans heldur
þyrfti að bjóða mér mikið fé til
þess að fá mig til þess að horfa á
ókunnugan karlmann, varla arms-
lengd frá mér, dansa um fyrir
framan mig, tínandi af sér spjar-
irnar eina af annarri með ögrandi
fasi. Þegar ég hugsaði um sveittan
líkamann með ókunnuga lykt, hár-
in á fótleggjunum og kannski
brjóstkassanum og allt annað sem
prýðir karlmannslíkamann hraus
mér hugur við og ákvað með sjálfri
mér að jafnvel miklir peningar
dygðu ekki til, í það minnsta yrði
dansinn að vera mjög stuttur. Ef
við bættist að umræddur dansari
væri frá Austur-Evrópu og væri
kannski búið að taka passann hans
og troða hann út af eiturlyfjum, þá
segi ég fyrir mig – ég kynni ekki
við þetta.
Þó hefur mér hingað til þótt
karlmenn nokkuð áhugaverðir og
ég hef þekkt mörg góð eintök af
því kyni. Ég er líklega ekki ein um
þetta viðhorf til einkadansins, því
það ber ekki á því að slíkur dans
fyrir konur sé mikið stundaður svo
ég viti til.
Allt öðru máli gegnir um venju-
legan dans, ég viðurkenni að ég
hef oftar en ég hef tölu á látið hafa
mig út á gólfið í faðmi ókunnugs
manns og dansaði þar fram og aft-
ur án þess að á bæri að ég yndi
mér illa. Svona er lífið undarlegt.
Líklega er það tilfinningin um að
kaupa sér svona þjónustu og svo
vitneskjan um neyð eða nauð þess
sem þjónustuna léti af hendi sem
markar það viðhorf að ég kynni
alls ekki við þetta. En miðað við
fréttir af eftirspurn eftir einka-
dansi þá eru karlmenn margir
hverjir ekki eins viðkvæmir fyrir
neyð annarra. Ef fréttir af meintu
vændi í tengslum við einkadansinn
eru réttar þá má ætla að það
standi þeim ekki fyrir kynferðis-
legum æsingi þótt hin keypta
einkadansmey sé í brjóstumkenn-
anlegri neyð stödd og sinni þessu
viðfangsefni af öðrum ástæðum en
löngun sinni. Maður á kannski ekki
að dæma – en ég get ekki að því
gert, mér finnst þetta ekki fallegt
af mönnum. Mér finnst að þeir
ættu bara að reyna að ná sér í
konur með gamla laginu og láta sig
hafa það þótt þeir þyrftu að vinna
það til að bjóða þeim út að borða, í
leikhús eða bíó. Ég er heldur ekki
viss um að það yrði þeim svo miklu
dýrara þegar upp er staðið – ef
þeir eru að hugsa um þetta á pen-
ingalegum nótum. Að þessu hugs-
uðu sneri ég koddanum mínum við
svo hann yrði kaldari og ákvað að
taka undir með þeim sem vilja
banna einkadans. Í minningu Cato
gamla segi ég því: „Auk þess legg
ég til að „þessi syndarinnar“ Kar-
þagó (einkadansinn en ekki stað-
irnir) verði lögð í rúst.“
Þjóðlífsþankar/Á að leyfa einkadans?
Auk þess legg ég til …
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050