Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGAR í Listasafni ASÍ hafa hingað til verið heldur misjafnar og engin skýr sýningarstefna verið að hálfu aðstandenda safnsins. Kann það að hafa verið meðvitað gert hjá forstöðumanni og sýningarnefnd, en trúlega hefur fjárskortur haft mikil áhrif á sýningarhaldið, eins og hann hefur áhrif á alla myndlistarsköpun í landinu. Til þessa hefur listasafnið verið leigt undir sýningar og því far- ið á mis við þá mörgu myndlistar- menn sem hafa það fyrir reglu að greiða ekki sjálfir undir sýningar sínar. Þykir þeim nóg að skapa myndlistina án þess að þurfa líka að greiða úr eigin vasa svo almenningur geti notið hennar. Nú kann þó að verða bót á þessu þar sem styrkir til safnsins hafa aukist og gerir það að- standendum þess kleift að bjóða listamönnum að sýna án gjalds og yf- irsetu. Vafalaust mun sýningarnefnd hafa úr margfalt fleiri umsóknum að velja sem býður upp á áreiðanlegri sýningarstefnu. Því er við hæfi að óska aðstandendum safnsins og ekki síst forstöðumanni til hamingju með áfangann, sem/og myndlistarmönn- um þar sem niðurfelling á sýning- argjaldi hjá listasöfnum hefur verið baráttumál um árabil. Er Hafnar- borg í Hafnarfirði nú eina listasafnið á höfuðborgarsvæðinu sem leigir út sýningaraðstöðu gegn gjaldi. Í Listasafni ASÍ stendur nú yfir sýningin „Gler þræðir“ og er hún haldin í tilefni 20 ára starfsafmælis Sigrúnar Einarsdóttur og Sörens Larsens. Eru því tvöföld hátíðarhöld í listasafninu. Sýna þau glerlistaverk ásamt textílverkum Ólafar Einars- dóttur, en hún hefur starfað sem að- stoðarmaður Sigrúnar og Sörens á verkstæði þeirra, Gleri í Bergvík, á Kjalanesi. Þar vinna þau jöfnum höndum að hönnun nytjalistar og við listmunagerð. Sýningin í ASÍ inni- heldur verk þar sem hugmyndarlegt inntak samræmist eðli þess efnis sem þau vinna í og eru ekki hugsuð til nytja heldur til fagurfræðilegrar könnunar og upplifunar. Glerlistaverk Sigrúnar Einars- dóttur eru tvenns konar Annars veg- ar eru það lágmyndir og hins vegar hálf egg sem hún kallar „Ævintýra- egg“. Lágmyndirnar eru með upp- hleyptu símynstri og á miðjum flet- inum er hringform. Misjöfn áferð efnisins er lykilatriði verkanna en formrænt sverja þau sig í ætt við Gestalt sálar- og hugmyndarfræði, sem margt innan mínimalismans er kennt við. Samkvæmt þeim fræðum er fegurð ekki að finna í tjáningu til- finninga heldur er hún til staðar í grunnformunum. Listamenn sem skapa undir áhrifum Gestalt vinna gjarnan með eitt form eins og Bau- haus-málarinn Josef Albers gerði í verkum sínum, „Viðurkenning til ferningsins“ (Homage to the square), á fyrri hluta síðustu aldar. Ekki þykir mér eins mikið til „Æv- intýraeggjanna“ koma og lágmynd- anna. Þau eru skálalöguð og mynd- skreytt að innan. Verk Sörens Larsens eru frí- standandi á sökklum. Blandar hann saman gleri og blaðagulli. Formin eru fallísk og bogalaga. Blaðagullið ásamt litabrigðum innan glersins er oft hrífandi en jafnframt skreyti- kennt. Spjaldvefnaður Ólafar Einars- dóttur er nokkuð áþekkur mörgu því sem sést hefur í formalískum textíl undanfarin ár. Verk hennar á sýn- ingunni eru formföst veggverk og súlulagaðir skúlptúrar. Leggur hún áherslu á samspil ólíkra efna eins og ullar, hörs, sísals, pappírs og hross- hárs, en hrosshár er orðið ansi vin- sælt í textíllist á Íslandi. Það sem upphefur sýninguna hvað mest eru samstarfsverkefni sýnend- anna. Á neðri hæð hússins hafa þre- menningarnir unnið tvö verk í sam- einingu. „Álagablettur“ er gerður úr ferningslöguðum glerflísum sem raðast í ferningsform á gólfið. Áferð glersins minnir á gárur og á milli þeirra er hrosshár sem stendur eins og strá upp úr vatni. Verkið „Sam- hljómur“ heyrir undir svokölluð „svifverk“. Löng og mjó glerform eru bundin með ull og silfurþráðum og hanga úr loftinu. Skapast ágætur hrynjandi eða samhljómur eins og titillinn gefur til kynna. Í Ásmundarsalnum eru tvö um- fangsmikil veggverk eftir Sigrúnu og Sören. Nefnast þau Fossahrögl I og II. Verkin eru í tveimur lögum. Undirlagið er slétt og blátt, en yf- irlagið er glært. Það er hitað í um 760° sem er 30° lægra hitastig en notað var í undirlagið. Áferðin er því hrjúfari og virkar sem ís ofan á vatnsbláu undirlaginu. Verkið er tví- mælalaust það áhrifaríkasta á sýn- ingunni. Annars sóma verkin sér vel í öllu safninu og hafa listamennirnir augljóslega lagt mikinn metnað í sýninguna. Jón B.K. Ransu Sýningin Gler Þræðir er haldin í tilefni af 20 ára starfsafmæli Sigrúnar Einarsdóttur og Sörens Larsens. Metnaður í Listasafni ASÍ MYNDLIST Listasafn ASÍ Sigrún Einarsdóttir, Sören Larsen og Ólöf Einarsdóttir. Safnið er opið frá kl. 14–18 alla daga nema mánudaga. Sýningunni lýkur 25. ágúst. GLERLIST OG TEXTÍLL ÉG VERÐ að segja að Fríða og dýrið hefur alltaf verið uppáhalds Disney-teiknimyndin mín, þótt Litla hafmeyjan slagi hátt upp í hana. Á sínum tíma þurfti ég að horfa á hana aftur og aftur með litlu frænku minni – og alltaf lesa textann – en fékk samt aldrei leiða á henni. Það er því virki- lega skemmtilegt að sjá þessa mynd aftur með næstu kynslóð lítilla frænkna, ekki bara af því að ég slepp við að lesa textann, heldur til að sjá hversu klassísk og jafnheillandi hún er. Ekki spillir fyrir að Selma Björns- dóttir er frábær í aðalhlutverkinu og að nýju tónlistaratriði hefur verið bætt inn. Á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að Fríða og dýrið var frumsýnd um jólin 1990 hefur margt gerst í teiknimyndaheiminum. Disney hefur ekki endilega yfirhöndina og allir keppast við að gera fullkomnari og eðlilegri teikningar. Og teikningarn- ar í Fríðu og dýrinu eru ekki alltaf fullkomnar. Tónlistin er þó skemmti- legri og meira grípandi en í teikni- myndum í dag og skemmtilegt hversu mikil söngleikjatónlist hún er með kóra í bakgrunninum og hvað- eina. Mörg söngatriðin eru einmitt í anda gömlu Busby Berkley-söng- leikjamyndanna frá fjórða áratug lið- innar aldar. Og þannig er nýja atrið- ið: „Ég verð manneskja á ný“ þar sem allir þjónarnir í álögum syngja vonglaðir þegar þeir sjá að Fríða og dýrið eru að verða ástfangin. Ég skil ekki af hverju þessu atriði var sleppt í eldri útgáfunni því að það lýsir vel líð- an þjónustufólksins og setur enn meiri þrýsting á að Fríða segist elska dýrið. Allt í einu snýst þetta ekki bara um þau tvö, heldur svo miklu meira. Það ættu allir, konur og karlar, krakkar með hár og karlar með skalla, að drífa sig á Fríðu og dýrið og leyfa þessum yndislegu ævintýraper- sónum og stórgóðum íslenskum túlk- endum þeirra að heilla sig upp úr skónum. Yndislegt ævintýri KVIKMYNDIR Háskólabíó og Sambíóin Kringlunni og Álfabakka Leikstjórn: Gary Trousdale og Kirk Wise. Handrit: Roger Allers og Linda Woolver- ton eftir sögu Jeanne-Marie Leprince de Beaumont. Listræn stj.: Brian McEntee. Íslensk talsetning: Aðalraddir: Selma Björnsdóttir, Hinrik Ólafsson, Bragi Þór Valsson, Valur Freyr Einarsson, Eva Ás- rún Albertsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Þórhallur Sigurðsson, o.fl. Þulur: Arnar Jónsson. Leikstjóri íslensku talsetningar- innar: Júlíus Agnarsson. 84 mín. Banda- ríkin. Buena Vista Pictures 2002. FRÍÐA OG DÝRIÐ Hildur Loftsdóttir AUSTURRÍSKI listamaðurinn Lois Renner hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir merkilega ljósmyndagerð sína. Hún felst í því að elta uppi malerísk auðkenni í um- hverfinu og festa þau á filmu. Fyrir vikið líta ljósmyndir Renner einna helst út fyrir að vera málaðar, að minnsta kosti að hluta. Við nánari at- hugun má þó sjá að þeir hlutar af myndinni sem virðast málaðir eru í raun ljósmyndun af málverki, eða máluðum veggjum, tréverki og öðru því sem húsamálningu hefur verið sullað á. Sýning hans í Galerie Kuckei- +Kuckei – en það gallerí kynnir jafnframt okkar ágæta Hlyn Halls- son – er í beinu framhaldi af og ná- skyld verkum þeim sem urðu til í Benediktusarklaustrinu í Admont, skammt fyrir sunnan Linz í Austur- ríki, þar sem Renner dvaldi haustið 2000 sem gestalistamaður. Með því að umbreyta útflúruðum sölum í hinu fagra 18. aldar klaustri tókst honum að brjóta upp samræmið og gefa áhorfandanum sundraða mynd af umhverfinu. Allt sem Renner virðist gera er að setja saman burðarvirki úr tré, festa við þau ýmis slitur úr máluðum skil- veggjum og þvinga allt saman með skrúfstykkjum, rörum og öðrum teg- undum tækifærisgrinda. Linsa myndavélarinnar gerir lítinn grein- armun á stundlegum samsetningi sem tyllt er upp í miðjum sölum til að rjúfa samhengi og samræmi húsa- gerðarinnar, og varanlegu skrauti sem er hluti af upprunalegri innrétt- ingu salarins. Það tekur augað lang- an tíma að rekja blekkingarnar, ef það tekst þá nokkurn tíma í þaula. Þannig sýnir Lois Renner áhorf- endum málverk - í orðsins fyllstu merkingu – búin til með ljósmyndun. Hægt er að draga ómældar ályktanir af þessum sérkennilegu blekkingum. Heildarsýn þverr um leið og fram- andi hlutum er tyllt inn í rými. Meira þarf ekki til að hafa endaskipti á raunveruleikanum og fá okkur til að vantreysta því sem fyrir augu ber. Ef við getum ekki rakið sjónblekk- ingu með góðu móti til upphafs síns rofnar skilningur okkar á umhverf- inu. Það tekur stundum langan tíma að fletta ofan af samsetningu Ren- ner. Í sumum tilvikum tekst það eng- an veginn. Mörkin milli staðreynda og staðleysu verða of óljós. Það er á slíkum mótum sem hugmyndaflugið nær yfirhöndinni og listrænn tákn- heimur tekur við af hversdagslegum raunheimi. Halldór Björn Runólfsson Scale, frá árinu 2000, sýnir vel hvernig Lois Renner hleypir upp raun- veruleikanum með því að trufla heildarmynd okkar af umhverfinu. Málað með myndavélinni MYNDLIST Galerie Kuckei+Kuckei, Linienstraße 158, Berlín Til 29. ágúst. Opið þriðjudaga til föstu- daga frá kl. 11–18 og laugardaga frá kl. 11–17. LJÓSMYNDIR LOIS RENNER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.