Morgunblaðið - 18.08.2002, Side 50

Morgunblaðið - 18.08.2002, Side 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Rott- erdam kemur og fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Vechtborg og Jo Elm koma í dag. Ýmir fer í dag. Mannamót Félagsþjónustan í Hvassaleiti, Hæð- argarði og Sléttuvegi ætlar að fara í síðustu ferð sumarsins miðviku- daginn 28. ágúst. Lagt af stað kl. 10.30 frá Hvassaleiti. Ekið verð- ur til Þingvalla yfir Lyngdalsheiði að Laug- arvatni. Gullfoss og Geysir heimsóttir. Málsverður í Brattholti. Leiðsögumaður verður Hólmfríður Gísladóttir. Vinsamlegast látið skrá ykkur á skrifstofum staðanna fyrir föstu- daginn 23. ágúst eða í símum: 588 9335, 568 3132, 568 2586. Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 og kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Miðvikudaginn 21. ágúst verður farið í Bláa lónið, lagt af stað frá Aflagranda kl. 9.30, hádegisverður snæddur í Sjávarperlunni í Grindavík. Bátalíkön skoðuð í Dúshúsi, skráning í Aflagranda, s. 562 2571. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 mynd- list. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Myndlist byrjar mánudaginn 16. sept. kl. 16. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sam- verustund. Hjúkrunarfræðingur á staðnum kl. 11–13. Vetrardagskráin hefst mánudaginn 2. sept- ember, upplýsingar í síma 568 5052. Uppselt er í Víkurferðina. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 13 frjáls spilamennska (brids), hárgreiðslu- stofan opin kl. 9–17 alla daga nema mánudaga. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un félagsvist kl. 13.30 . Á þriðjudag brids og frjáls spilamennska kl. 13.30 og púttað á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Orlofsferð að Hrafnagili við Eyjafjörð 19–23 ágúst, Rúta frá Hraun- seli kl. 9 stundvíslega á morgun mánudaginn 19 ágúst. Orlofsferð að Höfðabrekku 10–13 sept. Skráning og upp- lýsingar í Hraunseli kl. 13 og 17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Sunnudag- ur: Dansleikur kl. 20 í Ásgarði, Caprí-tríó leik- ur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Danskennsla Sig- valda hefst aftur eftir sumarfrí framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. Þjórsárdalur, Veiðivötn, Fjallabaksleið nyrðri, 27.–30. ágúst. Nokkur sæti laus. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. sept- ember í 3 vikur og til Tyrklands 30. sept- ember í 12 daga fyrir félagsmenn FEB, skráning er hafin tak- markaður fjöldi. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félags- ins er flutt að Faxafeni 12 s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Gerðuberg, Á mánudag vinnustofur opnar kl. 9– 16.30 m.a. tréútskurður í umsjá Hjálmars Th. Ingimundarsonar. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.30 dans hjá Sigvalda. Veitingar í Kaffi Bergi. Glerskurður byrjar um miðjan september. Mið- vikudaginn 21. ágúst er ferðalag í Rangárþing, leiðsögn staðkunnugra, kaffihlaðborð í Hlíð- arenda, Hvolsvelli, skráning hafin. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin. Leið- beinandi á staðnum kl. 9.30–12. Hraunbær 105. Á morgun kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hár- greiðsla. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið alla virka daga kl. 9–17 hádegismatur, kaffi og heimabakað meðlæti. Spiluð fé- lagsvist á mánudögum kl. 20.30. Prjón- anámskeið verður 20. ágúst til 17. sept. kl. 13, leiðbeinandi Dóra Sig- fúsdóttir. Uppl. og skráning í Gullsmára sími 564 5260. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spila- mennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð- ir. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar fram í ágúst. Ganga kl. 10. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, handa- vinnustofan opin án leiðbeinanda fram í miðjan ágúst. Ferð til Vestmannaeyja mið- vikudaginn 21 ágúst. Lagt af stað frá Vest- urgötu kl. 10.30. Siglt með Herjólfi fram og til baka. Skoðunarferð um eyjuna, þriggja rétta kvöldmáltíð og gisting ásamt morgunverði á Hótel Þórshamri. Athugið, greiða þarf farmiða í síðasta lagi fyrir 19. ágúst. Upplýs- ingar í síma 562 7077 allir velkomnir. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bók- band, morgunstund kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids frjálst. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 fótaað- gerðir. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Vegna for- falla eru örfá sæti laus í ferð í Skagafjörð 23.– 25. ágúst. Upplýsingar hjá Ólöfu í s. 554 0388 eða Birnu í s. 554 2199. Eldri borgarar, Vestfjarðaferð dagana 28.–31. ágúst, farið frá Hallgrímskirkju kl. 10, gist í Flókalundi, á Hót- el Ísafirði og Reykja- nesi, heimferð um Steingrímsfjarðarheiði, í Hrútafjörð og þaðan yfir Holtavörðuheiði og heim. Uppl. og skráning hjá Dagbjörtu í s. 693 6694, 510 1034 og 561 0408, allir velkomn- ir. Minningarkort Landssamtökin Þroskahjálp. Minning- arsjóður Jóhanns Guð- mundssonar læknis. Tekið á móti minning- argjöfum í síma 588- 9390. Minningarsjóður krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minning- argjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Hranfkelssjóður (stofn- að 1931) minningarkort afgreidd í símum 551- 4156 og 864-0427. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Í dag er sunnudagur 18. ágúst, 230. dagur ársins 2002. Hólahátíð. Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið. (Lúkas 12, 32.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 vörugeymslan, 8 naut, 9 illa, 10 knæpa, 11 þátt, 13 búa til, 15 fjárrétt, 18 kal- viður, 21 bókstafur, 22 erfiðar, 23 bjórstofa, 24 ræpu. LÓÐRÉTT: 2 andróður, 3 fatta, 4 af- rennsli, 5 líkamshlutann, 6 ein sér, 7 týna, 12 nár, 14 ungviði, 15 drekka, 16 sjúkdómur, 17 kerlingu, 18 skjót, 19 fjáðan, 20 hestur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hroll, 4 hægur, 7 Júðar, 8 játum, 9 tjá, 11 form, 13 grun, 14 aular, 15 þjöl, 17 álft, 20 ónn, 22 fólks, 23 arð- an, 24 rotta, 25 tunga. Lóðrétt: 1 hrjúf, 2 orðar, 3 lært, 4 hrjá, 5 gítar, 6 ríman, 10 jólin, 12 mal, 13 grá, 15 þófar, 16 örlát, 18 liðin, 19 tunna, 20 óska, 21 naut. ÞEIR sem fara með gatna- mál í Reykjavík þurfa held- ur betur að taka á sig rögg hvað varðar Bryggjuhverf- ið. Aðeins einn löglegur vegur er út úr hverfinu, en það er Sævarhöfði. Hægt er að aka inn í hverfið af Gullinbrú, en vegarslóði liggur frá Sævarhöfða upp að Stórhöfða, sem íbúar hverfisins eru gjarnir á að nota, sá vegur er þó ekki löglegur vegur, sem slíkur, og slysagildra. Fyrir það fyrsta hrynur möl og grjót úr hamravegg sem liggur við Sævarhöfð- ann á móts við malarstöð- ina. Af þessu skapast mikil slysahætta, auk skemmd- arhættu á bifreiðum sem þarna aka um, enda eru oft flennistórir hnullungar á veginum. Þarna er löngu tímabært að girða hamra- vegginn til að koma í veg fyrir yfirvofandi slys. Sem fyrr segir er vegar- slóðinn upp á Stórhöfða slysagildra, enda óupplýst- ur malarvegur, mjór vegur og vantar vegrið til að hindra stórslys ef einhver æki fram af slóðanum. Hingað til hefur slóðinn að- allega verið notaður af mal- arflutningabílum, en nú er þarna íbúðahverfi og aðeins tímaspursmál hvenær bíll skrikar þarna til svo af hlýst stórslys. Þar sem veg- arslóðinn mætir Sævar- höfða er heljarinnar hola í veginum, sem einnig er mikil slysa- og tjónhætta af, og mesta furða að ekki skuli hafa verið löguð enn. Loks sætir það furðu að aðeins ein leið skuli vera út úr hverfinu, enda borð- leggjandi að gera aðrein upp á Gullinbrúna svo að íbúar hverfisins þurfi ekki að taka á sig stóran sveig til að komast í austurhluta borgarinnar. Ég skora á borgarstjórn að koma þessum málum í lag hið bráðasta, enda nú- verandi ástand óviðunandi. Íbúi Bryggjuhverfis. Er byrjað að eitra fyrir kanínurnar? KONA skrifaði í Velvak- anda fyrir nokkrum dögum og skrifaði fallega um kan- ínurnar í Öskjuhlíðinni. Ég er henni sammála, en sá ný- verið kanínu látna í hlíð- inni, og var mér tjáð að byrjað væri að eitra fyrir kanínurnar. Mér þykja kanínurnar yndisleg dýr sem auðga annars fátæk- lega flóru dýra hér á landi. Mjög mikil ánægja er fyrir börn og fullorðna, eins og konan sagði, að hafa kan- ínurnar í Öskjuhlíðinni. Mér þykir sem hér sé á ferðinni svipað ofstæki og hefur stundum borið á gegn lúpínunni og öspinni, sem mikið eru ofsóttar og jafnvel af náttúruvinum. Þó hafa þessar plöntur breytt ásýnd Íslands, að flestra mati, frá því að vera auðn og uppblásið land í mikið fallegra og hlýlegra land, – þó að vitaskuld sé mikið enn óunnið. Ég lýsi samstöðu með þessari konu, og mín og minna vegna mega kanín- urnar gjarna koma á leiðin okkar þegar þar að kemur og fá sér blóm og blóm. Lesandi. Þökk fyrir þrepin BÚIÐ er að leggja þrep niður frá strætóstoppistöð- inni sem liggur við gatna- mót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar nær Álftamýrarskóla. Þarna hafði fólk löngum stytt sér leið gegnum beðið niður að gangstéttinni sem liggur í göngum undir Miklubraut, til að komast áleiðis í Kringluna. Mikil bót er að því að þurfa ekki lengur að klöngrast þarna í mold og sandi og eiga þeir sem að þessu stóðu skilda þökk fyrir. Borgari. Tapað/fundið Póstkort fannst ÞETTA póstkort fannst á gangstétt í Brautarholti fyrir nokkru. Allvíst er talið að póstburðarmaður hafi ekki misst bréfið, enda er það dagsett 1947. Eigandi má vitja bréfsins hjá Pétri Erni í síma 8962965. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Ömurlegt ástand í Bryggjuhverfi Víkverji skrifar... ÞAÐ er ekki oft sem þjónusta hjáopinberu fyrirtæki kemur manni í opna skjöldu, en það gerðist í vikunni þegar Víkverji nýtti sér al- menningssamgöngur í höfuðborg- inni. Víkverji var á leið vestur í bæ og hugðist taka leið 115 á Miklubraut- inni. Vildi ekki betur til en að hann sá á eftir vagninum og ákvað því að taka þess í stað leið 111, sem kom strax á eftir. Um leið og Víkverji borgaði farið spurði hann vagnstjór- ann hvort vagninn á undan væri ekki örugglega leið 115. Vagnstjórinn kallaði þegar upp stjórnstöð og kannaði hvort svo væri. Þegar hann hafði fengið það staðfest spurði hann hvort hann ætti að biðja vagninn um að bíða á næstu stoppistöð til þess að Víkverji gæti skipt. Það verður að viðurkennast að undrun lýsir vart viðbrögðum Víkverja, en hann þáði boðið með þökkum og viti menn – þegar vagninn nam næst staðar beið leið 115 fyrir framan hann með dyrn- ar opnar. Víkverji hafði ekki áttað sig á því að þetta væri hægt og getur ekki annað en lofað slíka þjónustu, sem honum hefði aldrei dottið í hug að biðja um. Þetta atvik minnti Víkverja á það að einn af kostunum við að búa á Ís- landi er sá sveigjanleiki, sem víða er að finna og lýsir sér í því að þótt vissulega séu til reglur mælir ekkert á móti því að komið sé til móts við fólk ef á þarf að halda. Um leið rifj- aðist upp fyrir honum atvik, sem gerðist í Berlín fyrir mörgum árum, en Þjóðverjar eru einmitt þekktir fyrir formfestu. Skollið hafði á blindbylur í borg- inni og á götu einni sat strætisvagn fastur milli stoppistöðva og komst hvergi. Þá bankar skyndilega kona, sem ekki er klædd fyrir þetta veður, á dyrnar og vill leita skjóls. Vagn- stjórinn brást ókvæða við og sagði ekki koma til greina að hleypa kon- unni inn. Farþegarnir komu að máli við vagnstjórann og báðu hann um að hleypa konunni inn, en allt kom fyrir ekki. Vagnstjóranum hafði nefnilega verið uppálagt að það væri bannað að taka upp í farþega á milli stöðva. x x x ÞAÐ eru aðallega þrjár tegundiraf fólki í strætó; börn, gamal- menni og svo – sérstaklega á þessum árstíma – útlendingar. Víkverji hef- ur tekið eftir því að vagnstjórar Strætó eru ákaflega greiðviknir við erlenda ferðamenn og duglegir að láta þá t.d. vita þegar áfangastaður þeirra nálgast, hafi þeir látið vagn- stjórann vita hvert þeir ætluðu. Vík- verji veltir því hins vegar fyrir sér hvort ekki mætti spara bæði vagn- stjórum og útlendingunum tíma og fyrirhöfn með því að setja upp í vögnunum greinargóð og áberandi kort af þeirri leið, sem viðkomandi vagn ekur um borgina, þar sem bið- stöðvar væru jafnframt merktar inn á. Kort af þessu tagi eru í lestum og strætisvögnum víða um lönd og hafa gefið góða raun. Ekki er dýrt að bjóða upp á þessa einföldu þjónustu í farartækjum Strætó. x x x SÍMINN auglýsir, bæði í sjón-varpinu og á veggspjöldum úti um bæinn: „Þetta er ekki bara spurning um eitthvað tæki.“ Víkverji fær ekki betur séð en hér sé argasta málvilla á ferðinni; auðvitað ætti að segja að þetta væri ekki spurning um eitthvert tæki. Síminn hlýtur að hafa borgað auglýsingastofu dágóða fúlgu fyrir að gera auglýsingaher- ferð og þar á bæ eru menn varla glaðir að fá þá ekki betri prófarka- lestur en þetta – nema þeir hafi alls ekki tekið eftir villunni. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.