Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Frjálshyggjufélagið varstofnað nú í vikunniaf einstaklingum semvoru áður í Sjálfstæð- isflokknum en telja að þeir geti „unnið betur að hug- sjónum sínum annars staðar“ eins og segir á heimasíðunni, frjalshyggja.is. Félagarnir taka jafnframt fram að þeir skilji við flokkinn í góðu og óska frjálshyggjumönnum innan hans „velfarnaðar í baráttunni fyrir frelsi“. Þegar ég heyrði af hinu nýstofnaða félagi í fréttum fór ég rakleiðis inn á heima- síðu þess til að fá staðfestan grun nokkurn sem ég hafði. Viti menn, hann reyndist réttur; stjórn félagsins er skipuð karlmönnum ein- göngu. Til að svala forvitni minni enn frekar grennsl- aðist ég örlítið fyrir og komst að því að á meðal frelsishetj- anna sem skráðu sig í félagið á fyrstu dögum þess er engin kona – ekki ein einasta. Þetta kom mér reyndar ekki vitund á óvart, enda er ster- íótýpan af hörðum frjáls- hyggjumanni ungur karl- maður og finnst mér áhugavert að líta aðeins nán- ar á mögulegar ástæður þess. Frjálshyggjufélagið geng- ur lengra en margir sem hafa kennt sig við frjálshyggju og boðar hana í sinni hreinustu mynd, þar sem lágmarks- ríkið er hin algjöra útópía. Algengt er að slíkir frjáls- hyggjumenn telji að ríkið skuli sinna lög- og dóm- gæslu, en að allt annað sé best komið í höndum einka- aðila. Það er augljóst að kon- ur sem vilja bæði standa karlmönnum jafnt að vígi og eignast börn – sem á líklega við flestar konur nú til dags – geta ekki samþykkt þetta. Ef frumskógarlögmálið fær að gilda standa konur (sem eignast börn) karlmönnum sjálfkrafa að baki á vinnu- markaði. Ef kona þarf að „semja“ um fæðingarorlof við vinnuveitanda sinn er ljóst að hann ræður frekar karlinn. Og það er líklega ekkert draumalíf að vera ein- stæð móðir sem fær ekki meðlagsgreiðslur og þarf að borga leikskóla og skóla barnanna sinna fullu verði. Mér finnst umhugs- unarvert að nú í upphafi 21. aldar skuli ungir karlmenn koma á laggirnar hreyfingu til kynningar á pólitískri hugmyndafræði sem felur í sér að stoðunum yrði kippt undan því sem áunnist hefur í átt til jafnréttis kynjanna. Ef stefnumið þessara ungu manna næðu fram að ganga sé ég fyrir mér gríðarlegt afturhvarf til fortíðarinnar. Karlar ynnu úti, konur ynnu heima, því þær fæða jú börn- in. Sá árangur sem náðst hefur varðandi jafnrétti kynjanna byggist bók- staflega allur á aðgerðum ríkisvaldsins, en samkvæmt þeim sem lengst ganga í frjálshyggjunni eiga þessar aðgerðir ekki rétt á sér. Við nánari athugun er því nokk- uð borðliggjandi hvers vegna konur flykkjast ekki utan um frjálshyggjuna. Annars virðist frjáls- hyggjan í sinni ýktustu mynd alveg vandræðalega einföld hugmyndafræði. Sem heild- arlausn á hún eitt svar við öllu og þar er allt sett í sömu reikniformúlu sem spýtir út Svarinu (sem byggist á hinni ósýnilegu hendi markaðar- ins). Og þó að lausnir hennar líti kannski vel út í teoríu gera þær sig ekki endilega í praxís. Frjalshyggja.is hefur til dæmis þetta að segja um fátækt fólk: „Við frjálst hag- kerfi hafa hinir fátæku bestu tækifærin til að komast í hóp hinna efnuðu. Auðvelt er til dæmis að stofna fyrirtæki og koma undir sig fótunum.“ Svo virðist sem aðstöðumun- ur sé nokkuð sem þeir leiða alveg hjá sér, en í Bandaríkj- unum, þar sem hagkerfið er afar frjálst, býr skamm- arlega stór hluti þjóðarinnar undir fátæktarmörkum og hefur lítið sem ekkert tæki- færi til að koma sér ofar í samfélagsstigann. Góð menntun er mikilvæg í þessu tilliti en staðreyndin er sú að í fátækrahverfum í Banda- ríkjunum eru lélegir skólar. Og þó að fólki sé „frjálst“ að senda börnin sín í einkaskóla er slíkt ekki á færi nema þeirra sem eru vel settir til að byrja með. Orðið samfélag er óvinsælt hjá frjálshyggjumönnum. Það er ekki til neitt sam- félag; við erum bara safn ein- staklinga, er gjarnan við- kvæðið. Þetta er svona álíka og að segja að ekki sé til neitt tungumál heldur bara safn orða. Að mínu mati er samfélagið verkum okkar það sem tungumálið er tján- ingu okkar. Tungumálið (sem við fæðumst inn í og verður til eftir okkar dag) gerir okk- ur kleift að tjá okkur, alveg eins og samfélagið gerir okk- ur kleift að framkvæma það sem við viljum í lífinu. Annars má svo sem segja að Frjálshyggjufélagið af- sanni eigin boðskap með til- vist sinni. Því hvað gera fé- lagar þess til að koma á framfæri hugmyndum um al- gjöra einstaklingshyggju og frelsi frá afskiptum annarra? Þeir vinna saman og stofna (sam)félag. Morgunblaðið/Jóra Hugmyndafræði fyrir karlmenn? bab@mbl.is Birna Anna á sunnudegi Þ AÐ er ekki oft sem ég finn mig knúna til að vekja athygli al- þjóðar á bandarískum sjón- varpsþáttum, en fyrir þremur vikum hóf á Stöð 2 göngu sína þáttaröð sem nauðsynlegt er að gefa nánari gaum. Þættirnir nefnast „Oz“ eða Öryggisfangelsið og var það án mikils lúðrablástur að þeir voru teknir til sýningar fyrir skömmu og hafa fengið sinn fasta tíma á þriðjudagskvöldum. Þar sem sömu þættir fóru nokkurn veginn fyrir ofan garð og neðan hjá þjóðinni þegar þeir voru sýndir seint um kvöld á Sýn fyrir nokkrum ár- um, er réttast að staldra við og minna á að hér er komið annað tækifæri til að ná lestinni. Sjónvarpsþáttaröðin Oz er nefnilega með því allra besta sem fram hefur komið í bandarísku sjón- varpi síðustu ár. Það er framleiðslu- og kapalsjónvarpsfyrirtækið Home Box Office eða HBO sem á heiðurinn af framleiðslu „Oz“. Höfundur þáttanna, Tom Fontana, vakti fyrst verulega athygli fyrir framhaldsþættina „Homicide: Life On The Streets“ (Manndráp: Lífið á göt- unni) sem þóttu að margra mati hefja hinn dæmi gerða „lögguþátt“ upp á æðra og fé- lagslega meðvitaðra svið. Oz er hins vegar meistarastykki Fontana, þar sem dramatísk næmni hans og djörfung til að fjalla um bandarískan veruleika á ögrandi og opinskáan hátt nýtur sín til fulls. Um er að ræða dramatíska spennuþætti sem fjalla um tilvist fanga og stafsmanna sér- stakrar þróunardeildar í öryggisfangelsi í ónefndu fylki í Bandaríkjunum. Fangelsið heitir fullu nafni Oswald State Penitentiary, en er aldrei kallað annað en „Oz“ meðal þeirra sem þar starfa eða afplána sinn dóm. En líkt og slagorð þáttanna („it aint Kansas“) ítrekar vandlega er tilveran í þessu tiltekna Oz langt frá því að vera lík heimkynnum Dórótheu litlu í hinni vinsælu barnasögu L. Frank Baum. Vistmenn eru karlmenn sem hlotið hafa þunga dóma fyrir alvarleg brot og eiga margir hverj- ir ekki eftir að sjá sólina utan fangelsismúr- anna framar. Þeir allra sekustu hafa jafnvel verið dæmdir í lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun. Fæstir hafa átt sjö dagana sæla í sínu lífi, þekkja ekkert annað en ofbeldi, glæpi, hörku og mannvonsku. Þegar hinir dæmdu eru síðan samankomnir í afmörkuðu lokuðu rými, skapast aðstæður sem verða Tom Font- ana tilefni til nokkurs konar stúdíu um endi- mörk og þanþol mannlegs siðferðis. Eða líkt og sögumaður þáttanna, hinn hjólastólsbundni Augustus Hill bendir á, má spyrja hvað haldi hinum fordæmda skefjum, þeim sem hefur engu að tapa, þeim sem á enga von. Jú, lögin eiga svar við því, því ein af frumhvötum mann- eskjunni er að halda sér á lífi, og má alltaf hóta henni aftöku. Önnur frumþörf sem þættirnir Oz hverfast ekki síður um, þ.e. að lifa í félagi og nánd við aðrar manneskjur, er akkilles- arhæll sem refsikerfið nýtir sér þó öðru frem- ur, þ.e. með því að hóta lífstíðarföngum sem brjóta af sér dvöl í einangrun það sem eftir er lífs þeirra. Sögumaðurinn Augustus skerpir þannig í formálum og eftirmálum að hverjum þætti á mörgum staðreyndum og spurningum er varða bandarískt réttarkerfi. Þeir fangar sem áhorfendur kynnastsmám saman í þáttanna rás megaengu að síður vera þakklátir fyrir sinnstað innan fangelsismúranna, en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið valdir til þess að dvelja á sérstakri tilraunardeild, sem félagsfræðingurinn Tim McManus hefur umsjón með og miðar að því að veita föng- unum „uppbyggjandi“ refsivist. Emerald city, eins og deildin er kölluð, er hugarfóstur McManusar, sem dreymir um réttarkerfi sem leiðir hina afvegaleiddu á rétta braut. Þannig eru vistarverur „Em city“ hannaðar með það í huga að skapa aukna öryggiskennd, en um leið minni innilokunartilfinningu og meiri nánd meðal vistmanna. Klefarnir eru gerðir úr gleri og deildin byggð upp sem hringsvæði, þar sem klefarnir hverfast um nokkurs konar „torg“, þar sem vistmönnum er ætlað að dvelja í sátt og samlyndi og hafa félagsskap hver af öðrum. Á miðju torginu trónir engu að síður eftirlits- pallur fangavarðanna sem fylgjast með því sem fram fer. Þegar fram er komið í fyrstu þættina hafa margar af helstu persónum „Oz“ verið kynnt- ar til sögunnar. Þrátt fyrir hugsjónir McMa- nusar um að byggja upp mannvænt samfélag í Em city eða Smaragðs- borg, eru samskipti vist- manna klofin þvert og endilangt eftir þeim kyn- þátta- og trúarbragða- tengdu landamærum sem eiga sína sterku en ósýni- legu tilvist í bandarísku samfélagi. Þannig hópa sig saman blökkumennirnir, hinir spænskættuðu, maf- íósarnir, nýnasistarnir, múslimarnir. Ein lyk- ilpersóna þáttaraðarinnar er hin útsjónarsami Ryan O’Reily, írskættaður refur sem hæfileikum sínum til þess að ráðskast með hlut- ina heldur sér á lífi þrátt fyrir að tilheyra engum einum hópi. Klíkurnar berjast um umráð yfir þeim fáu hlutum í fangelsinu sem veita hugarhægð og völd, þ.e. dreifingu fíkniefna, yfirráð í mötuneyti og síðar dreifingu sígarettna, eftir að hinn kald- rifjaði ríkisstjóri Govenor Devlin, ákveður að banna reykingar sem og næturheimsóknir maka í fangelsinu. Nýir einstaklingar bætast síðan í hvern hóp eftir því sem dómskerfið skilar nýjum föngum inn í Smaragðsborg og aðrir verða ofbeld- isverknuðum að bráð. Þegar í fangelsið er komið taka nefnilega hin eiginlegu örlög brotamannanna að ráðast, líkt og í tilfelli Tob- ias Beecher, venjulegs miðstéttar fjölskyldu- föður, sem dæmdur er til 15 ára vistar í Oz fyrir manndráp af gáleysi. Leið hans til glöt- unar er sterkt dæmi um þá staðreynd, að þrátt fyrir viðleitni McManusar til að bæta tilvist- araðstæður fanganna, er fangelsið staður sem býr til glæpamenn og sökkvir einstaklingum en dýpra í bjargarleysi og vonleysi lægstu stétta samfélagsins. Aðal Oz-þáttanna er sterk persónusköpun og frábært leikaralið. Ógleymanlegar persón- ur í þáttunum eru t.d. nýnasistinn Vern Schill- inger, sem reynist mannvonskan uppmáluð, hinn ógnvænlegi og ótútreiknanlegi Afr- íkumaður Simon Adabisi, hinn ungi og sálar- kreppti Miguel Alvarez sem á bæði föður og afa í sama fangelsi og hin göfugi en breyski múslimi Kereem Said. Í hópi starfsmanna fangelsisins, eru einnig persónur sem birta hver um sig ólíkar hliðar þess veruleika sem dreginn er upp svo sterk- um dráttum í Oz. Hugsjónamaðurinn McMan- us hefur hefur nær óbilandi trú á hið húm- aníska, einstæða móðirin sem gegnir láglaunuðu starfi fangavarðar, séra Ray sem allt (eða næstum allt) fyrirgefur, hin mann- eskjulega systir Peter Marie, og loks fangels- isstjórinn Leo Glynn, sem verður að starfa í skugga skilningslausra yfirvalda. Líkt og plat- galdrakarlinn sjálfur sem ríkti í Smaragðs- borg í sögu Baum, hefur hver og ein persóna sinn breyskleika, og allir þurfa að fela sig á bak við sterka grímu til að geta lifað af í Oz. Hinar sterku hliðar Oz-þáttanna erumargar. Þættirnir eru fyrst ogfremst vel gerðir, dramatískir ogspennandi, þeir eru opinskárri um myrkar hliðar bandarísks samfélags en al- mennt sést í sjónvarpi og þeir hafa skírskot- anir í heimspekilegar spurningar um sam- félag, glæp og refsingu. Í útfærslu hefur Emerald city t.d. sterkar skírskotanir til „Panopticons“ breska 17. aldar lögspekingsins Jeremy Benthams, sem skrif- aði í upphafi upplýsingaaldar um mikilvægi umbóta í evrópskum hegningarhúsum. Franski heimspekingurinn Michel Foucault fjallaði síðar um táknrænt vægi Panopticons Benthams, sem var nokkurs konar módel um hið fullkomna gegnsæja fangelsi, þar sem unnt væri að fylgjast með öllu því sem þar færi fram frá einum sjónarhóli, háum turni í miðju hringlaga fangelsinu. Foucault greindi Pan- opticon-hugmyndina sem táknmynd eftirlits- samfélags nútímans, viðleitni samfélaga til að ná fullkominni stjórn á óstýrilátum þegnum sínum, og að eyða allri afbrigðilegri hegðun. Sjónvarpsþættirnir Oz voru fyrst teknirtil sýningar í bandarísku sjónvarpi árið1997 og hefur fyrsta þáttaröðin nú ver-ið gefin út á mynddiskum vestan hafs. Alls fimm þáttaraðir af Oz hafa verið sýndar og njóta sívaxandi hylli, en þegar í upphafi eignuðust þættirnir dyggan hóp aðdáenda. Gerð sjöttu raðarinnar er lokið og hafa fram- leiðendur lýst því yfir að raðirnar verði alls átta, sem stenst fullkomlega þann listræna metnað sem þættirnir hafa haldið uppi hingað til. Þegar litið er til þeirra fjölmörgu vönduðu verkefna sem HBO-sjónvarpstöðin hefur unn- ið á undanförnum árum, s.s. þættina um Sopr- ano-fjölskylduna, Beðmál í borginni og nú síð- ast hina vinsælu Six Feet Under, er ástæða til að gleðjast yfir því að fram sé komið faglegt og metnaðarfullt afl í bandarískri sjónvarps- gerð, sem lætur ekki aðeins áhorfendatölur ráða för sinni. Framleiðsla fyrirtækisins er iðulega ofarlega á blaði hjá aðilum er veita verðlaun fyrir leikið sjónvarpsefni, og hér ber ekki aðeins að nefna sjónvarpsþætti heldur einnig kvikmyndir á borð við A Lesson Before Dying í leikstjórn Joseph Sargent, Wit í leik- stjórn Mike Nichols, Conspiracy sem HBO vann í samvinnu við BBC og fleiri eft- irminnileg verk sem mörg hver taka á hliðum tilverunnar sem síður er fjallað um í afþrey- ingarmiðlum. Sjónvarpsþættirnir Oz eru tví- mælalaust rjóminn af þessari metnaðarfullu framleiðslu. Lífið í Smaragðsborg AF LISTUM Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is ÚR HINUM FRÁBÆRU SJÓNVARPSÞÁTTUM OZ: Hinn truflaði Omar White, unglingurinn Kenny og hinn ógnvænlegi Adabisi stinga saman nefjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.