Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 15
hefur enn ekki veitt upphafsmönnum sínum
annað en skell fyrir skillínga. Það hefur
reynst þeim dýrt spaug að skemma Mývatn.
Á fyrsta ári stassjónarinnar urðu eigendur
kísilgúrsins fyrir 33gja miljón króna tapi á
rekstrinum. Útkomu síðasta árs hafa þeir
ekki gert heyrinkunna; borin von að hag-
urinn fari batnandi.
Af kísilgúr er það að segja að fjarri fer
því sem stundum er látið í veðri vaka, að
þessi málmleysíngi, einsog jarðfræðíngar
vorir hafa þýtt ensku glósuna non-metallic
metal, sé svo fágætt eða ómissandi efni í
heiminum að nám hans réttlæti spillíngu
Mývatns. Til að mynda liggja þykk lög af
efni þessu í fjöllum í Vesturheimi. Þá er það
einnig úr lausu lofti gripið að efnið sé hér á
landi einúngis til við Mývatn. Ísland er fult
af kísilgúr. Jafnvel vötn hér í námunda höf-
uðstaðarins hafa kísilgúrbotn. En hel-
stefnulögmál reikníngsstokksins hefur til-
hneigíngu til að vísa á þá staði fyrsta sem
þjóðin hefur helgi á. Það er lán í óláni að ís-
lenska ríkið skuli hafa trygt sér axíumeiri-
hluta í þessu fyrirtæki; fyrir bragðið ætti
það að vera á valdi stjórnarinnar að stöðva
svona endurleysu og láta hreinsa óþrifn-
aðinn burt af strönd vatnsins.
(NB Þessi málmleysíngi hefur frá ómuna-
tíð heitið barnamold eða pétursmold á ís-
lensku. Hvernig stendur á að efnið skuli
altíeinu heita kísilgúr, svo óvanir sem við
erum því að taka upp hráa þýsku í túngu
okkar – voru kanski þýskir peníngar í þessu
upphaflega? Ef nú ráða eingilsaxneskir pen-
íngar barnamold á Íslandi skilst mér að efn-
ið ætti að heita diatomite eða þessháttar.)
* * *
Laxárvirkjunarstjórn á Akureyri gerir
áætlanir með fulltíngi Orkustofnunar og
hefur valdið blöskrun landslýðsins á síðustu
misserum, og má segja alls heimsins ef mið-
að er við þá sem láta sig verndun lífs á jörð-
inni nokkru skifta. Snilli þessa félags er í
því fólgin að hafa látið sér detta í hug áætl-
un um að minnstakosti 54ra megavatta
orkustöð í Laxá samfara algerðri eyðilegg-
íngu Laxár og Mývatns ásamt með bygðum
sem við vötn þessi eru kend.
Áætlun þessara manna hefur verið studd
siðferðilega með þremur höfuðrökum: 1)
virkjun vatnakerfis laxár og mývatnssvæð-
isins á að bæta skilyrði almenníngs, 2) með
virkjuninni á að fullnægja orkuþörf héraða
er nærri liggja þessum vatnasvæðum, og 3)
það á að koma upp stóriðju á Akureyri.
Hafi höfundur greinar þessarar misskilið
málflutnínginn er ég reiðubúinn að leiðrétta.
Þessir þrír púnktar skýra sig nokkurn
veginn sjálfir. Hinn fyrsti, að „bæta skilyrði
almenníngs“, er sú vara játníng sem nú á
dögum er höfð uppi í tíma og ótíma í öllum
tilfellum þar sem áður fyr var vant að segja
„í jesúnafni amen“.
Fyrirætlun um að vinna orku „handa
nærliggjandi héruðum“, samfara eyðilegg-
íngu á náttúru laxár- og mývatnssvæðisins,
vitnar um hvílíkur gripur reikníngsstokk-
urinn getur orðið í höndum ofsamanna. Það
hefur verið bent á óþrjótandi aðrar leiðir til
að sinna takmarkaðri orkuþörf þessara fá-
mennu bygðarlaga án þess troðnar séu ill-
sakir við landslýðinn.
Sú viska er býsna hæpin að stóriðja á Ak-
ureyri, svo sem málmbræðslur, efnaverk-
smiðjur, olíuhreinsun og þvíumlíkt, mundi
bæta skilyrði akureyrínga svo um munar;
hitt líklegra að hún mundi æra þá fyrst og
taka síðan frá þeim lífsloftið sem og öðru
kviku við Eyafjörð. Væri gaman ef einhver
gæti frætt mann um það hvar í heiminum
stóriðjuverkalýður búi við betri afkomu en
menn gera á Akureyri stóriðjulausir.
Hinsvegar er kunnara en frá þurfi að
segja að akureyrarbúar hafa um lángt skeið
verið að reyna sig við smáiðnað, þesskonar
framleiðslu, bæði æta og óæta, sem miðuð
er við þarfir „endanlegs neytanda“ sem svo
er kallað. Sumt hjá akureyríngum er með
vönduðustu vöru sem unnin er hér innan-
lands. Samt hafa fyrirtæki þeirra barist í
bökkum að ekki sé ofmikið sagt – þó enn
hafi ekki heyrst að fyrirtæki á Akureyri
hafi farið yfrum af rafmagnsskorti. Er lík-
legt að fyrirtæki akureyrínga mundu verða
betur solvent þó þeim bættust 54 megavött
til viðbótar úr Laxá og Mývatni? Þá yrði að
minsta kosti að koma til skjalanna meiri
hlýleiki frá baunkum og stjórnvöldum en
stundum hefur verið auðsýndur á Akureyri.
Um þau efni samir reyndar betur að ak-
ureyríngar hefjist máls sjálfir. Því er þó
erfitt að gleyma, einnig fyrir okkur sunn-
lendínga, að í vissum héruðum norðanlands,
ekki síst við Eyafjörð, var einusinni unninn
lángtum betri lýsumatur en annarstaðar á
landinu, svo vandlátir kaupendur hér syðra
höfðu þann sið að biðja ævinlega um ak-
ureyrarmerki á mjólkurvöru. Í þann tíma
var það talið fjandsamlegt lýðræði í landinu
ef einhver framleiddi betri vöru en annar;
alt varð að miðast við það versta; þeir sem
unnu vel voru fáir og það gerði ekkert til þó
þeir sættu straffi, en það má aldrei móðga
skussana. Þegar það komst upp að „norð-
ansmjör“ var gott þá ákváðu mjólkuryf-
irvöldin, sem hafa fyrirkomulag sitt frá
Kristjáni fjórða danakonúngi, að alt smjör,
ilt og gott, hvaðan sem var af landinu,
skyldi gert að „gæðasmjöri“ með fororðn-
íngu einsog í dentíð, til þess að koma í veg
fyrir að mjólkurbúin keptu hvert við annað í
gæðum. Svona var hugur hins opinbera til
iðnreksturs á Akureyri þann daginn.
Annað dæmi um ást hins opinbera á iðn-
aði akureyrínga: Ein frægust verksmiðja á
Akureyri er bjórgerðin, ekki þó vegna þess
að hún selji drykkhæfan bjór heldur af því
hún er af yfirvöldunum látin hella niður
drykkhæfum bjór. Þetta iðnfyrirtæki starf-
ar undir löggjöf sem skyldar það til að
framleiða svikna vöru, svokallað „pissuvatn“
í stað öls hadna íslendíngum. Sem sjá má er
nafngiftin frá dönum nokkrum sem urðu
fyrir þeirri reynslu að smakka þennan
vökva. Á dögunum varð af misgáníngi úr
þessu eitthvað sem líktist drykkhæfum bjór.
Lögreglan á Akureyri sat fyrir hjá ljós-
myndara, einkennisklædd, meðan hún var
látin vera að hella niður þessu voðalega eitri
í tonnatali; því bjór er sú eina tegund eiturs
sem bannað er með lögum að hafa um hönd
á Íslandi – að arseniki ekki undanskildu.
Þegar málsvari úr Orkustofnun var kraf-
inn sagna í opinberum fjölmiðli í sumar,
kom uppúr honum að 54ra megavatta orku-
verið fyrirhugaða á laxár- og mývatnssvæð-
inu væri raunar ekki ætlað íslendíngum; við
værum altof litlir fyrir svona aflstöð: hér
var verið að hugsa um ímyndaðar þarfir
stórra „orkunotenda“ útlendra á borð við
Aluminium suisse. Þeir aðiljar voru að vísu
enn ekki fæddir, ekki einusinni í kollinum á
þessum blessuðum manni sjálfum, heldur
vonaðist hann til að þeir mundu gefa sig í
ljós um það er virkjuninni væri lokið. Semsé
54 megavött uppá grín og kanski. Má vera
svisslendíngar komi með heimsfrægar belj-
ur sínar og setji upp á Akureyri smjörbú
handa Evrópu, Vache suisse; svissar eru
líka meistarar í bjórgerð, kanski hugur hins
opinbera yrði hlýrri gagnvart Bière suisse
en eyfirskum bjórgerðarmönnum.
Annar kontóristi úr Orkustofnun kom í
útvarpið og talaði um Gullfoss. Rannsóknir
og mælíngar hafa verið gerðar á fossinum,
sagði þessi maður, og hægt að leggja til at-
lögu við vatnsafl þetta með litlum fyrirvara.
Eru svona ræður haldnar til að storka
landslýðnum, eða hvað? Einginn virtist þó
kippa sér upp. Landslýðurinn hlustaði með
þolinmæði sem mátti heita kristileg. Manni
skildist að Gullfoss ætti að vera hafður í ný-
ar málmbræðslur, meira alúmíníum, að sínu
leyti einsog vakir fyrir laxárvirkjunarnefnd
nyrðra: stórir „orkunotendur“ að utan gefa
sig vonandi fram!
Það var fróðlegt að heyra að Gullfoss
hefði líka verið tekinn í karphúsið af verk-
fræðíngakontór Iðnaðarmálaráðuneytisins. Í
æsku minni var til kona skamt frá Gullfossi,
Sigríður nokkur í Brattholti, og lét til sín
taka í samskonar máli þegar útlendir og
innlendir ofurhugar ætluðu að taka höndum
saman og gánga í skrokk á Gullfossi. Slíkar
konur virðast því miður vera horfnar úr ná-
grenni þessa vatnsfalls.
Málsvari Orkustofnunar lýsti því að vænt-
anleg virkjun fossins yrði framkvæmd þann-
ig að farvegi Hvítár yrði breytt en fos-
stæðið þurkað. Þó hafði hann í pokahorninu
einkennilega viðbót við hugmynd sína. Hann
gerði ráð fyrir að tilfæríngar yrðu settar í
ána til að hleypa fossinum á aftur ef túr-
istar kæmu, svo hægt væri að kræla útúr
þeim svolítinn aðgángseyri. Spurníng: Hvað
eigum við íslendíngar að gera við alla þessa
penínga þegar búið er að útanskota fyrir
okkur fegurstu stöðum landsins? Hugs-
anlegt svar: Fljúga til Majorku þar sem
þeir ku skeinkja rommið ómælt.
* * *
Því hefur verið haldið fram að þó íslend-
íngar séu fullir af varaþjónustu við róm-
antískan skáldskap eigi þeir bágt með að
sýna í verki það sem þeir eru með á vör-
unum. Meðan þeir eru að fara með kvæði
Jónasar og Steingríms um krystalstærar ár
eru þeir kanski að keppast við að fylla þess-
ar ár af sorpi. Þeir sem vaða mest uppi á
opinberum vettvángi tala oft einsog þeim
væri óljóst hvað fólki er heilagt. Þessvegna
sagði þýski prófessorinn sem ferðaðist hér
um árið: Die Isländer respektieren nichts.
(Það var þá sem séra Jóhann Hannesson
skaut inn: hvað um dollarann?) Nú vaða
þeir menn uppi sem er mest í mun að
sökkva vin þeirri sem vindurinn hefur skilið
eftir í hálendinu. Þjórsárverum, ríki ís-
lensku heiðagæsarinnar; það á að flæma
burt fugl þann sem fann Ísland laungu á
undan manninum og hefur búið hér í ver-
unum um tugi alda, þúsundum til samans.
Náttúrufræðíngar hvaðanæva úr heimi,
einstakir og fleiri saman, hafa sárbeðið rík-
isstjórn Íslands, alþíngi og loks landslýðinn
sjálfan að þyrma Þjórsárverum frá tortím-
íngu sem þeirra bíður um leið og hafinn er
þriðji áfángi þjórsárvirkjunar.
Alþjóðleg samtök gegn náttúruskemdum
héldu þíng í London í september síðast-
liðnum og tjáðu sig reiðubúin að kosta líf-
fræðilegar rannsóknir á þessari paradís Ís-
lands þar sem tíu þúsund heiðagæsahjón
eru fulltrúar almættisins í norðlægri túndru
umluktri eyðimörk. Þíngheimur lét í ljós þá
von sína Íslandi til handa að landið mætti
halda þessum gimstein sínum óspiltum um
aldir.
Það kemur stundum fyrir að íslendíngur í
útlöndum hefur ekki hugmynd um hvar
hann er staddur og hagar sér þannig á al-
mannafæri að landar hans fyrirverða sig
niðrí tær. Ekki alls fyrir laungu gaf að líta
hvar maður nokkur svaf þversum á þrösk-
uldi í útidyrum verslunarhúss í erlendri
borg í miðdegisösinni. Hann barðist um á
hæl og hnakka, grenjandi, þegar hann var
vakinn. Fólk staðnæmdist á gángstéttinni til
að horfa á manninn. Einhver í hópnum
heyrðist segja: Svona getur einginn gert
nema íslendíngur.
Á ofangreindu alþjóðaþíngi náttúruvernd-
ara í London kom aðeins einn maður fram
sem andstæðíngur Íslands. Hann var send-
ur þángað af orkustofnun í Reykjavík. Þessi
maður lagði í ræðu sinni áherslu á „að ís-
lendindíngar væru einganveginn reiðubúnir
að hætta við framkvæmdir í Þjórsárverum“
(orðrétt úr Morgunblaðinu 24ða september
1970).
Meiníngin í þessu afundna svari íslend-
íngsins er glögg: Orkustofnun hefur aungv-
ar skyldur við lífið í landinu. Hestaflið í al-
mættinu er verðlaust í Orkustofnun. Við
erum rökheldir íslendíngar og ef við höfum
byrjað að trúa einhverri vitleysu haungum
við fastir í henni til eilífðarnóns. Við höfum
leyfi til að fara með Ísland einsog við vilj-
um.
Gagnvart almenníngi á Íslandi felur svar-
ið í sér að nú höfum við unnið þau verk fyr-
ir fé ykkar skattþegnanna, að þið tapið því
öllu – nema við fáum meira fé til að halda
áfram!
Ég man ekki glögt hvað röksemdarfærsla
af þessu tagi heitir á íslensku, kanski fjár-
kúgun eða fépynd; á ensku blackmail.
Hvað skyldu erlendir menn hafa hugsað
um fulltrúa Íslands þegar hann stóð upp í
London og lýsti yfir því að þó allur heim-
urinn stæði með landi hans mundi hann
sjálfur gánga í gegn þessu landi. Á jólum
1970.
Greinin birist síðar í bók höfundar „Yfirskyggðir
staðir“, sem kom út hjá Helgafelli árið 1971 og er
sú útgáfa greinarinnar birt hér á undan.
n landinu
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 15
Viltu stytta þér leið?
Innritað verður á haustönn 2.- 6. september. Einungis er hægt að skrá sig á heimasíðu skólans,
www.fa.is.
Þar eru einnig upplýsingar um áfanga í boði. Innritunargjald er kr. 4.250. Kennsla hefst 19. september og prófað verður í desember.
Skólameistari
Fjarnám allt árið