Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 19
1789
Ætlunin að gera götur
Sumarið 1789, þremur árum eftir
að Reykjavík fékk kaupstaðarrétt-
indi, kom hingað til lands leiðangur
sem kenndur er við Stanley. Einn
leiðangursmanna, Isaac S. Benners,
lýsti staðnum svo: „Kaupstaðurinn
liggur í umhverfi þar sem eru engjar
og falleg beitilönd, engin fjöll eru í
nánd við hann og engin hraun, sem
annars spilla svip landsins nær alls
staðar. Mjög há fjöll liggja alllangt til
norðurs frá höfninni, sem virðist
vera rúmgóð, og er hlíft af eyju sem
liggur fyrir framan hana. Þar búa um
200 manns og er ætlunin að gera þar
reglulegar götur.“
Benners dáðist að Viðeyjarstofu
en sagði að Íslendingar byggju yf-
irleitt í hreysum. Fjöllin norður af
Reykjavík voru „geysifögur á að sjá
um sólarlag“ en á öðrum tímum sól-
arhringsins næsta ömurleg útlits.
1810
Tilbreytingarlítið líf
Skoski læknirinn Henry Holland,
frændi Charles Darwin, ferðaðist um
Ísland árið 1810 ásamt tveimur öðr-
um Bretum. Holland skrifaði dagbók
í þessari ferð, sem gefin hefur verið
út. Þar segir meðal annars: „Svipur
höfuðborgar Íslands – því að það er
Reykjavík – séð frá sjónum getur á
engan hátt orðið staðnum í vil. Hið
eina sem auganu mætir eru nokkur
timburhús í óreglulegri þyrpingu á
sjávarbakkanum, og að baki þeirra
er afkáraleg bygging sem kölluð er
dómkirkja. Landið umhverfis bæinn
er óvanalega hrjóstrugt og nakið.
Það eru hæðahrúgöld, óslétt og þak-
in mosaþembum eða stórgrýtisurð-
um.“
Þegar Holland dvaldi aftur í
Reykjavík síðar um sumarið fannst
honum „harla lítil tilbreyting í störf-
um eða skemmtanalífi“ en hann
stytti sér stundir með því að fræðast
af biskupnum um „merkilega hluti í
nútíðarbókmenntum landsins og um
lyndiseinkunn og lifnaðarháttu fólks-
ins.“ Samræðurnar fóru fram á lat-
ínu.
1835
Dásnoturt kaupstaðarkorn
Einn af Fjölnismönnum, Tómas
Sæmundsson, skrifaði grein í fyrsta
árgang Fjölnis, árið 1835, um byggð-
ina í Reykjavík: „Mikið er frá því
sagt hvað Reykjavík fari fram með
ári hverju og ekki er því að leyna að
hús hafa þar ærið fjölgað núna sein-
ustu árin. Þó fannst mér miklu minna
bera á fegurð og ágæti bæjarins þeg-
ar ég sá hann en ég hafði gert mér í
hugarlund.
Landslaginu er þannig háttað að
þar gæti verið dásnoturt kaupstað-
arkorn, á fleti milli sjávar og stöðu-
vatns með grænum holtum báðum
megin.“
Síðar í greininni lýsti Tómas
draumum sínum um borgina.
„Ímyndaðu þér kauptorg upp frá
sjónum fyrir miðri ströndinni og
annað torg fallegra með norðurvegg
kirkjunnar á eina hlið og til hinna
þriggja háskóla, menntaskóla og ráð-
stofu, en á miðju torginu heiðurs-
varða þess manns er slíku hefði til
leiðar komið.“
Það var þetta sumar sem Tómas
vígðist sem prestur að Breiðabólstað
í Fljótshlíð, 28 ára.
1846
Skólinn settur afsíðis
Latínuskólinn var fluttur frá
Bessastöðum til Reykjavíkur árið
1846, þrátt fyrir áhyggjur manna af
því að siðferði skólapilta myndi spill-
ast og þeir myndu sækjast eftir sam-
kvæmum og spilum meira en góðu
hófi gegndi. Í ræðu Sveinbjarnar Eg-
ilssonar rektors við setningu skól-
ans, 1. október, kom fram að reynt
hefði verið að bregðast við þessu.
„Staðurinn sem vor skóli er á býður
og veitir ró. Hann er settur afsíðis
frá og svo sem upp yfir bæjarglaum-
inn svo að ekkert þarf að glepja fyr-
ir.“
Þessi rólegi staður er ekki lengur
afsíðis, við Lækjargötuna þar sem
húsið stendur enn, enda þótt skólinn
hafi skipt um nafn og sé nú nefndur
Menntaskólinn í Reykjavík eftir að
dregið var úr áherslu á fornmálin.
1898
Að horfa hátt og hugsa langt
Á þjóðhátíðinni í Reykjavík í ágúst
1898 flutti Guðmundur Björnsson,
skáld og síðar landlæknir, ræðu.
Hann sagði að Reykvíkingar væru
sakaðir um að vera óþjóðlegir, það
væri útlent bragð af þeim. „Við verð-
um að horfa hátt og hugsa lengra en
upp að Skólavörðu, stöðugt hafa bæ-
inn fyrir augum, ekki eins og hann er
heldur eins og við viljum að hann
verði,“ sagði Guðmundur, sem spáði
því að þegar landsmenn yrðu orðnir
hálf milljón yrðu íbúar Reykjavíkur
fimmtíu þúsund.
„Það sé þá heitasta óskin okkar í
dag að Reykjavík miði sem skjótast
áfram á framfarabrautinni og nái
sem fljótast alúðarhylli allrar þjóð-
arinnar og verði sannnefndur höfuð-
staður landsins.“
1923
Yndi að ganga Laugaveginn
Jóhannes Sveinsson Kjarval list-
málari skrifaði greinar í Morgun-
blaðið 24. og 25. mars 1923 undir fyr-
irsögninni „Reykjavík og aðrar
borgir“. Í fyrri greininni vildi lista-
maðurinn opna augu borgarbúa fyrir
fegurðinni: „Reykjavík er perla, sem
fáir trúa að í sé fullkomið verðmæti,
en ef vel er að gáð þá er hægt að
sanna að ekki vantar annað en meiri
þrifnað og smekkvísi til þess að bær
þessi verði ein af allra fallegustu
borgum heimsins.“ Kjarval sagði:
„Við þurfum enga þjóð að öfunda af
borgarstæði – en gleðjast megum við
yfir okkar eigin, því sannarlega hef-
ur Ingólfur landnámsmaður þekkt
heiminn þegar hann talaði við guð
um öndvegi framtíðarlandsins.“
Í síðari greininni fjallaði Kjarval
um skipulag og einstakar götur og
sagði meðal annars: „Laugavegurinn
er svo formfull og laðandi gata að
hreinasta yndi er að ganga hana, ef
hún væri bara hreinlegri en hún er
og ef hún væri sléttuð og snyrtilega
um hana hugsað. “
1926
Fágætir möguleikar
„Fyrir 18 árum var hér engin
vatnsleiðsla, ekkert holræsi, engin
höfn, engin rafmagnsstöð, engar full-
gerðar götur og engin dugandi
slökkvitæki. Allt þetta hefur bærinn
fengið síðan,“ sagði Jón Þorláksson
borgarstjóri á fundi hjá Verkfræð-
ingafélagi Íslands 17. nóvember
1926. „En hér má ekki láta staðar
numið. Land vort hefur þá sérstöðu
meðal menningarlanda heimsins að
hitinn er hér meira virði en annars
staðar vegna norðlægrar hnattstöðu
en landið býður upp á möguleika til
öflunar hita, sem eru fágætir annars
staðar, þar sem jarðhitinn vellur hér
víða upp úr yfirborði jarðarinnar en
leynist annars staðar í mörg þúsund
metra dýpt.“ Og hann sagði að ekki
mætti setja markið lægra en að hita
upp bæinn í heild sinni.
Þetta tókst í áföngum, en fyrstu
húsin í Reykjavík voru tengd hita-
veitunni í nóvember 1930.
1934
Laglegar stúlkur betur gefnar
Tímaritið Dvöl fór þess á leit við
Tómas Guðmundsson skáld að hann
lýsti áliti sínu á unga fólkinu í
Reykjavík. Greinin birtist 7. janúar
1934.
„Það eru ungu stúlkurnar sem
fyrst og fremst setja svipinn á um-
hverfi sitt,“ sagði Tómas, „og það er
ekki einleikið hvað mikið er af ung-
um, laglegum stúlkum í Reykjavík.
Nú er það svo að laglegar stúlkur eru
yfirleitt betur gefnar en hinar, og þó
það að vera lagleg sé ef til vill hvorki
annað né meira en ungum stúlkum
ber að vera þá er þessi þáttur í fari
reykvískrar kvenæsku að því leyti
eftirtektarverður að hér virðist frek-
ar vera að ræða um áunninn hæfi-
leika til að mótast heldur en með-
fæddan eiginleik. Þess vegna eru
reykvískar stúlkur grannvaxnar í
dag, ef tískan krefst þess, hættar því
á morgun, ef það á ekki lengur við.
Einnig þess vegna eiga reykvískar
stúlkur það til, þegar gott er veður
eða eitthvað hátíðlegt og mikið er að
ske í bænum, að verða með ævintýra-
legum hætti ennþá laglegri en þær
jafnvel eiga annars að sér að vera.“
1948
Til fegurðarauka
„Borgin stendur á fallegum stað.
Útsýnið er glæsilegt. Innsiglingin
fögur. Sólarlag af himneskum upp-
runa. En innanbæjar er mörgu
ábótavant,“ sagði Gunnar Thorodd-
sen borgarstjóri í ræðu á þjóðhátíð í
Reykjavík 17. júní 1948. Hann hvatti
borgarbúa til að auka trjárækt, mála
og múrhúða hús sín, girða lóðir og
setja upp fánastengur. „Við þurfum
að fjölga opnum svæðum og skrúð-
görðum og prýða þá með höggmynd-
um, gosbrunnum og öðrum fegurð-
arauka.“ Gunnar kynnti stofnun
Fegrunarfélags Reykjavíkur og bað
fólk að leggja félaginu lið og prýða
borgina. „Þá er víst að Reykvíkingar
munu ekki týna sjálfum sér, heldur
finna sjálfa sig í fegurð borgarinnar
og ást til hennar.“
1953
Óviðjafnanlegt útsýni
Kristján Albertsson, sendiráðu-
nautur og rithöfundur, var víðförull
maður. Í grein í Morgunblaðinu 1.
júlí 1953 sagði hann að Ísland væri
fallegast af öllum löndum og hann
var einnig hrifinn af höfuðborginni:
„Flestar borgir útlandsins standa á
flatneskju og engin borg í Evrópu á
útsýni sem getur jafnast á við sjóinn,
eyjarnar og fjallabogann um Reykja-
vík. Ekki Napoli, ekki Aþena, svo að
nefndar séu tvær borgir frægar af
víðsýni til hafs og fjalla.“
1965
Hin töfrandi fegurð
Séra Bjarni Jónsson, heiðursborg-
ari Reykjavíkur, skrifaði stutta grein
í Vísi 25. september 1965 og minntist
meðal annars á Austurvöll. „Hér er
hin töfrandi fegurð. Sjáðu Austurvöll
í morgunbirtunni, er sólin sendir
geisla sína yfir hinn fagra gróðurreit.
Ég anda að mér hinu heilnæma lofti,
horfi með gleði á sólskinsblett
Reykjavíkur og sé hið fagra skraut
og finn ilm hinna angandi blóma.“
Síðar í greininni sagði vígslubiskup-
inn: „Þökkum fyrir sólarstundir á
sumrinu sem er að kveðja og segjum
áhyggjunum stríð á hendur.“
1986
Mynd af okkur sjálfum
„Engin er þjóð meðal þjóða sem
ekki á sér höfuðborg,“ sagði Vigdís
Finnbogadóttir, forseti Íslands, í
ávarpi á 200 ára afmæli Reykjavíkur,
18. ágúst 1986. „Höfuðborg er ekki til
án samstarfs allra sem landið
byggja. Hagur annars er hagur
beggja. Höfuðborg er sameiningar-
tákn, einatt fulltrúi þeirrar menning-
ar hugar og handar sem ríkir í land-
inu, öryggishöfn þegnanna sem
þangað eiga að geta sótt einungis það
besta. Hún er talsmaður og mynd af
okkur sjálfum eins og við erum
hverju sinni.“
Ó, borg, mín borg
Í tilefni af 216 ára afmæli
Reykjavíkurborgar á sunnu-
daginn og vegna Menning-
arnæturinnar, sem haldin
var í sjöunda sinn í gær,
rifjar Jónas Ragnarsson
upp ummæli frá ýmsum
tímum um borgina og
íbúa hennar.
Morgunblaðið/Golli
Fyrirsögnin er úr ljóðinu Reykjavík
eftir Vilhjálm frá Skáholti.