Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                                                    ! "   # $%                ! & '( )% '   '* )  *+ ,   -    '( -   .    *+ &         /   0 1   ) #      /  /  # *+ ,*  2 3    4 ' ) &   4   '+  ,(    /  0    0 1   )  '5   6 )    "    # $ &%  )    2 %  0 4 0 40    7 !  8 # 9           SPÆNSKI söngvarinn Enriq- ue Iglesias og rússneska tenn- isstjarnan Anna Kournikova ætla að fara að búa saman og hafa keypt villu í Hollywood. Enn er verið að gera end- urbætur á húsinu en Iglesias er sagður hafa sést á lóð þess að fylgjast með framkvæmd- um. Í húsinu eru fimm svefn- herbergi, leikfimisalur, kvik- myndasalur, upptökuherbergi og sundlaug. Að sögn vinar þeirra Kournikovu og Iglesias er lóðin nægilega stór fyrir tennisvöll en Enrique hafi ekki ákveðið hvort slíkur völlur verði lagður. Þau Anna og Enrique hitt- ust þegar verið var að taka upp myndband við lagið Escape sem Enrique söng. Tennisstjarnan lék hlutverk í myndbandinu. Byrjuð að búa Anna Kournikova Enrique Iglesias SIGURÐUR Sigurjónsson er einn ástsælasti gamanleikari þjóðar- innar. Í áralöngu farsælu starfi með Spaugstofunni hefur Sigurður túlkað margar ógleymanlegar per- sónur á borð við neytendafrömuð- inn Kristján Ólafsson, skoðana- skiptinn Ragnar Reykás, viðgerðahamhleypuna Krumma, hinn fáláta Dolla, lögreglumanninn Grana og svona mætti lengi telja. Sigurður hefur auk þess leikið í fjölda leikrita og kvikmynda. Í vik- unni var frumsýnd myndin Maður eins og ég þar sem Sigurður fer með hlutverk föður aðalpersón- unnar, sem leikin er af Jóni Gnarr, en þar sannar hann enn og aftur hvers megnugur hann er þegar að gamanleik kemur. En hvernig skyldi Sigurður hafa það í dag? Bara mjög gott. Hvað ertu með í vösunum? Fimmhundruðkall og bíllykla. Er mjólkurglasið hálftómt eða hálffullt? Ég drekk bara yfirleitt ekki mjók, þannig að það er þá bara rétt botnfylli. Ef þú værir ekki leikari hvað vildirðu þá helst vera? Heimskautafari. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Deep Purple. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Ég, þegar ég er ekki í stuði. Hver er þinn helsti veikleiki? Á frekar bágt með að segja nei. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Ég-læt-aðra-um-það. Bítlarnir eða Rolling Stones? Rolling Stones. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Gróður Jarðar eftir Knut Hamsu. Hvaða lag kveikir blossann? Bara öll góð tónlist. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Skátakórinn, alveg satt! Hvert er þitt mesta prakk- arastrik? Þegar ég plataði Pálma vin minn. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Skerpukjöt. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Mörgu, en morgundagurinn er eftir. Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég trúi fyrst og fremst á lífið. Botnfylli af mjólk SOS SPURT & SVARAÐ Sigurður Sigur- jónsson leikari Hefurðu tárast í bíói? Ég táraðist á La Vita e bella. VATÍKANIÐ og páfinn sjálfur hafa lagt blessun sína yfir sjón- varpsmynd sem stendur til að gera um líf páfans fyrir tignina. Þar verður hinn ungi Karol Wojtyla í brennidepli og ævi hans lýst þar til hann verður páfi og er kynntur fyrir heims- byggðinni undir nafninu Jó- hannes Páll páfi II. Wojtyla ólst upp í Póllandi og varð árið 1978 fyrsti páfinn í rúmar fjórar aldir sem ekki er af ítölsku bergi brotinn. Myndin verður byggð á ævi- sögu páfa sem blaðamaður Páfagarðs, Gianfranco Svider- coshi, ritaði og ber heitið Saga Karols. Framleiðandi myndarinnar, Pietro Valsecchi, segist telja að ítalski leikarinn Luca Zinga- retti muni fara með hlutverk hins verðandi páfa. Reuters Til stendur að gera mynd um Jóhannes Pál páfa II. Gera mynd um páfa KVENSKÖRUNGURINN og rokkarinn Joan Jett hefur tekið málin í sínar hendur. Eftir að efni hennar hefur legið, að því er virð- ist, í óratíma í rykföllnum hillum plötuútgefenda hefur Jett ákveðið að bjóða aðdáendum sínum tónlist sína til sölu í gegnum heimasíðu sína. Jett er því augljóslega lang- þreytt á biðinni eftir endurútgáfu efnis síns. Á heimasíðunni geta áhugasamir fjárfest í Bad Reputation og I Love Rock & Roll frá árinu 1981 og safn- plötunni Fit To Be Tied frá árinu 1997 þar sem eru saman komin bestu lög hennar. Jett var leiðtogi í hljómsveitinni Runaways, sem var ein fyrsta kvennarokksveitin. Síðar var hún með eigið band, The Blackhearts, en frægasta lag þeirra er án efa „I Love Rock & Roll“ sem popp- prinsessan Britney Spears tók ný- lega upp á sína arma. Joan Jett deyr hreint ekki ráðalaus. Jett sér um sig sjálf TENGLAR ..................................................... www.joanjett.com TALIÐ ER að allt að 100 þúsund gestir séu nú í Memphis í Tenn- essee til að minnast þess að á föstudaginn var aldarfjórðungur liðinn frá því rokksöngvarinn Elv- is Presley lést, 42 ára að aldri. Aðfaranótt föstudagsins var vaka við Graceland, húsið þar sem Presley bjó og höfðu sumir beðið í húsagarðinum frá því á miðvikudag. Presleys er minnst með ýmsum hætti þessa dagana en sjálfsagt er listamaðurinn Roger Baker í New York einna stórtækastur. Hann bjó til þessa risastóru andlits- mynd af söngvaranum á akri við hliðina á flugskýli í Ellenville og notaði m.a. málaða heybagga og hey. Andláts Elvis Presley minnst með ýmsum hætti AP Elvis Presley í grasi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.