Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ☯ Kvikmyndin Maður eins og ég forsýnd í Háskólabíói Þeir Júlíus Kemp og Róbert Douglas fylgjast með Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Aðalleikari í Maður eins og ég, Jón Gnarr, mætti í fylgd fjölskyldunnar. Mann- mergð á Mann- inum NÝJASTI laukurinn í garði ís- lenskra kvikmynda kom fyrir augu almennings síðastliðinn fimmtudag í Háskólabíói. Um er að ræða kvikmynd Ró- berts Douglas, Maður eins og ég. Auk þess að leikstýra er Róbert höfundur handrits ásamt Árna Óla Ásgeirssyni en framleiðandi er Júlíus Kemp. Með aðalhlutverk fara þau Jón Gnarr, Þorsteinn Guðmundsson, Stephanie Che, Katla Margrét Þórisdóttir og Sigurður Sig- urjónsson. Húsfyllir var í Háskólabíói á forsýningu myndarinnar. Að sýningu lokinni var aðstand- endum klappað lof í lófa og var ekki annað að sjá en að viðstaddir væru hæstánægðir með Mann eins og mig. Morgunblaðið/Jim Smart Hrafn Gunnlaugsson óskaði leikstjóranum Róberti Douglas til hamingju með árangurinn.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Caprí-tríó leikur fyrir dansi kl. 20 til miðnættis.  CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila fyrir gesti.  O’BRIENS, Laugavegi 73: Helgi Valur trúbador. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Gamli maðurinn sem las ástarsögur (The Old Man Who read Love Stories) Drama Evrópsk/áströlsk samframleiðsla, 2000. Góðar stundir VHS. (111 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Rolf de Heer. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Timothy Spall, Cathy Tyson, Hugo Weaving. MYND þessi, sem byggð er á skáldsögu eftir rithöfundinn Luis Sepúlveda, færir áhorfandann í fjar- lægan heim. Þar segir af Antonio Bolivar sem hefur alið manninn í litlu þorpi við bakka Amazon-fljótsins djúpt í frumskógin- um. Sá er tekinn að reskjast og tekur þá upp þann sið að lesa ástarsögur. Það er hinn drykk- felldi þorpslæknir (Hugo Weaving) sem lánar Antonio bækurnar úr safni hinnar seiðandi Josefinu (Cathy Tyson). Lesturinn breytir sýn Antonios á lífið og þegar mannýg jagúarynja tekur að herja á ná- grenni þorpsins reynir á hið endan- lega hugrekki gamla mannsins. Gamli maðurinn sem las ástarsög- ur segir heillandi sögu, þar sem sterkar persónur þorpsins krydda hina dularfullu sögu af viðureign gamla mannsins og villidýrsins. Richard Dreyfuss túlkar hlutverk Antonios á eftirminnilegan hátt, og er þar studdur af sterku fjölþjóðlegu leikaraliði. Það er hollensk-ástralski leikstjórinn Rolf de Heer, er fyrst vakti athygli fyrir myndina Bad Boy Bubby, sem stýrir þessari óvenju- legu mynd.  Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Gamli mað- urinn og jagúarinn Kill Me Later (Dreptu mig seinna) Spennumynd Bandaríkin, 2001. Myndform VHS. 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Dana Lustig. Aðalhlutverk: Selma Blair, Max Beesley. CHARLIE (Max Beesley) er óreyndur smákrimmi sem ákveður að reyna stórt bankarán ásamt fé- lögum sínum. Skipulagning og fram- kvæmd ránsins hefðu líka tekist ágætlega hefði ekki ungur og óham- ingjusamur þjón- ustufulltrúi (Selma Blair) ákveðið að príla upp á þak á byggingunni í því skyni að binda enda á líf sitt, á sama hálftímanum og ránið fer fram. Þannig fer banka- ránið út um þúfur og Charlie forðar hinni vansælu Shawn frá því að láta sig falla niður 30 hæðir. Í kjölfarið fylgir ástarsaga þar sem Charlie og Shawn sitja uppi hvort með annað, kynnast óhamingju hvort annars, og verða ástfangin. Þetta er látlaus spennumynd sem tekur óvænta stefnu, fjallar fremur um tilfinninga- líf persónanna en einhverja spenn- usnúninga. Persónusköpunin sem felst í þessu er nokkuð vel heppnuð, og er þunglyndið sem Shawn glímir við birt á sannfærandi hátt. Semsagt ágætismynd. Heiða Jóhannsdóttir Tilfinningar eltar uppi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.