Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gísli Brynjólfssonfæddist í Reykja- vík 24. desember 1930. Hann lést á líknardeild Lands- spítalans í Kópavogi mánudaginn 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Kjartans- son, skipstjóri og síð- ar umsjónarmaður HÍ, f. 20. 12. 1893, d. 20. 9. 1961, og Ingv- eldur Brandsdóttir, húsfreyja, f. 10.4. 1893, d. 9.9. 1941. Al- bróðir Gísla var Brandur , f. 21. desember 1916, d. 27.7. 1999, en hálfsystkini Gísla eru Brynhildur Kristín, f. 24.11. 1944, og Leifur, f. 10.12. 1952. Eftirlifandi eiginkona Gísla er Anna Laufey Stefánsdótir, f. 30.12. 1928, fv. deildarstjóri. Börn Gísla eru: 1) Brynjólfur, f. 12.6. 1955, maki Gerður Þórisdóttir, f. 7. 9. 1957. Börn þeirra eru Anna Álfheiður, Sverrir og Gísli Þór. 2) Hafdís Inga, f. 16.12 1956, maki Gunnar Einarsson, f. 20.11. 1955. Börn þeirra eru Eva Ýr og Einar Gísli. 3) Vigdís Braga, f. 8.6. 1973, sambýlismaður Hlynur Ragnarsson, f. 16.6. 1971. Sonur hennar er Arnar Snæland. 4) stjúp- sonur Skafti Þ. Hall- dórsson, f. 19.2. 1951, maki Sigríður Hagalínsdóttir, f. 13.8. 1952. Börn þeirra eru Bragi, Sólveig og Sigrún. Gísli ólst upp í Reykjavík þar til móðir hans veiktist og dó en þá bjó hann m.a. um hríð hjá afa sínum, Kjartani Kjartanssyni presti, sem þá bjó á Gíslabæ á Snæ- fellsnesi. Brynjólfur faðir Gísla giftist seinna Elísabetu Jónsdóttur og bjó Gísli hjá þeim unglingsárin. Gísli vann mest við verslunar- störf. Hann rak eigin heildverslun en gerði hlé á verslunarstörfum þegar hann réð sig sem sveitar- stjóra á Flateyri 1962–1964. Hann var mikill áhugamaður um frí- merkjasöfnun og trjárækt. Útför Gísla fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun, mánudag- inn 19. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 15. Ég á erfitt með að átta mig á því að þú sért farinn, pabbi minn, en þegar ég kom til þín í hádeginu daginn sem þú lést, sá ég að þú þjáðist mikið og gat ég ekkert gert til að lina þján- ingar þínar nema strjúka enni þitt og hvísla í eyra þitt hvað mér þætti þetta sárt að sjá þig þjást svona og hvað mér þætti vænt um þig, pabbi minn, og þegar mamma hringdi í mig seinna um daginn með þá frétt að þú væri látinn létti mér fyrir þína hönd, pabbi minn, því ég veit að þú vildir fá að fara og hafðir rætt um það við mig og hvernig þú vildir hafa hlutina eftir þinn dag en ég vissi einnig að ég hafði misst mikið með fráfalli þínu því pabbi minn þú varst einstakur maður í alla staði. Mér er minnisstætt svo margt frá æsku þar sem þú varst í aðalhlut- verki með þínum húmor og leikara- skap með mér, mömmu og okkur krökkunum og þá sérstaklega kvöld- kaffið í Ljósheimunum á hverju kvöldi þar sem var farið yfir daginn og rætt um heimsmálin. Þó svo að ég hefði ekki mikinn áhuga á þeim þá var stundin dýrmæt fyrir okkur systkinin þegar hugsað er til baka og alltaf var það síðasta sem þú sagðir við okkur að muna eftir því að fara með bænirnar sem ég hef viðhaldið með mínum börnum. Það er skrítið, pabbi, hvað hægt var að ræða við þig og hvernig þú fékkst mig til að horfa öðruvísi á marga hluti og hvernig hægt var að rökræða fram og til baka um allt milli himins og jarðar og alltaf var maður sáttur. Í þér, pabbi, var mikill styrkur og umhyggja fyrir okkur börnum þínum og að okkur farnaðist vel í lífinu og það er ekki langt síðan að þú og mamma töluðuð um það hvað þið væruð heppin með ykkar afkomend- ur og hvað þið væru sátt með ykkar hlutverk. Það er mikið skarð komið í hópinn okkar þegar þig vantar, ekki bara fyrir okkur systkinin og mömmu heldir barnabörnin og tengdabörn. Ég á eftir að sakna þín og samtal- anna okkar en ég mun tala við þig í huganum og ég veit að þú ert hjá okkur í anda. Guð veri með þér, elsku pabbi minn. Þín dóttir Inga. Ég var á leiðinni til þín þegar syst- ir mín hringdi og sagði mér að þú værir dáinn. Ég hafði verið hjá þér kvöldið áður og þú svafst djúpum svefni líkt og daginn þar á undan. Þú varst sárþjáður, elsku pabbi minn, og mér leið hræðilega illa að geta ekkert gert til að létta þjáningar þínar. Þeg- ar símtalið kom gladdist ég fyrir þína hönd því að ég vissi að nú liði þér vel. Þú varst búinn að undirbúa okkur systkinin og mömmu undir þetta og við vorum sátt því þetta var það sem þú vildir. Við vitum að þú vakir yfir okkur og verndar eins og þú hefur alltaf gert í gegnum tíðina. Það hefði ekki verið hægt að eiga betri pabba en þig því þú varst alltaf til staðar til að veita góð ráð, ást og hlýju eins og þér einum var lagið. Þú varst mikill húmoristi allt fram á síð- asta dag og ég er ósköp þakklát fyrir það því það auðveldaði þann tíma sem þú varst veikur. Þú gast alltaf séð það skoplega í öllu mögulegu. Einnig varstu frábær afi, þú og Arnar sonur minn voruð miklir fé- lagar og hann hefur misst ósköp mik- ið eins og við hin. Eftir að ég sagði honum frá því að afi væri kominn til himna fór hann strax að búa til stór- an karl úr pappír sem átti að vera þú og ætlar hann að setja hann í kistuna þína svo þú hafir einhvern til að tala við. Hann kemur til með að búa að því alla ævi að hafa átt jafngóðan vin í þér og hann gerði. Þið rædduð saman um allt milli himins og jarðar enda varstu óþrjótandi uppspretta visku og honum fannst afi sinn vita allt. Ég hef alltaf litið upp til þín, pabbi minn, ekki bara vegna þess að þú varst mjög hávaxinn heldur vegna þess að þú varst einstakur maður. Ég hef alltaf haft þig með í ráðum í öllum stórum ákvörðunum í mínu lífi því þú hafðir alltaf réttu svörin á reiðum höndum. Þú studdir mig og vísaðir mér veginn og fyrir það er ég þér óendanlega þakklát. Þú spurðir alltaf á kvöldin hvort ég væri búin að fara með bænirnar mín- ar og baðst guð um að vera með mér. Það hefur mér alltaf þótt vænt um og hef komið þessari hefð áfram. Þú hafðir alltaf áhuga á öllu sem ég tók mér fyrir hendur, alveg sama hvað það var, alltaf hafðir þú ein- hverja vitneskju um það og ef þér fannst þú ekki vita nóg reyndir þú að komast að meiru svo þú gætir hjálp- að mér. Þú vildir alltaf fá að vita hvert ég væri að fara í vinnunni og hvenær ég kæmi aftur. Þú fylgdist með í textavarpinu í sjónvarpinu og þegar ég hringdi til að láta vita af mér vissirðu alltaf hvenær ég hafði lent. Ég á eftir að sakna þess mikið að hringja í þig og segja þér hvernig dagurinn hafi verið. Ég þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér, ég sakna þín, Ég veit, elsku pabbi minn, að þér líður betur núna og horfir niður til okkar með þínu einstaka brosi. Guð veri með þér. Þín dóttir Vigdís Braga. Þótt kynni mín af Gísla hefðu mátt vera lengri voru þau góð og ég sá strax að þarna væri á ferðinni einkar vandaður og umhyggjusamur maður sem vildi allt fyrir fólk gera. Það var augljóst strax frá því að ég kom fyrst í Snælandið. Hann hafði allt á hreinu, var mikill nákvæmnismaður og ekki hægt að finna sér betri fyrirmynd. Maður hugsaði með sér að svona vildi maður vera. Fjölskyldan var honum allt og tók hann alltaf vel á móti manni með sín- um skemmtilega húmor. Það var allt- af jafn gaman að koma í Snælandið og spjalla um heimsmálin við hann. Þar kom maður aldrei að tómum kof- unum. Ég gleymi því aldrei þegar hann sýndi mér með stolti flugskírteini sitt, sem var greinilega geymt á góð- um stað, og svo gleymdum við okkur í dágóða stund í spjalli um flug. Það hefði verið gaman að fara með hann í flugtúrinn sem við ræddum um en nú er hann farinn í sína hinstu flugferð á vit forfeðranna en ég veit að hann á eftir að lauma sér með mér einhvern tímann. Það er víst. Einnig er okkur Dísu mikilvægt að hafa farið með honum og Önnu til Kaupmannahafnar í vor þrátt fyrir að hann hafi verið orðinn veikur þá. Sú ferð er okkar dýrmætasta og verður um alla ævi. Ég veit að nú líður honum betur og nú hvílist hann en jafnframt hefur hann vakandi auga með öllu sínu fólki og verndar. Hlynur Ragnarsson. Líf okkar er hið eina raunverulega ríkidæmi á jörðinni. Annað er blekk- ing og tálsýn. Þess vegna er okkur fátt mikilvægara en að lifa lífinu GÍSLI BRYNJÓLFSSON ✝ Oddný GróaKristjánsdóttir Skagfjörð fæddist í Reykjavík 10. júní 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 13. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Kristján Jónsson Skagfjörð (f. 1885, d. 1918) múrari í Reykjavík, ættaður frá Holtsmúla í Skagafirði, og kona hans María Guðbjörg Jónsdóttir (f. 1884, d. 1971), ættuð úr Gróttu á Seltjarn- arnesi. Albræður Oddnýjar voru: Jóhann Kristján (f. 1907, d. 1979), Trausti (f. 1909, d. 1928), Valgeir (f. 1910, d. 1935) og Friðþjófur (f. 1912, d. 1929). Bræður Oddnýjar, synir Maríu og Jóns Benjamínsson- ar, voru: Benjamín (f. 1918, d. 1983) og Sigurður Baldvin (f. 1920, d. 1927). Oddný giftist 1. júní 1937 Þór- mundi Erlingssyni, bónda í Stóra- Botni, f. 3. janúar 1904, frá Glammastöðum í Svínadal, en hann lést 3. september 1998. For- Sigríður veiktist alvarlega. Árið 1919 fór Oddný með Sigríði fóstur- móður sinni til Íslendingabyggða í Kanada, en þær sneru aftur til Ís- lands 1921. Eftir lát Sigríðar dvaldist Oddný hjá vandalausum fram á unglingsár. Hún gekk í Mið- bæjarbarnaskólann í Reykjavík og í Húsmæðraskólann á Ísafirði vet- urinn 1933. Oddný stundaði síðan nám við Æskulýðsskólann Solborg í Stafangri í Noregi 1933 til 1934. Eftir heimkomuna vann hún um skeið á Siglufirði og síðan við hjúkrun á Kristneshæli í Eyjafirði 1934–1936. Haustið 1936 réðst Oddný sem ráðskona í Stóra-Botn í Hvalfirði, þar sem Þórmundur, síðar eiginmaður hennar, var ný- tekinn við búi af fósturforeldrum sínum. Þau bjuggu í Stóra-Botni til vors 1939 er þau keyptu jörðina Heiði í Ásahreppi í Rangárvalla- sýslu. Þar bjuggu þau til hausts 1943. Árin 1943–1945 gerðist Þór- mundur ráðsmaður á öðru búinu í Útey í Laugardal, en síðan fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Fyrstu árin í Reykjavík vann Oddný í Reykjavíkurapóteki, en helgaði sig síðan húsmóðurstörfum á heimili þeirra hjóna. Undanfarin tvö ár hefur Oddný dvalist á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Útför Oddnýjar verður gerð frá Fossvogskapellu á morgun, mánu- daginn 19. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 15. eldrar hans voru Er- lingur Ólafsson bóndi á Glammastöðum og kona hans Auðlín Er- lingsdóttir. Sonur Oddnýjar og Þórmundar er Jónat- an, prófessor í lög- fræði, f. 19. desember 1937 í Stóra-Botni í Hvalfirði, kvæntur Sólveigu Ólafsdóttur lögfræðingi, f. 7. jan- úar 1948. Sonur þeirra er Þórmundur sagnfræðingur, f. 3. apríl 1972, kona hans er Sóley Halldórsdóttir kennari og eiga þau dótturina Sigurveigu. Sonur Jónatans af fyrra hjóna- bandi er Sigurður Freyr trygg- ingastærðfræðingur, f. 7. maí 1969, kona hans er Sigríður Hjör- dís Jörundsdóttir sagnfræðingur og eiga þau Skarphéðin Ísak og Helenu Rós. Mánaðargamalli var Oddnýju komið í fóstur hjá hjónunum Sig- ríði Jónsdóttur (f. 1855, d. 1927) og Þorsteini Þorsteinssyni (f. 1850, d. 1922) í Reykjavík og ólst hún upp hjá þeim til tíu ára aldurs, þegar Nú hefur amma fengið hvíldina. Þetta var amma sjálf vön að segja þegar einhver nákominn hvarf yfir móðuna miklu eftir erfið eða langvar- andi veikindi. Hún hafði raunar ekki verið alvarlega veik lengi en nú í sum- ar hrakaði heilsunni jafnt og þétt og í ágúst mátti ljóst vera hvert stefndi. Undir það síðasta hefur hún sjálfsagt sjálf þráð hvíldina. Ekki síður hefur hún þráð að komast til afa Þórmund- ar sem kvaddi þennan heim fyrir rétt- um fjórum árum. Bernska og unglingsár ömmu voru afar viðburðarík. Hún fæddist í Reykjavík og var mánaðargamalli komið í fóstur. Aðeins fjögurra ára gömul hélt hún til Vesturheims með Sigríði fósturmóður sinni, sem hún ávallt kallaði mömmu. Þær settust að í Íslendingabyggð ekki fjarri Winni- peg í Kanada en sneru aftur til Ís- lands eftir nær tveggja ára dvöl. Sagði amma að mamma sín hefði ekki kunnað við sig á þessum slóðum. Það sem hins vegar mótaði líf ömmu meira en nokkuð annað á unga aldri var dvöl hennar í Stafangri í Noregi veturinn 1933–1934. Þar gekk hún í Æskulýðsskólann Sólborg, sem enn starfar. Í skólanum fékk hún kærkomið tækifæri til að stunda eins konar framhaldsnám, sem ekki öllum stúlkum var fært snemma á fjórða áratugnum, og kynnast um leið ýmsu góðu fólki. Hún lærði nýtt tungumál og gat upp frá því lesið tímarit og bækur á norsku og dönsku. Mér eru sérstaklega minnisstæðir heilu ár- gangarnir af danska heimilisblaðinu Familie Journal, sem amma geymdi vel og sýndi mér við og við. Hún hugs- aði ávallt með mikilli hlýju til dval- arinnar í Stafangri og var hún um árabil áskrifandi að tímariti Sólborg- arskólans og hélt þannig tryggð við skólann. Upp úr miðjum fjórða áratugnum kynntist amma Þórmundi afa. Þau héldu fyrst heimili í Stóra-Botni í Hvalfirði, því næst á Heiði í Rang- árvallasýslu og loks í Útey í Laug- ardal. Síðan fluttust þau til Reykja- víkur og bjuggu um tíma á Snorrabraut en þó lengst á Holtsgötu í Vesturbænum. Heimili afa og ömmu á Holtsgöt- unni var mitt annað heimili þar til ég stofnaði mitt eigið heimili, enda ekki nema tveggja mínútna gangur frá heimili foreldra minna. Ég gisti oft hjá þeim og þá var það amma sem las sögur Stefáns Jónssonar og kvæði Davíðs og Einars Ben og bað bænir Hallgríms fyrir svefninn. Amma og afi voru bæði afar bókhneigð og ljóð- elsk. Holtsgatan var reyndar eins konar bókasafn, svo margar áttu þau bækurnar. Spilamennskan var síðan sérkapítuli. Við afi og amma spiluðum mjög mikið á spil, ýmist rommý, þrí- hyrning eða vist. Við sérhæfðum okk- ur í þriggja manna spilum en spiluð- um hefðbundna vist við hvert tækifæri þegar fjórði maður var til- tækur. Amma og afi veittu mér mikinn stuðning meðan á skólagöngu stóð og þegar að því kom að stofna heimili lögðu þau sitt af mörkum til að það gæti gengið sem best fyrir sig. Minn- ug þess að þau bjuggu við kröpp kjör fyrstu búskaparár sín voru amma og afi ætíð boðin og búin að aðstoða litlu fjölskylduna mína. Gott dæmi um ein- staka gjafmildi ömmu er að henni tókst að gefa okkur Sóleyju tvær brúðkaupsgjafir. Þegar við fluttum í fyrstu íbúðina okkar gáfu amma og afi, sem þá var enn á lífi, okkur veg- lega gjöf, sem mér skildist þá að væri fyrirfram brúðkaupsgjöf – í trausti þess að við giftum okkur einhvern tímann! Þegar að því kom fyrr í sum- ar að við giftum okkur loksins vildi hún lítið muna eftir fyrri gjöfinni og gaf okkur svolítið í stellið. En það voru fleiri en fjölskyldan sem nutu gjafmildi ömmu. Á síðustu árum studdi hún ýmis málefni og góðgerð- arsamtök með smáum og stórum framlögum. Svona var hún amma. Við Sóley og Sigurveig minnumst ömmu fyrir einstaka hlýju og um- hyggju í okkar garð. Við þökkum þér fyrir samfylgdina síðustu árin og biðj- um að heilsa afa Þórmundi. Við kveðj- um þig með bæn Hallgríms en hönd þín, amma mín, leiddi mig, litla dreng- inn þinn, allt mitt líf: Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Þórmundur Jónatansson. „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig um lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldr- ei að eilífu deyja.“ (Jóh. 11:25-26) Frænka mín, Oddný Gróa, var trú- uð kona og ég hlakka til að hitta hana aftur hjá Guði. Mestan hluta ævi minnar var Oddný bara venjuleg frænka sem ég hitti með reglulegu millibili í fjöl- skylduveislum og jarðarförum. Það er líklega fyrir um það bil tíu eða ellefu árum sem við förum að nálgast hvor aðra á annan hátt. Nafna okkar og amma, Gróa Jóns- dóttir, átti aðeins tvær dætur. Önnur var Ingibjörg Sigurðardóttir en hin var María Jónsdóttir. Ingibjörg gift- ist aldrei og átti bara pabba minn, Óskar Jónsson, en María eignaðist sjö börn. Oddný Gróa var yngst fimm barna Maríu og fyrri eiginmanns hennar, Kristjáns Skagfjörð, barnið sem hún varð að láta frá sér af per- sónulegum aðstæðum á þeim tíma. Ég hygg að sá aðskilnaður hafi verið þeim mæðgum afar flókinn, hvorri á sinn háttinn. Pabbi minn ólst upp hjá Gróu ömmu sinni. Hún var sú móðir sem hann þekkti. Hann var orðinn níu ára gamall þegar hann fékk að vita að hún var ekki móðir hans heldur amma. Það var líka flókið. Oddný var aðeins mánaðargömul þegar henni var komið fyrir hjá full- orðinni konu sem hét Sigríður Jóns- dóttir. Sigríður lést þegar Oddný var tíu ára. Það var stærsta áfallið í lífi frænku minnar. Þessarar konu minntist hún ávallt sem sinnar elsk- andi móður. Alltaf var séð til þess að Oddný ODDNÝ GRÓA KRISTJÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.