Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 11 Austurlands (NAUST) árið 1970. Hann var kjörinn í Náttúruvernd- arráð á fyrsta Náttúruverndar- þinginu árið 1972. Hann rifjar upp að Náttúruvernd- arráð hafi ekki haft sambærilega lagalega stöðu og Náttúruvernd rík- isins hafi nú sem stofnun undir sér- stöku ráðuneyti umhverfismála. „Við höfðum í reynd aðeins eina grein þá- verandi laga um náttúruvernd frá 1971 á bak við okkur, þar sem kveðið var á um samráð við Náttúruvernd- arráð vegna hönnunar meiriháttar mannvirkja, verksmiðja og annars þess háttar. Ráðið reyndi að hafa áhrif, út fyrir ramma laganna, með því að taka upp samstarf við opin- berar stofnanir, til dæmis við Vega- gerð ríkisins og Landsvirkjun.“ Hann tekur fram að SINO-sam- starfsnefndin hafi verið stofnuð árið 1972. Í henni hafi hann setið, ásamt Vilhjálmi Lúðvíkssyni, fyrir hönd Náttúruverndarráðs. „Í nefndinni var farið yfir framkvæmdaáform í orkumálum og málin rædd. Áhrif Náttúruverndarráðs voru að vísu takmörkuð, en hægt var að koma sjónarmiðum ráðsins á framfæri. Í nefndinni fengust einnig upplýsing- ar um framtíðaráform í orkumál- um.“ Hjörleifur segir frá því að á átt- unda áratugnum hafi dunið yfir tvær miklar olíuverðshækkanir og um- ræða um orkumál litast mjög af því. „Mikill hugur var í mönnum hér á landi að útrýma olíunotkun. Vilji margra var að reyna að vernda verð- mætustu náttúruperlurnar en á þeim tíma vofðu yfir áformin um að sökkva Þjórsárverum í miðlunarlóni. Lögð var megináhersla á að bjarga Þjórsárverum frá eyðileggingu, og þau tekin fram yfir Eyjabakkasvæð- ið sem þó hafði verið sett á nátt- úruminjaskrá árið 1978. Í þessari stöðu náði Náttúruverndarráð að fá formlega viðurkenningu fyrir frið- lýsingu Þjórsárvera, sem staðfest var af menntamálaráðuneytinu árið 1981. Samkomulag náðist við Lands- virkjun um friðunina en eftir var neðsti hluti veranna, sem skilinn var eftir til frekari athugunar.“ Hjörleifur staðhæfir að staða um- hverfismála á þessum árum hafi ver- ið stjórnarfarslega mun veikari en nú. „Náttúruverndarlöggjöfin heyrði þá undir menntamálaráðu- neytið en í því ráðuneyti var enginn mannskapur til starfa fyrir mála- flokkinn. Áhugi almennings á um- hverfismálum fór vaxandi, og gerði það Náttúruverndarráði kleift að ná þeim árangri sem raun ber vitni. Þar var um virka samvinnu almennings, náttúruverndarmanna og stjórn- valda að ræða. Það skipti einnig miklu að virtur stjórnmálamaður eins og Eysteinn Jónsson var for- maður Náttúruverndarráðs á átt- unda áratugnum og hafði skilning og tilfinningu fyrir náttúruvernd. Þetta er gjörólíkt þeirri stöðu sem nú er uppi, þar sem stjórnvöld hafa átt í stríði við náttúruverndarfólk í land- inu mörg undanfarin ár. Það er skelfilegt að upplifa það bakslag sem orðið hefur í þessum málaflokki. Stjórnvöld nú á dögum virðast ekki skilja að ná þarf sáttum sem hald er í og líta á báðar hliðar mála áður en ákvarðanir eru teknar.“ Hjörleifur ítrekar að Íslendingar séu að ýmsu leyti verr staddir í nátt- úruverndarmálum en þeir voru um 1980. „Hér er rekin mjög óbilgjörn og skammsýn stefna í orku- og stór- iðjumálum. Reynt er að komast eins langt og hægt er með því að beita fjármagni og lagakrókum. Ég skipti ekki um ham við að ger- ast iðnaðarráðherra,“ tekur hann fram. „Ég studdi samkomulag Nátt- úruverndarráðs og Landsvirkjunar árið 1981 um friðun Þjórsárvera. Það varð að leggja eitthvað undir til að ná samkomulagi. Ég lagði á það áherslu að ákveðinn og sýnilegur ár- angur yrði að nást náttúruverndar- megin til þess að sátt gæti orðið og sagan frá 1970 endurtæki sig ekki. Menn eins og Jóhannes Nordal, þá- verandi stjórnarformaður Lands- virkjunar, höfðu líka skilning á því. Náttúruverndarráð gat ekki feng- ið allt í gegn. Það var algjörlega óraunhæft að ætla það á þessum tíma. Niðurstaða Náttúruverndar- ráðs árið 1981 þess efnis að gefa eftir Eyjabakkasvæðið en tryggja friðlýs- ingu Þjórsárvera, talar sínu máli. Nú undanþágu Morgunblaðið/Rax Horft í norðaustur til Hofsjökuls af jörðu niðri. Það votlendi, sem hér sést, er dæmigert fyrir það land, sem færi undir vatn, yrði ráðist í framkvæmdir og miðlunarlón myndað. ÞJÓRSÁRVER eru stærsta vot- lendisvinin í miðhálendi Íslands og eitt þriggja svokallaðra Ramsar- svæða á Íslandi. Ramsar-svæði eru kennd við sáttmála um vernd- un votlendis sem telst hafa al- þjóðlegt mikilvægi, sérstaklega sem búsvæði fyrir fugla. Formlega var ritað undir sáttmálann í borg- inni Ramsar í Íran árið 1971. Sjö árum síðar gerðust Íslendingar að- ilar að honum og urðu Mývatn og Laxá fyrsta Ramsar-svæði hér á landi. Árið 1990 bættust Þjórs- árver í hópinn og höfðu þá verið lýst friðland í níu ár, og Grunna- fjörður varð Ramsar-svæði árið 1996. Íslensku Ramsar-svæðin þrjú eru samtals tæpir 59 þúsund hektarar. Aðildarríki Ramsar- sáttmálans eru 133 og Ramsar- svæði heimsins eru 1.180 talsins, alls rúmir 103 milljón hektarar. Þau ríki, sem hafa staðfest Ramsar-sáttmálann, skuldbinda sig til að stuðla að skynsamlegri nýtingu votlendis, en skynsamleg nýting er skilgreind sem „sjálfbær nýting í þágu mannkyns með þeim hætti að samrýmist viðhaldi nátt- úrulegra eiginleika vistkerfisins“, eins og segir í þýðingu Skipulags- stofnunar á frumtexta sáttmálans. Sjálfbær nýting er skilgreind sem „notkun manna á votlendi þannig að hún megi gefa mestan viðvar- andi ávinning fyrir núlifandi kyn- slóðir á meðan viðhaldið sé mögu- leikum þess til að mæta þörfum og væntingum komandi kynslóða.“ Og votlendi nær ekki eingöngu til mýrlendis samkvæmt sáttmál- anum, heldur einnig lækja, áa, tjarna, vatna, flóa, fenja og grunn- sævis, þar sem er allt að 6 metra dýpi um fjöru. Íslensku Ramsar- svæðin endurspegla þessa fjöl- breyttu skilgreiningu. Í grein Gísla Más Gíslasonar, prófessors og fulltrúa Íslands á ráðstefnum aðildarríkja Ramsar- sáttmálans, í Morgunblaðinu í til- efni alþjóðlega votlendisdagsins árið 1998, segir að aðildarríki þurfi að móta stefnu um vernd og nýt- ingu votlenda og jafnframt að breyta ekki vistfræðilegum eig- inleikum votlenda á Ramsar- skránni. „Ef vistfræðilegum eig- inleikum votlenda á skránni er breytt verður að skrá annað eins svæði eða annað jafnmikilvægt svæði. Auk þess eiga stjórnvöld að stuðla að rannsóknum á vot- lendum og fræða almenning um eðli þeirra.“ Afmörkun ekki á náttúrufræðileg- um forsendum Í úrskurði Skipulagsstofnunar segir, að um 1971 hafi Þjórsárver verið talin varpsvæði meira en helmings heiðagæsastofnsins í heiminum. Veruleg fjölgun hafi hins vegar orðið í stofninum frá þeim tíma og Þjórsárver séu nú talin varpsvæði um fimmtungs af stofninum, en þau séu hins vegar sá varpstaður þar sem varp geti ekki misfarist. Þegar þrengt sé að gæsinni annars staðar, aukist mik- ilvægi Þjórsárvera fyrir heiða- gæsastofninn í heiminum. Við umfjöllun um Þjórsárver ber að hafa í huga að friðlýsta svæðið, sem einnig er Ramsar-svæði, er ekki afmarkað á náttúrufarslegum forsendum. Skipulagsstofnun tekur þannig fram í úrskurði sínum, að umfjöllun um áhrif framkvæmda á verndargildi Þjórsárvera hljóti að eiga við gróðursvæðið allt, en ekki eingöngu friðlýsta svæðið, enda var það afmarkað með því að draga línur á milli áberandi kenni- leita, án frekari rökstuðnings fyrir afmörkun. Skipulagsstofnun segir því að auk friðlandsins verði að horfa til svæðis austan Arnarfells, Þjórsárkvíslavera, svæðisins sunn- an og austan Sóleyjarhöfða, suður og austur yfir Svartá, Eyvafen og svæðisins norð-vestur af því, auk Hnífárbotna. Engin verndaráætlun til Í janúar sl. lögðu þrír þingmenn Samfylkingarinnar, Þórunn Svein- bjarnardóttir, Össur Skarphéðins- son og Jóhann Ársælsson, fram tillögu til þingsályktunar um gerð verndaráætlana samkvæmt Rams- ar-sáttmálanum. „Það getur ekki talist fullnægjandi af hálfu ís- lenskra stjórnvalda að hafa tilnefnt þrjú votlendissvæði til Ramsar- skrárinnar, það fyrsta fyrir 23 ár- um, en láta gerð verndaráætlunar sitja á hakanum sem raun ber vitni,“ segir í greinargerð með til- lögunni. Þar er vísað í, að sam- kvæmt 3. grein Ramsar-sáttmál- ans ber aðildarríkjum að semja og hrinda í framkvæmd áætlun sem stuðlar að vernd skráðra Ramsar- svæða, svo og að skynsamlegri nýtingu votlenda. Í greinargerðinni kemur fram að vinna við gerð verndaráætlunar fyrir Mývatns- og Laxársvæðið sé hafin, en ekki við gerð verndar- áætlana fyrir Þjórsárver og Grunnafjörð. Þessi staða er óbreytt, samkvæmt upplýsingum Trausta Baldurssonar sviðstjóra hjá Náttúruvernd ríkisins, en stofn- unin hefur gerð verndaráætlana á sinni könnu samkvæmt lögum um náttúruvernd frá 1996. Trausti segir vinnu við gerð verndaráætl- unar fyrir Mývatns- og Laxársvæð- ið skammt á veg komna. Hafist hafi verið handa við gagnaöflun, en stofnunin hafi ekki getað sinnt verkefninu frekar. Það sé því í bið- stöðu. Tillögu þingmannanna var vísað til umhverfisnefndar Alþingis og var ekki afgreidd þaðan fyrir þing- lok sl. vor. Ramsar-svæðið Þjórsárver rsv@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.