Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALEXANDER Rannikh, semfyrir skömmu tók við emb-ætti sendiherra Rússlandsá Íslandi, hefur starfað í rússnesku og áður sovésku utanrík- isþjónustunni í rúmlega þrjá áratugi. Hann hóf ferilinn í Turku í Finnlandi árið 1970. Þar var hann í sex ár og starfaði m.a. sem túlkur. Árið 1976 hélt hann til starfa í Moskvu þar sem hann starfaði í fjögur ár áður en hann var sendur aftur til starfa í Finnlandi, að þessu sinni í sendiráðinu í Hels- inki. Þar starfaði Rannikh til ársins 1986 en þá tók við dvöl í Moskvu á nýjan leik. Árið 1992 var Rannikh skipaður fyrsti sendiherra Rússa í Lettlandi en því embætti gegndi hann til ársins 1996. Því næst starfaði hann sem aðalritari utanríkisráðu- neytisins rússneska og var síðan yfir öryggismálum ráðuneytisins í þrjú ár. Kom hann m.a. til Íslands á þeim tíma í þriggja daga heimsókn til að fara yfir öryggismál sendiráðsins. Lengi haft áhuga á Norðurlöndum Rannikh segist þegar á námsárum sínum hafa einbeitt sér að Norður- löndunum og þá ekki síst Finnlandi. Hafi hann lagt stund á stjórnmála- nám í háskóla og lagt höfuðáherslu á Norðurlöndin. Hann segir að Ísland komi sér fyrir sjónir sem dæmigert Norðurlanda- ríki og kunni hann vel við jafnt fólkið sem náttúru landsins. „Nú kemur mér líka að góðu gagni reynslan úr fyrsta starfi mínu í Turku. Þegar maður starfar í stóru sendiráði eru allir að vinna að sínum sértæku verk- efnum. Í litlum sendiráðum verður maður að vera reiðubúinn að ganga í öll verkefni sem upp kunna að koma,“ segir Rannikh en fimm stjórnarer- indrekar starfa nú í sendiráði Rúss- lands á Íslandi. Þá segist hann kunna vel við sig af öðrum ástæðum. „Ég var sendiherra í Eystrasaltsríkjunum á mjög erfiðu tímabili. Þetta var mjög erfitt ekki síst vegna rússneska minnihlutans í Lettlandi. Í augum þeirra var sendi- herrann einskonar hálfguð og ætlast var til þess að hann leysti öll þeirra vandamál, einnig vandamál af per- sónulegum toga. Eftir þessa upplifun er Reykjavík himnasending.“ Samskipti Íslands og Rússlands segir Rannikh vera með miklum ágætum. Vissulega megi ýmislegt betur fara en það séu allt uppbyggi- leg vandamál. Til dæmis séu tvíhliða viðskipti ríkjanna fremur lítil en hægt sé að reyna að bæta úr því. Í Lett- landi hafi hann hins vegar oftar en ekki þurft að taka á mjög erfiðum og oft óþægilegum málum. „Það var mikil spenna í loftinu,“ segir Ran- nikh. Hann bætir við að enn gæti spennu í samskiptum Rússa við Eystrasaltsríkin og að þau séu ekki eins góð og ákjósanlegt væri. Of mikl- ar tilfinningar og pólitík væru í spil- unum. Að mörgu leyti væri Lettland andhverfa Íslands hvað samskiptin við Rússland varðaði. „Síðastliðinn áratugur hefur verið tími mikilla breytinga fyrir stjórnar- erindreka. Ekki síst vegna heims- væðingarinnar. Allt gerist hraðar en áður var. Þegar ég hóf feril minn ferðaðist Brezhnev til Helsinki með lest til að sækja þar fund. Nú myndi enginn láta sér detta í hug að ferðast með lest eða skipi. Ráðherrar nú orð- ið eyða meiri tíma í háloftunum en á jörðu niðri. Allur heimurinn hefur skroppið saman. Vegalengdir skipta ekki eins miklu máli og þær gerðu hér áður fyrr. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að diplómatar starfa á annan hátt en þeir gerðu fyrir 30 ár- um og hvað þá fyrir 100 árum. Vissu- lega getur verið þægilegt að vinna hægt og rólega og hafa nægan tíma til að taka saman djúphugsaðar og efn- ismiklar skýrslur um ástand mála í viðkomandi ríki. Lífið heldur hins vegar áfram og við verðum að laga okkur að þessum breyttu aðstæðum.“ Hátt upp til Guðs og langt til keisarans Það hafa orðið mikil umskipti frá því að Rannikh hóf störf í sovésku ut- anríkisþjónustunni. Sovétríkin heyra nú sögunni til og hann starfar nú fyrir rússnesku utanríkisþjónustuna. „Þetta voru mikil umskipti og sér- staklega fyrir um tíu árum gengum við í gegnum erfitt tímabil á meðan umbrotaskeið var í rússneskum stjórnmálum og lýðræðið var ungt. Stjórnmálin einkenndust af tilfinn- ingahita og það var ekki óalgengt að sendiherra á erlendri grundu fengi ekki fyrirmæli frá Moskvu svo mán- uðum skipti. Þetta var erfitt tímabil. Oft urðu menn að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur. Það var athygl- isverð reynsla en óþægileg. Undan- farin tvö ár eða svo hefur ástandið verið komið í eðlilegt horf og starf okkar skilar meiri árangri af þeim sökum. Rannikh segir að ekki síst síðustu tvö til þrjú árin hafi rússneska kerfið náð tilteknum þroska og segja megi að Rússland sé orðið að eðlilega starf- andi lýðræðisríki þar sem allar stofn- anir geri sér grein fyrir hlutverki sínu. Ekki síst sé það vegna þess að meiri stöðugleiki ríki í efnahagsmál- um en það sé grunnurinn að öllu öðru. Þegar hann er spurður hvort ekki sé enn mikill munur á milli svæða og nútímavæðingin hafi ekki einungis náð til stærri borga á borð við Moskvu og Pétursborg á meðan lítið hafi breyst á stórum svæðum í Rúss- landi, segir hann að þannig hafi það ávallt verið í gegnum sögu Rússlands. Til sé gamall málsháttur sem sé á þá leið að það sé hátt upp til Guðs og langt til keisarans. Þar af leiðandi verði menn að bjarga sér sjálfir. Breytingar í Rússlandi hafi ávallt átt sér stað fyrst í höfuðborginni og hafi síðan færst smám saman til annarra landshluta. Þó megi ekki gleyma því að vegna heimsvæðingarinnar gerist hlutirnir nú með mun meiri hraða en áður var raunin. En hvaða áhrif hefur þá heimsvæð- ingin haft á starf rússneskra stjórn- arerindreka. Eru nærsvæði Rúss- lands á borð við Norðurlöndin jafnmikilvæg og áður? Rannikh segir að sterk söguleg tengsl séu á milli Rússlands og Norðurlandanna enda séu þetta næstu nágrannar Rússa. „Það hafa ávallt verið mikil viðskipta- tengsl á milli Rússlands og Norður- landanna og það sama má segja um menningarleg tengsl. Líklega eiga Norðurlandabúar líka auðveldara með að skilja Rússa en aðrar þjóðir þar sem þær standa okkur nær en flestir.“ Ekki síst á efnahagssviðinu séu all- ar þjóðir heims hins vegar orðnar ná- tengdari og breytingar í fjarlægum löndum geti haft mikil áhrif. Áður hafi þjóðir verið sjálfum sér nægar að flestu leyti en nú sé verkaskiptingin orðin miklu meiri . Hið alþjóðlega fjármálakerfi hafi einnig mikil áhrif á þetta og þá hafi komið greinilega í ljós í september á síðasta ári hversu háðar þjóðir eru hvor annarri. Í kjölfar ellefta september tóku Rússar og Bandaríkjamenn upp mjög náið samstarf á fjölmörgum sviðum öryggismála og fyrir skömmu var stofnað sérstakt samvinnuráð Atl- antshafsbandalagsins og Rússa en með því var stofnanabundið samstarf þessara fyrrum andstæðinga. Má segja að Rússar hafi með þessu form- lega skipað sér í hóp Vesturlanda? Tilheyrum Vesturlöndum menningarlega „Þetta hefur verið rauði þráðurinn í allri sögu Rússlands. Segja má að Rússland tilheyri stærðar sinnar vegna öllum heiminum. Það er mik- ilvægt fyrir okkur Rússa að eiga mik- ið samstarf við Evrópu. Hinsvegar er einnig mikilvægt fyrir okkur að eiga náin tengsl við Kína. Menningarlega séð erum við hins vegar Evrópuþjóð og tilheyrum Vesturlöndum. Sú var raunin jafnvel á tímum Sovétríkjanna en segja má að hugmyndafræði þeirra hafi verið hluti af vestrænni menningu og hugmyndasögu. Eftir ellefta september voru það ekki Rússar sem tóku skrefið heldur má segja að það hafi runnið upp fyrir öðrum ríkjum á Vesturlöndum hvar við stæðum. Vestræn gildi hafa ávallt verið okkur mikilvæg. Hins vegar hefur saga okkur verið á annan veg en margra annarra ríkja ekki síst vegna stærðarinnar. Röng mynd dregin upp af Tsjetsjeníu Þegar Rússar hófu að greiða skatta í fyrsta skipti, til hinna mongólsku innrásarafla, var notað kerfi sem byggðist á því að það voru ekki ein- staklingar sem voru ábyrgir fyrir skattgreiðslum heldur einstök þorp. Þetta hafði þau áhrif að mikill munur gat verið á framlagi þorpsbúa. Sumir voru iðnir, aðrir voru latir. Sama kerfi hefur fylgt okkur í gegnum söguna. Það er rússneskt einkenni að menn horfa ekki til einstaklingsábyrgðar heldur sameiginlegrar ábyrgðar. Þetta leiddi til þess að menn töldu valdhafana ábyrga þegar eitthvað fór úrskeiðis en allir vildu síðan eiga heiðurinn af því sem gekk vel. Þetta er að mínu mati eitt helsta vandamál hinnar rússnesku þjóðarsálar og við eigum langt í land með að breyta þessu. Þetta held ég líka að sé ástæða þess að sósíalisminn átti svo greiðan aðgang að Rússum. Þjóðarsál okkar féll vel að þeirri hugmyndafræði. Hins vegar er einnig jákvæð hlið á þessu þjóðareinkenni. Rússar eru mjög listfengir og hafa ávallt fengið að rækta hæfileika sína á því sviði. Jafnvel þó að þú leggir ekki mikið af mörkum til samfélagsins getur þú unnið að því að rækta sjálfan þig og samt komist af. Hér áður fyrr voru slíkir einstaklingar mun frjálsari en nú er raunin, að minnsta kosti í skiln- ingi efnahagslegs frelsis.“ Sendiherrann segir breytingar í heiminum ekki hafa breytt hagsmun- um Rússlands. Rússar þurfi á öðrum þjóðum að halda til að auka velmegun sína. Hann segir Rússa líklega hafa meiri skilning á umheiminum en áður var raunin en að sama skapi voni hann að umheimurinn skilji Rússa einnig betur. Með nýrri tækni og flæði upplýsinga beri hins vegar einn- ig oft meira á hleypidómum. Fjöl- miðlar endurvinni upplýsingar hver frá öðrum án þess að skilja hvað liggi á bak við. „Margir horfa á sjónvarp og trúa öllu sem þeir sjá. Það fer litið fyrir gagnrýninni hugsun. Það á líka við um þá mynd sem dregin er upp af Rússlandi,“ segir Rannikh og nefnir Tsjetsjeníu sem dæmi. „Það berast fréttir af því að Rússar séu að myrða alla karlmenn í Tsjetsj- eníu. Vissulega gerist það þegar átök eiga sér stað að stigamenn séu felldir. Það sama er að gerast í Palestínu og hjá hinum bandarísku vinum okkar í Afganistan. Það er hins vegar enginn að velta sér upp úr þeim tölum. Það bendir enginn á þá og segir að þeir séu sekir. Það sem er að gerast í Tsjetsjeníu er fyllilega sambærilegt við það sem er að gerast í Afganist- an.“ Rannikh segist sjá ýmsar hliðstæð- ur við þróunina á Vesturlöndum í bók George Orwells 1984. Það samfélag sem þar er lýst sé að verða til í mörg- um ríkjum. Tækni sé notuð til að hafa eftirlit með borgurunum og þeir eru hvattir til að njósna um nágranna sína. „Heimurinn hefur breyst frá því Orwell ritaði bók sína á fimmta ára- tugnum. Þá var hann að skrifa um Sovétríkin. Nú er sama þróun að eiga sér stað á Vesturlöndum, með hinni rafrænu tækni má stjórna öllum.“ Vill öflugri tengsl Þegar sendiherrann er spurður um tengsl Íslands og Rússlands og hvað hann hyggist leggja áherslu á, segir hann ljóst að efnahagsleg tengsl jafnt sem menningarleg séu ekki jafnöflug og þau voru á tímum Sovétríkjanna. Fyrst beri að stefna að því að við- skiptin hætti að dragast saman og því að vinna að því að auka þau. Rannikh segir Ísland vera stór- kostlegt ferðamannaland en hins veg- ar sjáist hér ekki margir Rússar. Helsta ástæða þess sé líklega að ekki sé beint flug milli ríkjanna og öll tengiflug í gegnum önnur ríki fremur óþægileg. Til dæmis séu engin nætur- flug í boði. „Ef flogið væri beint milli Íslands og Rússlands tel ég öruggt að margir Rússar myndu heimsækja Ís- land. Margir Rússar eiga nú mikið af peningum.“ Að mati Rannikhs verður að nálg- ast þessi mál með nýjum hætti og hann segist hafa mikinn áhuga á að beita sér fyrir stofnun íslensks-rúss- nesks verslunarráðs. Þá mætti hugsa sér að hér yrði sett á laggirnar Moskvuhús, líkt og væri starfrækt í Helsinki til að efla viðskipti ríkjanna. Hefði hann þegar rætt þetta tvívegis við yfirmann Moskvu-hússins í Hels- inki. Rannikh segir að hugsa megi sér ýmsa möguleika hvað viðskipti varð- ar. Íslenska lambakjötið gæti orðið vinsælt á veitingahúsum í Moskvu og af hverju ættu ekki sumarbústaðir úr rússnesku timbri eða jafnvel smíðaðir í Rússlandi að geta orðið vinsælir á Íslandi? Á menningarsviðinu væru sam- skiptin góð en hann sagðist hafa í hyggju að efla þau enn frekar. Ís- lenskur almenningur hefði greinilega mikinn áhuga á Rússlandi en hins vegar væri staða rússneskunnar ekki sterk hér á landi. „Mér skilst að ís- lenskir námsmenn líti fyrst og fremst á hvað borgi sig peningalega þegar þeir velja sér tungumál. Þetta held ég að sé ekki skynsamlegt. Sem dæmi má nefna að þegar fundir eru haldnir hér og þörf er á túlkum eru allir túlk- arnir rússneskir ríkisborgarar.“ Rannikh sagðist að lokum telja að ýmis sóknarfæri væru í samskiptum Íslands og Rússlands og ekki spillti fyrir að Júrí Rezetov, fyrrum sendi- herra Rússa hér á landi, væri nú í for- ystu vináttufélags í Rússlandi er væri mjög virkt í starfi sínu. Alexander Rannikh, nýr sendiherra Rússlands á Íslandi Reykjavík var himnasending Alexander Rannikh, nýr sendiherra Rússlands á Ís- landi, hefur starfað í utan- ríkisþjónustunni í á fjórða áratug. Hann segir í samtali við Steingrím Sigurgeirsson að oft hafi verið erfitt að vera rússneskur stjórnarer- indreki á síðastliðnum ára- tug og það hafi verið himnasending að vera send- ur til Reykjavíkur. Morgunblaðið/Kristinn Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.