Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 47
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 47 OFBELDIÐ á sérmörg birting-arform. Í 18. kaflaLúkasarguðspjallsmá t.d. lesa: „[Jesús] sagði líka dæmisögu þessa við nokkra þá er treystu því, að sjálfir væru þeir réttlátir, en fyrirlitu aðra: „Tveir menn fóru upp í helgidóminn að biðjast fyrir. Annar var farísei, hinn tollheimtu- maður. Faríseinn sté fram og baðst þann- ig fyrir með sjálfum sér: „Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast.“ En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur barði sér á brjóst og sagði: „Guð, vertu mér synd- ugum líknsamur!“ Ég segi yður: Þessi maður fór réttlættur heim til sín, en hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.“ Þessi orð meistarans koma gjarnan upp í hugann, þegar mér finnst gagnkynhneigð trúsystkini mín – einkum utan þjóðkirkj- unnar – fara út yfir öll velsæm- ismörk í mannlegum samskiptum. Og eins dæmisagan um bjálkann og flísina. „Komi hroki, kemur smán,“ segir aukinheldur í 11. kafla Orðskviðanna. Réttindabarátta samkyn- hneigðra er ekki gömul í mann- kynssögunni, komst fyrst á veru- legan skrið á 8. áratug 20. aldar, í kjölfar Stonewall-uppreisnar- innar í New York 27. júní 1969, þegar hommar og lesbíur veittu í fyrsta skipti mótspyrnu, þegar átti að handataka þau fyrir það eitt að vera til. En hún er nú í full- um gangi, mislangt þó á veg kom- in; einna skást er ástandið hér á landi, en þó ekki nógu gott. Að vísu er almenningsálitið í auknum mæli tekið að leggjast á sveif með hommum og lesbíum, og jafnvel sjálfur löggjafinn, en mörg röddin úr kirkjunni hrópar enn gegn þeim, berandi fyrir sig orð heil- agrar ritningar. Og víst má sitt- hvað finna í Biblíunni um þetta, ekki er því að neita, og sumt æði harðort. En þá spyr ég eins og Karl Sigurbjörnsson biskup í hirðisbréfi sínu: „Eru þau fyrirmæli ótvíræð og sígild? Hvað með hliðstæð boð sem varða stöðu kvenna og kynlíf í lögmáli Móse og hjá Páli? Hver er staða þeirra boða? Er samkynhneigð meiri synd en ým- islegt annað sem fordæmt er í lögmál- inu og bréfum postulanna, en sem flest- ir eru nú sammála um að eru forboð bundin samtímamenningu þeirra?“ Svari nú hver fyrir sig. Að mati ýmissa fræðimanna eru 2–5% manna samkynhneigð; á Íslandi hafa kannanir sýnt, að um 2% kvenna eru lesbíur og 3,6% karla hommar. Ekki hefur þó tek- ist að finna neina einhlíta skýr- ingu á því, hvers vegna fólk er samkynhneigt, enda hæpið að unnt sé að finna einhvern einn or- sakaþátt til að útskýra jafn flókið og margþætt fyrirbæri og kynvit- und og mannlegar þrár. Slíkar vangaveltur eru líka hreint auka- atriði í þessu sambandi; hitt varð- ar meir, að takast á við það sem er, blákaldan raunveruleikann. Sannleikurinn er þessi, að við, sem teljum okkur kristin og erum gagnkynhneigð, höfum ekkert vald til að læsa samkynhneigt fólk úti og halda því frá kirkjunni, ein- faldlega sökum þess að við höfum þar engin lyklavöld – vorum aldr- ei ráðin þar til dyravörslu. Jesús Kristur er dyrnar, og ræður því sjálfur og einn hverjir inn mega þar ganga. Orð hans ráða úrslit- um. Í október árið 1987 lagði Morg- unblaðið þrjár spurningar fyrir nokkra presta og guðfræðinga. Ein þeirra fjallaði um samkyn- hneigð. Björn Björnsson, prófess- or í siðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands, sagði þá m.a.: „Kirkjan er samfélag manna, sem bera fram tvær játningar, sem við nánari skoð- un eru aðeins ein: „Vík frá mér, herra, því að ég er syndugur maður.“ – „Þú ert Kristur, Drottinn, sonur hins lifanda Guðs.“ Að játast Kristi er ákall og bæn um fyrirgefningu syndanna. Þetta gildir um alla menn, og er þá ekki spurt um stöðu þeirra eða stétt, kynferði, hörunds- lit, aldur, eða – kynhneigð þeirra.“ Og Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur á Borg á Mýrum, hafði þetta að segja: „Allir sem játa trú á Jesú Krist og eru skírðir til samfélags við hann geta kallast kristnir menn og eiga því heima í kirkj- unni. Í þessu efni er vitnisburður Nýja testamentisins og kirkjulegrar hefðar ákaflega skýr … Við sjáum glögglega af guðspjöllunum, að Jesús gerir sér far um að leita uppi þá sem eru hataðir og útilok- aðir frá mannlegu samfélagi. Það er voða- legt að hugsa til þess, að það hefur hent kristna menn að ofsækja minnihlutahópa, til dæmis gyðinga og samkynhneigt fólk og vísa þeim út í ystu myrkur … Hleypi- dómar gegn samkynhneigðu fólki eiga ekki heima í kjarna kristinnar siðfræði; þar er meginefnið kærleikur til náung- ans … Kristnir menn eru kallaðir til sam- úðar og umhyggju, ekki síst gagnvart þeim sem eru öðruvísi en venjubundið munstur samfélagsins segir til um.“ Ég ætla svo að gera að loka- orðum mínum það, sem Karl bisk- up segir í áðurnefndu hirðisbréfi, sem út kom í fyrra: „Kristin kirkja verður að horfast í augu við þann sársauka og neyð sem sá ótti og fordómar valda þeim sem eru sam- kynhneigðir. Vinnum gegn því og öllum tilhneigingum okkar að forðast að sjá annað fólk sem systkin, bræður okkar og systur. Samkynhneigð manneskja er Guðs barn, skapað af Guði, end- urleyst fyrir Jesú náð, eins og sérhvert mannsbarn á jörðu.“ Hinsegin Morgunblaðið/Ómar sigurdur.aegisson@kirkjan.is Orðið „fordómar“ merkir að hafa skoðun á eða dæma eitthvað, áður en nákvæm rannsókn hefur verið gerð á fyrirbærinu eða hlutnum. Sigurður Ægisson lítur hér á málefni samkyn- hneigðra, í tilefni mikillar hátíðar þeirra á dögunum. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Rannveig Á.Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 821 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakob Þórðarson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Kristbjörg Bjarnadóttir 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni HUGVEKJA Í dag, sunnudag- inn 18. ágúst, á heið- ursmaðurinn og vin- ur minn Magnús J. Tulinius, fv. trygg- ingafulltrúi, 70 ára afmæli. Magnús Jóhann eða Salli eins og hann er ávallt kall- aður af vinum sínum fæddist í Reykjavík og ólst upp á Skot- húsvegi 15. Foreldr- ar hans voru Carl D. Tulinius forstjóri og Guðrún Magnús- dóttir Tulinius húsmóðir. Eru þau bæði látin. Faðir Carls var Axel V. Tulinius, sýslumaður á Eskifirði og síðar forstjóri Sjóvár. Var hann fyrsti skátahöfðingi Íslands og fyrsti forseti ÍSÍ. Magnús varð gagnfræðingur frá Gagnfræða- skóla Reykvíkinga. Faðir hans, Carl, rak vátrygg- ingaskrifstofu og hóf Magnús störf við hana mjög ungur. Frá þeim tíma hefur hann starfað nær óslit- ið við tryggingar eða þar til hann fór á eftirlaun. Magnús starfaði fyrir Trolle og Rothe sem síðar varð Vá- tryggingarfélagið, þá starfaði hann hjá Versl- anatryggingum, Hag- tryggingu, Brunabóta- félagi Íslands og síðast hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. Magnús hef- ur mikla reynslu í tryggingamálum eftir nær hálfrar aldar starf við þau. Síðustu áratugi vann hann aðallega við uppgjör bifreiðatjóna og átti einstaklega auð- velt með að umgangast taugatrekkta viðskiptavini sem héldu að tryggingafélagið væri að hlunnfara sig. Margir af helstu viðskiptamönnum VÍS minnast Magnúsar frá störfum hans þar og tala um hann á mjög jákvæðan hátt. Magnús hefur mikla ánægju af ferðalögum og hefur hann farið víða. Í mörg ár var hann einn af föstum ferðalöngum til Mallorca og á góðar minningar þaðan. Nú síðari ár fór hann til framandi landa eins og Taílands og eignaðist þar góða vini. Hann hefur tekið mikið af myndum á ferðalögum sínum, bæði á myndband og ljós- myndir, sem geyma góðar minn- ingar. Magnús er talnaglöggur maður og hefur frábært sjónminni. Kom það sér vel þegar hann sem ungur maður tók þátt í spurningaþætti Sveins Ásgeirssonar og var spurð- ur um bílnúmer þekktra Reykvík- inga. Gat hann svarað öllum 10 spurningum Sveins rétt og sigraði í keppninni. Var þekking hans á þessu sviði með ólíkindum, hann vissi upp á hár hver átti hvaða bíl- númer og hvaða tegund og árgerð bílarnir voru. Keppni þessi gerði Magnús þjóðkunnan eftir sigurinn. Við sem störfuðum með Magn- úsi hjá Brunabótafélagi Íslands og Vátryggingafélagi Íslands hf. eig- um aðeins góðar minningar um þennan ljúfa vinnufélaga sem vill allra vanda leysa. Heiðarleiki, trú- mennska og samviskusemi er sú einkunn sem hægt er að gefa hon- um. Ég og fjölskylda mín óskum honum innilega til hamingju með 70 ára afmælið. Matthías Guðm. Pétursson. MAGNÚS J. TULINIUS Landsmót Kiwanis í golfi á Hellu „SUNNUDAGINN 25. ágúst 2002 verður 20. Landsmót Kiwanis í golfi haldið á Strandarvelli, Hellu. Mótið er höggleikur og er opið öllum Kiw- anisfélögum og þeirra gestum, en keppt verður í A- og B-flokki karla með og án forgjafar og í kvenna- flokki með og án forgjafar. Gesta- flokkur, sem er öllum opinn, er með og án forgjafar, en gestir geta keppt um nándarverðlaun og fæst pútt, ásamt Kiwanisfélögum. Farandbik- arar hafa verið veittir með og án for- gjafar og eru handhafar bikara vin- samlegast beðnir að hafa þá meðferðis með sínu nafni áletruðu eða koma þeim til skila til Kristins, sími 696-1072. Íslandsmeistari Kiwanis í golfi er Gunnlaugur Axelsson, Kiwanis- klúbbnum Helgafelli, Vestmanna- eyjum, og vann hann titilinn á Hellu í júní 2001. Mótsgjald hefur verið ákveðið 2.500 kr og verður byrjað að ræsa út um kl. 9.00 og ræst verður á fyrsta og tíunda teig. Á síðasta ári mættu rúmlega 50 félagar og gestir og fóru þeir síðustu út um kl. 11.00,“ segir í fréttatilkynningu. Minningar- tónleikar í Ketilhúsinu TÓNLEIKAR í aldarminningu Jó- hanns Ó. Haraldssonar, tónskálds frá Dagverðareyri við Eyjafjörð, verða mánudaginn 19. ágúst kl. 20.30 í Ketilhúsinu á Akureyri, á afmælis- degi tónskáldsins. Flutt verða um 20 einsöngslög eftir Jóhann Ólaf Har- aldsson en nokkur þeirra verða frumflutt á tónleikunum. Einnig mun koma út einsöngs- lagaheftið „Vísur Sigrúnar“ við ljóð Guðmundar Guðmundssonar. Söng- varar á tónleikunum í Ketilhúsinu verða þau: Óskar Pétursson tenór, Alda Ingibergsdóttir sópran, Michael Jón Clarke barítón og Þur- íður Baldursdóttir alt. Píanóleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir. Miðaverð er 2.000 kr. en 1.000 kr. fyrir eldri borgara og félaga í Tón- listarfélagi Akureyrar. FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.