Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSALAN HEFST Í DAG SUNNUDAG OG STENDUR AÐEINS Í FJÓRA DAGA - KOMDU STRAX! FYRIR 50 árum stofnsettu ung hjón í Kópavogi svolítið bakarí í ókl- áruðu eldhúsi sínu. Frá upphafi lagði parið áherslu á bakstur hefð- bundins íslensks bakkelsis á borð við laufabrauð, kleinur og flatkök- ur en líklega óraði það ekki fyrir þeim vinsældum sem þessar vörur áttu síðar eftir að njóta. Í dag er Ömmubakstur, sem í fyrstu nefndist bakarí Friðriks Haraldssonar eftir stofnanda þess, elsta starfandi fyrirtæki í Kópa- vogi. „Við höfum stílað inn á að halda við þessu gamla brauði,“ seg- ir Friðrik sem sjálfur varð áttræður á dögunum. „Upphafið að þessu var eiginlega það að ég var sjálfur svoddan aðdáandi að flatkökum, ég hef alltaf verið hrifinn af þeim.“ Í ljós kemur að flatkökuáhuginn var ekki nýtilkominn hjá Friðriki þegar fyrirtækið var sett á lagg- irnar. „Ég var eiginlega búinn að plana þetta töluvert áður en ég gat byrjað því að fyrsti vísirinn var þegar ég var að baka flatkökur hjá ömmu minni í hlóðaeldhúsi. Þá var ég átta ára gamall og það má alveg koma fram að það var á Búðarhóli í Austur-Landeyjum.“ Þannig hefur Friðrik staðið í flatkökubakstri í ein 72 ár og má ætla að nafn fyr- irtækisins sé fengið frá ömmu hans sem kom honum á bragðið. Þurfa að fara að stækka Friðrik leggur þó áherslu á að í dag sé það sonur sinn sem beri hit- ann og þungann af rekstrinum. „Hann rekur þetta alveg núna. Ég er bara svona eftirlitsmaður án þess þó að skipta mér of mikið af.“ Að sögn Friðriks hafa geysilega miklar breytingar orðið á rekstr- inum þau 50 ár sem fyrirtækið hef- ur starfað. „Þetta var ekki svipur hjá sjón. Fyrst vorum við bara tvö hjónin í ókláruðu eldhúsi og smám saman jókst þetta. Svo kom bílskúr og svolítið af vélum og síðan byggði ég þetta hús Ömmubaksturs á Kársnesbrautinni. Það var árið 1975 en nú er svo komi að það er að verða of lítið og við þurfum að fara að bæta við það.“ Frá kynslóð til kynslóðar Hann segir rekstrarumhverfið og samkeppnina sömuleiðis hafa breyst mikið á þessum árum en hef- ur ekki undan samkeppninni að kvarta. Aldrei hafi hann eða fyr- irtækið lent í leiðindum eða rifrildi vegna hennar. Það er víst óhætt að segja að fyr- irtækið sé sannkallað fjölskyldufyr- irtækið því kona Friðriks, Steina Margrét Finnsdóttir, tók á sínum tíma fullan þátt í rekstrinum með honum. Sem fyrr segir er sonur hans, Haraldur, að mestu tekinn við og fleiri börn hans hafa komið að fyrirtækinu. Nú er svo komið að barnabörnin eru farin að vinna í fyrirtækinu. Þannig virðist starf- semi fyrirtækisins, sem á upphaf sitt að rekja til ömmu stofnandans og hlóðaeldhúss í Austur-Land- eyjum, ætla að færast frá kynslóð til kynslóðar. Elsta fyrirtæki Kópavogs, Ömmubakstur, er orðið 50 ára gamalt og eigandinn er áttræður Bakaði fyrstu flat- kökuna átta ára gamall Morgunblaðið/Jim Smart Friðrik Haraldsson (fyrir miðju á myndinni) fagnaði áttræðisafmæli sínu á dögunum með konu sinni, Steinu Margréti Finnsdóttur, og fjölskyldu. Stór hluti fjölskyldunnar starfar hjá fyrirtæki Friðriks, Ömmubakstri. FLUGLEIÐIR gera ráð fyrir að afkoma af farþegaflutningum fé- lagsins í júlí verði mjög góð en fé- lagið hefur minnkað sætaframboð í alþjóða áætlunarflugi milli ára. Í frétt frá félaginu segir að farþeg- um á leiðum til og frá Íslandi hafi fjölgað en farþegum á Norður-Atl- antshafsmarkaði hafi hins vegar fækkað. Flugleiðir hafa minnkað fram- boð jafnhratt sem nemur farþega- fækkuninni og leiðir það því til verulegs afkomubata. Í frétt frá fé- laginu kemur fram að á fyrsta árs- fjórðungi átti þetta mestan þátt í 745 milljóna króna betri afkomu af rekstri Flugleiða en á sama tíma- bili árið 2001, og þróun farþega- flutninga á öðrum ársfjórðungi og í júlí bendi eindregið til að sú þróun haldi áfram. Þá var sætanýting í júlí 87,5%, sem er með því allra hæsta í sögu félagsins. Þá segir að þróunin í farþega- flutningum í júlí sé mjög svipuð og allan fyrri hluta ársins, það er að farþegum fækki í heild en sam- setning farþegahópsins eftir mark- aðssvæðum sé að breytast á já- kvæðan hátt. Í júlí voru farþegar á leiðum til og frá Íslandi 64% af heildarfjölda farþega en í júlí í fyrra var þetta hlutfall 56%. Fyrstu sjö mánuði ársins voru far- þegar á leiðum til og frá landinu 60% en á sama tímabili í fyrra var þetta hlutfall 51%. Farþegum í millilandaflugi Flugleiða fækkaði í heild um 8,8% í júlí í samanburði við sama mánuð á síðasta ári. Þeir voru 160.269 nú en voru 175.762 í júlí 2001. Farþegum á almennu farrými fækkaði um 9,1% en á við- skiptafarrými fækkaði farþegum um 1,8%. Í júlí minnkaði sætaframboð Flugleiða um 15,1% og salan um 11,3% sem leiddi til þess að sæta- nýting var í mánuðinum 3,7 pró- sentustigum betri en í júlí 2001. Hún var 87,5% í júlí í ár en 83,8% á síðasta ári. Búist við verri afkomu Flug- leiða-Frakts en á fyrra ári Þá segir að í samræmi við minnkað framboð og færri áfanga- staði en í fyrra hafi farþegum fækkað í innanlandsflugi Flug- félags Íslands, dótturfyrirtækis Flugleiða, í júlímánuði um 22,2%, úr 32.928 farþegum í fyrra í 25.602 í ár, á meðan sætanýting félagsins jókst um 4,6%. Sætanýting hjá Flugfélagi Ís- lands hefur batnað um 7,2 pró- sentustig fyrstu sjö mánuði ársins og á þátt í verulegum bata á af- komu fyrirtækisins ásamt og með kostnaðarlækkun og mikilli hag- ræðingu á flestum sviðum starf- seminnar. Í fréttinni kemur fram að hjá Flugleiðum-Frakt hafi flutningar í júlí verði 5,6% minni en á fyrra ári og fyrstu sjö mánuðina sé þessi samdráttur 13,2%. Þá er bent á að Flugleiðir-Frakt eigi þess ekki kost að draga saman framboð með sama hætti og Flugleiðir og Flug- félag Íslands. Nýting framleiðslu- getu hefur því versnað og búist er við að afkoma fyrirtækisins verði verri í sex mánaða uppgjöri en á fyrra ári. Loks segir að Flugleiðir hafi dregið framboð í heild saman um 17,2% á fyrstu sjö mánuðum 2002. Í heild fækkaði farþegum í milli- landaflugi Flugleiða á fyrstu sjö mánuðunum ársins úr tæplega 845 þúsund í fyrra í rúmlega 714 þús- und eða um 15,5%. Sætanýting dróst saman um 0,7 prósentustig. Flugleiðir kynna 6 mánaða rekstr- aruppgjör sitt 21. ágúst næstkom- andi. Afkoma Flugleiða í júlímánuði batnaði verulega milli ára Sætanýting í júlí ein sú besta í sögu félagsins HÖSKULDUR Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, segir þá gagnrýni sem komið hefur fram af hálfu rekstr- araðila í flugstöðinni að hluta til byggða á misskilningi. Eins og greint var frá í blaðinu í gær er óánægja meðal fyrirtækja í flug- stöðinni með þá ákvörðun stjórnar FLE að efna til forvals á rekstr- araðilum á brottfararsvæði og einn- ig hafa fyrirhugaðar breytingar og verslunar- og þjónustusvæði verið gagnrýndar. ,,Við verðum að tryggja jafnt að- gengi rekstraraðila inn á svæðið og gefa nýjum aðilum á ákveðinna ára fresti færi á því að hafa möguleika á að koma með rekstur inn í flugstöð- ina,“ segir Höskuldur. Að sögn hans er gert ráð fyrir því við forvalið að þeir sem áhuga hafi leggi fram hugmyndir og grófar áætlanir um hvernig þeir ætla að byggja upp sinn rekstur í flugstöð- inni. ,,Síðan verður þetta metið og í framhaldi af því teknar upp við- ræður við hugsanlega einn til fjóra aðila á hverju sviði um möguleika þeirra á að hefja rekstur í flugstöð- inni. Við reynum að gera þetta eins gagnsætt og frekast er kostur,“ segir Höskuldur. Verslanir með mesta veltu hafa bestu verslunarplássin Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að FLE sé að taka frá bestu verslunarplássin fyrir eiginn fríhafnarrekstur. ,,Það er alveg ljóst að sú verslun sem flugstöðin rekur í dag er með langmesta veltu á brottfararsvæðinu og það er yf- irleitt svo í öllum verslunarmiðstöð- um að þær verslanir sem eru með mesta veltu njóta besta plássins,“ segir Höskuldur aðspurður um þetta. ,,Við höfum einnig tekið ákvörðun um að fækka vöruflokk- um sem við erum að selja í fríhöfn- inni niður í fimm og gefa aðilum sem eru í rekstri á því sviði færi á að komast þarna inn. Menn geta svo auðvitað deilt um hvort flugstöðin eigi sjálf að vera í verslunarrekstri eða ekki en það er kveðið á um það í lögum um stofnun félagsins og í rekstrarleyfi þess að félagið eigi að reka fríverslun í flug- stöðinni,“ segir hann ennfremur. Höskuldur bendir einnig á að fyr- irhugaðar breytingar á verslunar- svæðinu í flugstöðinni séu byggðar á ákveðnum hugmyndum en ekki sé um endanlegar tillögur að ræða. ,,Mér finnst sumir líta á þetta eins og um endanlegar tillögur sé að ræða en þetta eru fyrst og fremst hugmyndir, sem eiga svo að þróast. Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessu fyrirkomulagi á út- leigusvæðinu en það ræðst af því hversu margir aðilar hafa áhuga á að koma þarna inn og hversu mikið pláss þeir vilja taka á leigu,“ segir hann. Hugmyndir um að setja nýjan tölvubúnað á innritunarborðin Meðal þess sem gagnrýnendur hafa haldið fram er að FLE þurfi að bæta aðkomu farþega að flugstöð- inni, m.a. vegna biðraða sem mynd- ast við innritunarborðin á álagstím- um. ,,Við höfum verið að vinna að því máli og erum nýbúnir að setja upp nýjan búnað við sex innritunar- borð,“ segir Höskuldur. Hann bend- ir einnig á að innritunarsalurinn hafi verið stækkaður og frá sl. vori hafa tveir aðilar annast innritun farþega í flugstöðinni, í fyrsta skipti í sögu flugstöðvarinnar. ,,Það eru líka uppi hugmyndir um að setja upp nýjan tölvubúnað á öll innritunarborðin, sem mun hraða innrituninni. Við vinnum að því að hraða afgreiðslunni í samvinnu við þessa rekstraraðila. Við höfum einnig rætt við sýslumannsembætt- ið um vopnaleitina og hún hefur gengið mjög vel í sumar og orðið veruleg bót þar á frá fyrri árum en það er auðvitað ljóst að yfir hásum- arið er mikið álag á innrituninni á ákveðnum tímapunktum, sem helg- ast m.a. af því að flestar vélarnar eru að fara út á sama tíma. Eitt af því sem við höfum verið að skoða, til viðbótar því að setja upp nýjan bún- að er að reyna að hafa áhrif á það hvenær fólk kemur í flugstöðina til innritunar, m.a. í samvinnu við t.d. Kynnisferðir, sem sjá um akstur að flugstöðinni.“ Framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um gagnrýni á fyrirhugaðar breytingar Gagnrýni að hluta byggð á misskilningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.