Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 27 Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í sólina í haust á einstökum kjörum, þar sem þú getur lengt sumarið á vinsælustu áfangastöðum Íslendinga við bestu aðstæður. Í september finnur þú frábært veður við Miðjarðarhafið, 25–30 stiga hita og kjöraðstæður til að lengja sumarið. Beint flug á alla áfangastaði Heimsferða þar sem þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra okkar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Síðustu sætin með Heimsferðum í sólina í haust frá 39.985 Verð frá 39.895 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 5. sept. í viku. Stökktu tilboð. Verð frá 49.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 5. sept. í viku. Stökktutilboð með sköttum. Mallorka Hér getur þú valið um vinsælustu gististaði Heimferða, s.s. Pueblo Palma eða Tres Torres, eða valið stökkið í sólina, og þá færðu að vita 3 dögum fyrir brottför hvar þú gistir. Verð frá 39.895 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 4. sept. í viku. Stökktu tilboð. Verð frá 49.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 5. sept. í viku. Stökktutilboð með sköttum. Benidorm Einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Vinsælustu gisti- staðirnir okkar, Vina del Mar og Montecarlo eru í hjarta Benidorm, og ef þú vilt taka sénsinn og kaupa ferð án þess að vita hvar þú gistir, þá færðu enn lægra verð. Verð frá 39.895 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 4. sept. í viku. Stökktu tilboð. Verð frá 54.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 5. sept. í viku. Stökktutilboð með sköttum. Costa del Sol Okkar vinsælasti áfangastaður, enda finnur þú hér frábærar aðstæður í fríinu. Veldu um Aguamarina, Timor Sol eða Principito, og tryggðu þér 1, 2 eða 3 vikur í sólinni í haust. Og ef þú vilt stökkva, þá er verðið enn lægra. Aðeins 19 sæti Síðustu 26 sætin Uppselt 28. ágúst SÍÐUSTU tónleikar í tónleikaferð- inni Ave Maria – Himnanna drottn- ing verða haldnir í Breiðholtskirkju í dag kl. 17. Um er að ræða tón- leikaferð og myndlistarsýningu á vegum sóprandúettsins Vocalisa, sem Berglind Björgúlfsdóttir og Joyce S. Liu skipa, organistans Sig- rúnar Mögnu Þórsteinsdóttur og myndlistarkonunnar Soffíu Sæ- mundsdóttur. Á tónleikunum í dag leikur einnig Bryndís Halla Gylfa- dóttir með þeim á selló. Ferðalag um tímann og heiminn Tónlistarkonurnar þrjár og myndlistarsýning Soffíu hafa ferðast um landið síðan í ágústbyrj- un. Hafa þær flutt tónlist helgaða Maríu mey frá ýmsum tímabilum, bæði íslenska og erlenda, og er María einnig viðfangsefni mynd- verka Soffíu. „Það má segja að við förum í gegn um aldirnar í tónlist- arvali okkar, allt frá upphafi kristni fram á okkar daga og syngjum allt- af um Maríu mey,“ segir Berglind í samtali við Morgunblaðið. „Tónlist- ina höfum við grafið upp hér og þar, og má segja að í henni förum við líka í einskonar ferðalag um heiminn. Til dæmis syngjum við lög eftir Hildegard von Bingen sem var nunna í Þýskalandi og ítalska nunnu sem var uppi á 18. öld og hét Chiara Margarita Cozzolani.“ Fyrri hluti efnisskrár tón- leikanna er tónlist eftir konur ein- göngu. „Við erum þarna konur að flytja tónlist um konu eftir konur! Það er svolítið sérstakt, en alls ekki með vilja gert, það hittist bara svona á. Ég og Joyce erum báðar sópranar og höfum verið að leita að tónlist sem hentar okkar röddum. Mikið af tónlistinni, sem við flytj- um, er eftir nunnur sem sömdu tón- list í nunnuklaustrum og höfðu ein- ungis úr kvenröddum að velja. Það tel ég að sé líklegasta skýringin á því að þetta koma svona út,“ segir Berglind. Eftir hlé er efnisskráin blandaðri. „Þá færumst við líka nær nútíman- um, syngjum til dæmis mikið af ís- lenskri tónlist. Það er til svo mikið af fallegri íslenskri tónlist og ljóð- list um Maríu mey, sem ég held að hafi ekki verið mikið flutt.“ Berglind segir tónleikana alla hafa gengið vel og ferðina hafa ver- ið frábæra í alla staði. „Við fengum Tónlist helguð Maríu mey Dúettinn Vocalisa skipa Berglind Björgúlfsdóttir og Joyce S. Liu, org- anisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir leikur með á selló á tónleikum í Breiðholtskirkju í dag kl. 17. mjög góða aðsókn á mörgum stöð- um,“ segir hún. „Í upphafi höfðum við hugsað okkur að höfða til ferða- mannanna á Íslandi og gistum því oftast á tjaldstæðum og undir- bjuggum efnisskrána með tilliti til þess. Þeir sýndu okkur hins vegar engan sérstakan áhuga og oftast voru tónleikarnir okkar meira setn- ir Íslendingum.“ Á síðustu tvennum tónleikum ferðalagsins, þeim sem verða í dag og á tónleikum í Skálholti síðastlið- inn fimmtudag, spilar Bryndís Halla Gylfadóttir með á selló. „Á fimmtudag var sérstök Maríumessa samkvæmt kaþólsku dagatali. Það var því sérstaklega ánægjulegt að vera með tónleika í Skálholti þann dag,“ segir Berglind. „Bryndís kom inn í hópinn þá og verður einnig með okkur á lokatónleikunum. Það gefur mjög skemmtilegan botn í flutninginn að bæta sellóinu við.“ SÝNINGU sænsku listakonunnar Elinar Wikström í Galleríi Hlemmi, sem ber heitið Cool or Lame, lýkur í dag. Verkefnið hófst í apríl á þessu ári á samsýningu í München og mun vera í vinnslu í heilt ár, en Gallerí Hlemm- ur er annar og jafnframt síðasti sýn- ingarstaður Wikström á verkefninu. Saumar allan sinn fatnað í ár „Þema samsýningarinnar í Münch- en þar sem verkefnið hófst var hnatt- væðing, efnahagsmál og pólitík. Það sem ég sýni hér er mitt framlag til þeirrar sýningar,“ segir Wikström. „Það framlag felst í því að ég sé fyr- irmynd annarra í að lifa samkvæmt pólítískri sannfæringu sinni og gera eitthvað sem hann eða hún hefur aldr- ei gert áður, en sem myndi breyta við- komandi einstaklingi og lífsstíl hans. Áskorunin fyrir mig felst í því að hætta að ganga í merkjafötum og læra að gera mín eigin föt. Ég hét sjálfri mér því að nota ekki þau föt sem ég ætti þegar, ekki kaupa ný föt, og að þau föt sem ég gengi í, væru einungis föt sem ég hef gert sjálf, hvernig sem þau líta út. Þetta mun ég gera í heilt ár, sem hófst 26. apríl síðastlið- inn.“ Á sýningunni sýnir Wikström myndir af ferlinu, en er jafnframt á staðnum og saumar föt og ræðir við sýning- argesti um framtak sitt. „Verkefnið felst að miklu leyti í sam- ræðum – það er ekki mikið að sjá í glugga gallerísins,“ segir hún. Fata- framleiðslan hefur ekki gengið ýkja hratt síðan Wikström kom til Íslands, en hún segir sýninguna engu að síður hafa verið mjög frjóa. „Hingað hafa komið margir gestir, um fimmtán manns á dag, og rætt lengi við mig um verkefnið, sem er ekki síður hluti af sýningunni. Ég myndi því segja að hún hafi gengið afskaplega vel, þótt henni fylgi mikil vinna.“ Markmiðið að finna sér sína áskorun Wikström segir umræður við sýn- ingargesti hafa þróast út frá fata- framleiðslu og notkun hennar í verk- efninu yfir í margvísleg málefni er snerta listir og menningu almennt. „Það virðist koma mörgum sýningar- gestum hér á Íslandi á óvart að ég sé hluti af listaverkinu. Eins hefur það komið mér á óvart að það sem ég er að gera virðist ekki vera jafnmikil áskorun fyrir Íslend- inga eins og það gerir fyrir Svía, því hér sýnist mér að margir stundi handverk af einhverju tagi.“ Hún leggur á það áherslu að markmiðið með verkefninu sé ekki að gefa þau skilaboð að fólk eigi að hætta að ganga í merkjavöru og fara að sauma sjálft á sig fatnað, heldur að sýna fordæmi fyrir gildi þess að takast í heilt ár á við eitthvað sem breytir lífsstíl einstak- lingsins. „Það getur verið eitthvað allt annað fyrir aðra manneskju en mig,“ segir hún. Sýningin mun að öllum líkindum ekki vera sýnd víðar. „Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð við sýningunni á þessum tveimur stöðum sem ég hef sýnt hana,“ segir Wikström. „Þar fyr- ir utan myndi ekki felast sama áskor- unin í verkefninu ef ég gæti einbeitt mér að því 24 tíma á dag, eins og hing- að til. Í haust fer ég aftur að kenna við Umeå-listaháskólann, og þá hefst í raun hin ruanverulega áskorun sem í verkefninu felst, að umbreyta lífs- stílnum á þennan hátt.“ Sýningin stendur opin í dag kl. 14–18. Að breyta lífsstílnum í ár Sænska listakonan Elin Wikström ákvað að snúa baki við merkja- fatnaði og sauma þess í stað öll sín föt sjálf í heilt ár. Inga María Leifsdóttir fræddist um verkefnið sem stendur nú yfir í Galleríi Hlemmi. ingamaria@mbl.is Elin Wikström FYRIRLESTUR um rúnasteina verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 16. Það er rúnasérfræðingurinn Marit Åhlén frá Svíþjóð sem heldur fyrirlest- urinn en hún er dr. fil. í norrænum tungumálum. Hún hefur síðan árið 1985 unnið hjá embætti þjóðminja- varðar í Stokkhólmi og einkum sinnt rúnum og rúnaristum. Hún er vel þekkt í Svíþjóð eftir að hafa sýnt og skýrt á annað hundrað rúnarist- ur í 78 sjónvarpsþáttum. Rúnasteinar eru bautasteinar sem ristir voru rúnum og reistir á 11. öld. Yfirleitt voru aðeins karlar heiðraðir með rúnasteini eftir dauða sinn. Þó þekkjast dæmi þess að eiginkonu, dóttur, systur eða jafnvel tengdamóður hafi verið minnst á þennan hátt. Oft áttu kon- ur þátt í að reisa rúnastein til minn- ingar um eiginmann, son, föður eða bróður. Textarnir eru stuttir og fremur hefðbundnir að allri gerð en þó er ekki síst hægt að lesa á milli línanna og þannig kynnast konum á víkingatímum og aðstæðum þeirra. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis. Fyrirlestur um rúnasteina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.