Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristinn Ásgeirs-son fæddist að Baulhúsum við Arn- arfjörð 5. apríl 1922. Hann lést 31. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ásgeir Matthíasson og Guð- björg Oktavía Krist- jánsdóttir. Kristinn átti átta systkini og eru þrjú þeirra á lífi. Hinn 10. ágúst 1947 kvæntist Krist- inn Guðrúnu Re- bekku Jakobsdóttur frá Kvíum í Jökulfjörðum. Börn þeirra eru sjö: 1) Ásgeir Matthías, f. 12. desember 1947, maki Guð- jóna Kristjánsdóttir. 2) Guðbjörg Kristín, f. 20. febrúar 1949. 3) Jak- ob, f. 9. febrúar 1950. 4) Jóna Elín, f. 19. desember 1954, maki Guðbjartur Á. Ólafsson. 5) Guð- mundur, f. 4. apríl 1959, maki Guðbjörg Benjamínsdóttir. 6) Kristján Hörður, f. 25. september 1960, maki Valdís Valdi- marsdóttir. 7) Helga, f. 3. febrúar 1962, maki Þórarinn Viðar Hjaltason. Barna- börn og barnabarna- börn Kristins og Guðrúnar eru 25. Útför Kristins fór fram í kyrr- þey, að ósk hins látna, frá Foss- vogskapellu mánudaginn 12. ágúst. Hvenær er andlát er tímabært og hvenær ekki er erfitt að svara, en í mínum huga varst þú farinn að þrá að fá hvíld frá þessu jarðneska lífi. Það eitt er víst í þessu lífi að dauðinn kem- ur og hann aðskilur okkur um stund, en skilnaðurinn varir eitt augnablik í eilífðinni, því öll göngum við sömu leið. Það sem af er þessu ári var búið að vera mjög erfitt fyrir pabba og það sem hann þurfti að ganga í gegnum síðustu vikur og mánuði er eitthvað sem enginn óskar sér eða á skilið. Síð- ustu dagana fyrir andlátið naut hann þó mjög góðrar umönnunar á Land- spítala í Fossvogi þar sem hann and- aðist. Þegar ég læt hugann reika og horfi til baka, þá flæða fram ótal minningar sem ekki verða festar á blað. Við vor- um nokkuð nánir á okkar hátt, enda var það hann sem kenndi mér hin ýmsu handverk sem mér hafa komið að ómetanlegu gagni á göngunni í gegnum lífið. Eitt lærði ég nokkuð fljótt og það var að fara mínar eigin leiðir og að muna að maður ætti að geta gert flesta hluti sjálfur án að- stoðar frá öðrum. Þessi vestfirska staðfesta okkar (sem sumir kalla þrjósku) gekk stundum nokkuð langt og gat stundum orðið okkur báðum nokkuð erfið og dýru verði keypt. Vinna og aftur vinna var það sem lífið þitt snerist um. Þegar pabbi réðst í að kaupa vélsmiðju var það ekki gert til að græða peninga heldur til að hafa vinnu og geta hjálpað öðr- um. Rekstur Smiðjunnar h.f. krafðist þess að skrifaðir væru reikningar og þeir rukkaðir en það var ekki hans sterka hlið að rukka fyrir vinnu sem hann vann og stundum gat orðið nokkuð erfitt að fá greitt og sumir voru bara rukkaðir einu sinni og ef reikningurinn var ekki greiddur þá var hann afskrifaður um næstu ára- mót. Báðir synir mínir, þeir Kristinn og Matthías Geir, fengu að dvelja nokkur sumur hjá afa og ömmu á Bíldudal og þar lærðu þeir að vinna undir handleiðslu afa síns og ömmu. Fyrir sumardvöl þeirra og umhyggju fyrir þeim og við okkur Jónu fæ ég seint fullþakkað. Geymi þinn anda. Guð sem öllu ræður gefi þér frið í sínu dýrðar ríki í honum sjálfum allir verða bræður andinn er frjáls, þó héðan burtu víki. Þar sem um eilífð, aldrei falla tárin ástvinir finnast, jarðlífs gróa sárin. (N.S.) Þinn sonur Ásgeir M. Það er svolítið sérkennilegt til þess að hugsa, að afa mínum og ömmu kynntist ég bara á sumrin, svo að það hvílir ákaflega ljúfur blær yfir þeim minningum. Oftast sól á Bíldudal en það kom fyrir að rigndi. Ég kynntist því ekki þeim hörðu vetrum sem svo oft verða fyrir vestan. Bernskuminn- ingin verður fyrir vikið nokkuð eins- leit, en einstaklega sólrík og ánægju- leg. Samband mitt við þau varð því sérstakt. Þannig eru minningar mín- ar tengdar afa ávallt í tengslum við sumardvöl mína á Bíldudal. Ég hef líklega verið níu ára þegar ég fyrst fór að fara einn vestur. Þegar styttist í skólaslitin og prófunum, sem í þá daga voru í byrjun maí, lauk, var haf- ist handa við að pakka niður. Sumarið var greinilega á næsta leiti og heim- sókn til ömmu og afa á Bíldudal var yfirvofandi. Dagarnir taldir niður. Fyrir utan það að fara í heimsókn sumarlangt var upphafið ávallt mjög spennandi, það að fara fljúgandi vest- ur. Mesti spenningurinn í þeim hluta ferðarinnar var að komast í flug með litlu vélunum, því það þýddi einfald- lega meiri möguleika á að sitja nær flugmanninum eða jafnvel í aðstoðar- flugmannssætinu. Úti á flugvelli beið afi tilbúinn að taka á móti nafna sínum. Ólíkt skóla- félögum mínum sem fóru í sveit fór ég á Bíldudal, það var ekki sveit. Afi hafði brugðið sér frá Smiðjunni eitt augnablik til að bruna út á völl, ók til ömmu og síðan var hann rokinn. Áður en ég hafði aldur til að fara að vinna í frystihúsinu kynntist ég vinnumynstri afa míns. Fyrstur á fætur upp úr klukkan sex, kominn í Smiðjuna sjö, síðan kom tíukaffið með hafragraut og rúgbrauð með kæfu sem amma hafði klárt. Hádeg- ismaturinn með tilheyrandi blundi, þögn á meðan afi lagði sig. Síðan kom fjögurkaffið og loks kvöldmaturinn. Eftir matinn sátu þau afi og amma hvort í sínum stól. Iðulega náði afi ekki að klára að horfa á veðurfrétt- irnar í lok fréttatímans en nýtt um- hverfishljóð var komið í stofuna. Afi sofnaður með tilheyrandi ,,léttum hrotum“. Og amma dottaði í sínum stól. Á sunnudögum var eldað læri eða hryggur í hádeginu og hlustað á messuna í útvarpinu. Og síðan einn bíltúr eftir hádegi, ýmist út í fjörð eða upp á fjall. Andrúmsloftið var gjör- ólíkt því sem maður átti að venjast úr höfuðborginni. Á staðnum þekktu all- ir alla, umræður snerust um afla- brögð og fiskvinnslu. Afi átti skektu sem við frændsystk- inin notuðum mikið, ekki dugði að róa alltaf bara yfir voginn þannig að á endanum lét afi undan þrýstingi barnanna og fékk sér utanborðsmót- or og fór reglulega með okkur í sigl- ingu út á lygnan fjörðinn. Síðar breyttist þetta og rétt eins og ung- lingur sem fær lánaðan fjölskyldubíl- inn, fengum við sjálf lánaða skektuna. Og allir í björgunarvesti. Þessi sjálf- stæða sjósókn mín vakti ekki mikla kátínu foreldra minna fyrir sunnan, en afi hafði fulla trú á þessum uppá- tækjum og treysti mér fullkomlega. Þegar síðan Bílddælingar fengu tog- ara í plássið, sem okkur krökkunum þótti vera á við stærstu skemmti- ferðaskip, varð það mikið sport að fá að fara með togaranum einn túr. Þannig fengu krakkarnir að fara sem farþegar í viku til tíu daga á sjó. Ég var þá tíu ára. Hvatti afi mig til að sækja um að komast túr með togar- anum og kynnast sjómannslífinu sem hann þekkti sjálfur mjög vel. Það tókst og eftir símtal frá Sigga skip- stjóra bauðst mér að fara slíka ferð sem farþegi og áhorfandi. Upphófust nú miklar bollaleggingar og skipu- lagning með afa og ömmu um það hvernig að þessu skyldi staðið. Hvað ætti að taka með, hvort hætta væri á sjóveiki og hvernig veðrið skyldi nú vera. Afi sagði að ég yrði að hringja suður og ræða við móður mína um þetta og fá leyfi. Ég hringdi og óskaði eftir leyfi móður minnar til að fara á sjó enda vissi ég að hún yrði að gefa leyfi fyrir ferðinni. Afi vissi líka að móðir mín var jú ekkert alltof hrifin af þessum bátsferðum á skektunni. Mamma sagði að það væri svo sem í lagi en með því skilyrði að ég yrði ávallt í björgunarvesti. Samþykkti ég þetta og lagði á. Afa þótti þessi af- staða móður minnar í meira lagi skondin og hló mikið. Ég fór þennan túr án vestisins og móður minni brá víst nokkuð þegar hún hafði áttað sig á því að haffærisskírteini drengsins var ekki fyrir bátsferð á skektunni hans afa, heldur tíu daga sjóferð á togara þeirra Bílddælinga Sölva Bjarnasyni. Seinna átti ég eftir að verða háseti á togaranum og var stundum rifjuð upp sagan um björg- unarvestið yfir kaffibolla í eldhúsinu hjá afa og ömmu. Það eru vinnulúnar hendur og lík- ami sem lagst hafa nú til hinstu hvílu. Afi var afar ósáttur við það hvernig fyrir honum var komið. Hann var skýr í kollinum, en líkaminn var orð- inn hrumur og slappur. Honum fannst hann ekki eiga aftur snúið í Hveragerði til ömmu, þaðan sem hann hafði verið fluttur vegna veik- inda til Reykjavíkur. Hann kvaddi mig með þeim orðum nú rétt fyrir lok júlí þegar ég var á leið í tíu daga frí erlendis að líklega yrði hann ekki hér þegar ég kæmi til baka. Sú varð raun- in. Það eru þó minningarnar um afa sem ylja okkur – þegar hann lék á als oddi í Smiðjunni á Bíldudal, bíltúrar í Selárdal og bátsferðirnar. Minninga- brot sem aldrei hverfa. Við fjölskyld- an í Sólheimum sendum ömmu í Hveragerði okkar innilegustu samúð- arkveðjur og óskum þess að Guð og góðar vættir styðji hana og vaki yfir afa á Bíldual. Kristinn Ásgeirsson. KRISTINN ÁSGEIRSSON             !" # $%                    !  "   ##" & '' (  )' *'(                             !! "       #  $           %  ! !" #$!% !  & ' % &# " #$!%# ! ! !   % # % &# & #(# )## ! ! ! & #(#  #%  #!% % &#  ! $$* #!+                                          !"" # $!%     &  #'  !  !"" # $!%  ()# !"" # *++#"   &  ,## ()# !"" # &#- #' & .                                                                                                                           ! "               #   $   %$$  &  '     !"#$%   % &##'  ( ) %#$%   !(*  &#$%   *  +"   ##'  !"  &##' *,! -' $%   . . '*. . . ) Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.