Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 16

Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 16
ERLENT 16 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stuðningsaðili StuðningsaðiliBremsuhlutir Pústkerfi Tæknibúnaður SíurLjósabúnaður Demparar RafgeymarVarahlutir KASSABÍLARALLÝ BÍLANAUSTS fer fram sunnudaginn 25. ágúst 2002 á bílaplaninu við Bílanaustsbúðina í Borgartúni. Glæsilegir vinningar Skráning og allar frekari upplýsingar er að finna á bilanaust.is. Sérstakur gestur er Gísli G. Jónsson torfærukappi Þátttökuseðla er einnig að finna í öllum 9 verslunum Bílanausts um land allt • Skráning fer fram til 22. ágúst 2002 Frábært ® Grill og gos ZHANG og öldruð móðir hans sátu fyrir framan sjónvarpið dag nokk- urn fyrir skömmu þegar íbúðin þeirra varð skyndilega rafmagns- laus. Á sama tíma var vatnið tekið af. Þetta henti ekki bara þau mæðginin, heldur líka nágranna þeirra í gömlu og heldur niður- níddu hverfi í miðri Shanghai-borg. Íbúarnir vita ósköp vel hvernig á þessu stendur. Þarna var að verki fyrirtæki í eigu ríkisins, sem sér um að rífa niður gömul íbúðahverfi. Í hverfinu þeirra eiga að rísa ný- tískuleg háhýsi á vegum stórfyr- irtækis í Hong Kong. „Þeir sögðu, að við yrðum að hafa okkur á brott en við bjugg- umst ekki við þessum ruddaskap,“ sagði Zhang, 34 ára hótelstarfs- maður, sem vildi ekki, að sitt fulla nafn kæmi fram. Hann er einn í hópi 200 manna, sem hafa þráast við að hlýða fyrirskipunum um brottflutning. Talsmenn fyrirtækisins, sem annast niðurrifið og er í eigu einnar hverfisstjórnarinnar í Shanghai, neita því harðlega að hafa átt nokk- urn þátt í að svipta fólkið rafmagni, vatni og gasi en það segist vita bet- ur. Þetta sé að gerast vítt og breitt um borgina og alls staðar sé beitt sama ruddaskapnum við að koma fólki burt. Gömlu hverfin hafa verið rifin niður hvert á fætur öðru til að rýma fyrir skýjakljúfum og verslunar- miðstöðvum. Nú er stefnt að því, að Shanghai, sem áður einkenndist af hrörnun og afturför á flestum svið- um, skipi sér á bekk með helstu viðskiptamiðstöðvum í heimi. Eru íbúarnir flestir mjög jákvæðir gagnvart breytingunum en mót- mæla hins vegar harðlega tillits- lausum aðferðum stjórnvalda við að koma þeim á. Lokað á útsendingar frá heimsmeistarakeppninni Zhang og nágrannar hans segja, að fyrstu truflanirnar hafi orðið í júní meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stóð. Þá slokknaði á kapalsjónvarpinu rétt fyrir mikil- vægustu leikina en það komst síðan í lag þegar keppninni var lokið. Í Shanghai er framtíð heilla hverfa komin upp á náð og miskunn skipulagsyfirvalda og örlög þeirra eru ráðin á bak við luktar dyr. Íbú- arnir vakna oft við það, að útburð- arbréf hafa verið límd upp á veggi og staura í hverfinu. Embættis- mennirnir halda því fram, að tekið sé fullt tillit til fólksins en þegar ákveðið hafi verið að rífa hverfi sé ekki um neitt annað að ræða fyrir það en hafa sig á brott. „Við reynum að fá fólkið til að flytjast burt með góðu og bjóðum því sanngjarnar bætur. Ef það neit- ar, verða borgaryfirvöld að tryggja með öðrum hætti nauðsynlegar framfarir og þróun,“ sagði einn embættismannanna, sem aðeins gaf upp eftirnafnið Xu. Allt snýst um peninga Þessi útburðarmál eru dæmigerð fyrir andstæðurnar í Kína. Það er eitt af síðustu kommúnistaríkjun- um en efnahagslífið verður æ kapít- alískara og þar er hagnaðarvonin ein höfð að leiðarljósi. Deilurnar snúast líka oftast nær um peninga. Fólkinu, sem skipað er að hafa sig á brott, eru að vísu greiddar nokkr- ar bætur en þær hrökkva hvergi til að leigja eða kaupa íbúð í nýju há- hýsunum. Ríkisstjórnin, sem á allt land, fær hins vegar fúlgur fjár fyr- ir að leigja landið byggingafyrir- tækjum, sem mörg hver eru skráð erlendis. Það þýðir lítið fyrir hinn al- menna borgara að kvarta. Embætt- ismaðurinn, sem tekur við kvört- ununum, er kannski líka á kafi í samningum um háhýsin og niður- rifið. Oft er eina leiðin til að mótmæla útburðinum sú að fara hvergi. Það getur þó verið hættulegt. Dæmi eru um, að ótíndir þrjótar hafi verið fengnir til að þjarma að fólki og fyrir fjórum árum var haft eftir vitnum, að gömlum manni hefði verið kastað út um glugga á ann- arri hæð. Hverfið hans Zhangs er í næsta nágrenni við eitt fínasta veitinga- húsið í Shanghai og nýjar versl- unarmiðstöðvar. Það er hálfgert völundarhús tveggja hæða bygg- inga, sem reistar voru fyrir öld er Frakkar fóru með stjórn í þessum borgarhluta. Í húsunum eru yfir- leitt engin salerni eða aðstaða til baða. Flust í úthverfin Um 90% þeirra 2.000 fjölskyldna, sem bjuggu í hverfinu hans Zhangs, samþykktu að hafa sig á brott og tóku við bótunum, rúmlega 42.000 íslenskra króna á fermetra. Fyrir þann pening gátu þær sest að í háhýsum í útjaðri borgarinnar en hver fermetri í háhýsunum, sem eiga að rísa í gamla hverfinu þeirra, á að kosta rúmlega 212.000 krónur. „Miðborgin er að breytast í klúbb fyrir hina ríku,“ sagði einn íbúanna en Zhang og þeir, sem eft- ir eru í hverfinu, segjast ekki ætla að gefast upp fyrr en tekið verði á málum þeirra af sanngirni. Fólkið borið út með góðu eða illu AP Horft yfir hverfið, sem bíður þess að vera rifið. Kvartanir íbúanna breyta engu. Til að rýma fyrir nýjum háhýsum í Shanghai eru gömlu borgar- hverfin rifin niður og íbúunum skipað að hafa sig á brott. ’ Miðborgin er aðbreytast í klúbb fyr- ir hina ríku. ‘ Shanghai. AP. Æ FLEIRI Danir hafa nú áhuga á því að kynna sér íslamstrú og arab- íska menningu. Frá því er sagt í Politiken að danskir háskólar taki eftir umtalsverðri fjölgun skráninga í námskeið sem fjalli um arabísk málefni og Mið-Austurlandafræði. Þá sé ávallt fullt út úr dyrum á op- inberum fyrirlestrum sem haldnir eru um íslam. Við Kaupmannahafnarháskóla hefur umsóknum vegna náms í arab- ískri tungu fjölgað um 60% frá því í fyrra. „Við tökum um það bil þrjátíu manns inn. Það þýðir að við þurfum nú að vísa um helmingi umsækjenda frá,“ segir Ingolf Thuesen, fram- kvæmdastjóri Carsten Niebuhr- stofnunarinnar. Þá hafa aðstandendur háskólans í Óðinsvéum sömuleiðis orðið varir við aukinn áhuga á málefnum Miðaust- urlanda. Thuesen telur að þennan aukna áhuga megi rekja til ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs en fréttir af átökum Ísraela og Palestínumanna prýða nú forsíður dagblaða sem aldr- ei fyrr. Aukinn áhugi á íslam í Danmörku Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.