Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 29 Söngnám skv. aðalnámskrá tónlistarskólanna. Söngnám fyrir söngelskt fólk. Undirbúningur fyrir einsöngsdeild. Undirstöðuatriði söngtækni. Nótnalestur/tónfræði/tónheyrn. „Syngjandi forskóli“ fyrir 4-6 ára börn. Lifandi og létt tónlistarnám á faglegum grunni! Innritun hefst 19. ágúst í símum 552 0600 og 893 7914. Allar nánari upplýsingar á vefsíðu skólans: www.songskoli@vortex.is Kennt verður í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. „Hjartansmál“ Einsöngsdeild Áhugadeild Kórskóli Barnadeild Söngskólinn MARÍA Eiríksdóttir kennari lauk fyrir stuttu þýðingu á nýlegri bók þýska guðfræðingsins og heimspek- ingsins Jörg Zink en á íslensku ber bókin heitið Segðu mér hvert. Dr. Zink er Þjóðverji og hefur hann að sögn Maríu verið einn vinsælasti höfundur sem skrifar um kristna trú á þýska tungu um fjögurra ára- tuga skeið. María hefur áður þýtt bók eftir Zink en hún kom út hjá Víkurforlaginu árið 1977 og bar heitið Börnin okkar – litlir sigur- vegarar. María segir að Zink hafi skrifað tugi bóka, meðal annars um sið- fræði, uppeldi og umhverfisvernd, en allar séu bækur hans skrifaðar frá sjónarhóli kristins manns. María segir að Zink sé einnig góður ljós- myndari og myndir sem hann hefur tekið prýði fjölmargar bækur hans. Hún hafi kynnst verkum hans þeg- ar hún fékk bókina Börnin okkar – litlir sigurvegarar senda frá Þýska- landi. Sér hafi líkað bókin vel og í framhaldi hafi hún sett sig í sam- band við Zink og hann veitt sér leyfi til þess að þýða bókina á ís- lensku, en María er af þýskum upp- runa. María segir að hún hafi ráðist í að þýða bókina Segðu mér hvert, af því að henni hafi þótt hún sérlega góð og hún hafi lengi haft hana á náttborðinu hjá sér. Hún vilji með þýðingunni gefa Íslendingum færi á að kynnast þessu verki. Séra Jörg Zink fæddist í Þýska- landi árið 1922 og verður áttræður í nóvember næst- komandi. Hann fór að sögn Mar- íu nauðugur í þýska herinn í seinni heims- styrjöldinni og komst með naumindum af, en eftir stríð lagði hann svo stund á guðfræði og heimspeki. Hann vígðist til prestþjónustu 1955, starfaði að æskulýðsmálum og gerðist talsmað- ur friðarhreyfingarinnar. Seinna var hann ráðinn til starfa hjá þýskri sjónvarpsstöð og gerði hann þar biblíulega þætti, auk þess sem kvik- myndir frá löndum Biblíunnar urðu til eftir ferðir hans á biblíuslóðir. Ferðaðist um Ísland Zink hefur einnig starfað sem prestur og staðið fyrir æskulýðs- starfi í heimaborg sinni Stuttgart þar sem hann rak meðal annars starfsvöll fyrir heilbrigð og fötluð börn og hélt þar íslenska hesta. Á árunum fyrir hrun múrsins hélt hann, að sögn Maríu, uppi sam- bandi og studdi við kirkjuna í Aust- ur-Þýskalandi. María hitti Zink þegar hann kom hingað til lands fyrir um það bil 20 árum. Þá ferðaðist hann um landið og kom meðal annars við í Drangey og bænahúsinu á Núpsstað og í einni bók hans er birt mynd af kirkjunni á Núpsstað. Hefur þýtt tvær bækur eftir þýskan guðfræðing María Eiríksdóttir SÝNINGU íslensku leirlistakonunn- ar Rögnu Ingimundardóttur lauk ný- verið í galleríinu KiK, sem er í Kjerte- minde fyrir utan Óðinsvé á Fjóni í Danmörku, en galleríið einbeitir sér að sýningu á norrænni myndlist. „KiK er rekið af fjórtán myndlist- armönnum, sem skiptast á að sýna þar, en bjóða þess á milli öðrum nor- rænum listamönnum að sýna þar,“ segir Ragna í samtali við Morgun- blaðið. Hún var búsett í Óðinsvéum um skeið og þekkti því vel til gallerís- ins. „Mér leist mjög vel á það og sótti því um að sýna þar. Mér var tjáð að biðtíminn væri tvö ár, en hann styttist óvænt í ár. Því var ég að sýna þar í sumar.“ Verk Rögnu eru ýmsir leir- munir, skálar, föt og vasar. Hún seg- ist ekki vita til að leirlist hafi verið sýnd þar áður, en galleríið sýnir mest málverk og skúlptúra. Í kjölfarið á sýningunni í KiK var Rögnu boðið að sýna í öðru galleríi á Fjóni, Rost, sem er í Middelfart. „Ég sýni þar það sem eftir af af sýning- unni í KiK og bæti eflaust einhverju við,“ segir hún. Ragna hélt síðast einkasýningu á Íslandi árið 1997, í Listasafni Kópa- vogs – Gerðarsafni. Ragna Ingi- mundardóttir sýnir í Dan- mörku Tvö af verkum Rögnu Ingimund- ardóttur á sýningu hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.