Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 29
Söngnám skv. aðalnámskrá tónlistarskólanna.
Söngnám fyrir söngelskt fólk.
Undirbúningur fyrir einsöngsdeild.
Undirstöðuatriði söngtækni.
Nótnalestur/tónfræði/tónheyrn.
„Syngjandi forskóli“ fyrir 4-6 ára börn.
Lifandi og létt tónlistarnám á faglegum grunni!
Innritun hefst 19. ágúst í símum 552 0600 og 893 7914.
Allar nánari upplýsingar á vefsíðu skólans:
www.songskoli@vortex.is
Kennt verður í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð.
„Hjartansmál“
Einsöngsdeild
Áhugadeild
Kórskóli
Barnadeild
Söngskólinn
MARÍA Eiríksdóttir kennari lauk
fyrir stuttu þýðingu á nýlegri bók
þýska guðfræðingsins og heimspek-
ingsins Jörg Zink en á íslensku ber
bókin heitið Segðu mér hvert. Dr.
Zink er Þjóðverji og hefur hann að
sögn Maríu verið einn vinsælasti
höfundur sem skrifar um kristna
trú á þýska tungu um fjögurra ára-
tuga skeið. María hefur áður þýtt
bók eftir Zink en hún kom út hjá
Víkurforlaginu árið 1977 og bar
heitið Börnin okkar – litlir sigur-
vegarar.
María segir að Zink hafi skrifað
tugi bóka, meðal annars um sið-
fræði, uppeldi og umhverfisvernd,
en allar séu bækur hans skrifaðar
frá sjónarhóli kristins manns. María
segir að Zink sé einnig góður ljós-
myndari og myndir sem hann hefur
tekið prýði fjölmargar bækur hans.
Hún hafi kynnst verkum hans þeg-
ar hún fékk bókina Börnin okkar –
litlir sigurvegarar senda frá Þýska-
landi. Sér hafi líkað bókin vel og í
framhaldi hafi hún sett sig í sam-
band við Zink og hann veitt sér
leyfi til þess að þýða bókina á ís-
lensku, en María er af þýskum upp-
runa.
María segir að hún hafi ráðist í
að þýða bókina Segðu mér hvert, af
því að henni hafi þótt hún sérlega
góð og hún hafi lengi haft hana á
náttborðinu hjá sér. Hún vilji með
þýðingunni gefa Íslendingum færi á
að kynnast þessu verki.
Séra Jörg Zink fæddist í Þýska-
landi árið 1922 og verður áttræður í
nóvember næst-
komandi. Hann
fór að sögn Mar-
íu nauðugur í
þýska herinn í
seinni heims-
styrjöldinni og
komst með
naumindum af,
en eftir stríð
lagði hann svo
stund á guðfræði
og heimspeki. Hann vígðist til
prestþjónustu 1955, starfaði að
æskulýðsmálum og gerðist talsmað-
ur friðarhreyfingarinnar. Seinna
var hann ráðinn til starfa hjá þýskri
sjónvarpsstöð og gerði hann þar
biblíulega þætti, auk þess sem kvik-
myndir frá löndum Biblíunnar urðu
til eftir ferðir hans á biblíuslóðir.
Ferðaðist um Ísland
Zink hefur einnig starfað sem
prestur og staðið fyrir æskulýðs-
starfi í heimaborg sinni Stuttgart
þar sem hann rak meðal annars
starfsvöll fyrir heilbrigð og fötluð
börn og hélt þar íslenska hesta.
Á árunum fyrir hrun múrsins hélt
hann, að sögn Maríu, uppi sam-
bandi og studdi við kirkjuna í Aust-
ur-Þýskalandi.
María hitti Zink þegar hann kom
hingað til lands fyrir um það bil 20
árum. Þá ferðaðist hann um landið
og kom meðal annars við í Drangey
og bænahúsinu á Núpsstað og í
einni bók hans er birt mynd af
kirkjunni á Núpsstað.
Hefur þýtt tvær bækur
eftir þýskan guðfræðing
María
Eiríksdóttir
SÝNINGU íslensku leirlistakonunn-
ar Rögnu Ingimundardóttur lauk ný-
verið í galleríinu KiK, sem er í Kjerte-
minde fyrir utan Óðinsvé á Fjóni í
Danmörku, en galleríið einbeitir sér
að sýningu á norrænni myndlist.
„KiK er rekið af fjórtán myndlist-
armönnum, sem skiptast á að sýna
þar, en bjóða þess á milli öðrum nor-
rænum listamönnum að sýna þar,“
segir Ragna í samtali við Morgun-
blaðið. Hún var búsett í Óðinsvéum
um skeið og þekkti því vel til gallerís-
ins. „Mér leist mjög vel á það og sótti
því um að sýna þar. Mér var tjáð að
biðtíminn væri tvö ár, en hann styttist
óvænt í ár. Því var ég að sýna þar í
sumar.“ Verk Rögnu eru ýmsir leir-
munir, skálar, föt og vasar. Hún seg-
ist ekki vita til að leirlist hafi verið
sýnd þar áður, en galleríið sýnir mest
málverk og skúlptúra.
Í kjölfarið á sýningunni í KiK var
Rögnu boðið að sýna í öðru galleríi á
Fjóni, Rost, sem er í Middelfart. „Ég
sýni þar það sem eftir af af sýning-
unni í KiK og bæti eflaust einhverju
við,“ segir hún.
Ragna hélt síðast einkasýningu á
Íslandi árið 1997, í Listasafni Kópa-
vogs – Gerðarsafni.
Ragna Ingi-
mundardóttir
sýnir í Dan-
mörku
Tvö af verkum Rögnu Ingimund-
ardóttur á sýningu hennar.