Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR sem þekkja Pálmaog Harald Palsson berabræðrunum vel söguna.„Þeir eru með bestu ogyndislegustu mönnum sem ég hef kynnst,“ segir Svava Sæ- mundsson í Árborg og nágranni þeirra til margra ára, og aðrir taka í sama streng. Þeir hafa búið í Grenihlíð alla tíð, fyrst með foreldrum og systkinum, en tveir síðan Helgi, bróðir þeirra, dó 1995, 79 ára að aldri. Sigrún syst- ir þeirra bjó með bræðrunum þar til hún féll frá, en systkinin voru sjö og gengu þrjú þeirra í hjónaband. „Pabbi og mamma okkar komu hing- að sem ung börn frá Íslandi, hann 1883 frá Lýtingsstöðum í Skagafirði og hún árið 1900 frá Hamraendum í Stafholtstungum í Borgarfirði,“ seg- ir Pálmi, en faðir þeirra var Þor- grímur Pálsson og móðir Guðrún Helgadóttir Jakobssonar. Pálmi er 85 ára, fæddur 1917, en Haraldur tveimur árum yngri. Þeir tala báðir góða íslensku, en Pálmi hefur tvisvar heimsótt Ísland, í leiguflugi frá Winnipeg 1976 og 1981. Þeir segja að íslenskuna hafi þeir lært af foreldrum sínum. „Við höfum aldrei tekið neina lexíu,“ seg- ir Pálmi. „Við eigum orðabækur en engvan grammar og það er óþægi- legt stundum að vita ekki hvernig eigi að beygja sum orð.“ Ríflegur styrkur í menningarmiðstöðina Fyrir tveimur árum var menning- armiðstöðin í Gimli, The Waterfront Centre, formlega opnuð, en til að hún yrði að veruleika þurftu margir að leggja hönd á plóg. Bræðurnir í Grenihlíð brugðust ekki kalli frekar en fyrri daginn og gáfu 5.000 dollara í byggingarsjóð. „Það þurfti vissa upphæð til að fá eitthvert Eddunafn úr goðafræðinni skráð,“ segir Pálmi og vill helst ekki nefna upphæðina. „Við dreifðum þessu á þrjú ár því þannig var hægt að nýta upphæðina betur í sambandi við skattinn.“ Mörgum þykir óyfirstíganlegt að gefa 5.000 dollara, um 300.000 kr., í samfélagsverkefni, en bræðurnir gera lítið úr rausnarskapnum. „Bú- skapurinn hefur gengið skaplega hjá okkur,“ segir Haraldur, „í seinni tíð,“ botnar Pálmi og bætir við að þeir hafi reyndar hætt öllum búskap 1995. „Það var mjög fátækt fólk hérna um 1930, þegar við vorum að vaxa upp. Það var alltaf nóg að borða og svoleiðis en það vantaði upp á að maður hefði föt. En það lagaðist mikið með afkomu fólks eftir stóra stríðið, seinna stríðið. Fyrst þá höfð- um við til dæmis traktora á robber- hjólum.“ Haraldur segir að tækniframfarir, bættir vegir og bílar, hafi breytt miklu og auðveldað bústörfin, en bræðurnir segja að nautgriparæktin hafi gefið mest af sér. „Það bless- aðist best efnalega að gera nautgrip- ina stóra og selja þá svo. Fyrir þetta svæði hefði verið betra fyrir marga að gefa sig meira að því, heldur en að kornrækt, því það hefur svo oft verið lágt verð á korninu,“ segir Pálmi, en Haraldur vill frekar tala um holdgripi. Enda kemur á daginn að þeir sýndu holdgripi á nautgripa- sýningum í Brandon 1975 til 1980 og fengu fyrstu verðlaun fyrsta árið. „Við fengum mörg verðlaun og það var býsna gott að fá fyrstu verðlaun fyrir besta nautið. Þetta voru hvít- hausar frá Englandi, svonefnd Hereford-tegund,“ segir Pálmi en Haraldur bætir við að þeir hafi líka verið með fleiri tegundir. „Já, já. Þetta var gaman,“ segir Pálmi, en þeir voru mest með 55 nautgripi. Steingrímur, yngri bróðir þeirra, gerðist bóndi nálægt Riverton og var fjölskylda hans mest með um 100 gripi. „Hann hafði heilsubilun og varð að hætta,“ segir Pálmi. Ekki fundið réttu konurnar Bræðrunum líður vel í Grenihlíð, en seldu landið þegar þeir hættu að búa. Þeir hafa verið einhleypir alla tíð og spurðir hvort aldrei hafi staðið til að fá utanaðkomandi konur í hús- ið stendur ekki á svarinu hjá Har- aldi: „Nei, við höfum ekki fundið þær ennþá.“ Pálmi bætir við að ein ástæðan sé sú að þeir hafi verið fá- tækir þegar þeir hafi verið ungir. Stúlkurnar hafi mikið farið til vinnu úr byggðinni til Winnipeg því þar hafi verið hærra kaup að fá. „Það var alvanalegt að fá 15 dollara á mánuði þá fyrir vinnu í bænum og aðrir voru skarpari en við að ná í þær sem eftir voru.“ Þó þeir hafi verið kvenmannslaus- ir hafa þeir sótt skemmtanir í sveit- inni og nágrenni. Þeir segja að hljómsveitin Johnny and the Musi- cal Mates frá Riverton hafi verið á böllunum í samkomuhúsinu í Geysi- rbyggðinni fyrir 60 árum og skemmti þar enn, en auk þess hafi þeir alltaf gaman af að hlusta á karlakóra frá Íslandi. Hins vegar hafi danssamkomur í samkomuhús- inu ekki heppnast fjárhagslega upp á síðkastið og því hafi dregið úr þeim. „Það er svo margt annað nú á dögum,“ segir Haraldur, „giftingar og socials sem þeir kalla.“ Ókunnugum reynist gjarnan erfitt að finna sveitabæi á svæðinu; aka þarf svo og svo margar mílur í norð- ur, síðan svo og svo margar í vestur eða austur og svo aftur norður og svo framvegis, til að fara á tiltekinn stað. „Það eru engir kílómetrar hér,“ segir Haraldur. „Landið var lagt út á enskan máta,“ segir Pálmi, „og það er ekki hægt að breyta því,“ bætir Haraldur við. „Metrakerfið var tekið upp með lögum á Trudeau-tímanum en það þýðir ekki að vísa til vegar hér eftir kílómetrum,“ segir Pálmi, en segist engu að síður kunna betur við að tala um hita á Celcius en Fahrenheit. „Kvarðinn ætti hins vegar að vera frá 0 upp í 200, því þá væru gráðurnar ekki eins stórar og nú, þá þyrfti til dæmis ekki að segja 16,5 stiga hiti heldur bara 16 stiga hiti eða 17 gráður. Á veturna veit maður að 0 er frostmark en ekki 32, sem var klaufaskekkja. Á sumrin viljum við samt átta okkur með gömlu mælingunum en við höfum mæli sem sýnir báðu megin.“ Maður er manns gaman Það færist bros yfir andlit bræðr- anna þegar þeir eru spurðir út í sam- skipti við næstu nágranna. „Þetta er allt skemmtilegt fólk,“ segja þeir. Miklar sögur hafa farið af einum ná- grannanum, Ómari Sæmundsson, og segja þeir að hann hafi oft verið hrókur alls fagnaðar. „Það eru margar skemmtilegar sögur af Óm- ari,“ segir Pálmi. „Einu sinni sá hann ónefndan dreng koma út af bjórbúðinni, þegar henni var lokað fyrir klukkutíma, og sá að hann var ekki almennilega klipptur. „Þú þarft að fara í klippingu,“ segir hann, en drengurinn segir að það kosti of mikið. „Ekki í dag,“ segir Ómar og bendir honum á að ónefnd hár- greiðslukona í Árborg klippi frítt þennan daginn, en hún hafði aldrei gefið neitt og hefði ekki klippt pabba sinn frítt. Ómar gekk síðan með hon- um til hárgreiðslukonunnar, en dag- inn eftir kom hún heim til Mar- grétar, móður Ómars, og var mikið niðri fyrir. „Veistu hvað Ómar gerði mér. Hann sagði strák að ég klippti frítt í allan gærdag og hann fékk klippingu án þess að borga fyrir.“ Sagan segir að drengurinn hafi verið í óhreinum fötum og jafnvel undir áhrifum, en það veit ég ekkert um. Hann sofnaði í stólnum, en þegar hún hafði klippt hann vakti hún hann. Hann stóð upp og gekk á dyr. „Ætlarðu ekki að borga mér,“ kall- aði hún á eftir honum. „Nei,“ svaraði hann. „Ómar segir mér að þú klippir frítt í allan dag.“ „Hún var hreinlega orðlaus,“ segir Haraldur. „Margrét sagði mér þessa sögu þegar Gunnar [eiginmaður hennar] var veikur og ég ók með hana í heimsókn til hans. Ég hló svo mikið að ég missti nærri stjórn á bílnum og sagði henni að segja engum akandi manni við stýrið þessa sögu.“ Bræðurnir segja að Ómar sé ekki aðeins skemmtilegur heldur líka mjög vel gefinn. „Þegar hann var sex ára komu forseti Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, og frú Dóra Þórhalls- dóttir í heimsókn. Mig minnir að það hafi verið á Íslendingadeginum, sem Ómar flutti þetta langa kvæði eftir Stephan G., „Hver er allt of uppgef- inn/eina nótt að kveða og vaka/láta óma einleikinn/auðveldasta streng- inn sinn/...“ Hann fór með það utan- bókar sex ára og þegar hann var bú- inn sagði Dóra að það væru ekki margir sex ára á Íslandi sem gætu þetta. Þetta er erfitt kvæði en þessir krakkar hafa voða gott minni. Þegar hann var búinn stóð Dóra upp, gekk meðfram honum og kyssti hann á kinnina. Hann stirðnaði upp, „eins og bitinn af slöngu,“ skýtur Harald- ur inn í, „og kreisti hnefana, greini- lega ekkert um það gefið að vera kysstur fyrir framan allt fólkið. Þetta fréttist og einn náungi hér spurði hann hvort það hafi ekki verið gaman þegar forsetafrúin hefði kysst hann. „Hún hefði bara átt að kyssa þig,“ svaraði Ómar hryssings- lega. Það var gaman af þessu, en hún brá bara kossi á kinnina á hon- um. Það var indælt og fallega gert. Já. Hann hefur gefið okkur marga skemmtistundina, hann Ómar.“ „Og oft stytt fyrir okkur svefninn,“ segir Haraldur hlæjandi. Tugir þúsunda í íslenskudeildina Þeir eru félagslyndir, bræðurnir í Grenihlíð, enda segja þeir að mesta skemmtun mannsins sé að umgang- ast annað fólk. „Eitt það besta í líf- inu er að hlusta á kóra syngja, en ekki þó að horfa á þá í idíótboxinu, sem við köllum television en sjón- varp á Íslandi, sem við vissum reyndar ekki lengi,“ segir Pálmi. „Útvarp og sjónvarp voru orð sem þeir kunnu ekki foreldrar okkar.“ Þeir segja það líka hafa verið ánægjulegt að hafa fengið blöð frá Íslandi, News from Iceland og Heima er best, en nú gleðjist þeir einkum yfir fallegum myndum í Ice- land Review. En þar sem þeir séu ekki nettengdir fylgist þeir ekki með á Netinu. Íslenskan á undir högg að sækja í Vesturheimi og telja bræðurnir að hún hverfi fljótlega. Þeim þykir það greinilega miður enda íslenska verið þeirra helsta tungumál. „Það gengur ekkert mál nema þú getir notað það og talað það,“ segir Haraldur og áréttar að þeir séu bæði Kanada- menn og Íslendingar. „Við erum Ís- lendingar og eigum heima í Kanada, en hvaða gagn er að ganga á skóla og læra á pappírnum ef þú segir aldrei orð. Það er bara tímaeyðsla.“ Þetta álit kemur samt ekki í veg fyrir stuðning þeirra við íslenska menningararfleifð og íslenskudeild Manitobaháskóla. „Við höfum reynt að hjálpa íslenska samfélaginu hérna svolítið peningalega og höfum alltaf stutt íslenska stólinn í háskól- anum, látið hann hafa einhver sent,“ segir Pálmi. Þegar gengið er á þá kemur í ljós að ekki hefur verið um neina smáaura að ræða frá því ís- lenskudeildin við Manitobaháskóla var stofnuð 1951. „Við höfum gefið deildinni árlega, vanalega 1.000 doll- ara á ári, en stundum meira og stundum minna. Helgi gaf auk þess annaðhvort 25.000 eða 50.000 dollara þegar hann dó. Ég man bara ekki hvort,“ segir Pálmi. „Við höfum reynt að vera hjálplegir en erum ekki eins góðir að stýra eins og til dæmis Svava Sæmundsson og David Gislason. Svövu fer stöðugt fram í ís- lenskunni og les svo ljómandi vel yf- ir dánu fólki að prestarnir mega fara að vara sig. Hún hefur líka svo fal- lega rödd.“ Íslenska hjartað slær í Grenihlíð Bræðurnir Haraldur og Pálmi Palsson í Grenihlíð, skammt austan við Árborg í Kanada, hafa í um hálfa öld gefið háar upphæðir til að styrkja íslensku- deild Manitoba-háskóla í Winnipeg og viðhalda ís- lenskri menningu á svæðinu. Steinþór Guðbjarts- son heimsótti þessa öðlinga fyrir skömmu. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Haraldur og Pálmi Palsson við bæjarskiltið, en þeir hafa búið í Grenihlíð rétt austan við Árborg í Manitoba alla tíð. Bræðurnir með myndir af forfeðrum sínum. Pálmi heldur á mynd af Páli Jóns- syni, föðurafa þeirra, sem var tekin á 100 ára afmæli hans, og Sigríði Árnadótt- ur, langalangömmu þeirra, sem fæddist 1812 og dó 1906. Haraldur situr með mynd af Sigríði Lárusdóttur, ömmu þeirra og konu Páls, sem var tekin þegar Sigríður, amma hennar, dó 1906. steg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.