Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ EITT GRÆNT blað á voringetur glatt mig ótrúlegamikið,“ segir Eva Örnólfs-dóttir, þar sem við stöndum og virðum fyrir okkur þrjú lítil birki- lauf í vægast sagt rýrum jarðvegi í hraunjaðri Hekluhrauns skammt of- an við Gunnarsholt á Rangárvöllum. Þar hafa þau hjónin Eva og Ragnar Jónasson framhaldsskólakennari komið sér upp aðstöðu til ræktunar og eytt þar öllum sínum frístundum síðustu þrjú árin við gróðursetningu. Landið leigja þau af Landgræðslu ríkisins til 25 ára og sá Landgræðslan um að skipuleggja svæðið. „Ég hef heyrt að það hafi verið flugmenn, sem flugu áburðarflugvél- inni, Páli Sveinssyni, sem upphaflega áttu hugmyndina og þrýstu á um að Landgræðslan útvegaði áhugasömu ræktunarfólki land til ræktunar,“ segir Ragnar. Upphaflega voru þrjú svæði skipulögð í hrauninu ofan við Gunnarsholt en fallið var frá tveimur þeirra vegna hættu á grunnvatns- mengun. Gróðursettu í Galtalæk Þau hjónin hafa alla tíð haft mikinn áhuga á ræktun og eru augljóslega með það sem kallað er „grænir fing- ur“. Í rúm tíu ár hafa þau af einskær- um ræktunaráhuga tekið þátt í upp- græðslu og gróðursetningu í Galtalæk. „Margir okkar bestu vina eru bindindismenn og með þeim höf- um við gróðursett á sumrin í Galta- læk,“ sagði Ragnar. „Þangað vantar alltaf sjálfboðaliða en það er vitan- lega mun skemmtilegra að vinna fyr- ir sjálfan sig eftir eigin hugmyndum eins og við gerum hér. Hér voru skipulagðar 19 lóðir og þær eru allar farnar. Flestir, sem hér eru tengjast annaðhvort flugmönnunum eða sveit- inni á einn eða annan hátt. Sjálf frétt- um við af þessari lóð fyrir hreina til- viljun einn miðvikudag í september árið 1999 og við vorum búin að festa okkur hana, óséða, daginn eftir. Þetta var síðasta lóðin og ákafinn var svo mikill að við gróðursettum þá strax um haustið um 300 furur og héldum alsæl heim að því loknu.“ „Vonbrigðin voru mikil þegar við svo komum næsta vor,“ sagði Eva. „Plönturnar lágu flestar rótarberar um allt eftir frostlyftingar um vetur- inn. Jarðvegurinn er svo gljúpur. Eiginlega ekkert nema vikurblönduð mold og sandur, sem fokið hefur til og fyllt upp í hraunið. Ætli það hafi ekki verið um 30 plöntur af þessum 300 sem lifðu þetta af.“ 7.000 plöntur og stiklingar „Við leggjum megináherslu á fjöl- breytni í ræktuninni. Það er um að gera að reyna allt, birki, reyni, víði og rifs en annars höfum við lagt mesta áherslu á birki. Birkið er reyndar það sem hefur staðið sig best og eins víð- irinn. Hann hefur reynst ágætlega. Ætli við séum ekki búin að setja nið- ur ríflega 7.000 plöntur og stiklinga og við notum ekki gróðursetningar- staf,“ sagði Ragnar. Hann safnar fræi úr görðum, þar sem hann kemur því við, bæði heima og erlendis og kemur þeim til og hann hefur dreift birkifræi beint í landið. „Ég er farinn að finna nokkrar plöntur úr þeirri til- raun,“ sagði hann. „Þegar við komum hingað bar mest á melgresi, lyngi og lágvöxnum víði, en einnig höfum við fundið þrjár sjálfsáðar birkiplöntur og það þrátt fyrir að héðan er langt í næsta birkiskóg.“ Ókum daglega á milli „Við ákváðum þegar í upphafi að ræktunin hér ætti að kosta okkur sem minnst annað en vinnuna og bensín á bílinn,“ sagði Eva. „Fyrsta sumarið keyrðum við hingað um hverja helgi með kerruna aftan í fulla af plöntum og því sem til þurfti, kom- um að morgni og fórum heim að kvöldi. Okkur fannst of mikill tími fara í ferðir svo við fengum okkur tjaldvagn sem breytti miklu og þar höldum við til megnið af sumrinu nú orðið.“ Mikil vinna í göngustígana „Í fyrrasumar ákváðum við að byggja 10 fermetra skúr fyrir verk- færin og smáaðstöðu fyrir okkur til að hengja af okkur, elda og sofa þeg- ar mikið rignir,“ sagði Ragnar. „Og nú höfum við látið bora eftir vatni því hér var ekkert vatn og vandræði með að vökva. Innan skamms fáum við rafmagn og þá tengjum við dæluna við brunninn og hættum að rogast um með vatn í fötum en vatninu söfn- um við saman í stórt ker. Þannig að framkvæmdirnar hafa undið meira upp á sig heldur en við ráðgerðum en við stefnum ekki að því að byggja stærra hús þó svo að leyfi sé fyrir 90 fermetra húsi. Þessi aðstaða nægir okkur.“ Þau hjónin hafa skipulagt landið af kostgæfni og valið úr bestu svæðin til gróðursetningar svo og hvað af land- inu skuli vera ósnert. Í fyrstu var all- ur húsdýraáburður borinn í fötum, 3,5 lítrar fóru undir hverja plöntu og til að auðvelda flutninga hafa þau lagt göngustíga þannig að hægt er að koma við hjólbörum. „Ég er hættur að rogast um með húsdýraáburðinn, takk fyrir,“ sagði Ragnar. „Ég hef fengið nóg af því.“ Munar um hvert lauf „Vinnan við göngustígana hefur verið ansi drjúg en þeir eru bráð- nauðsynlegir,“ sagði Eva. „Það gat verið sárt að sjá gesti leggja bíl, þar sem við vorum rétt búin að planta en gestunum var vorkunn, því plönturn- ar voru enn svo litlar. Það sama á við þegar gengið er um hraunið þá getur oft verið erfitt að koma auga á plönt- urnar og þá er gott að hafa göngu- stíga. Hér kostar það mikið átak að ná upp hverjum sentimetra.“ Landið er 3,4 hektarar og þegar þau tóku við því mátti víða sjá rofa- börð í melgresishólunum, sem nú hafa verið tyrfð og hafa ófáar ferðir verið farnar með torf til að verja landið uppblæstri. „Hér var beitar- hólf fyrir holdanautin, sem ræktuð voru um tíma í Gunnarsholti og þau sáu um að þjappa niður jarðveginn að hluta,“ sagði Eva. „Ég hef heyrt að ábúendur á Hróarslæk hér rétt fyrir neðan okkur hafi mátt búa við sand- fok á árum áður þegar minnsta vind hreyfði en eftir að Landgræðslan hóf fræ- og áburðardreifingu á hraunið dró verulega úr.“ Trjárækt ekki skógrækt Ragnar leggur áherslu á að þau séu ekki að rækta skóg heldur stundi þau trjárækt, sem sé allt annar hand- leggur. Þau forrækta bakkaplöntur í pokum eða í pottum í eitt ár áður en þær eru gróðursettar, ýmist í garð- inum heima eða í skjóli fyrir austan. „Við erum með skjólgrindur sem við setjum upp til að skýla plöntunum og eitt haustið þegar við vorum að ganga frá grindunum sáum við að mýsnar höfðu búið um sig innan um grind- urnar,“ sagð Eva. „Í einu horninu var hrúga af geldingahnöppum, í öðru melgresiskorn og kartöflur úr garð- inum okkar í því þriðja. Þær voru greinilega að búa sig undir veturinn.“ Þrisvar á sama stað Landið hafa þau skipulagt með úti- vist í huga og miðað gróðursetn- inguna við að skapa skjól og þegar gengið er um hraunið má sjá ýmsar runnategundir og fjölærar jurtir. „Það er um að gera að reyna sem flestar tegundir og finna hvað hentar best á við þessar aðstæður,“ sagði Ragnar um leið og hann viðurkenndi að í sumum tilvikum hefðu þau gróð- ursett á sama stað þrisvar. „Stundum sér maður að þó að tvær plöntur búi að manni finnst við sömu aðstæður þá dafnar önnur en hin ekki,“ sagði Eva. „Það verður því að líta á hverja plöntu sem einstakling og eins og við mannfólkið eru þær misjafnar að upplagi.“ Frá því snemma á vorin og fram á haust eru þau hjón að gróðursetja og var Eva búin að setja niður úr 14 bökkum um morguninn. „Við eigum mikið af vinum sem koma færandi hendi og gefa okkur plöntur,“ sagði Ragnar um leið og hann benti á nokk- ur greni-, furu- og reynitré. „Það eru allir velkomnir í heim- sókn,“ sagði Eva. „Og enginn þarf að vera hræddur um að verða settur í vinnu, þegar hann kemur. Hvorki fjölskyldan né vinir. Ræktunin veitir okkur ánægju og er okkur ögrun að taka við rýru landi og skila í betra ásigkomulagi en við tókum við því.“ Séð yfir landið í hraunjaðarinn, þar sem unnið hefur verið að gróð- ursetningu í fremur rýrum jarðvegi, í átt að Heklu. Melgresishólar og móar einkenna landið að hluta, þar sem komið er að, og árangurinn af gróðursetningunni er að koma í ljós. Fyrsta haustið voru gróðursettar 300 furuplöntur í norð-austur horni landsins. Að vori voru 30 plöntur á lífi sem virðast dafna vel. Ögrun að taka við rýru landi Sífellt fleiri leita eftir aðstöðu til ræktunar í sveitum landsins. Meðal þeirra eru þau Eva Örnólfsdóttir og Ragnar Jónasson, sem undanfarin ár hafa gróðursett um sjö þúsund plöntur og stiklinga í jaðri Hekluhrauns. Kristín Gunnarsdóttir gekk með þeim um hraunið. Morgunblaðið/Kristinn Ragnar Jónasson og Eva Örnólfsdóttir eyða gjarnan frístundunum yfir sumarmánuðina við ræktun í jaðri Hekluhrauns. Í hraunjaðrinum gleður hvert blað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.