Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 11/8 – 17/8 ERLENT INNLENT  STJÓRNVÖLD hafa ákveðið að afnema rík- isábyrgð vegna stríðs- og hryðjuverkatrygginga flugrekenda, þar sem tryggingarmöguleikar á almennum markaði hafa opnast.  KÓPAVOGSBÆR hef- ur sent borgaryfirvöldum í Reykjavík athugasemda- bréf vegna tillögu að deili- skipulagi í Norðlingaholti, þar sem lagt er til að fall- ið verði frá jafnþéttri byggð og fyrirhugað er að reisa á svæðinu. Þá hefur skipulags- og byggingarnefnd Reykja- víkur lengt frest til að skila inn athugasemdum til 28. ágúst.  UMFANGSMIKIL leit að ítölskum ferðamanni, sem talinn er týndur á Látraströnd, austan við Eyjafjörð, hófst á fimmtu- dag.  FJÖLDI manna var fluttur á slysadeild þegar stórt regnskyggni féll of- an á tugi manna sem voru að fylgjast með skemmti- dagskrá á Ingólfstorgi í tengslum við Hinsegin daga um síðustu helgi. Milli 25 og 30 þúsund manns tóku þátt í dagskrá daganna og fóru hátíð- arhöld að öðru leyti vel fram.  RÚSSNESKA herskipið Admiral Chabanenko kom til landsins og var mark- mið heimsóknarinnar að styrkja tengsl þjóðanna. Sjóliðar af skipinu spiluðu knattspyrnu við hermenn varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Fallist á tvo kosti Norðlingaölduveitu SKIPULAGSSTOFNUN féllst með skilyrðum á tvo kosti í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Norðlinga- ölduveitu, sem birtur var á þriðjudag. Fallist er á lón í 575 eða 578 metra hæð yfir sjávarmáli, en stofnunin hafn- ar gerð lóns sem yrði í 581 metra hæð. Úrskurðurinn hefur vakið mismun- andi viðbrögð og hafa Náttúruvernd- arsamtök Íslands þegar ákveðið að kæra úrskurðinn. Ljóst er að ef hann verður kærður til umhverfisráðherra mun Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra víkja sæti. Ástæða þess er um- mæli Sivjar í kvöldfréttum Ríkisút- varpsins í febrúar 2001. Fallið frá takmörk- unum á hlut stofnfjáreigenda SAMÞYKKT var á fundi stofnfjáreig- enda SPRON á mánudag að falla frá ákvæðum í samþykktum SPRON um takmörk á fjölda hluta í eigu einstakra stofnfjáreigenda. Stjórn SPRON telur grundvöll fyrir vexti og viðgangi sparisjóðsins með til- boði Starfsmannasjóðs SPRON um viðskipti með stofnfé að fengnu sam- þykki Fjármálaeftirlitsins. Tillaga um vantraust á stjórnina var tekin af dagskrá. Forseti Lettlands í opinberri heimsókn FORSETI Lettlands, Vaira Vike- Freiberga, kom til Íslands í tveggja daga opinbera heimsókn, ásamt 40 manna viðskiptasendinefnd og hópi lettneskra fréttamanna. Forsetinn ræddi við íslenska ráða- menn og tók þátt í hringborðsumræð- um um stöðu smáþjóða innan Atlants- hafsbandalagsins. FLÓÐIN í Saxelfi og Dóná voru á föstudag þau mestu í meira en heila öld og hafa þau valdið gífurlegu tjóni allt frá Þýskalandi til Rúmeníu. Vegna flóðanna í Saxelfi varð að flytja tugþúsundir manna frá þorpum og bæjum við ána og í Dresden voru margir borgarhlutar undir vatni á föstudaginn. Tugþúsundir hermanna og ann- arra björgunarmanna unnu að því í gær að flytja burt fólk og bjarga ómetanlegum listverkum frá skemmdum en áætlað er, að tjón á mannvirkjum og efnahagslegt tjón í Þýskalandi einu nemi hundruðum milljarða ísl. kr. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalandi, hét í gær fyrstu aðstoð við fórnarlömb flóðanna, rúm- lega 30 milljörðum kr. Hefur Evrópu- sambandið einnig heitið mikilli hjálp. Í Tékklandi og Austurríki hleypur tjónið líka á hundruðum milljarða kr. Einn leiðtogi Fatah fyrir rétt RÍKISSAKSÓKNARI Ísraels höfð- aði á fimmtudag mál á hendur Marw- an Barghouti, einum þekktasta leið- toga Palestínumanna og þingmanni á palestínska þinginu, fyrir ætlaða þátttöku hans í hryðjuverkum á hendur Ísraelskum borgurum. Sök- uðu ísraelsk stjórnvöld Barghouti um að hafa leitt Al-Aqsa-herdeildirnar, einn hryðjuverkahóp Palestínu- manna, og að hafa skipulagt tugi árása á ísraelsk skotmörk. Stjórnmálaskýrendur segja Ísr- aela taka nokkra áhættu með því að höfða málið á hendur Barghouti með jafnáberandi hætti og gert hefur ver- ið. Hafa sumir Ísraelar af því áhyggj- ur að vegur Barghoutis meðal Palest- ínumanna muni vaxa eftir því sem líður á réttarhöldin en hann er einn vinsælasti leiðtogi Palestínumanna. Gífurlegt tjón af völdum flóðanna  ROBERT Mugabe, for- seti Zimbabve, ítrekaði á þriðjudag, að allar bú- jarðir hvítra manna yrðu afhentar svörtum bænd- um fyrir ágústlok. Varaði hann hvítu bændurna við og sagði, að reyndu þeir að þráast við, yrðu þeir að taka afleiðingunum.  GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagðist á miðvikudag trúa því að efnahagur landsins væri á réttri leið en meira þyrfti til að hann næði sér að fullu. Bush lét þessi orð falla á ráðstefnu um ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum sem hald- in var í bænum Waco í Texasríki.  FJÖLMIÐLAR í Ísrael sögðu á þriðjudag að Ar- iel Sharon, forsætisráð- herra landsins, íhugaði nú að boða til kosninga fyrr en gert hefur verið ráð fyrir. Er Sharon sagður velta fyrir sér að halda þingkosningar strax í jan- úar, en að öllu óbreyttu ættu kosningar að fara fram um haustið 2003.  GEORGE W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, ákvað á fimmtudag að loka fyrir aukalega fjárhagsaðstoð við Egyptaland vegna dóms yfir egypsk- bandaríska mannréttinda- frömuðinum Saad Eddin Ibrahim.  RÁÐAMENN belgíska hersins eru nú að láta kanna hvort nokkrir her- menn hafi notað gervi- byssur á hersýningu vegna sjálfstæðisdagsins 21. júlí. ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið hjá konum í Kvenfélagi Hruna- mannahrepps í fyrrakvöld. Þá voru þær í skemmtisiglingu með bátnum Andreu og undir lok ferðarinnar fóru þær í sjóstanga- veiði rétt norðan við Engey. „Við vorum búnar að vera um tvo tíma að fiska þegar fjörutíu kílóa lúða beit á hjá einni okkar, Ragnhildi Þórarinsdóttur,“ segir Sigrún Einarsdóttir, félagi í kvenfélag- inu, en þær voru tíu kvenfélags- konurnar sem höfðu farið í sigl- inguna. Sigrún segir að Ragnhildur hafi barist við fiskinn í nokkrar mínútur, en síðan hafi veiðarfærin gefið eftir og slitnað. Stuttu síðar beit lúðan á hjá ann- arri kvenfélagskonunni, Valnýju Guðmundsdóttur. „Valný náði fiskinum upp ásamt háseta á bátnum,“ segir Sigrún. Þau náðu fiskinum upp á yfirborð sjáv- arins, en þar þurfti að krækja í lúðuna til að ná henni um borð í bátinn, því hún var svo þung. Lúðan reyndist vera um fjöru- tíu kíló að þyngd og um einn og hálfur metri að lengd. „Lúðan náði okkur upp undir hendur,“ útskýrir Sigrún. „Hún var spik- feit og falleg og góð eftir því,“ segir Sigrún ennfremur en lúðan var grilluð um borð. „Við borð- uðum hana af bestu lyst.“ Skip- stjóri Andreu, Gunnar Ingi Löv- dal, fullyrðir að svo stór lúða hafi aldrei veiðst á sjóstöng áður. „Þetta hefur sennilega aldrei gerst áður,“ segir hann. Gunnar Ingi segir að lúðan hafi verið með þrjá króka í sér þegar hún náðist upp. „Enda voru mikil læti þegar verið var að ná henni upp.“ Veiddu fjörutíu kílóa lúðu á sjóstöng Ragnhildur Þórarinsdóttir og Jens Pétur Högnason, sem er í áhöfn Andreu, voru ánægð eftir að lúðan góða var komin um borð í bátinn. Kvenfélag Hrunamannahrepps við veiðar við Engey VERNDARSJÓÐUR villtra laxa- stofna (NASF) hefur keypt heild- arlaxveiðikvóta við Grænlandsmið en sjóðurinn samdi við samtök veiðimanna á Grænlandi um kvót- ann. Grænlenska landstjórnin hef- ur lagt blessun sína yfir samning- inn og gefur út reglugerðir í samræmi við hann í framhaldinu. „Þetta er einhver stærsti samn- ingur sem við höfum gert þar sem við kaupum allan kvótann sem netamenn mega veiða, það er við kaupum heildarkvótann. Veiðar í atvinnuskyni og til eigin nota verða að mestu leyti aflagðar en þó mega þeir ennþá stunda sport- veiðar og láta í té lax á sjúkrahús og elliheimili en ekki í verslanir, reykhús og að sjálfsögðu ekki til útflutnings og þess háttar,“ segir Orri Vigfússon, formaður Vernd- arsjóðs villtra laxastofna. Hann segir jafnframt að með þessum samningi leggist laxveiðar við Grænlandsmið að mestu leyti af. Að sögn Orra gildir samning- urinn til fimm ára, auk þess sem endurskoðunarákvæði eru í samn- ingnum. Hann segir að auk greiðslu muni sjóðurinn veita Grænlendingum alls konar þróun- araðstoð í formi nýrra atvinnu- tækifæra, þá aðallega á vestur- ströndinni, en hann á von á að þessi samdráttur í laxveiði komi verst við íbúa þar. „Þeir stunda náttúrlega mjög einsleitt atvinnulíf þannig að það er mjög flókið að koma upp nýjum atvinnutækifær- um. Þarna hafa margir átt erfitt uppdráttar. Við vonumst til að þessi verkefni sem við leggjum í muni hjálpa eitthvað upp á sak- irnar. Þeir eru afskaplega þakk- látir fyrir að hafa fengið að semja svona við okkur og hjálpa okkur því við uppbyggingu á villtum laxastofnum hér í Norður-Atlants- hafi,“ leggur hann áherslu á. Laxinn er gríðarlega mik- ilvægur hrygningarstofn Orri segir að hugmyndin sé að fara með móðurskip til vesturstrandarinnar á næstu ár- um, taka við þorski sem er á inn- fjörðum þar og frysta um borð. „Það eru margvísleg þróunarverk- efni sem við munum stuðla að. Hingað til höfum við hjálpað þeim að setja upp veiðar og vinnslu á grásleppu og snjókrabba,“ bætir hann við. Aðspurður segir hann þýðingu samningsins fyrir lax- veiðistofninn vera þá að laxinn fái að dvelja óáreittur á fæðuslóðun- um. Umræddur lax komi víða að, meðal annars frá Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Frakklandi, Bret- landi og Íslandi. Hann bendir á að þegar laxinn sé orðinn nógu stór og vilji snúa aftur til síns heima komist hann heim án þess að nokkur veiði hann. Að sögn hans hefur heildarlax- veiði í heiminum, þ.e.a.s. á villtum Atlantshafslaxi, minnkað um meira en 80%. Sérstaklega á þessum stóra laxi, sem dvelur lengst í sjó og er við Grænland. Orri undir- strikar að þessi lax sé gríðarlega mikilvægur sem hrygningarstofn. Hann telur að samkomulagið nú hafi mesta þýðingu fyrir banda- ríska laxveiðistofninn sem þegar er á lista yfir dýr í útrýmingar- hættu. „Það er mjög víðtæk samstæða um þennan samning. Við leggjum áherslu á það út um allan heim, þar sem við höfum náð svona samningum, að það sé víðtæk sam- stæða og samningarnir gerðir af fúsum og frjálsum vilja,“ bendir Orri á. Laxveiðar við Græn- land að leggjast af Verndarsjóður villtra laxastofna hefur keypt heildarlaxveiðikvóta á Grænlandsmiðum 177 KRÖFUHAFAR eru í þrotabú Leikfélags Íslands og nema kröf- urnar alls 172 milljónum. Gerir Tollstjórinn í Reyjavík kröfu upp á rúmar 33 milljónir vegna vangold- inna opinberra gjalda, skatts, tryggingargjalds, staðgreiðslu vegna launa og virðisaukaskatts. Segir Páll Arnór Pálsson hæstaréttarlögmaður, skiptastjóri þrotabúsins, að frá því að kröfulýsingarfrestur rann út hafi honum borist tilkynning frá skatt- inum um lækkun þessara krafna þannig að upphæðin muni væntan- lega lækka um rúmar 11 milljónir króna. Forgangskröfur í búið, útistand- andi laun og greiðslur í lífeyrissjóð eru 13,4 milljónir króna. Segir Páll Arnór að aðrir kröfuhafar séu t.d. bankar og verktakar, þar á meðal leikarar sem hafi tekið að sér ýmis verkefni á vegum leikfélagsins eins og hljóðsetningu og annað í þeim dúr. Rekstur fyrirtækisins stöðvaðist í september í fyrra og munu van- goldin opinber gjöld vera fyrir mánuðina þar á undan. Eignir þrotabúsins eru litlar, að sögn Páls Arnórs, og veðsettar með eignarréttarfyrirvörum. Á miðvikudag verður haldinn fundur með kröfuhöfum þar sem verður tekin ákvörðun um framhaldið. Leikfélag Íslands sameinaðist Hljóðsetningu og Loftkastalanum árið 2000. 177 leggja fram kröfur í þrotabú Leikfélags Íslands Kröfur rúmar 170 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.