Morgunblaðið - 18.08.2002, Síða 40

Morgunblaðið - 18.08.2002, Síða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eygló Ólöf Har-aldsdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. júní 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristbjörg Ara- dóttir, f. 3.5. 1911, d. 5.12. 1972, og Har- aldur Erlendsson, f. 7.1. 1902, d. 4.11. 1958. Systkini Eygló- ar eru: Erla Haralds- dóttir, f. 12.9. 1924, gift Sverri Magnús- syni, f. 22.2. 1921, Sjöfn Haralds- dóttir, f. 30. mars 1951, d. 3.2. 2001, gift Þórarni Órssyni, f. 21.5. 1930, og Magnús Haraldsson, f. 7.5. 1948, kvæntur Kristjönu Gísladóttur, f. 1.10. 1945. Eygló ólst upp í Reykjavík og giftist Reyni Jóhannessyni 1950. Þau skildu Árnið 1961 giftist Eygló Óla Kr. Jónssyni, skólastjóra í Kópavogi, f. 21.9. 1925. Synir Eyglóar af fyrra hjónabandi eru: Birgir, húsa- smíðameistari, f. 26.1. 1951, kvæntur Ragnhildi Bjarna- dóttur, f. 26.4. 1951. Jóhannes Þórir, múrari, f. 21.10. 1952, kvæntur Kol- brúnu Stefánsdótt- ur, f. 3.1. 1953. Mar- teinn Ari, byggingarfræðing- ur, f. 23.2. 1954. Syn- ir Eyglóar af seinna hjónabandi eru: Jón Sigurður, aðalvarð- stjóri, f. 9.10. 1960, kvæntur Krist- ínu Sigríði Jónsdóttur, f. 21.6. 1960, og Haraldur Kristján, starfsmaður í kanadíska sendi- ráðinu í Reykjavík, f. 1.10. 1965, kvæntur Önnu Þóru Bragadóttur, f. 10.6. 1965. Barnabörnin eru orð- in 15 og barnabarnabörnin níu. Útför Eyglóar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi á morgun, mánudaginn 19. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún mamma er dáin. Marga bar- áttuna höfum við háð saman og marga unnið. En sú síðasta vannst ekki. Það er sárt, og tómleikinn fyllir huga minn. En þetta er víst leiðin okkar allra. Eitt situr þó eftir, sem ekki verður frá mér tekið, minningin um sterka konu og þá miklu ást sem þú veittir mér í mínum veikindum sem litlum dreng og fylltir mig öryggistilfinningu, þegar ég lá á sjúkrahúsi heilan vetur. Þá komst þú til mín tvisvar á dag með brosið þitt fallega, hvernig sem viðr- aði, og aldrei kvartaðir þú þótt þú þyrftir að hlaupa frá stóru heimili til að hlúa að mér. Þú varst kletturinn í lífi mínu á þessum árum og oft var mér strítt á þessu sem ungum dreng, en síðar fór ég að skilja hvað þetta hafði verið mér mikils virði. Hvíl þú í friði, elsku mamma mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þinn sonur Jóhannes. Elsku Eygló mín. Örlagastraumurinn áfram rennur, alla að markinu ber. Hlæjandi söngstu þín sólarljóð, og söngurinn yljaði mér. Horfin ertu yfir hafið mikla, nú er heitasta óskin til þín að Guð þig beri í birtu og hlýju beina leið heim til sín . (Brynja Bjarnad.) Þín tengdadóttir Kolbrún. Nú er hönd að hægum beði hnigin eftir dagsins þrautir. Signt er yfir sorg og gleði, sætzt við örlög. – Nýjar brautir. Biðjum þess á blíðum tónum berast megi þreyttur andi endurborinn ljóss að landi lofandi dag með ungum sjónum. (Jón Har.) Tengdamóðir mín, Eygló Ólöf Har- aldsdóttir, hefur nú kvatt þennan heim. Hún lést að morgni 13. ágúst eftir að hafa átt við mjög erfið veik- indi að stríða. Að kvöldi 12. ágúst var orðið ljóst að mjög skammt væri eftir en hún beið með brottför þar til birta tók og hennar beið gott ferðaveður. Það var mér huggun að kveðja hana hinstu kveðju á svo fallegum morgni þess fullviss að hennar biði nú betri tími. Ég kynntist Eygló fyrir 12 árum er ég varð ástfangin af yngsta syni hennar. Við urðum fljótt mjög góðar vinkonur og áttum eftir að eiga marg- ar góðar stundir þar sem umræðuefn- in voru margvísleg. Mér varð það fljótlega ljóst að þarna hafði ég fengið tækifæri til að kynnast allmerkilegri konu sem síðar átti eftir að verða tengdamóðir mín og amma dóttur minnar. Eygló var mjög fallegt barn, glæsi- leg ung kona, falleg móðir og tign- arleg amma. Hún var fagurkeri sem vildi vera fallega klædd en einnig leyndist innra með henni heimskona. Ég hef oft hugsað um það hvernig líf hennar hefði orðið ef hún hefði verið uppi á öðrum tíma. Hún tilheyrði þeirri kynslóð þar sem menntun kvenna var fátíð, konur giftust ungar, áttu börn og voru heimavinnandi meðan börnin voru lítil. Hún kynntist ástinni ung og átti sitt fyrsta barn 18 ára. Aðeins 22 ára hafði hún eignast þrjá syni með fyrri manni sínum. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund að oft hafi verið erfitt að vera svo ung með þrjú lítil börn. En börnin urðu fleiri og þegar Eygló var 33 ára hafði hún eignast tvo syni með seinni manni sínum, Óla Kr. Jónssyni, og synirnir urðu því alls fimm. Fyrir fimm árum fékk ég að kynn- ast nýrri hlið á tengdamóður minni. Þá varð hún amma dóttur minnar. Hún sýndi henni ótakmarkaða ást og umhyggju og leyndist engum hversu mjög henni þótti vænt um hana. Skírnardagurinn var ákveðinn og nafnið var gert kunnugt, stúlkan var skírð Eygló Lilja. Það var stolt amma, sem horfði á nöfnu sína steinsofandi eftir að heim úr kirkju var komið. Hún sagði mér að ef börn sofnuðu í skírnarkjólnum eftir skírn væri það merki þess að þau væru ánægð með nafnið sitt. Og eitt er víst að svo er. Fyrir fjórum árum fór að bera á mjög alvarlegum veikindum hjá Eygló. Um var að ræða hægfara heilablæðingar. Hér er um að ræða sjúkdóm sem er ekki svo mjög ólíkur Alzheimer-sjúkdómnum. Ég hef oft sagt að þetta sé einn af þessum þöglu sjúkdómum og samfélagið er ekki al- veg tilbúið til að tala opinskátt um sjúkdóma af þeim toga. Að horfa á eiginkonu sínu, móður, ömmu og tengdamóður hverfa alveg inn í sjálfa sig, eiga erfitt með að þekkja sína, missa málið og vera ófær um að sinna sínum daglegu þörfum var á stundum mjög erfitt. Oft varð maður að við- urkenna vanmátt sinn gagnvart þess- um sjúkdómi og eina leiðin sem ég fann var leið umburðarlyndis og um- hyggju. Það var ótalmargt sem mig langaði til að gera en lítið sem ég gat gert. Í dag þakka ég þau átta ár sem ég naut samvistar með Eygló áður en sjúkdómurinn fór að færa hana fjær okkur. Ég þakka líka síðustu fjögur árin, þau voru góð, bara allt öðruvísi. Það er margt sem leitar á hugann þegar kemur að kveðjustund. En nú er ég kveð tengdamóður mína hinstu kveðju drúpi ég höfði í virðingaskyni við þá góðu konu. „Munið að Guð geymir sálir okkar allra og við sem eftir lifum minningu um ástvin.“ (Guðrún Jóna.) Þín Anna Þóra. Elsku amma. Ó, hvað ég sakna þín mikið þegar ég hugsa til baka, allar minningarnar sem ég á um þig. Ég man svo vel eftir því hvað þú bakaðir góðar kökur og að alltaf var til eitt- hvert góðgæti í búrinu hjá þér. Þú leyfðir mér að leika mér með gamlar hálsfestar og skoða í saumakassann þinn. Þegar ég bjó hjá þér og afa kenndir þú mér að baka rjómatertur og strauja skyrtur. Og þegar þú baðst mig að mála þig og snyrta áður en þú fórst eitthvað fínt og setja í þig eyrna- lokkana af því að þú hittir svo illa í götin. Alltaf varstu með spilin á borð- inu og voru ófáir kaplarnir sem þú kenndir mér. Hér stikla ég á stóru um allt það sem fer í gegnum huga minn á þessari stundu, allt hitt geymi ég með mér til minningar um þig, elsku amma mín. Guð geymi þig. Helga. Amma mín Eygló er farin og ég veit varla hvað ég get sagt til að minn- ast hennar, ég á svo margt í hjarta mínu sem mig langar að segja en ég læt þetta duga: Elsku amma takk. Takk fyrir að vera hjá mér. Takk fyrir að búa við hliðina á mér svo að ég geti alltaf hlaupið „yfir“. Takk fyrir alla hlýjuna. Takk fyrir alla hjálpina. Takk fyrir allt, elsku amma. Ég sakna þín sárt en ég man eftir öllu sem þú gerðir fyrir mig, þegar þú spilaðir við mig, kenndir mér að leggja kapal, kenndir mér að syngja „á skíðum skemmti ég mér“, ég á allar mínar góðu minningar um þig. Takk fyrir allt. Ástarkveðja. Kristín María. Elsku amma mín. Ég á margar góðar minningar um þig sem mamma ætlar að hjálpa mér að varðveita. Ég veit að þú ert komin til Guðs og að þar líður þér vel. Guð geymi þig að eilífu. Þín Eygló Lilja. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. (Davíð Stef.) Á morgun verður til grafar borin Eygló Haraldsdóttir. Kynni okkar spönnuðu rúma þrjá áratugi og margs góðs er að minnast. Þessi kynni hófust við komu mína sem kennara í Kópavogsskóla en Eygló var eiginkona Óla Kr. Jónssonar yf- irkennara og síðar skólastjóra þess skóla. Á þessum árum var félagslíf starfsmanna með miklum blóma bæði innan skóla og utan og fólk kynntist bæði starfsmönnum og mökum þeirra á léttum nótum. Eygló hóf síðar störf við skólann fyrst sem matráður starfsmanna og síðar við ræstingar. Störfum sínum sinnti hún af sam- viskusemi og snyrtimennsku en það sem stendur upp úr í minningunni er hve góð manneskja og góður félagi hún var. Hallaði aldrei orði á nokkurn mann, var góður hlustandi og hafði ríka samkennd með þeim sem eitt- hvað bjátaði á hjá. Spurði frétta og hafði einlægan áhuga á hvernig gengi hjá fjölskyldum okkar. Hún hafði gaman af að spjalla um daginn og veg- inn og einnig af góðum sögum og hló oft dátt og innilega. Eygló hafði mik- inn áhuga á bridgespilinu og svo var um fleiri starfsmenn skólans. Það var oft hart barist í frímínútum og eftir að kennslu var lokið á daginn. Áhuginn skein af andlitum spilamannanna og það var engin hálfvelgja í spila- mennskunni. Maður var manns gam- an. Þær vinkonurnar Fjóla, Kata og Eygló eru örugglega sestar að spila- borði hinum megin og hafa ekki verið í vandræðum með að fá fjórða mann. Eygló hafði einnig gaman af söng og oft var lagið tekið. Af einhverjum ástæðum er mér sérstaklega minnis- stætt heimboð hjá Óla og Eygló. Þar var mikið sungið og þegar algengir, einfaldir textar voru afgreiddir var kvæðasafn Davíðs Stefánssonar tekið fram og sungið eins og lagaþekking leyfði og hún var nokkuð drjúg. Helga jarlsdóttir, Dalakofinn og Katarína svo eitthvað sé nefnt og öll erindi allra ljóða. Það er einnig bjart yfir minn- ingu um ferð sem við fórum fjórar saman í að Húsafelli þar sem við dvöldum í sumarbústað mest við spilamennsku og vísnagerð. Heill kvæðabálkur er til um þá ferð, ekkert nema grín og gaman. Tíminn hefur verið ótrúlega drjúgur á þessum ár- um. Minningar eru margar og góðar. Vilji mæddum myrkvast lund á minninganna gleðifund skal leitað og í ljósi því öll leiðin rakin upp á ný. (Sig. Jónsson.) Fyrir nokkrum árum fór að bera á heilsubresti hjá Eygló. Hún bjó heima eins lengi og hægt var og Óli annaðist hana af einstakri umhyggju. Þegar veikindi ágerðust flutti hún í hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð þar sem hún lést 13. ágúst. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stef.) Með þessum orðum kveð ég Eygló Haraldsdóttur. Hinstu kveðju senda einnig gamlir samstarfsmenn hennar við Kópavogsskóla. Við minnumst með hlýhug góðrar konu. Samúðar- kveðjur eru til Óla og fjölskyldunnar allrar. Jóna Möller. Á morgun, 19. ágúst, komum við saman í Digraneskirkju til að kveðja Eygló Haraldsdóttur. Á tímamótum sem þessum er við hæfi að líta yfir farinn veg. Kynni okkar Eyglóar hófust 1976 þegar við Jón Sigurður eða Daddi sonur hennar urðum félagar í fram- haldsskóla. Í þá daga hét Laufbrekka, Auðbrekka og var opin í báða enda. Umferðin um Auðbrekku var tölu- verð enda var Auðbrekkusjoppa helsta menningarsetur ungra Kópa- vogsbúa þá. Þjóðsagan um ástand gatna í Kópavogi átti vel við Auð- brekku enda takmarkaðist öxulþung- inn sjálfkrafa af ástandi götunnar. Við Auðbrekku 25 bjuggu Eygló og Óli Kr. foreldrar Dadda og ekki leið á löngu þar til ég fékk heimboð. Þá sá ég Eygló fyrst, hún stóð í eldhúsinu fyrir framan vaskinn og studdi ann- arri hendinni á vaskinn en hinni á borð sem afmarkaði eldhús og borð- stofu. Eygló var með ljóst hrokkið hár, leit tinandi öðru hverju út um eldhúsgluggann. Hún var fríð kona, brosmild og glettnisglampi var í aug- um eða var það skemmtilegi undrun- arsvipurinn sem einkenndi Eygló svo oft. Auðbrekka 25 var heimavöllur Eyglóar og ekki síst eldhúsið. Þar hittust félagar og bræður Dadda, þar leið okkur vel og það var ekki laust við að við yrðum örlítið meiri „menn“ á því að ræða lífsins gagn og nauðsynj- ar við Eygló. Góður andi var ætíð í kringum Eygló og til marks um kímnigáfuna var talað um að fá sér upphitaðan kaffikorg í Auðbrekkunni. Eygló var vön að segja með glettnisglampa í augun að nú skyldi hún athuga hvort ekki fyndist gamall kaffikorgur til að hita upp. Margar skemmtilegar sögur voru sagðar yfir kaffikorgnum og húmor- inn í hávegum hafður og enduðu flest- ar sögurnar með innilegum hlátri. Eygló hafði gaman af umræðum okk- ar menntskælinga og tók þátt í þeim sem jafningi. Hún hlustaði á um- ræðuna af hlýju, hvatti okkur áfram af einlægni og ýtti þannig undir sjálfs- traust okkar. Það eru miklir mann- kostir að geta hlustað og tekið þátt í umræðum við hvern sem er. Ekki verður skilið við Auðbrekk- una án þess að minnst sé á spilakvöld- in, þau eru ógleymanleg. Þar var Eygló hrókur alls fagnaðar og kenndi okkur menntskælingum að spila bridge með stæl! Lífið var tekið mátu- lega alvarlega við spilaborðið og þeg- ar ungir menn áttu í erfiðleikum með að spila út, kom Eygló yfirleitt til bjargar með skemmtilegum athuga- semdum sem voru fullar af kímni og jafnvel að það laumaðist með ein Sel- foss-melding. Eygló var því mikil selskapsmann- eskja, naut þess að vera innan um fólk, auðgaði líf sitt og annarra með góðri kímnigáfu og jákvæðni. Það eru einungis góðar minningar sem koma upp í hugann þegar við minnumst Eyglóar Haraldsdóttur. Eftirlifandi eiginmanni, Óla Kr. Jóns- syni, og allri fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Kristján Hj. Ragnarsson. Elsku amma. Takk fyrir samveru- stundirnar og umhyggjuna. Það var gott að vera hjá þér og afa. Okkur mun alltaf þykja vænt um þig og minnast þín. Takk fyrir að vera til. Megi Guð leiða þig og og vernda. Pétur Ingi og Guðbjörn Perla. EYGLÓ ÓLÖF HARALDSDÓTTIR                   ! "                             !"    ##$ %  &      '            #$ %&'( $ #$) *)  %&'( $   *)      **) +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.