Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ 15 UNGLIÐAR björgunarsveitar frá München í Þýskalandi eru staddir hérlendis í heimsókn hjá Björgunarsveitinni Kyndli í Mos- fellsdal til að endurgjalda Þýska- landsheimsókn Kyndils fyrr í þessum mánuði. Sigurður Hallbjörnsson, um- sjónarmaður unglingadeildar Kyndils, segir heimsóknina hafa heppnast vel og séu Þjóðverjarnir heillaðir af landi og þjóð. Sam- skipti deildanna komust á fyrir tilstuðlan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er markmiðið að kynnast ólíkum menningar- heimum. Þjóðverjarnir, sem eru á aldr- inum 12 til 18 ára, hafa brugðið sér á hestbak, farið í Þórsmörk og að Gullfossi og Geysi. Sig- urður segir að til standi að fara í hvalaskoðun og í Bláa lónið áður en heimsókninni lýkur. Hann segir íslenskar og þýskar björgunarsveitir ólíkar að mörgu leyti þótt sameiginlegt markmið þeirra sé að undirbúa liðsmenn sína fyrir björgun mannslífa. Mun meiri sérhæfing viðgengst í þýsk- um björgunarsveitum en hér- lendis. Sem dæmi má nefna að hinir þýsku gestir Kyndils hljóta þjálf- un í sundlauga- og strandvörslu í heimalandi sínu. Heimsókn þeirra lýkur á morg- un, sunnudag. Þýsk björgun- arsveit heim- sækir Kyndil Morgunblaðið/Arnaldur GOTT þjóðfélag gerir ráð fyrir öllu litrófi mannlífsins; hvort sem um er að ræða fatlaða einstaklinga eða ófatlaða, svarta eða hvíta, gagn- kynhneigða eða samkynhneigða, svo dæmi séu tekin af því hve við erum öll ólík en samt þrátt fyrir allt svo lík. Þetta er inntak þess sem þau dr. Colin Barnes, dr. Ca- rol Thomas og dr. Tom Shake- speare, breskir fræðimenn, boða í fyrirlestrum sínum, sem þau halda á norrænni ráðstefnu um fötlunar- rannsóknir, en sú ráðstefna fer nú fram á Grand hóteli í Reykjavík. Um 400 manns taka þátt í ráð- stefnunni, og koma þátttakendur víða að, s.s. frá Ástralíu, Kanada, Japan, Bandaríkjunum, Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Rann- veig Traustadóttir, dósent við Há- skóla Íslands, er formaður ráð- stefnustjórnar. Colin Barnes, Carol Thomas og Tom Shakespeare eru öll fé- lagsfræðingar sem hafa stundað fötlunarrannsóknir og átt mikinn þátt í þróun þeirrar fræðigreinar í Bretlandi og víðar undanfarin ár. Þau eru öll fötluð og hafa m.a. bent á að fötlun þeirra sé ekki vandamál sem slík heldur viðbrögð sam- félagsins við fötluninni. „Erfiðleik- ar fatlaðra stafa fyrst og fremst af því hvernig litið er á þá í samfélag- inu,“ segir Colin Barnes m.a. Hann segir að stofnanir hins vestræna þjóðfélags hafi tilhneigingu til að setja fatlaða á ákveðinn bás og halda þeim þar. Í fjölmiðlum og í bókmenntum sé t.d. litið á fatlaða sem byrði á samfélaginu, í atvinnu- lífinu eigi fatlaðir erfitt með að fá vinnu og fái þeir vinnu eru þeir með lélegri laun en aðrir, og í skólakerfinu séu fatlaðir settir í sérbekki eða sérskóla. Hann segist vilja breyta þessu viðhorfi; í sam- félaginu eigi með öðrum orðum að vera pláss fyrir alla; fatlaða sem ófatlaða; mennirnir séu misjafnir og samfélagið eigi að gera ráð fyrir því, í allri sinni uppbyggingu. Getur hent okkur öll Þegar Barnes er spurður nánar um hugmyndir sínar tekur hann skólakerfið sem dæmi. Hann segist vera á móti því að fötluð börn fái sérmenntun. Þau eigi að fá að ganga í sama skóla og sömu bekki og ófötluð börn. Með því að hafa fötluð börn sér og ófötluð börn sér sé verið að ala á fordómum og mis- munun. „Ef ófatlað barn hittir aldrei fatlað barn verður það til þess að ýta undir afskiptaleysi og hræðslu ófatlaðra gagnvart hvers kyns fötlun,“ segir hann. Barnes leggur einnig áherslu á að flestir þeirra sem eru fatlaðir hafi orðið það seinna á lífsleiðinni, t.d. vegna slysa eða sjúkdóma. Og það geti hent okkur öll að verða einn daginn fötluð. Samfélagið verður því, segir hann, að taka tillit til þeirra sem eru fatlaðir – allir í samfélaginu: arkitektar, stjórnmálamenn, at- vinnurekendur og aðrir. Carol Thomas hefur í rannsókn- um sínum m.a. skoðað hlutskipti fatlaðra kvenna. Hún hefur því nálgast fötlunarrannsóknir út frá svokölluðu femínísku sjónarhorni. Hún segir að ekki megi einungis líta á aðstæður fatlaðra út frá því hvort þeir fái vinnu eða húsnæði eða annað í þeim dúr. Einnig verði að líta til tilfinningalífs fatlaðra. Til dæmis hafi fatlaðar konur áhyggj- ur af því hvort þær eigi og geti orð- ið barnshafandi og alið upp börn. Thomas leggur áherslu á að fatl- aðar konur eigi rétt á því að eign- ast börn eins og aðrar konur. „Fatlaðar konur eiga rétt á því að ala börn og fá til þess hjálp og stuðning frá samfélaginu,“ segir hún. Hún segir á hinn bóginn að þær fatlaðar konur sem eignist börn mæti oft miklum fordómum; frá fjölskyldum sínum sem og t.d. heilbrigðisstarfsmönnum, s.s. læknum og ljósmæðrum. Læknar hafi margir hverjir t.d. þá skoðun að fatlaðar konur eigi ekki að eign- ast börn. Thomas segir því eins og Barnes, að vandamál fatlaðra, í þessu tilviki fatlaðra kvenna, sé fyrst og fremst það hvernig sam- félagið komi fram við þær. Til dæmis hvaða skoðanir heilbrigðis- starfsmenn og annað fólk hafi á því að fatlaðar konur eignist börn. Bjóði fatlaða velkomna Tom Shakespeare fjallaði á ráð- stefnunni í gær um erfðavísindin og hvað þau þýddu fyrir fatlaða. Hann fór m.a. inn á þá tækni sem gerir okkur kleift að greina ástand fósturs á fósturskeiði, t.d. þá tækni sem við köllum ómskoðun eða líf- efnamælingar. Hann tók þó fram að slík tækni gæfi til kynna að ákveðin fóstur eða ákveðnar mann- eskjur, fatlaðar manneskjur, væru óæskilegar. „Það er hins vegar ekkert rangt við það að eiga fatlað barn,“ sagði hann. Shakespeare sagði m.a., í samtali við Morgunblaðið, að ekki mætti gleyma því að með fyrrgreindri tækni bæru foreldrar ábyrgð; ábyrgð á því hvort þau nýttu sér viðkomandi tækni. Og kæmi eitt- hvað í ljós um fóstrið stæðu for- eldrar frammi fyrir því að taka ákvörðun um það hvað eigi að gera. Shakespeare sagði að hann hefði árið 1999 gert könnun meðal for- eldra fatlaðra barna, sem ekki hefðu átt kost á ómskoðun eða ann- arri tækni, og spurt þá hvort þeir hefðu nýtt sér umrædda tækni hefði hún verið til staðar. Rúmlega 30% aðspurðra sögðu að þau hefðu nýtt sér tæknina, um 60% sögðust ekki myndu hafa nýtt sér tæknina og um 8% voru óviss. Dæmigerð viðbrögð foreldra í þessari könnun hefðu verið þau að þau hefðu elsk- að barnið um leið og það hefði komið í heiminn. Þau væru ekki viss um það hvort þau hefðu ákveð- ið að eyða fóstrinu hefðu þau vitað um fötlun þess. Þau væru hins veg- ar glöð yfir því að þær aðstæður hefðu aldrei komið til, þau væru m.ö.o. ánægð yfir því að hafa ekki haft tækifæri til að velja. Shakespeare segist aðspurður ekki vera á móti ómskoðun eða annarri tækni til að finna út ástand fósturs, en að hann vilji einfaldlega draga þetta mál fram í umræðuna. Hann segir þó mikilvægt að sér- fræðingar veiti verðandi foreldrum m.a. fullnægjandi stuðning og upp- lýsingar þannig að þau geti tekið ákvörðun sem sé rétt fyrir þau. Ekki megi heldur fordæma for- eldra sem vilji eignast fötluð börn og líta svo á að þau verði ein að bera allan kostnað því samfélagið vilji ekki borga. Hann lagði áherslu á að þjóðfélagið fagnaði fötluðu fólki og styddi við réttindi þess. Shakespeare rifjaði í þessu sam- bandi upp orð þekkts prófessors í Bretlandi, Bob Edwards, fyrir nokkrum árum en þá sagði hann: „Í framtíðinni verður það synd að eignast fatlað barn.“ Shakespeare sagði að slík orð endurspegluðu það viðhorf að fólk bæri sjálft ábyrgð á því að eignast fötluð börn, t.d. með því að nýta sér ekki tæknina eða taka ákvörðun um að eyða fóstri. Hann varaði við slíkum hugsunarhætti; slíkur hugsunar- háttur ýtti undir það viðhorf að fatlaðir einstaklingar væru óæski- legir og fæddust þeir hefði sam- félagið ekkert með þá að gera. Þrír breskir sérfræðingar í fötlunarrannsóknum hér á norrænni ráðstefnu Í samfélagi manna á að vera pláss fyrir alla Dr. Tom Shakespeare Dr. Carol Thomas Dr. Colin Barnes Norræn ráðstefna um fötlunarrannsóknir er haldin þessa dagana á Grand hóteli í Reykja- vík. Um 400 manns taka þátt í ráðstefnunni og koma þátttakendur víðs vegar að úr heiminum. ÞÓRA Jóhanna Jónasdóttir dýra- læknir varði doktorsritgerð sína við Dýralæknaháskólann í Noregi 14. maí síðastliðinn. Ritgerðin ber enska heitið „A hereditary renal cancer syndrome in dogs; genetic approach and diagnostic tools“. Leiðbeinendur voru Prof. DVM, Dr.med.vet. Frode Lingaas og Prof. DVM, Dr.Sc. Lars Moe. Andmæl- endur voru Prof. DVM, PHD, Dr.Vet.Sc Merete Fredholm, The Royal Veterinary and Agricultural University, Danmörku og Dr. BVMS, PHD, MRCVS David J. Argyle, Uni- versity of Glasgow, Skotlandi. Ritgerðin fjallar um erfanlegt nýrna- og húðkrabbameinsheilkenni hjá hundum. Leitað var eftir aðferð- um til að einkenna sjúklinga snemma í lífsferlinu, áður en krabbameinið þróast. Í framhaldi var krabbameins- heilkennið kortlagt á erfðakort hundsins og skoðað hvort þekkt gen sem eru tengd nýrnakrabbameins- heilkennum hjá mönnum gætu haft þýðingu við þróun sjúkdómsins. Niðurstöður rannsóknanna sýna að hægt er að greina forstigsbreyt- ingar í hundum með heilkennið allt frá 3 mánaða aldri með sónar, vefja- sýnaskoðun eða sameindaerfðafræði- legum aðferðum. Krabbameins- heilkennið var kortlagt með tengslagreiningu miðsvæðis á hunda- litningi 5 . Rannsóknirnar sem liggja til grundvallar doktorsvinnunni voru gerðar við Dýralæknaháskóla Nor- egs, Radiumhospitalet Oslo og Fred Hutchinson Cancer Research Center í Seattle í Bandaríkjunum á árunum 1996–2000. Rannsóknirnar voru styrktar af rannsóknarráði Noregs. Þóra er fædd í Reykjavík 1965 og foreldrar hennar eru Jónas Alfreð Pálsson vélfræðingur og Unnur Tómasdóttir sjúkraliði. Eiginmaður Þóru er Birkir Þór Guðmundsson rekstrarhagfræðingur og eiga þau saman tvo syni, Arnar Huga f. 1992 og Jónas Alfreð f. 1994. Þóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1984 og dýralæknaprófi frá Dýralæknaháskóla Noregs 1990. Hún starfaði frá 1990–93 sem héraðs- dýralæknir Ísafjarðarumdæmis og frá 1993–2000 við Dýralæknaháskóla Noregs. Frá 2001 hefur hún starfað hjá Íslenskum krabbameinsrann- sóknum, deCODE Cancer, en starfar nú tímabundið við Dýralæknaháskóla Noregs. Doktor í dýralækn- ingum Þóra Jóhanna Jónasdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.