Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 19 Glæsilegt útsýni Stórsýning á íbúðum JB Byggingafélags við Kristnibraut 25-59 efst í Grafarholti, laugardag og sunnudag kl. 13-16. Húsin eru öll þriggja hæða: • 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir • 156 m2 penthouse-íbúð með 83 fermetra svölum • 4ra herbergja 120 fermetra sérhæðir • Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. • Innbyggðir bílskúrar geta fylgt íbúðunum. • Lyfta verður í húsi nr. 43 Verðdæmi: • 3ja herbergja íbúð, 95 m2 ........12,3 m. • 4ra herbergja íbúð, 106 m2 ......14,2 m. Verið velkomin Glæsilegar innréttingar og tæki s:568 5556 www.jbb.is Öllum íbúðum sem seljast í tengslum við sýninguna fylgir 100.000 kr. inneign hjá Bræðrunum Ormsson. Starfsmenn JB Byggingafélags og sölumenn frá Skeifunni fasteignamiðlun munu taka vel á móti ykkur og sýna ykkur íbúðirnar, bæði fullbúnar og styttra á veg komnar. Fullbúin sýningaríbúð er við Kristnibraut 25, 2. hæð. Söluaðili: BLIKUR eru á lofti um rekstur far- þegaskipsins Lagarfljótsormsins, takist ekki samningar við lánar- drottna fyrirtækisins. Það hefur verið í greiðslustöðvun síðan í vor og er nú reynt að semja um útistandandi skuldir fyrirtækisins. Skipið siglir á áætlun fram að mán- aðamótum, en eftir það er óvissa með framhaldið. Vorið var rekstrinum þungt vegna veðurs, en skánaði þegar á leið júlímánuð og ferðamanna- straumur jókst til mikilla muna. Þá var sumarið í fyrra lélegt, ferða- mannastraumur rýr og vonir um að erlendir ferðamenn í skipulögðum hópferðum á vegum ferðaskrifstofa nýttu skipið brugðust. Fyrsta rekstr- arárið gekk vel og voru farþegar um 8 þúsund talsins. Á móti kom að byrj- unarútgjöld voru veruleg. Talað er um að Lagarfljótsormur- inn hf. hafi haft myllustein um háls al- veg frá byrjun, þegar það brást að Byggðastofnun kæmi inn sem stór hluthafi, þrátt fyrir vilyrði þar um. Stofnunin lánaði fyrirtækinu þess í stað fé og var það þannig strax í upp- hafi orðið skuldsett. Sú breyting hef- ur verið á ferðum farþegaskipsins í sumar að gert hefur verið út frá Atla- vík að stórum hluta og ferðir hafðar styttri og fjölbreyttari. Þykir það hafa gefist mjög vel. Farþegar eru flestir Íslendingar. Greiðslustöðvun er nú lokið og er unnið að samningum við lánardrottna um verulega niðurfellingu skulda. Beri þeir samningar ekki árangur er eins víst að rekstri farþegaskipsins Lagarfljótsormsins verði hætt nú í haust. Viðræður um nið- urfellingu skulda Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Rekstur Lagarfljótsormsins er nú í uppnámi vegna skulda. INGVAR Ingvarsson, lyftingamað- ur og aflraunamaður, sló nýlega 24 ára gamalt Íslandsmet Gústafs Agn- arssonar í jarki. Met Gústafs var 215 kíló en Ingvar lyfti 220 kílóum og átti góða tilraun við 230 kíló. Jark er jafnhending lóða af herð- um eða síðasta stigið í jafnhöttun, lóðin eru tekin á herðarnar af grind. Ingvar greip tækifærið þegar hann var að keppa í kraftakeppninni Austfjarðatröllinu á Breiðdalsvík síðastliðna helgi og fékk að skjótast inn í frystihúsið á Breiðdalsvík þar sem metið var sett. Lyfti 220 kílóum Sló 24 ára gamalt Íslandsmet Norður-Hérað Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Ingvar Ingvarsson, kraftajötunn og lyftingamaður, slær 24 ára gamalt Íslandsmet Gústafs Agn- arssonar og jarkar 220 kíló. MIKILL fjöldi gesta heimsótti Stykkishólm og tók þátt í bæj- arhátíð Hólmara, Dönskum dögum, sem haldnir voru í 9. skipti. Afar gott veður var um helgina. Tjald- stæðið var fullnýtt og þurftu gestir að finna auða bletti innan bæjarins og tjalda þar eða í görðum hjá vin- um og ættingjum. Veðrið lék við há- tíðargesti og var sól og logn báða dagana en slíku veðri hafa Hólm- arar ekki vanist í sumar. Dagskráin hófst á föstudag með grilli, brekkusöng og bryggjuballi. Um miðnætti var flugeldasýning á vegum trillukarla. Á laugardag og sunnudag var fjölbreytt dagskrá í boði bæði fyrir fullorðna og börn. Mikið var um að vera á veitingastöðum í bænum, sem eru ekki færri en 5 talsins. Séra Ágúst Sigurðsson messaði á dönsku í gömlu kirkjunni og eitt fjölmennasta golfmót Mostra fór fram á sunnudag og tóku 80 kepp- endur þátt. Bærinn var skreyttur og danski fáninn var víða við hún. Talið er að gestir hafi verið nokkur þúsund og flestir gestanna fjölskyldufólk. Bæjarhátíðin fór vel fram þar sem góða veðrið setti þó mestan svip. Fjölmenni á dönskum dögum í Stykkis- hólmi Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Mörg leiktæki voru í boði fyrir unga fólkið, en trambólínið freistaði mest ungu stúlkunnar og pabbinn mátti ekki fara langt í burtu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.