Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEIRA en sex hundruð þúsund manns hafa nú flúið heimili sín í Hunan-héraði í Kína vegna flóða- hættu úr vatninu Dongting en óttast er að það flæði yfir bakka sína um helgina. Gerist það myndu um tíu milljónir manna vera í lífshættu en svæðið umhverfis Dongting er eitt hið þéttbýlasta í öllu Kína. Kínverski herinn stýrði björgun- arstarfi í gær en um milljón manns, þar af ríflega eitt hundrað þúsund liðsmenn hersins, lagði þá allt kapp á að hlaða varnargarða til að koma í veg fyrir að Dongting flæddi yfir bakka sína. Fyrirskipaði Wen Jiabao, aðstoðarforsætisráðherra Kína, „meiriháttar útkall“ hjá her landsins og sagði að ekki mætti við neinum mistökum í þessu samhenta átaki hermanna og óbreyttra borg- ara. Óttast er að bresti bakkar vatnsins muni risastór flóðbylgja fara niður Yangtze-ána, og aðrar ár sem renna í Dongting, og ógna byggð á nærliggjandi svæðum. Það var ekki til að létta brúnina á mönnum þegar talsmenn Rauða krossins vöruðu við því í gær að von væri á meiri rigningu, en ekki hefur rignt á svæðinu undanfarna daga. Höfðu menn vonast til að rigning- arleysið síðustu daga gæti gert gæfumuninn og tryggt að varnar- garðar Dongting, sem er um 3.900 ferkílómetrar að stærð, héldu. Einnig flóðahætta í Jiangsu og Jiangxi Jarðrask af völdum vatnavaxt- anna í Hunan hefur þegar eyðilagt um 27 þúsund heimili, að sögn ráða- manna, og skemmdir hafa orðið á 67 þúsund heimilum til viðbótar. Þá telja menn nú að hætta sé á flóðum á fleiri svæðum er Yangtze- áin rennur um. Voru björgunarsveit- ir í Jiangsu-héraði í austurhluta Kína m.a. í viðbragðsstöðu í gær eft- ir að yfirborð árinnar hafði farið yfir öll hættumörk í borginni Nanjing. Ennfremur voru vatnavextir í vötn- unum Jiujiang og Poyong í Jiangxi- héraði, sem liggur næst Hunan. Tæplega eitt þúsund manns hafa þegar farist vegna flóðanna í Kína nú í sumar, þar af tvö hundruð í Hunan. Er það skoðun kínverska umhverf- issinnans Dai Qing að ítrekuð flóð á þeim svæðum sem Yangtze rennur um séu afleiðing skógarhöggs og jarðræktunar hættulega nærri bökkum árinnar. Óttast að varnargarð- ar bresti um helgina Xiangyin. AFP. Sex hundruð þúsund manns hafa flúið heimili sín í Hunan-héraði í Kína /01             !" #  "$ %&  "'(    '(    " # $#   # "     !"! '&()     * +, ',, # $%  23 4 3 -'./-01/- 2) . / - 3) „BATASUNA í dag, hver næst?“ stendur á skilti þessa manns sem í gær tók þátt í mótmælaaðgerðum í Bilbao, höfuðborg Baskalands, gegn áætlunum spænskra ráða- manna að banna baskneska stjórn- málaflokkinn Batasuna. Fullyrt var í gær að spænski dómarinn Baltasar Garzon myndi eftir helgi tilkynna um bannið á Batasuna en þrátt fyrir málaflutn- ing lögmanns Batasuna í gær er Garzon sagður sannfærður um að flokkurinn tengist hryðjuverka- hópnum Aðskilnaðarhreyfingu Baska (ETA) svo sterkum böndum að ómögulegt sé annað en að binda enda á starfsemi hans. Um 800 manns hafa fallið í ódæðisverkum, sem ETA hefur lýst á hendur sér. Bannið mun fela í sér að öll starf- semi flokksins, mótmæli og annað á hans vegum, telst ólögleg en fulltrúar hans á þingi Baskalands og í bæjarstjórnum þar munu hins vegar fá starfað áfram. Batasuna, sem nokkrum sinnum hefur breytt um nafn til að komast hjá banni, hefur ætíð neitað því að fordæma aðgerðir ETA, sem berst fyrir sjálfstæðu basknesku ríki. Garzon, og aðrir andstæðingar Bat- asuna, segja það eina sönnun á sekt stjórnmálaflokksins. Reuters Mótmælir banni á Batasuna ÞJÓÐVERJAR sem búa nærri Sax- elfi þar sem hún rennur í gegnum norðurhluta Þýzkalands kljást nú við að reyna að hindra að flóðið í ánni valdi öðrum eins skaða og það er bú- ið að valda í kringum efri hluta far- vegarins, sunnar. En deila stjórn- málamanna um það hvernig standa beri straum af kostnaðinum sem hlýzt af flóðatjóninu virðist ætla að gefa kosningabaráttu Gerhards Schröders kanzlara góðan byr í segl- in. Einn mánuður er nú þar til Þjóð- verjar kjósa nýtt Sambandsþing. Fjöldi þeirra sem týnt hafa lífi vegna flóðanna í Þýzkalandi óx í fyrrinótt í 24, eftir að ökumaður vöruflutningabifreiðar missti stjórn á henni á vegi sem var lokaður vegna flóðaskemmda. Hann var sautjánda fórnarlamb flóðanna í Saxlandi einu, sem er það hérað Þýzkalands sem verst hefur orðið úti. Flóðvatnið í Saxelfi braut sér leið í gegnum varnargarða á nokkrum stöðum í Norður-Þýzkalandi þar sem það nú mjakast niður eftir fljótinu á leið til sjávar. Þúsundir sjálfboðaliða kepptust við að styrkja flóðvarnargarðana í borgum eins og Lüneburg og öðrum bæjum með- fram ánni í Neðra-Saxlandi. Fjöldi fólks, sem býr í húsum sem talin eru í bráðri hættu ef varnargarðar bresta, þurfti að yfirgefa heimili sín. Ógna flóðin í Saxelfi enn þúsund- um heimila í norðanverðu Þýzka- landi þó að þau hafi verið í rénun frá því um síðustu helgi. Fylgi stóru flokkanna orðið jafnt Samtímis þessu voru birtar niður- stöður nýrra skoðanakannana, sem sýna að vinsældir Schröders og flokks hans, Jafnaðarmannaflokks- ins SPD, hafa tekið kipp frá því flóðahörmungarnar dundu yfir. Mælist fylgi SPD nú um 38% og er þar með svo til jafnt og fylgi kristi- legu flokkanna, CDU og CSU, en þeir höfðu annars að undanförnu notið öruggs fylgisforskots. Flokkur Græningja, sem er í stjórnarsam- starfi við jafnaðarmenn, virðist halda sínu fylgi stöðugu í um sjö pró- sentustigum. Vel hefur verið látið af því hvernig Schröder og stjórn hans hefur brug- ðizt við flóðahörmungunum og þegar svona stendur á njóta Græningjar góðs af því að vera taldir trúverð- ugustu málsvarar umhverfisvernd- ar. Margir Þjóðverjar telja að tengsl séu milli skaðræðisflóðanna og meintra hnattrænna veðurfars- breytinga af völdum gróðurhúsa- áhrifanna svokölluðu. Nú á sunnudaginn mætast Schröder og keppinautur hans um kanzlarastólinn, Edmund Stoiber, í fyrsta sinn í sjónvarpskappræðum og verður þar vafalaust tekin rimma um hvaða leiðir séu þjóðhagslega skynsamlegastar til að standa straum af kostnaðinum við endur- uppbyggingu eftir flóðin, en það hef- ur gert að engu stóran hluta þess uppbyggingarstarfs sem unnið hefur verið undanfarinn áratug í héruðum sem áður voru hluti Austur-þýzka Alþýðulýðveldisins. Gjörólíkar hugmyndir um viðbrögð Ríkisstjórnin og stjórnarandstað- an hafa kynnt mjög mismunandi hugmyndir um hvernig þetta skuli gert. Fyrr í þessari viku lýsti Stoiber því yfir að næði hann kjöri sem kanzlari myndi hann kollvarpa sum- um þeim ráðstöfunum sem stjórn Schröders hefur ákveðið að grípa til í þessu sambandi; deilan stendur einkum um áformaðar skattalækk- anir sem taka áttu gildi á næsta ári, en stjórn Schröders vill fresta gild- istöku þeirra til að stoppa upp í gatið í fjárlögunum sem ríkið sæti annars uppi með af völdum flóðatjónsins. Segir stjórnarandstaðan að þessi ákvörðun sé „félagslega óréttlát“; réttara væri að gera meira til að fá stór fyrirtæki til að axla hluta byrð- anna og hækka frekar skatta á þau. Schröder brást þegar við þessu og fékk samtök þýzka iðnaðarins til að samþykkja að fyrirtækin greiddu 26,5% skatt á næsta ári í stað 25%. Stoiber hefur enn fremur mælzt til þess að nýttur verði í þessum til- gangi hluti af hagnaði þýzka seðla- bankans Bundesbank, en hann var yfir 11 milljarðar evra á síðasta ári, andvirði um 930 milljarða króna. Nú þegar hafa safnazt um 100 milljónir evra í frjáls framlög frá þýzkum borgurum í sjóð til hjálpar þeim sem eiga um sárt að binda eftir flóðin. Að sögn dagblaðsins Tages- spiegel stefnir í að 130 milljónir evra safnist í sjóðinn, sem yrði þýzkt met. Flóðin í Saxelfi hafa greinileg áhrif á kosningabaráttuna í Þýzkalandi Vatn á myllu Schröders Berlín. AFP. Reuters Tvær stúlkur ganga fram hjá kosningaauglýsingaskilti frá frjálsum demókrötum í Berlín í gær. Skiltið sýnir þá Gerhard Schröder kanzlara (t.h.) og Edmund Stoiber, keppinaut hans um embættið, en þeir mætast í sjónvarps- kappræðum á sunnudaginn. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt einvígi fer fram í þýzku sjónvarpi. FÁGÆTUM eintökum af frumút- gáfu einnar bóka enska rithöfund- arins Charles Dickens var stolið á safni í London í fyrradag. Um var að ræða þrjú eintök af „Jólasögu“ Dickens [A Christmas Carol] en helsta söguhetja hennar er hinn úrilli herra Scrooge. Var hver bókanna metin á nærri fjórar milljónir ísl. kr. Komu þjófarnir í Dickens-safnið um miðjan dag, skáru burt glerið fyrir skápnum, sem geymdi bæk- urnar, og forðuðu sér burt. Þeim tókst hins vegar ekki að skera burt glerið fyrir öðrum skáp með ein- tökum af „Ævintýrum Pickwicks“. Andrew Xavier, forstöðumaður safnsins, kvaðst viss um, að bók- unum hefði verið stolið samkvæmt pöntun enda væru þær einna verð- mætastar af öllum frumútgáfum af verkum skáldsins. Hafa öryggis- ráðstafanir í safninu verið hertar. Fágætum Dickens-bókum stolið London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.