Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 28
ÚR VESTURHEIMI 28 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER gaman að hlusta og horfa á þessa listamenn flytja söngleikinn í miðaldaskála Sögusetursins, þar sem þeir falla eins og flís við rass, en þeir féllu ekki síður vel inn í um- gjörðina í Gimli og tóku atriði úr söngleiknum nánast hvar sem þeir voru samankomnir við mikla hrifn- ingu viðstaddra. Sögumaður flutti texta sinn á ensku og söngvararnir sungu á íslensku, en áhorfendur fengu leikskrá á ensku, þar sem allir textar eru í enskri þýðingu auk ann- ars fróðleiks. Söngleikurinn er eftir Jón Laxdal við ljóðaflokk Guðmund- ar Guðmundssonar skólaskálds og koma fram níu söngvarar, undirleik- ari og sögumaður, en Svala Arnar- dóttir er leikstjóri. Arthúr Björgvin Bollason, for- stöðumaður Sögusetursins á Hvols- velli og sögumaður söngleiksins, segir að það hafi verið stórkostleg lífsreynsla fyrir hópinn að sýna fyrir um 2.000 manns, eins og hann gerði á Íslendingadeginum í Gimli, en fé- lagarnir séu vanir að sýna fyrir fullu húsi í Sögusetrinu, um 100 manns. Hins vegar segir hann að sýningin sé þannig, að gott sé að hafa fólkið nærri sér eins og á Hvolsvelli og það hafi verið mikil viðbrigði að sýna á stóra sviðinu í garðinum í Gimli og ganga þar á milli áhorfenda á stóru svæði. Innileikur og einlægni „Það var yndislegt á alla lund að koma fram í Kanada,“ segir Sigurð- ur Sigmundsson, sem fer með hlut- verk Njáls á Bergþórshvoli í söng- leiknum. „Mér fannst ég vera kominn 30 ár aftur í tímann hvað varðar einlægni fólks. Það er svo mikill hraði á okkur Íslendingum að við megum ekki vera að því að taka utan um hvert annað, en í Gimli er annað upp á teningnum. Við urðum varir við meiri innileik og einlægni en við erum vanir. Ég upplifði ákaf- lega mikla hlýju, þótt hún sé vissu- lega líka til heima.“ Sigurður segir að viðtökurnar í Ottawa hafi komið mjög á óvart og gaman hafi verið að syngja við mjög breyttar aðstæður í Gimli. „Menn sjóast við þetta en upplifunin í Gimli er slík að það má enginn missa af því að koma þangað. Ég brenn í skinn- inu að koma aftur.“ Jón Smári Lárusson er í aðalhlut- verkinu, hlutverki Gunnars á Hlíð- arenda. Hann segist vera orðinn sviðsvanur og hafi því ekki fundið fyrir fjölda áhorfenda í Gimli en þeim mun meira fyrir fólkinu sjálfu og andrúmsloftinu. „Það er ólýsan- leg upplifun að kynnast samfélaginu í Gimli. Það virkar svo sterkt á mann. Fólkið er svo þakklátt og þótt ég reki ekki ættir mínar saman við ættir íbúanna finn ég fyrir einhverj- um rótum. Andrúmsloftið og orkan frá fólkinu hafa þessi áhrif og ég er stoltur af því að hafa fengið allan þennan fjölda til að hlusta.“ Jón Smári segir að dekrað hafi verið við hópinn bæði í Ottawa og Gimli og menn hafi talað um að það yrði erfitt að byrja að aka bíl á ný. „Við sem erum fæddir og uppaldir í sveit eigum ekki svona að venjast en þessar móttökur koma frá hjartanu. Fólkið er svo einlægt.“ Mikið ævintýri Sýningar á verkinu hófust í fyrra- sumar, en í vor var farið í sýning- arferð um Þýskaland. „Það var eld- raun og eldskírn erlendis,“ segir Arthúr Björgvin og segir þá hafa tekið mikið stökk að fara frá Hvols- velli til Cuxhaven og Hamborgar. Þar hafi þeir samt fundið að verkið hafi fallið í kramið hjá útlendingum, sem jafnvel tengdust ekki Íslandi á nokkurn hátt. Sérstök vatnaskil hafi orðið á sýningu fyrir um 200 mennt- skælinga í Cuxhaven. Krakkarnir hafi verið skikkaðir til að mæta á sýninguna en heyra hefði mátt saumnál detta alla sýninguna og rektor skólans hafi haft á orði að hann hefði aldrei séð svona stóran hóp nemenda sinna eins rólegan og áhugasaman á sýningu og þarna. Leikskrá á þýsku hafi örugglega skilað sínu, því miklu máli skipti að fólk gæti fylgst með því sem væri verið að syngja um á sviðinu. Saga Singers, eins og þeir nefna sig á enska tungu, komu tvisvar fram í fullkomnu 500 sæta leikhúsi í safninu Museum of Civilization í Ott- awa/Hull og var fagnað í lokin með standandi lófaklappi. „Þessi ferð til Kanada var gríðarlega mikið ævin- týri fyrir okkur alla,“ segir Arthúr Björgvin og bætir við að ferðalögin gefi sýningunni og viðkomandi mönnum mjög mikið vægi, því það sé mjög sjaldgæft að listamenn af landsbyggðinni fari til útlanda. Rík- isstjórn Íslands hafi stutt vel við bakið á hópnum, Flugleiðir, sendi- ráðið í Ottawa og gestgjafarnir í Gimli og meðbyrinn hafi ekki getað verið betri. „Móttökurnar sem við fengum í Vesturheimi fóru langt fram úr okkar björtustu vonum. Það var gaman að skemmta í Ottawa en stórkostlegt ævintýri að koma fram í Gimli. Það er eitthvað í þessu verki, söngvum og textum, sem er alvöru íslenskt. Eitthvað rammþjóðlegt kemur í gegn, jafnvel til fólks sem er ekki náskylt okkur eins og í Ottawa, og svona sýningar vekja athygli á landinu. Þetta er eins þjóðlegt og það getur orðið og við fundum það og skynjuðum á götum úti og í sam- tölum við fjölmiðla í Ottawa að fólk sýndi þessu áhuga. Fólk hafði gam- an af þessu. Þarna kom ný kynning til sögunnar til viðbótar við náttúr- una. Þarna var okkar fortíð, okkar saga og okkar menning. Þótt sið- menning okkar hafi verið á bág- bornu stigi fram eftir öllum öldum var andlega menningin á mjög háu plani. Menn fóru með Íslendinga- sögur og kváðu rímur í saggafullum moldarkofum, þótt súpan væri óæt og munntóbakið ekki tyggjandi. Ís- lendingar hafa verið feimnir við að kynna þennan þátt erlendis og halda honum að útlendingum, hafa verið teprulegir við fortíðina, finnst kjána- legt að vera að trana þessu fram eins og þetta sé eitthvað ómerkilegt, en sannleikurinn er sá að ferðalag eins og þetta til Kanada sýnir að útlend- ingum finnst þessi fortíð og söguöld okkar þrælspennandi og skemmti- leg.“ Aukinn áhugi útlendinga Í þessu sambandi má nefna að til stendur að hópurinn fari í eina eða tvær stuttar sýningarferðir til Bandaríkjanna í tengslum við af- urðakynningar nú í september. Í nóvember skemmtir hópurinn í Du- blin á Írlandi í samvinnu við Plús- ferðir og síðan hefur honum verið boðið í sýningarferð til 12 til 15 borga í Þýskalandi, en Arthúr Björgvin segir líklegt að boðið verði þegið með hækkandi sól á næsta ári. Hann segir að Samtök ferðaskrif- stofa í Þýskalandi hafi tekið sig sam- an og skipulagt þessa hljómleika- og sýningarferð. Og til að kóróna at- hyglina var í liðinni viku gerður samningur við ferðaskrifstofu í Þýskalandi sem pantaði söngleik á þýsku fyrir 60 til 80 manns í hverri viku í Sögusetrinu frá júní út ágúst næsta sumar. Gáfu bækur og nótur Hópurinn færði Safni íslenskrar menningararfleifðar í Nýja Íslandi nokkrar Njálubækur og söngnótur sem grunn að útlánssafni. Sigurður Sigmundsson segir að Tammy Ax- elsson, framkvæmdastjóri safnsins, hafi sagt þeim að nokkuð hafi verið spurt um nótur við þekkt íslensk lög og því hafi þeir ákveðið að gefa safn- inu nótur, einkum tvísöngslög. „Við vonum að þetta geti orðið vísir að út- lánssafni, en þetta eru lög sem eru mikið notuð af okkur og til dæmis Álftagerðisbræðrum.“ Þess ber að geta að söngfélagarn- ir eru í Karlakór Rangæinga en síð- an er deild innan Karlakórsins sem kallar sig öðlinga og syngur við ýmis tækifæri eins og á þorrablótum og við jarðarfarir. Í þessari deild eru nær allir Kanadafararnir og ætlar Sigurður að leggja til að öðlingarnir nái yfir alla í hópnum, „því við erum allir alveg grimmharðir öðlingar“, segir hann. Söngleikurinn Gunnar á Hlíðarenda féll í góðan jarðveg í Kanada Grimmharð- ir öðlingar Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Grétar Axelsson í Gimli og Harley Jonasson, fyrrverandi forseti Íslend- ingadagsnefndar, höfðu í nógu að snúast með íslensku „víkingana“ en gáfu sér tíma til að tylla sér fyrir framan þá við styttuna af íslenska vík- ingnum í Gimli. „Við erum grimmharðir,“ sögðu listamennirnir frá Ís- landi en þeir eru í efri röð frá vinstri: Jens Sigurðsson, Arthúr Björgvin Bollason, Jón Ólafsson, Guðjón Halldór Óskarsson og Hlynur Snær Theodórsson. Fremri röð frá vinstri: Þórður Matthías Sigurjónsson, Gísli Stefánsson, Jón Smári Lárusson, Sigurður Sigmundsson, Kjartan Grétar Magnússon og Oddur Helgi Jónsson. Njálusönghópur Sögusetursins á Hvolsvelli var í Kanada á dögunum og flutti söngleik- inn Gunnar á Hlíðarenda og brot úr honum við góðar undirtektir, tvisvar í Ottawa/Hull og nokkrum sinnum í Gimli. Steinþór Guð- bjartsson sá flestar uppfærslurnar í Gimli, skemmti sér vel eins og aðrir áhorfendur og ræddi við listamennina. Morgunblaðið/Steinþór Mikið mæðir á „bræðrunum“ Gísla Stefánssyni, sem fer með hlutverk Kolskeggs, og Jóni Smára Lárussyni, sem fer með hlutverk Gunnars á Hlíðarenda. steg@mbl.is NÁMSKEIÐ um landnám Íslend- inga í Vesturheimi verður haldið í haust á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga á svipuðum nótum og síðastliðinn vetur, en námskeiðið er öllum opið. Jónas Þór sagnfræð- ingur sér um námskeiðið og segir hann ætlunina að fjalla um alla helstu staði í Ameríku þar sem Ís- lendingar reyndu landnám á tíma- bilinu 1856 til 1914. Reynt verður að útskýra hvers vegna þessir stað- ir urðu fyrir valinu og hvernig til tókst hverju sinni. Næsta sumar verður tólf daga ferð um staði í Wisconsin, Minne- sota, Norður-Dakóta og Manitoba þar sem Íslendingar reyndu land- nám. Á þeim flestum búa afkom- endur þeirra enn og munu þeir koma að fyrirhuguðu ferðalagi á ýmsan hátt. Pöntuð verða fjörutíu sæti og komast ekki fleiri. Jónas segir að gera megi ráð fyrir mikl- um áhuga, en fyrirhuguð sé ræki- leg kynning innan ÞFÍ um land allt. Haustnámskeiðið verður í Gerðubergi á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00–22:00. Skrásetning fer fram fimmtudaginn 29. ágúst í Gerðubergi frá kl. 17:00–19:00 og 1.september frá kl. 14:00–17:00 á sama stað. Námskeiðsgjald er kr. 12.500 og skal greitt við skráningu. Hjón og eldri borgarar fá afslátt. Frekari upplýsingar um nám- skeiðið og ferðina veita Jónas Þór (s. 5541680 eða jtor@mmedia.is) og Petrína Bachmann, skrif- stofustjóri Þjóðræknisfélagsins og starfsmaður í utanríkisráðuneyt- inu. Námskeið um landnámið vestra Nemendur á fyrri námskeiðum fóru á slóðir íslensku landnemanna í Vesturheimi í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.