Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 53 DAGBÓK Garðeigendur Seljum á kr. 490 margar tegundir af stórum og fallegum runnum. Sírenur og fleira á kr. 660. Skuld, gróðrastöð, Lynghvammi 4, Hafnarfirði, s. 565 1242. stofnuð 1994 VESTURBÆJAR YOGASTÖÐ þriðjud. og fimmtud. 7.00-8.00 þriðjud. og fimmtud. 10.45-11.45 þriðjud. og fimmtud. 12.00-13.00 mánud. og fimmtud. 17.30-18.30 mánud. og fimmtud. 18.45-19.45 þriðjudag 18.35-20.05 miðvikudaga 17.30-19.00 mánud. og miðvikud. 20.00-22.00 GRUNNNÁMSKEIÐ: YOGATÍMAR, frjáls mæting: YOGA FYRIR BARNSHAFANDI: þriðjud. og fimmtud. 16.15-17.15 YOGA FYRIR BÖRN: 8-11 ára, miðvikud. 15.15-16.00 12-15 ára, miðvikud. 16.15-17.00 11.-30. september Anna Björnsdóttir yfir 20 ára yogareynsla innritun er hafin yogakennari opnum 3. september að Seljavegi 2, 5 hæð í síma 511-2777 anna@yogawest.is í nýju og glæsilegu húsnæði YOGA yogawest.is Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið komið af nýjum vörum Munið 1.000 kr. slána 3ja og 4ra herbergja íbúðir á góðum stað við Hamravík. Vel skipulagðar íbúðir og fallegt útsýni. Byggingaraðili: Hrauntún ehf. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060 3ja og 4ra herbergja íbúðir við Hamravík STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þér yfirsést fátt og þér finnst gaman að gátum og heimspekilegum vangavelt- um. Þú safnar upplýsingum og veist ýmislegt um margt. Reyndu að ljúka málum á þessu ári svo þú hafir hreint borð á því næsta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag er gott að leggja grunn- inn að verkum eða áætlunum. Skipuleggðu veislu, frí eða hverja þá skemmtun sem þú kýst. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú vinnur af þolinmæði að markmiðum sem munu nást í framtíðinni. Leggðu grunn- inn nú að breytingum á um- hverfi þínu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að horfa á hlutina í dag út frá því sem er raun- hæft en ekki út frá eigin ánægju. Þú sættir þig við minna nú gegn betri upp- skeru síðar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sparsemi og aðgætni eru kjörorð dagsins. Ekki eyða peningum í eitthvað sem ekki er nytsamlegt eða óþarft. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í dag er gott að hefja verk sem þarfnast nákvæmni. Þú býrð yfir þolinmæði og út- haldi sem gerir þér kleift að vinna verkið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Leynilegar áætlanir eða samningaviðræður bak við tjöldin í dag munu sennilega skila árangri þótt síðar verði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að eiga samvinnu við aðra í dag og því skalt þú reyna að láta ekki í ljós andúð þína á þeim. Ef þú gerir upp- steyt mun það koma í bakið á þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einhver þér eldri og reynd- ari, hugsanlega yfirmaður þinn, tekur eftir vinnusemi þinni. Það er ótrúlegt hve þér tekst að sýna mikla þraut- seigju og aga í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Leggðu drög að spennandi ævintýraferð sem þú ætlar að fara í einhvern tímann síðar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að koma miklu í verk í dag. Ef þú sýnir öðrum að þú viljir leggja mikið á þig munu þeir fara að þínu dæmi og jafnframt veita þér aðstoð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Í dag vilt þú vera einhverjum yngri fyrirmynd. Þú veist að agi og vinnusemi skila arði þótt síðar verði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sestu niður með fjölskyld- unni til að ræða um framtíð- arþarfir. Reynið að komast að niðurstöðu um hvað eigi að halda í og hverju megi henda. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 5.000 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Jóhanna Margrét Sverrisdóttir og Erna Nordahl Valsdóttir. 80 ÁRA afmæli. Í daglaugardaginn 24. ágúst er áttræð Kristín Rögnvaldsdóttir, Hlíðar- vegi 45, Siglufirði. Hún er að heiman. LJÓÐABROT FJALLIÐ BLÁTT Ég undi ekki á æskustöðvum, fannst þar allt vera lágt og smátt, Og hugur minn löngum horfði til hæða í suðurátt og faðmaði fjallið eina, fjallið töfrablátt. Til guðsifja foldin færði fjallið í himinslaug, og röðull kveldsins því rétti rauðagulllsins baug. Þaðan kom þeyrinn söngvinn, þangað örninn flaug. Mörg firnindi und fót ég lagði, unz fjallið eina ég vann. En ís þess ég þekkti aftur, þess eldur mér sjálfri brann, og skriður þess hrynja og hrapa í hjarta mér áður fann. - - - Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 0–0 6. Bg5 Ra6 7. Rf3 De8 8. 0–0 e5 9. Bxf6 Bxf6 10. c5 Rb4 11. cxd6 cxd6 12. Bb5 De6 13. d5 De7 14. Da4 Ra6 15. Bxa6 bxa6 16. Rd2 Bg7 17. Rc4 Hd8 18. Hac1 h5 19. Hc2 Bh6 20. Ra5 Dh4 21. Rc6 Hd7 22. Rd1 f5 Staðan kom upp á alþjóð- legu móti sem lauk fyrir skömmu í Stokk- hólmi. Yuri Yako- vich (2.586) hafði hvítt gegn Anders Olsson (2.327). 23. Rxe5! dxe5 24. Hxc8+ Hxc8 25. Dxd7 Hf8 26. exf5 Hxf5 27. Dxa7 Dc4 28. d6 e4 29. d7 Dd3 30. Db6 Hd5 31. Dxg6+ Bg7 32. Rc3 og svartur gafst upp. Lokastaða móts- ins varð þessi: 1. Yuri Yakovich (2.586) 7. vinninga af 9 mögulegum. 2. Gritsak Orest (2.542) 6½ v. 3. Mikhail Rytchagov (2.503) 5½ v. 4. Anders Olsson (2.327) 5 v. 5. Nick Defirmian (2.551) 4½ v. 6. Thomas Ernst (2.462) 4 v. 7. Vladimir Poley (2.334) 3½ v. 8.-10. Emil Hermansson (2.423), Pontus Carlsson (2.400) og Luis Couso (2.345) 3 v. 5. umferð Skákþings Ís- lands, landsliðsflokki, hefst í dag, 24. ágúst, kl. 13.00 í íþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. EKKI spyrja um sagnir – þú berð enga ábyrgð á þeim. Reyndu frekar að spila sjö hjörtu til vinnings: Norður ♠ ÁK1097 ♥ DG63 ♦ ÁD9 ♣Á Suður ♠ 63 ♥ ÁK102 ♦ 32 ♣D8642 Vestur trompar út. Hver er áætlunin? Verkefnin sem við blasa eru eftirfarandi: Spaðann þarf að fría með trompun, svína tíguldrottningu og trompa einn tígul. Verra gæti það verið! Að svo mælti sýnist rök- rétt að taka ÁK í spaða og trompa spaða hátt. En því fylgir þó óþarfa áhætta ef spaðinn er 4-2: Norður ♠ ÁK1097 ♥ DG63 ♦ ÁD9 ♣Á Vestur Austur ♠ 85 ♠ DG42 ♥ 974 ♥ 85 ♦ K86 ♦ G10754 ♣KG975 ♣103 Suður ♠ 63 ♥ ÁK102 ♦ 32 ♣D8642 Vestur hendir tígli í þriðja spaðann og getur síð- ar yfirtrompað tígulníuna. Rétta tæknin er þessi: Fyrsti slagurinn er tekinn heima með ás. Tígli svínað, ásinn tekinn og nían tromp- uð með tvistinum heima. Nú fyrst er spaða spilað og sá þriðji trompaður hátt. Laufi spilað á ás, spaði aftur trompaður, lauf stungið með sexu, DG í hjarta tekin og fríspaðinn. Þú spilar svo vel. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Ljósmynd/Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí sl. af séra Vig- fúsi Þór Árnasyni, í Grafar- vogskirkju þau Anna Ýr Sveinsdóttir og Jóhann Sig- urður Þórarinsson. Ljósm./Ljósmyndarinn í Mjódd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní sl. í Þing- vallakirkju af sr. Tómasi Guðmundssyni þau Sóley Björnsdóttir og Bjarni Sig- urðsson. Hlutavelta Ljósm./ Myndrún/Rúnar Þór BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband 10. ágúst sl. af séra Sólveigu Láru þau Stefanía Elísabet Hall- björnsdóttir og Hjörtur Valsson. Heimili þeirra er á Stapasíðu 13g á Akureyri. FRÉTTIR „MARÍA Eiríksdóttir kennari stýrir samveru í Skálholtsbúðum dagana 6.–8. sept. í tilefni af áttræðisafmæli Íslandsvinarins séra Jörg Zink. Hann er mörgum uppalendum að góðu kunnur fyrir bókina ,,Börnin okkar litlir sigurvegarar“ sem hjón- in skrifuðu í sameiningu og kom út á íslensku hjá Víkurútgáfunni 1977. Í fjóra áratugi hefur hann verið af- kastamikill rithöfundurog núna eru bækur hans vinsælustu bókmenntir kristninnar í Þýskalandi,“ segir í fréttatilkynningu. Samverustund í Skálholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.