Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mán. - fös. 10.00 - 18.00 • Laugard. 11.00 - 16.00 • Sunnud. 13.00 - 16.00 . . . í s k ó l a b y r j u n Allt í röð og reglu t m h u s g o g n . i s í h e rb e rg ið svartur blár 12.000kr. Beyki, hlynur og kirsuber 14.900kr. Beyki, eik, mahóní og tekk CD standur 7.700kr. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 5 6 8 4 / si a. is Beyki og kirsuber 16.500kr. Hlynur og beyki 28.500kr. Kirsuber og hlynur 28.900kr. 80230 guðsmóður með Jesúbarnið og Jós- ep hjá. Var því stolið á Longleat- sveitasetrinu í Wiltshire 1995. Charles Hill, fyrrverandi rann- sóknarlögreglumanni í London, var sérstaklega falið að hafa uppi á málverkinu og fann hann það loks óskemmt en ekki í rammanum. Hef- ur lögreglan ekki skýrt nánar frá málinu enn sem komið er. MÁLVERK eftir ítalska meistarann Titian, sem stolið var fyrir sjö ár- um, er komið í leitirnar. Fannst það í plastpoka í London. Málverkið, „Hvílst á flóttanum til Egyptalands“, er eitt af frægustu verkum feneyska meistarans, sem hét réttu nafni Tiziano Vecellio, og var metið á um 700 milljónir ís- lenskra króna. Sýnir myndin Maríu AP Fundu verk eftir Titian ÞAÐ kann að koma ýmsum spánskt fyrir sjónir, að nú um helgina skuli úrslitaleikur deildar- og bikarmeist- ara Ítalíu um titil „meistara meist- aranna“ í knattspyrnu fara fram í Líbýu, með tilliti til þess að Muamm- ar Gaddafi Líbýuleiðtogi hefur lýst áhorfendum að íþróttakappleikjum sem aumkunarverðum bjánum. En að sögn sérfróðra manna passar þessi innflutningur á vestrænum íþróttaviðburðum til Líbýu eins og flís við rass nýrrar stefnu Gaddafis um að nýta íþróttir til að stuðla að endurreisn efnahagslegra tengsla við Vesturlönd. Gaddafi komst til valda í Líbýu í valdaráni hersins árið 1969. Ofurst- inn fyrrverandi lýsti því meðal ann- ars yfir í „Grænu bókinni“ – sem geymir persónulegar kennisetn- ingar sem hann grundvallar stjórn- arstefnu sína á – að fólk sem horfði á aðra leika íþróttir væru „bjánar sem væru sjálfir ófærir um að iðka við- komandi íþrótt“. En upp á síðkastið virðist Gaddafí hafa lagt kennisetningabók sína til hliðar og vera heldur farinn að lesa íþróttasíðurnar – eða jafnvel við- skiptasíðurnar enn frekar. Knattspyrnuleikurinn milli meist- ara ítölsku úrvalsdeildarinnar Juv- entus og bikarmeistarans Parma á geysistórum íþróttaleikvangi í Tríp- ólí er aðeins það nýjasta í markvissri framsókn Líbýu inn á vettvang at- vinnuíþrótta og alþjóðlegra við- skiptahagsmuna. Fjárfestingafélagið Libyan Arab Foreign Investment Company, skammst. Lafico, sem er í ríkiseigu og er talið vera fjárfestingaarmur stjórnar Gaddafís, á 7,5% hlut í Juv- entus-knattspyrnufélaginu, og ný- lega bauð félagið Al-Saadi Gaddafí, syni Líbýuleiðtogans, að taka sæti í stjórn þess. Gaddafí yngri hefur ennfremur komið því í kring á síðustu mán- uðum, að Lafico gerist hluthafi í tveimur öðr- um ítölskum knatt- spyrnufélögum, Triest- ina og L’Aquila. Og haft hefur verið fyrir satt, að Al-Saadi Gadd- afí hafi einnig verið í viðræðum um að fjár- festa í gríska liðinu PAOK í Þessaloníku. Eigandi félagsins mót- mælti því þó á föstu- dag, að nokkur fundur um slíka sölu hefði átt sér stað. Stærsti aðdá- endaklúbbur PAOK gaf út yfirlýsingu þar sem hann segist mót- fallinn sölu félagsins til „nokkurs sem ekki er kristinn“. Snýst ekki um Juventus „Þetta snýst ekki um Juventus, öllu heldur um fjárfestingar [Gadd- afís] í Fiat og tengsl hans við Agn- elli-fjölskylduna,“ hefur AP eftir Oliver Butler, ritstjóra brezka viku- ritsins Soccer Investor Weekly. Vís- ar Butler til stærsta iðnfyrirtækis Ítalíu og fjölskyldunnar sem hefur tögl og hagldir í því, auk þess að eiga Juventus. „Það kann að vera að hér sé að einhverju leyti um per- sónulegan áhuga á ítölskum fótbolta að ræða, en það sem vakir fyrir honum miklu frekar er að kaupa sér virðingu og Líbýu við- urkenningu,“ segir Butler. Líbýa hefur lengi sætt refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna vegna meintra tengsla stjórnvalda þar við al- þjóðlega hryðjuverka- starfsemi og menn Gaddafís hafa verið sakaðir um að hafa staðið á bak við sprengjutilræðið í PanAm- risaþotunni sem hrapaði yfir skozka bænum Lockerbie árið 1988. En á síðustu árum hefur Líbýustjórn markvisst verið að mjaka sér út úr þessum „skammarkrók“ og ávinna sér pólitíska viðurkenningu sem og eflt viðskiptatengsl við útlönd, eink- um við ríki í Vestur-Evrópu. Þannig er t.d. Ítalía einn stærsti kaupandi líbýskrar olíu. Í fyrra aflétti öryggisráð Samein- uðu þjóðanna að hluta til við- skiptabanni, sem verið hafði í gildi í 8 ár, eftir að Líbýustjórn framseldi tvo menn sem grunaðir voru um að- ild að Lockerbie-tilræðinu, en það kostaði 270 manns lífið. Einn fyrr- verandi meðlimur líbýsku leyniþjón- ustunnar var sakfelldur. Skilyrði fyrir því að viðskipta- þvingununum verði að fullu aflétt er að Líbýustjórn gangist við því op- inberlega að hafa borið ábyrgð á Lockerbie-tilræðinu og sverja af sér tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Fyrr í þessum mánuði gerðist það í fyrsta sinn í tvo áratugi að brezkur ráðherra hitti Gaddafí að máli í Líb- ýu. Mike O’Brian, aðstoðarutanrík- isráðherra Bretlands, sagði að Líb- ýumenn væru raunverulega að gera átak í að öðlast alþjóðlega við- urkenningu, en Gaddafí ætti að hans mati þó enn spölkorn eftir í land. Ein leiðin sem Gaddafí hefur valið sér sem leið að þessu marki eru að því er virðist íþróttir. Vilja halda heims- meistarakeppnina Nú, er afrísk knattspyrnulið hafa verið að ná sífellt lengra á alþjóð- legum vettvangi og æ fleiri afrískir atvinnumenn leika með evrópskum félagsliðum, hefur knattspyrnu- samband Líbýu tilkynnt að það sæk- ist eftir að halda heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu árið 2010 og Afríkumeistarakeppnina árið 2006. Hinn 29 ára gamli Al-Saadi Gaddafí er forseti sambandsins. Gaddafí yngri, sem er einlægur aðdáandi Juventus, er jafnframt fyr- irliði eigin liðs, Líbýumeistaranna Al-Ittihad – sem þýðir „Eining“ – sem og fyrirliði líbýska landsliðsins. „Þetta er bara byrjunin á verkefni sem stefnir að vexti knattspyrnunn- ar hjá okkur og alþjóðlegri ferða- mennsku til Líbýu,“ sagði Al-Saadi Gaddafí í nýlegu viðtali við ítalska íþróttablaðið Gazzetta dello Sport. Líbýa hefur nýtt sér til fullnustu gamalgróin tengsl við Ítalíu og Laf- ico hefur keypt sig inn í ýmis ítölsk fyrirtæki, þar á meðal Banco di Roma, orkufyrirtækið Eni og bíla- risann Fiat. Ítalir hafa almennt tekið fjárfestingunum frá Líbýu vel. Á það einnig við um Juventus, sem hefur átt í fjárhagslegum kröggum. Þessar nýjustu fjárfestingar á Ítalíu eru ekki þær fyrstu fyrir Gaddafí eldri. Seint á áttunda og á níunda áratugnum keypti Lafico hlutabréf í Fiat fyrir u.þ.b. þrjá milljarða Bandaríkjadala, andvirði um 270 milljarða króna. Bréfin voru aftur seld árið 1986, þegar Líbýa hóf að sæta alþjóðlegum viðskiptaþving- unum, að frumkvæði Bandaríkja- manna. Rétt eins og mörg ítölsk knatt- spyrnufélög á Fiat þessa dagana einnig í fjárhagsbasli. Róm. AP. Líbýa í sókn á knattspyrnusviðinu Muammar Gaddafí virðist ekki lengur á þeirri skoðun að þeir sem horfi á íþróttir séu bjánar Muammar Gaddafí Líbýuleiðtogi. ’ Þetta er barabyrjunin á verkefni sem stefnir að vexti líbýskrar knatt- spyrnu og alþjóð- legri ferðamennsku til Líbýu. ‘ KRÖFUR verða nú æ háværari meðal íbúa í löndum Evrópusam- bandsins, ESB, um að fólk geti fengið meðhöndlun á sjúkrastofn- unum utan heimalandsins og ætla að heilbrigðismálaráðherrar að- ildarríkjanna að kanna málið, að sögn Berlingske Tidende. Ráðherrarnir ætla á regluleg- um fundi sínum á næsta ári að ræða hugmyndir um að komið verði upp miðstöðvum fyrir vissa, sjaldgæfa sjúkdóma svo að allir borgarar í sambandsríkjunum geti fengið fullkomnustu með- höndlun við þeim sem völ er á. Einnig verður kannað hvort lönd- in geti skipst á sjúklingum svo að vannýtt geta í einu landi verði notuð til að stytta biðlista í öðru landi. Gert er ráð fyrir að vinnuhópur skili undirbúningsskýrslu um þessi mál þegar fyrir fund ráð- herranna í desember næstkom- andi. Biðlistar í Evrópusambandinu Skipst á sjúklingum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.