Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Fanney Júdit Jón-asdóttir fæddist á Sléttu í Sléttuhreppi í N-Ísafjarðarsýslu 6. maí 1913. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Brynjólfsdóttir og Jónas Dósótheusson. Systkini hennar voru Sigurjóna, d. 1954, Þorvaldína, d. 1997, Margrét, d. 1993, Kristján, d. 1992, og Brynhildur, d. 1993. Fanney giftist 7. október 1944 Ingólfi Lárussyni, f. 18.9. 1904, d. 3.2. 1989. Þau bjuggu alla tíð á Ísa- firði. Fanney eignað- ist ekki börn, en börn Ingólfs frá fyrra hjónabandi eru Hörður, f. 1932, d. 2000, kvæntur Krist- jönu Valdimarsdótt- ur og eiga þau þrjú börn, átta barnabörn og eitt barnabarna- barn. Erling Guð- mundur, f. 1933, d. 1936, og Inga Guð- björg, f. 1935, gift Hauki Ólafssyni og eiga þau fimm börn, þrettán barnabörn og eitt barnabarnabarn. Útför Fanneyjar verður gerð í dag frá Ísafjarðarkirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín. Mig langar að minnast þín í örfáum orðum. Það fyrsta er þegar ég talaði við þig í síma fyrir örfáum dögum, þá óraði mig ekki fyrir því að það væri í síðasta sinn sem ég heyrði í þér. Alltaf þegar ég heyrði í þér í síma reyndir þú að vera hress þótt þér liði illa, og alltaf spurðir þú um börnin mín og Aron litla, líka í síðasta samtali okkar. Ég hef komið vestur og heimsótt ykkur afa og svo þig eftir að hann dó frá því að ég flutti suður með mömmu og pabba, að undanskildu einu ári sem ég bjó á Ísafirði með fjölskyldu mína, þá held ég að þið afi hafið stund- um fengið nóg af mér þar sem ég kom til ykkar á hverjum degi með krakk- ana sem voru lítil og fyrirferðarmikil þá. Svo skrýtið sem það er rifjast svo margt upp þegar ég sit hér og hugsa um þig. Ég man að alltaf gat ég komið til þín ef mig langaði í eitthvað, eins og þegar ég var 12 ára og þurfti að fara á sjúkrahúsið á Ísafirði, þá vantaði mig náttslopp og langaði svo mikið í hann, þá sendir þú mig út í búð með pening til Jennýjar Breiðfjörð að kaupa nátt- slopp. Ég hef líka oft og mörgum sinnum rifjað upp þegar ég var hjá ykkur afa þegar mamma og pabbi fóru að vinna á fjallinu. Mikið rosa- lega grenjaði ég þegar þau fóru og þú leyfðir mér að sjá út um gluggann uppi í herberginu ykkar, en ég var svo óþekk við þig og datt, þá kom afi með kaldan hníf og setti á þessa stærðar kúlu sem ég fékk á ennið. Þetta ráð notaði ég á mín börn ef þau fengu kúlu á ennið. Aldrei held ég að jólaboðin ykkar afa gleymist, þá var slegist um hver mátti sitja á pullunni sem við allir krakkarnir vildu ólm vera með, síðan fengum við alltaf heitt súkkulaði úr fínu þunnu bollunum, og þótt ég hafi verið lítil fékk ég alltaf svona fínan bolla líka. Síðastliðið vor þegar þú komst suð- ur í augnaðgerðinna kom ég til þín með Evu og Aron Bjarka, mikið ofsa- lega hafðir þú gaman af því að sjá Ar- on, þá var tekin mynd af þér með hann og er það eina myndin sem til er af ykkur, og þú varst svo glöð þegar við töluðum um að hann væri orðinn langur titillinn sem þú barst, langa- langamma. Og í sumar þegar við komum í ferminguna hans Birgis Steins kom- um við Erlingur bróðir bara tvö til þín, við komum ekki með krakkana þar sem ég vissi að þú varst kannski illa fyrir kölluð og hefðir kannski ekk- ert gaman af því að við værum svona mörg hjá þér og þú sagðist vera því mjög fegin og baðst bara að heilsa þeim öllum. Ég vil þakka þér, Inga mín, og Hauki fyrir ómetanlega umhyggju ykkar við ömmu síðastliðin ár. Hvíl í friði. Þín Guðbjörg. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Mig langar í örfáum orðum að minnast Fanneyjar ömmu, sem lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 16. ágúst sl. Fanney amma var stjúpmóðir móður minnar, en var okkur systkinunum ávallt sem amma. Ég man óljóst eftir Fanneyju ömmu og Inga afa er þau bjuggu í Pólgötunni en betur man ég er þau bjuggu í Fjarðarstrætinu í litla húsinu. Þangað fórum við ósjaldan á sunnudögum í heimsókn og síðar í Hlíf, þar sem við fengum ávallt góðar móttökur. Einnig renndu þau afi og amma oft til Bolungarvíkur á Volkswagen bjöllunni, og voru þá ávallt í sínu fínasta pússi, þau bæði með hatt og amma ávallt í einhverjum fínum kjól, eins og hún var ávallt, mjög vel til höfð og prúðbúin. Oft laumuðu þau til okkar Guðna bróður eitthundrað krónum og sögðu okkur að fara í bíó eða kaupa eitthvað gott. Amma missti mikið 1989 er afi dó, því þau voru mjög svo samstiga hjón. Eft- ir að ég eignaðist börnin mín fór ég oft með þau inn á Hlíf í heimsókn, og var okkur alltaf svo vel tekið því hún Fanney amma var svo einstaklega góð og blíð við börnin. Oftast þegar maður kom inn til ömmu þá sat hún með einhverja handavinnu, penna- saum, að prjóna dúka, hekla, hnýta, smyrna eða með perlusauminn sem hún var sem mest í áður en hún missti heilsuna. Föndur af öllu tagi var henni allt. Þeir eru ófáir hlutirnir sem til eru eftir hana, og prýða margir þeirra heimili mitt. Þegar ég gekk með þriðja barnið mitt ákvað ég að mig langaði að gefa barninu mínu nafn Fanneyjar ömmu ef það yrði stelpa, sem það svo varð. Þegar ég eignaðist Fanneyju Erlu, var ég flutt suður til Njarðvíkur og hringdi því í Fanneyju ömmu og spurði hana hvort hún hefði nokkuð á móti því að ég fengi nafnið hennar lánað fyrir barnið mitt. Hún varð svo hræð að lengi gat hún ekki sagt orð við mig í símann, en gaf mér svo að sjálfsögðu leyfi sitt, og var ávallt stolt af að eiga nöfnu og hringdi alltaf á af- mælisdaginn hennar því honum gleymdi hún aldrei. Síðustu rúm tvö árin hafa svo verið ömmu erfið, eftir að hún lamaðist öðru megin og sjónin hafði daprast, þá gat hún ekki lengur verið í fínlega föndrinu eins og áður, en hún var ekki til í að gefast alveg upp og sótti föndurtíma og málaði á ýmislegt þrátt fyrir lömunina með hjálp Önnu í föndrinu. Miklar breytingar eru í vændum hjá foreldrum mínum þar sem reglu- legar ferðir þeirra á sjúkrahúsið á Ísafirði falla nú niður, en jafnframt léttir því alltaf er erfitt að horfa upp á sína nánustu þjást. Foreldrar mínir senda hina hinstu kveðju með þökk fyrir allt. Elsku amma, minningin um þig lifir í hjarta okkar. Hvíl þú í friði. María Elva Hauksdóttir. Í dag verður til moldar borin Fann- ey amma mín sem lést 16. ágúst sl. á nítugasta aldursári. Í síðustu heim- sókn okkar til Ísafjarðar fyrir mánuði var töluvert af henni dregið enda ým- islegt að hrjá hana. Hún hefur því orðið hvíldinni fegin eftir erfið veik- indi. Þótt þreytt væri í þessari síðustu heimsókn okkar gleymdi hún ekki langömmubörnunum sem aldrei fóru tómhent frá henni, alltaf var ein- hverju laumað í lítinn lófa. Frá því ég man eftir mér bjuggu amma og afi á Ísafirði, fyrst á Pólgöt- unni og síðasta heimili þeirra var í íbúðum aldraðra á Hlíf. Amma missti tryggan og góðan lífsförunaut þegar Ingi afi dó fyrir þrettán árum. Eftir fráfall afa bjó hún ein á Hlíf þar til fyrir tveimur árum að hún varð fyrir áfalli og lamaðist vinstra megin. Það var erfitt fyrir hana að yfirgefa íbúð- ina á Hlíf og sætta sig við að verða sjúklingur á öldrunardeild sjúkra- hússins á Ísafirði. Allt breyttist og nú gat hún ekki lengur sinnt handavinn- unni sem hún hafði haft sem dægra- styttingu á Hlíf. Það fór frekar illa í ömmu að geta ekki lengur séð um sig sjálf, vera bundin hjólastól og ófær um að dunda sér við skrautlega perlu- sauminn. Áður en amma veiktist kom hún stundum í heimsókn í höfuðborgina og skemmti sér vel. Hún naut þess að skreppa í tískuverslanir og kaupa sér ný föt enda vildi hún alltaf vera vel til fara. Þótt hún hafi aldrei farið til út- landa var viss heimsborgarabragur yfir henni bæði hvað varðar klæðnað og fas. Sérstaklega man ég eftir því fyrir nokkrum árum þegar við kom- um einu sinni sem oftar í heimsókn á Ísafjörð þá dreif hún okkur niður á Hótel Ísafjörð og bauð í mat. Þar naut hún sín vel eins og sannur heimsborg- ari. Nú hefur amma kvatt þennan heim eftir erfið veikindi og haldið á vit nýrra ævintýra handan við móðuna miklu. Blessuð sé minning hennar. Jóhann Ólafur Hauksson. Mig langar að skrifa nokkrar línur um Fanneyju frænku. Fanney var ein af ömmusystkinum mínum og ég kynntist þeim vel, því þau voru mjög náin. Ég var ekki göm- ul þegar ég fór að heimsækja Fann- eyju og Inga á Ísafjörð og alltaf var tekið vel á móti mér. Það var svolítið sport að koma í heimsókn, því að þau áttu notalegt heimili og alltaf var til moli í munninn. Seinni ár þegar Fanney kom suður og gisti hjá Elsu varð ég þess aðnjótandi að taka Fann- eyju með mér í dagstúra um bæinn og fara á svolítið búðaflakk. Þá voru Verðlistinn og Völusteinn efst á óska- listanum hennar og við launuðum okkur iðulega erfiðið með því að enda á kaffihúsi. Þetta voru ógleymanlegar stundir sem við áttum saman. Fyrir mig sem unga stúlku var þetta mjög gaman að kynnast eldri og reyndari konu, því það var svo mikið sem hægt var að læra af henni. Ég segi stundum að þessar kjarna- konur að vestan séu með blátt blóð í æðum. Ég hef fengið góð tækifæri til að kynnast Fanneyju og met það mik- ils hversu ákveðin og dugleg kona hún var. Hún var mikið fyrir handavinnu eins og heimili hennar bar vott um og fengum við í fjölskyldunni að njóta þess. Maður sér hversu sterk hún var þegar hún fékk heilablóðfall fyrir rúmum tveimur árum, þá héldu allir að hún ætti ekki langt eftir ólifað, en stuttu seinna náði hún sér á strik í nokkurn tíma. Þessi mikla handa- vinnukona var komin fram á gang á spítalanum á Ísafirði að mála engla á dúka. Að mínu mati var hún algjör hetja. Það segir meira um hana Fann- eyju mína en orð fá lýst að í vor náði hún með smáklókindum að fá læknana fyrir vestan til að skrifa upp á augnaðgerð í Reykjavík og að sjálf- sögðu komst hún þá í leiðinni í nokkr- ar búðir í bænum. Hún var sko ekki af baki dottin og með þessum hætti mun ég alltaf minnast hennar. Elsku Fanney mín, ég bið Guð að blessa minningu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín frænka, Brynhildur Ingibjörg (Binna). Tuttugusta og fyrsta öldin er rétt gengin í garð. Við sem komin erum á miðjan aldur kveðjum nú hvern af öðrum sem fæddir voru í byrjun síð- ustu aldar. Um leið viðurkennum við að þetta er bæði óumflýjanlegt og eðlilegt og þökkum fyrir að hafa feng- ið að fylgja fólkinu okkar veginn á enda. Við erum líka minnt á að þeir sem eitt sinn voru börn – vaxtarsprot- ar fjölskyldunnar – eru fyrr en varir orðnir elsti ættliðurinn. Fanney Júdit frænka mín hefur nú kvatt. Hún var eina eftirlifandi móður- systkin mitt en þau voru ávallt kennd við Sléttu í Sléttuhreppi. Hún ólst upp í glaðværum systkinahópi á Sléttu við leik og störf. Litlu þorpin, Sæból, Hesteyri og Látrar, ásamt sveitunum í kring var heimur barnanna sem uxu þar úr grasi. Þetta harðbýla en þó í mörgu gjöfula landsvæði mótaði það fólk sem þar bjó. Í æsku var frænka mín oft lasburða og sem ung kona fékk hún berklaveiki og dvaldi langdvölum á sjúkrastofn- unum. Þessir heilsufarserfiðleikar settu mark sitt á hana alla tíð. Tengsl systkinanna frá Sléttu voru mjög sterk og báru þau öll mikla um- hyggju fyrir Fanneyju sem í raun gekk aldrei heil til skógar. Ef til vill vegna þessa var lunderni hennar þyngra en systkina hennar sem öll voru einkar glaðvær. Í minningunni heyrist þó fyrst og fremst ómur sam- ræðna og hláturs þeirra systra Fann- eyjar, Binnu og Ínu (móður minnar) sem lengst bjuggu í nábýli og miklu samneyti við hver aðra á Ísafirði. Við systrabörnin drukkum í okkur sögurnar að norðan eins og þær köll- uðu heimahagana. Við nutum einnig þeirra einstöku forréttinda að finna hvað hvert okkar var mikils metið í stórfjölskyldunni. Þar sem Fanney eignaðist ekki börn þótti systrunum og jafnvel Fanneyju líka sjálfsagt að gefa henni hlutdeild í sumum barna sinna. Sér- staklega vorum við systradæturnar gjarnan lánaðar til að aðstoða Fann- eyju við ýmiss konar verk. Helst vildi Fanney eigna sér Elsu dóttur Binnu og fékk að hafa hana hjá sér af og til. Alla tíð hefur Elsa gengið næst því að vera Fanneyju sem dóttir og ræktað samskiptin við hana af trúfestu og natni sem hver dóttir mætti vera full- sæmd af. Við hinar systradæturnar höfum verið í góðum tengslum við Fanneyju ekki síst eftir að hún varð ein eftir af systkinahópnum frá Sléttu. Stjúpbörn Fanneyjar, þau Inga og Hörður, voru sem hennar eigin börn en Hörður ólst upp að hluta til hjá henni og föður sínum og bar alla tíð mikla umhyggju fyrir henni. Var það mikið áfall þegar Hörður lést fyrir aldur fram. Inga og maður hennar Haukur hafa sýnt Fanneyju einstaka alúð og ævinlega aðstoðað hana á alla lund. Sama má segja um barnabörn þeirra systkina sem litið hafa á Fann- eyju sem ömmu sína. Naut Fanney þessa í ríkum mæli og talaði gjarnan stolt um börn og barnabörn Ingu og Harðar við skyldulið sitt. Fanney var einstaklega hög í hönd- um. Starfaði hún um árabil við húfu- gerð á Ísafirði og síðar á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur. Eftir að þau Ingólfur fluttu á Hlíf tók Fanney virkan þátt í félagslífi aldraðra, þótti mjög gaman að spila og naut sín afar vel í föndrinu. Liggja eftir hana mörg frábærlega falleg og vönduð verk. Það var mikil reisn yfir Fanneyju alla tíð. Hún naut þess að eiga falleg föt og vera vel tilhöfð, var yfirveguð og prúðmannleg í framkomu. Fanney var stálminnug og fylgdist afar vel með öllu sínu skylduliði. Það var ekki aðeins að hún fylgdist grannt með barna- og barnabörnum stjúp- barna sinna, heldur var sama hve fjöl- skyldur systkinabarna hennar stækk- uðu, hún vissi deili á öllum og hvað hver og einn tók sér fyrir hendur. Á afmælisdaginn sinn fyrir rúmum tveimur árum fékk Fanney heilablóð- fall sem leiddi til lömunar á vinstri hlið líkamans. Um tíma var henni vart hugað líf, en smátt og smátt náði hún sér að hluta þó að ekki gæti hún geng- ið né nýtt aðra höndina eftir það. Hún trúði staðfastlega á Guð og að honum bæri að þakka hvern dag fyrir það sem hún gat gert. Hún ætlaði ekki að gefast upp og trúði lengi vel að henni tækist með Guðs hjálp að yfirstíga erfiðleikana. Hún naut einstakrar umönnunar hjá hjúkrunarfólki á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar, sem reyndi á alla lund að létta henni lífið. Tókst henni meira að segja að komast í föndrið á nýjan leik og gera ýmsa muni með einni hendi. Síðast liðið vor tók hún sér ferð á hendur til Reykjavíkur til að fara í augnaðgerð ef það gæti hjálpað upp á sjónina sem var mjög farin að dapr- ast. Fékk hún með sér fylgdarkonu, Ingibjörgu Sigtryggsdóttur, sem hjálpaði henni og var með henni dag og nótt. Á meðan hún dvaldi í Reykjavík heimsótti hana allt hennar nánasta skyldfólk sem sýnir þær tilfinningar sem frændfólkið bar til hennar. Í sumar hefur heilsu frænku minn- ar smátt og smátt hrakað og þegar systurdóttir hennar Jóna Vigdís lést fyrir rúmum hálfum mánuði var eins og lífsvilji hennar slokknaði. Í bænum sínum bað hún Guð að veita þreyttum og þjáðum líkama hvíld. Og nú hefur henni orðið að ósk sinni. Síðustu stundirnar ítrekaði hún kveðjur til ættmenna og vina. Blessuð veri minning hennar. Elín S. Sigurðardóttir. FANNEY JÚDIT JÓNASDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Fanney Júdit Jónasdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. &        (    &93 $: %& 0!    !70 ** ;,"         (/01'/   3!!" / /   ""! ' 37(!!" "))1# &             3     / /  )6 <' <   ;;) *= 6'0,('    4 5$    * 3     0   ,    0,!!" /0   !!" 3 !!" /0  !!" 7 60 !  60 /0!"  )01 ! #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.