Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ SEX þúsund fermetra heilsurækt- arstöð, Sporthúsið, verður opnað nú um helgina og er almenningi boðið að kynna sér aðstöðuna á morgun, sunnudag, frá klukkan 11–18. Þegar Morgunblaðsmenn litu í heimsókn í gær voru fram- kvæmdir í fullum gangi og margt enn ógert en forsvarsmenn stöðv- arinnar létu þó engan bilbug á sér finna. Linda Pétursdóttir, einn eig- enda Sporthússins, segir stöðina þá stærstu á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað. Gert sé ráð fyrir að í lok næsta árs sæki þrjú þús- und manns þjónustu í húsið dag- lega en alls geti stöðin þjónað 15.000 manns. Kort í Sporthúsið gilda einnig í Þrekhúsið í vest- urbænum (áður Þokkabót) og Baðhúsið en í síðarnefndu stöðina mega aðeins konur koma og verð- ur svo áfram. Sporthúsið er engin venjuleg heilsuræktarstöð heldur verður þar boðið upp á margt sem ekki fyrirfinnst annars staðar. Í eystri hluta hússins er rúmlega 700 m² fótboltavöllur (19x38 m) lagður nýrri tegund af gervigrasi. Sævar Pétursson, annar framkvæmda- stjóri Sporthússins, segir gervi- grasið það fullkomnasta sem völ er á. Það sé mýkra en annað gervigras og mun líkara raun- verulegu grasi en Íslendingar hafi áður vanist. Þar af leiðandi sé minni hætta á meiðslum og spila- mennskan á vellinum verði eðli- legri. Í húsinu eru auk þess tveir skvasssalir, körfuboltasalur, hnefaleikasalur, tveir tennisvellir, sem líka eru notaðir sem fótbolta- vellir, 230 m² leikfimisalur og spinning-salur. Þar verður auk þess barnagæsla og kaffihús og boðið verður upp á sjúkraþjálfun. Æfingar skráðar á lykil Meðal nýjunga er svokallaður þjónustulykill sem skráir niður allar æfingar sem notandinn ger- ir. Þjálfari tekur á móti hverjum viðskiptavini og býr til handa hon- um æfingaáætlun sem er lesin inn á lykilinn. Lyklinum er síðan stungið inn í tækin og gefur iðk- andanum upplýsingar um hve þung lóðin eiga að vera og hversu oft og hratt hann á að fram- kvæma tiltekna æfingu. Hægt er að stilla lyklana þannig að líði of langur tími á milli æfinga hefur þjálfarinn samband við viðkom- andi og minnir hann á líkams- ræktina. Á 12 vikna fresti fer þjálfarinn yfir æfingaáætlunina og útbýr nýja og tekur þá mið af þeim gögnum sem lykillinn hefur safn- að saman. Sævar segir að þetta kerfi auðveldi æfingar og geri þær árangursríkari. Þetta bjóði einnig upp á mikla möguleika fyr- ir þjálfara íþróttaliða, með því geti þeir fylgst með æfingum liðs- manna án þess að þurfa að fylgj- ast með hverjum og einum á æf- ingum. „Þetta kerfi er komið á um 800 líkamsræktarstöðvar víða um heim og meðal notenda eru AC Milan, Juventus og Ferrari,“ segir Sævar. Hægt er að nota tækin án lyk- ilsins og auk þess eru hefðbundin lyftingalóð í salnum. Tölvufælnir hafa því ekkert að óttast. Golfhermar og 18 holu púttvöllur Um miðjan október er gert ráð fyrir að taka í notkun 800 m2 svæði fyrir golfara. Páll Krist- jánsson, sem einnig gegnir starfi framkvæmdastjóra Sporthússins, segir að ekkert veiti af plássinu, golfíþróttin sé í mikilli framþróun og iðkendum fjölgi stöðugt. Þegar hafi flestir stærstu golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu samið um æfingatíma, jafnt fyrir afreksfólk sem almenna golfara. Í húsinu verða tveir golfhermar en Páll segir að þeir golfarar sem hann hafi rætt við séu sérstaklega spenntir fyrir nýrri tegund af golfhermi sem þar verður komið fyrir. Nýi hermirinn mælir hraða, stefnu og snúninginn á boltanum mun betur en eldri gerðir og er að auki hægt að sjá boltann frá tveimur sjónarhornum. „Þetta er ný kynslóð af golf- hermum sem hefur ekki áður sést hér á landi,“ segir Páll. Við golf- herminn er auk þess myndbands- upptökuvél sem tekur upp sveifl- una hjá golfurunum og þeir geta þá skoðað hvað betur mætti fara og hjá golfkennara er hægt að bera sveifluna saman við sveiflu helstu afreksmannanna í íþrót- inni. Í húsinu verður einnig 18 holu púttvöllur með flötum, karga og hliðarhalla auk æfingasvæðis með átta mottum af nýrri og mýkri gerð. Fjölbreyttari möguleikar en annars staðar Þrátt fyrir að Sporthúsið opni ekki fyrr en á morgun er þegar búið að selja um 1.500 kort og flestir fótboltatímar eru bókaðir fram að áramótum. Þá hafa verið gerðir samningar við KR og Breiðablik um að afreksfólk frá félögunum æfi í stöðinni og nem- endur í Menntaskóla Kópavogs munu nema þar íþróttir. Páll seg- ir að eitt helsta aðdráttarafl stöðvarinnar felist í þeirri fjöl- breyttu aðstöðu sem þar er í boði. Hvort sem menn leiki golf, spili knattspyrnu, leiki tennis eða vilji einfaldlega efla þrekið og styrk- inn, bjóði Sporthúsið upp á fjöl- breyttari möguleika til líkams- ræktar en eru í boði annarsstaðar. Framkvæmdir við Sporthúsið hófust í maí og kosta þær um 250 milljónir. Það eru fyrirtækin Sportvangur og Baðhúsið sem standa að stöðinni en húsnæði Tennishallarinnar var tekið undir Sporthúsið auk þess sem ný, tveggja hæða millibyggingin var reist frá grunni. Sporthúsið, 6.000 fermetra líkamsræktarstöð, verður opnað almenningi á morgun Morgunblaðið/Þorkell Gengið er inn á aðra hæð Sporthússins, í nýja millibyggingu sem var reist í sumar. Pétur Bjarnason stjórnarmaður, Sævar Pétursson framkvæmdastjóri, Linda Pétursdóttir, einn eigenda, og Páll Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sporthússins, voru glaðbeitt í gær. Þjónustulykill gegnir stóru hlutverki við þjálfun Skvasssalirnir tveir voru næstum tilbúnir og tækjasalurinn var svo til klár og lítið eftir annað en að þurrka af. Nóg er af speglum til að iðkendur geti fylgst vel með framförum sínum. Mikið verk beið ræstingafólksins á föstudagsmorgninum en væntanlega verður allt skínandi hreint þegar húsið verður opnað á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.