Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 29 Eldriborgaraveisla til Benidorm 2. október frá 69.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í hina vinsælu eldriborgaraferð í október til Benidorm, en hér er að finna yndislegt veður á þessum árstíma og hvergi betra að lengja sumarið. Sértilboð á okkar vinsælasta gististað, El Faro í 3 vikur. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða og getur valið um fjölda spennandi kynnisferða og kvöldferða á meðan á dvölinni stendur. Síðustu 28 sætin Verð kr. 69.950 2. október – 3 vikur Flug, gisting, skattar, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn. Alm. verð, kr. 73.450 SMÁRALIND - KRINGLUNNI - AKUREYRI INNANHÚS ÍÞRÓTTASKÓR FYRIR ALLA .... STÆRÐIR: 28 - 46 VERÐ FRÁ 2.995 ÞÓRODDUR Bjarnason opnar einkasýningu í Slunkaríki á Ísafirði í dag, sunnudag, kl. 17. Á sýning- unni kynnir listamaðurinn tillögu sína að nýju útilistaverki fyrir Ísa- fjarðarbæ. „Ég vona að Ísfirðingar taki vel í þessa hugmynd mína. Ég held að þetta verk myndi sóma sér vel í bænum og vekja mikla athygli. Verkið er líka þess eðlis að allir ættu að kannast við það.“ Þóroddur hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis. Sl. hálft ár hefur hann þegið starfslaun úr launasjóði myndlistarmanna. Sýningin stendur til 8. september og er opin fimmtudag til sunnudags frá kl. 16–18. Þóroddur býður Ís- firðingum útilistaverk Þóroddur sækir hugmyndina að útilistaverkinu í hið daglega líf. ANNA Sigríður Helgadóttir mezzosópran, Önnu Kjartans- dóttur píanóleikara og Rögn- valdi Valbergssyni orgelleikara halda tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20.30. Þau flytja tónlist úr ýmsum áttum, m.a. dúetta fyrir píanó og orgel sem Haukur Guðlaugsson hefur safnað saman og gefið út, söng- lög eftir Bach, Handel, Britten og fleiri, orgeltónlist eftir Viv- aldi / Bach, Beethoven, Mozart og Pál Ísólfsson. Söngdúett- ar í Frí- kirkjunni EINFALDAR laglínur og söngva um myrkur og ljós má heyra á tón- leikum sem haldnir verða í Nor- ræna húsinu á sunnudag kl. 17. Það eru dönsku tónlistarmennirnir Nikolaj Wolf, bassi/rafhljóðfæri og Karolin Skriver, söngur/rafhljóð- færi, og klarínettuleikarinn Grímur Helgason, sem flytja tónlistina sem þau Nikolaj og Karoline sömdu er þau dvöldust hér á landi sl. haust við tónsmíðanám í Tónlistarskóla FÍH. Kennari þeirra var Hilmar Jensson. Námið í FÍH var liður í námi þeirra við Rytmisk Musik- konservatorium í Kaupmannahöfn. Nikolaj er á þriðja ári í bassaleik hjá Jon Bruland og kennir bassa- leik við Roskilde tónlistarskólann. Karoline lauk námi í söng árið 2000 hjá Ettu Cameron og kennir nú m.a. söng og „rytmik“. Í Reykjavík kynntust þau Grími Helgasyni sem leikur á klarínettu og bassaklarínettu og hafa þau þrjú leikið saman á mörgum tónleikum. Grímur stundar klarínettunám í Tónlistarskólanum í Reykjavík und- ir leiðsögn Sigurðar I. Snorrasonar. Grímur hefur leikið með margs konar samleikshópum nemenda, bæði sígilda tónlist og djass. Tónlist fyrir bassa, rödd og klarínettu í Norræna húsinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Karolin Skriver, Nikolaj Wolf og Grímur Helgason á æfingu. Á ÞRETTÁNDU tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jóm- frúrinnar við Lækjargötu, á morgun, laugardag, kl. 16 kemur fram tríó bandaríska gít- arleikarans Paul Weeden. Paul Weeden er 79 ára og á að baki glæstan feril m.a. með Sonny Stitt, Ninu Sim- one og hljóm- sveit Count Bas- ie. Weeden kom fyrst hingað til lands um 1980 til djassnámskeiða- halds. Á næstu árum fylgdu í kjölfar- ið fjölmörg námskeið og tónleikar víða um land. Á tónleikunum á laug- ardag leika með Paul Weeden tveir af nemendum hans frá fyrstu nám- skeiðunum hér á landi, þeir Sigurður Flosason saxófónleikari og Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari. Tónleikarnir standa að venju til kl. 18, leikið verður utandyra á Jóm- frúrtorginu ef veður leyfir, en ann- ars innandyra. Aðgangur er ókeypis. Paul Weeden á Jómfrúnni Paul Weeden
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.