Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÍSLENSKIR aðalverktakar, ÍAV, eru byrjaðir að flytja jarðvinnu- vélar upp á Fljótsdalsheiði vegna lagningar Kárahnjúkavegar að fyr- irhuguðu virkjanastæði. Hér liðast vöruflutningabíll með jarðýtu upp heiðina úr byggð í Fljótsdal í gær. Framkvæmdaleyfi fengust í vik- unni frá sveitarfélögunum Norður- Héraði og Fljótsdalshreppi en leggja á 24 km langan veg frá Fljótsdalsheiðarvegi við Laugarfell að Fremri-Kárahnjúk. Undirbygg- ingu og lagningu neðra burðarlags á að vera lokið 1. des. nk. Morgunblaðið/RAX Vinnuvélar að Kára- hnjúkum Mikil hækk- un á hluta- bréfum Flugleiða GENGI hlutabréfa Flugleiða hækk- aði um 29,8% í 45 viðskiptafærslum í Kauphöll Íslands í gær. Heildarvið- skipti dagsins námu um 758 milljón- um króna. Næstu tvo daga þar á undan hafði gengi bréfa félagsins hækkað um 14%. Ástæðan fyrir þessari miklu hækkun á gengi bréfa Flugleiða er, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, betri afkoma félagsins á fyrri hluta ársins en ráð var fyrir gert. Sérfræðingar á fjármálamark- aði, sem Morgunblaðið hafði sam- band við, telja að hagræðingarað- gerðir félagsins hafi skilað árangri, sérstaklega á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður Flugleiða og tólf dótturfyrirtækja nam 50 milljónum króna fyrri hluta ársins, sem er 1.644 milljónum króna betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. ÖRN Erlingsson, útgerðarmaður Guðrúnar Gísladóttur KE-15, sem sökk við strendur Lófóts í Norður- Noregi 19. júní síðastliðinn, segist ekki hafa fengið frest til 15. október til þess að fjarlægja flak skipsins, eins og fram kom í norskum fjölmiðl- um í gær. Mengunarvarnir norska ríkisins (SFT) höfðu áður farið fram á að út- gerðin léti tæma olíu og fisk úr flak- inu þar sem af því stafaði mengunar- hætta. Á vefsíðunni an.no segir að SFT hafi tilkynnt útgerðarfélagi Guðrúnar Gísladóttur, Festi hf., að útgerðin yrði að leggja fram áætlun um hvernig hægt yrði að hífa skipið frá botni fyrir 28. ágúst og að verkinu ætti að ljúka fyrir 15. október. Segir að um 300 tonn af dísilolíu og 10 tonn af smurolíu og glussaolíu sé að finna innanborðs í skipinu en flakið liggur á 40 metra dýpi. Örn Erlingsson, útgerðarmaður Guðrúnar Gísladóttur, sagðist ekki kannast við að hafa fengið frest til þess að fjarlægja flakið, eins og fram kemur á an.no. „Það hefur ekkert verið haft samband við okkur,“ sagði Örn. Skipið var húftryggt hjá Trygg- ingamiðstöðinni hf. og segir Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar, að fyrirtækið hafi ekk- ert með færslu flaksins að gera held- ur snúi málið eingöngu að útgerðinni. Útgerðarmaður Guðrúnar Gísladóttur KE-15 Kannast ekki við að hafa verið gefinn fresturSAMKVÆMT rannsókn iðju- þjálfanema við Háskólann á Akureyri sitja rúm 90% grunnskólanemenda í of háum stól og rúmt 71% þeirra er með of lágt borð í skólastofum sínum. Jónína Sigurðardóttir og Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir gerðu rannsókn til BSc.-gráðu um hvernig skólahúsgögn henta nemendum á Norður- landi eystra. Úrtakið var 173 nemendur í þremur skólum í 1., 6. og 10. bekk. 161 nemandi tók svo þátt í rannsókninni. Í ljós kom að húsgögnin voru af- ar mismunandi að gerð og lög- un, þannig var munur á því milli bekkja hvort húsgögnin voru óstillanleg, faststillanleg eða fjölstillanleg. Tæplega 74% nemenda voru ýmist með borðin of hátt eða of lágt stillt, og aðeins 27% voru með þau rétt stillt. Jónína og Krist- björg gerðu einnig könnun á því hve margir nemendur væru með alla þætti í lagi, í ljós kom að enginn af nemend- unum 161 reyndist búa við þær aðstæður. Rannsókn á vinnu- aðstöðu nemenda Rúm 90% sitja í of háum stól  Vinnuaðstöðu/26 FIMM stærstu eigendur Vátrygg- ingafélags Íslands, VÍS, seldu í gær samtals 7,3% eignarhlut í félaginu eða sem nemur 39,4 milljónum króna að nafnverði. Salan fór fram á verð- inu 25 og nemur markaðsvirðið því 984,5 milljónum króna. Landsbanki Íslands hf., sem er stærsti hluthafi VÍS, seldi hlutabréf að nafnvirði 21,2 milljónir króna (tæp 4% hlutafjár) fyrir 530 milljón- ir. Eftir söluna á bankinn 221,9 millj- ónir að nafnvirði í félaginu, eða um 41% heildarhlutafjár. Eignarhaldsfélagið Samvinnu- tryggingar seldi hlutabréf að nafn- virði 10,8 milljónir (2% hlutafjár) fyrir 270 milljónir króna. Eftir söl- una á félagið 124,1 milljón að nafn- virði í VÍS, eða 23% hlutafjár. Ker hf. seldi bréf að nafnvirði 3 milljónir (tæp 0,6%) fyrir 76 millj- ónir króna. Ker á nú 54,8 milljónir að nafnvirði, eða 10,2% hlutafjár. Eignarhaldsfélagið Andvaka seldi 2,4 milljónir að nafnvirði (rúm 0,4%) fyrir 60 milljónir og á eftir söluna 28,4 milljónir að nafnvirði, eða 5,3%. Loks seldi Samvinnulífeyrissjóð- urinn 1,9 milljónir að nafnvirði (tæp 0,4%) fyrir 48 milljónir og á eftir söl- una 22,7 milljónir að nafnvirði, eða 4,2%. Samtals nemur hlutur fimm stærstu eigendanna nú 83,7%. Ekki fékkst uppgefið í gær hver er kaupandi eða kaupendur hlutarins en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er hér um að ræða lið í því að dreifa eignaraðild að félaginu í kjölfar skráningar hlutabréfa þess í Kauphöll Íslands fyrr í sumar. Seldu 7,3% hlutafjár í VÍS KÆRKOMIN veðurblíða ríkti á Húsavík í gær og léttklædd börn léku sér að því að hlaupa í gegnum úða frá vatnsslöngu. Vissara er að gjörnýta öll svona tækifæri sem gefast í lok sumars þegar sólargangur styttist með degi hverjum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sumar og sól á Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.