Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 18
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐ hreyfing er á fasteignamark- aðnum á Suðurlandi, einkum vestast í Árnessýslu. Að mati sölumanna á þremur fasteignasölum á Selfossi, sem selja eignir á Suðurlandi, er ljóst að aðflutningur fólks er töluverður á svæðið. Telja þeir að eitt af því sem sé sammerkt með þessu fólki er að það leiti í rólegt umhverfi með góða nær- þjónustu og þjónustutengsl við höf- uðborgarsvæðið. Um er að ræða fólk á öllum aldri. Mest hreyfing fasteigna er á Selfossi og í Hveragerði en vax- andi áhugi er fyrir eignum á Stokks- eyri og Eyrarbakka. Sölumennirnir segja greinilegt að þorpin við ströndina eigi sess í hugum margra þó svo að verslunar- og bankaþjónusta hafi minnkað þar. Góð viðbrögð við atvinnuhúsnæði „Það er nánast undantekningar- laust fólk á höfuðborgarsvæðinu sem kaupir eignir á Eyrarbakka og Stokkseyri, það kýs greinilega friðinn og rólegheitin á þessum stöðum og er tilbúið að keyra til höfuðborgarsvæð- isins í vinnu,“ sagði Sigurður Fannar Guðmundsson, sölumaður hjá fast- eignasölunni Árborgum á Selfossi. Hann sagði greinilegt að fólk væri að leita fyrir sér á markaðnum, það væri meiri hreyfing á fólki en áður frá því að fólk átti sama húsið alla ævi. Þá væri og greinilegt að fólk leitaði inn á svæðið til búsetu. Það sýndi áhugi fólks utan svæðisins á íbúðarhúsnæði, einkum á þéttbýlisstöðunum. „Við höfum einnig verið að sinna at- vinnulífinu með því að taka atvinnu- húsnæði á skrá og það er ágæt hreyf- ing í sölu á því sviði og góð stígandi í atvinnulífinu. Komi eign á sölu eru viðbrögðin góð og margir sýna þess- um eignum áhuga sem okkur finnst merki um að það eru hugmyndir í gangi í atvinnulífinu um uppbygg- ingu. Auðvitað má alltaf segja að fjöl- breytileiki í atvinnulífinu megi vera meiri en hann kemur með stækkandi byggð,“ sagði Sigurður Fannar, sölu- maður hjá Árborgum. Kippur í sölu eigna í júlí „Nú í júlí kom verulegur kippur í sölu eigna eftir að það hefur verið frekar rólegt framan af ári. Það selj- ast eignir á öllu svæðinu, Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og í Hvera- gerði,“ sagði Þröstur Árnason, sölu- maður hjá fasteignasölunni Bakka. „Það er alltaf að koma hingað fólk frá Reykjavík og maður heyrir alltaf það sama; það vill komast úr stress- inu í rólegra og öruggara umhverfi þar sem stutt er í alla þjónustu. Mér finnst þetta vera tveir hópar, annars vegar barnafólk og svo eldra fólk. Ég er bjartsýnn á uppbyggingu svæðis- ins, fjölbreytileiki í þjónustu fer vax- andi og auknum íbúafjölda er hér fylgt eftir með skólabyggingum og leikskólum. Þá er opinber þjónusta öll til staðar og stutt í allt hérna. Hér þarf til dæmis ekki að keyra börnin í skóla og fjölskyldan þarf þess vegna ekki að eiga nema einn bíl. Það eru vaxandi umsvif hér á svæð- inu. Með nýrri hótelbyggingu komu til dæmis föst störf sem drógu að fólk og það á eftir að bætast við í því efni. Svo seljast hús á Eyrarbakka og Stokkseyri mjög vel og hafa hækkað aðeins í verði en eru samt mun ódýr- ari en sambærilegar eignir á höfuð- borgarsvæðinu. Hvað framhaldið varðar þá er ég bjartsýnn, það er góð spá frá Seðlabankanum um aðstæður, vaxtalækkun, og maður gerir ráð fyr- ir að afföll húsbréfa verði 3–5%,“ sagði Þröstur Árnason, sölumaður hjá Fasteignasölunni Bakka. Fólk kann að meta minni fjarlægðir „Það er talsverð hreyfing á öllu Suðurlandi. Mesta hreyfingin er á Selfossi en einnig talsverð á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Þá er ágæt hreyfing á eignum í Hveragerði og í Þorlákshöfn og verð þar fer hækk- andi,“ sagði Steindór Guðmundsson, sölumaður hjá fasteignasölu Lög- manna Suðurlandi. „Það er mikið um hrókeringar innan svæðisins en einn- ig talsvert um að ungt fólk sem á ætt- ir að rekja til svæðisins flytji hingað, einnig á það við um eldra fólk. Mér finnst eins og fólk af höfuðborgar- svæðinu líti á vesturhluta Árnessýslu og höfuðborgarsvæðið sem eitt svæði. Fólk kann að meta að fjarlægðir hér eru minni og auveldara að sækja alla þjónustu. Svo er mikið um að fólk er að leita sér að húsnæði og dvalarstað nær sumarbústaðnum sem það á. Það er greinilegt að fjarlægðin hingað austur fyrir fjall er mun minni í hugum fólks en var áður og það sér það fyrir að geta, með búsetu hér, verið í ákveðnum þjónustutengslum við höfuðborgarsvæðið og fá í staðinn rólegt umhverfi fyrir fjölskylduna með góðri nærþjónustu. Svo er verðið lægra hér þó það fari hækkandi. Það er ívið meiri hreyfing á mark- aðnum núna en var í fyrra. Eyrar- bakki og Stokkseyri eiga vaxandi vin- sældum að fagna þrátt fyrir minnkandi verslunar- og bankaþjón- ustu. Svo er líka mikið spurt um eignir á Flúðum og í Reykholti í Biskupstung- um. Það eru margir að velta fyrir sér möguleikanum á að vera með íbúðar- hús og einhvern landskika, svona 5–6 hektara, til að hugsa um. Slíkt svæði hefur nú verið skipulagt í Gljúfurholti í Ölfusi,“ sagði Steindór Guðmunds- son, sölumaður hjá fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi. Góð hreyfing sögð vera á fasteignamarkaðnum á Suðurlandi, einkum á Árborgarsvæðinu Þorpin við ströndina njóta vaxandi vinsælda Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá Eyrarbakka. Hlýlegt umhverfi í þorpunum við ströndina, Eyrar- bakka og Stokkseyri, laðar fólk í vaxandi mæli til búsetu þar. Selfoss MIKLAR byggingaframkvæmdir hafa verið í bænum síðustu misserin. Á þessu ári hefur um 60 lóðum verið úthlutað fyrir einbýlis- og fjölbýlis- hús. Vestast í bænum eru að byggjast tveir botnlangar, annar við Kamba- hraun og hinn við Borgarhraun. Við Laufskóga er verið að þétta byggð og þar eru og hafa verið að rísa fjögur ný hús. Þessa dagana þýtur hvert húsið upp af öðru í nýju hverfi rétt vestan við Breiðumörk, aðalgötu bæjarins. Er gaman að sjá hversu hratt nýju húsin spretta upp úr jörðinni. Að sögn Orra Hlöðverssonar bæj- arstjóra er stærsta úthlutun þessa árs við Kjarrheiði, sem er nýtt hverfi og mun það rísa vestan Lyngheiðar. Þar eru framkvæmdir við gatnagerð þegar hafnar. Næsta ár verður út- hlutað 40 lóðum við Valsheiði, sem mun rísa sunnan við Kjarrheiðina. Þar sem meðaltal íbúa á íbúð á Íslandi er 3.3 má gera ráð fyrir að sú byggð sem rís á næstu misserum, muni hýsa 400–500 manns. Auðvitað er eitthvað um að fólk flytjist milli húsa í bænum, en með þessum byggingaframkvæmdum skapast rými fyrir fleiri til að gerast Hvergerðingar. Orri segir að þessar framkvæmdir skapi vitanlega mikið álag á bæinn, þar sem gera verði ráð fyrir gatnaframkvæmdum og aukinni þjónustu á öllum sviðum. Einnig má gera ráð fyrir að skólinn þurfi að taka við fleiri nemendum en sl. vetur var unnið að stækkun hans. Gert ráð fyrir nýjum leikskóla innan tíðar, en ekki er búið að ákveða staðsetningu hans. Bæjarstjórinn bætir því við að gaman sé að sjá hversu mikil vakning er meðal bæjarbúa um bætt umhverfi. Margir séu að gera upp gömul hús og fólk almennt sé orðið meðvitað um að rækta garðinn sinn. Í samtali við Kristin Kristjánsson fasteignasala kom fram að seinni part síðasta vetrar voru nánast engar eignir á söluskrá, því að sl. tvö ár var mikil sala á húsum í Hveragerði. Verð hefur farið hækkandi, en er þó ekki nema 70%–80% af húsverði á höfuð- borgarsvæðinu. Á þessu ári hafa margir Hvergerðingar farið í hús- byggingar. Einnig hafa verktakar verið að byggja og selja. Athyglisvert er hversu vaxandi eftirspurn eftir húsnæði er frá fólki á höfuðuborgar- svæðinu, Mikið er byggt af rað- og parhúsum og er byggingarefni margskonar s.s. steinn, timbur, stál og gler sem er nú meira áberandi en áður. Þá eru nokkur kanadísk hús í smíðum Mörg nýju húsanna eru dýr í byggingu og er áætlaður byggingar- kostnaður nokkurra húsa 30–40 millj- ónir. Eignir í þessum verðflokki hafa ekki sést hér áður og er greinilegt að fólk hefur mikla trú á því að hér sé góður bær í miklum vexti, sem á sér bjarta framtíð. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Kristinn Kristjánsson, fasteignasali hjá Gimli Hveragerði, við ný hús sem eru að rísa, rétt við miðbæinn, en þar eru framkvæmdir í fullum gangi. Miklar byggingafram- kvæmdir í Hveragerði Hveragerði LAUGARDAGINN 17. ágúst var seinni hluti Blómstrandi daga hér í Hveragerði. Veðurguðirnir voru í betra skapi núna en þegar fyrri há- tíðin fór fram, því að veðrið lék við bæjarbúa og gesti þeirra. Hátíðin hófst kl. 12 með knattspyrnukapp- leik á Grýluvelli, en síðan voru uppákomur í miðbænum um miðjan dag. Þar var m.a. boðið upp á tón- leika, trúða sem spúðu eldi, sölu- tjöld, grillveislu og fleira. Skát- arnir voru með leiktæki á Fossflöt og buðu einnig upp á kajakasigl- ingar á Varmánni. Um kvöldið var brekkusöngur í Lystigarðinum, þar sem varðeldur var tendraður og bræðurnir Örvar og Ævar Að- alsteinssynir stjórnuðu fjöldasöng, með miklum ágætum, þrátt fyrir tæknilega örðugleika um tíma. Inn í fjöldasönginn var skotið söng- atriðum. Fyrst komu tvær sjö og átta ára stúlkur, þær Árný Margrét og Jamie og sungu eitt lag. Seinna komu svo tvær fimm ára telpur, þær Bryndís Rós og Elva Rún og sungu Hveragerðislagið, sem heitir Hveragerði blómstrandi bær. Þeg- ar fjöldasöng lauk sá Hjálparsveit skáta um flotta flugeldasýningu. Flugeldasýningin var að venju toppurinn á hátíðinni. Að því loknu var boðið upp á ball á Hótel Örk, þar sem hljómsveitin Pass skemmti mönnum og einnig var tríóið Blátt áfram á Café Róm. Góður dagur, góð skemmtun, góður endir í sum- arlok. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Mikill fjöldi Hvergerðinga og gesta lagði leið sína að varðeldinum. Blómstr- andi dagar í sumarlok Hveragerði NEMENDUR í Fjölbrautaskóla Suðurlands á haustönninni sem er að hefjast verða 812 í dagskóla og hafa aldrei verið fleiri. Til viðbótar eru nokkrir á biðlista. Á sama tíma í fyrra voru nemendur 781 talsins. Þetta er fimmta haustönnin í röð sem nemendafjöldi er meiri í skól- anum en árið áður. Á Litla-Hrauni eru innritaðir 24 nemendur auk nokkurra á Sogni. Ekki er gert ráð fyrir starfsemi öldungadeildar á þessari önn. Starfsmenn skólans eru nú 104 en voru 91 á síðustu önn. Fjölgun nemenda og starfsmanna veldur því að erfitt reynist að finna allri starfsemi skólans stað. Kennt verður í húsnæði utan skólans auk þess sem samkomusalur hans verð- ur í fullri notkun undir kennslu og þá í stærri hópum, 35–70 manna. Skólinn er vel tölvuvæddur og hefur verið útbúinn sérstakur far- tölvuvagn sem kennarar geta bókað til notkunar í einstökum kennslu- stundum í hópvinnu nemenda. Verulegt átak hefur verið gert í skjávarpavæðingu og er slíkt tæki í öllum kennslustofum. Undanfarin ár hefur bygging íþróttahúss við skólann verið í und- irbúningi en í tengslum við þá bygg- ingu er fyrirhugað að bæta við nokkrum kennslustofum. Núverandi skólahúsnæði, sem var hugsað fyrir 650–700 nemendur, er því orðið of lítið fyrir hið viðamikla starf skól- ans. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Nemendur Fjölbrautaskólans mættu í skólann á fimmtudagsmorgun. Aðsóknarmet í Fjölbrauta- skóla Suðurlands Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.