Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhannes Magn-ússon fæddist í Vatnsdalshólum í A- Hún. 9. janúar 1919. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Vig- fússon frá Vatns- dalshólum, f. 8.10. 1881, og Guðrún Jó- hannesdóttir, f. 13.2. 1888. Systkini Jó- hannesar voru Sig- urður, f. 1913, bjó á Siglufirði, Hólmfríð- ur, f. 1915, bjó á Efri-Þverá, Jósef, f. 1920, bjó á Hvoli, Vigfús, f. 1923, bjó á Skinnastöð- um og Þorgeir, f. 1927, bjó á Húsavík. Jóhannes kvæntist Sveinbjörgu Ágústsdóttur, f. 3.10. 1914, d. 28.11. 2000. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Bjarnadóttir Skúla- sonar frá Syðsta-Vatni og Hann- es Ágúst Sigfússon frá Brúna- stöðum. Börn þeirra Jóhannesar og Sveinbjargar eru: Gunnar Ingi, giftur Sunnu Njálsdóttur og eiga þau þrjú börn; Sigurlaug Elsa, gift Hring Guðmannssyni og eiga þau tvo syni; Pétur Ingv- ar, hann á fimm börn; Jóhannes Ragnar, kvæntur Kristbjörgu Sigurnýasdóttur og eiga þau þrjú börn, auk þess átti Krist- björg einn son áður; Magnús Viðar, d. 1980. Áður átti Sveinbjörg synina Hannes Heiðar og Hörð Heiðar Jóns- syni sem báðir eru látnir. Jóhannes ólst upp í Vatnsdalnum, Þingi og Vestur- hópi. Hann hóf bú- skap 1944 á hálfu Undirfelli, sem nú heitir Nautabú í Vatnsdal og bjó þar í þrjú ár. Á Hnjúki í fjögur ár. 1951 flutti hann að Litlu- Borg í Þverárhreppi, en 1955 keypti hann jörðina Ægissíðu á Vatnsnesi og bjó þar til dauða- dags. Jóhannes tók þátt í ýmsum félags- og trúnaðarstörfum sveitarinnar. Hann sat í hrepps- nefnd Þverárhrepps til margra ára og var varaoddviti í átta ár. Hann var gagnastjóri á Vatns- nesfjalli til fjölda ára og slát- urhússtjóri í 14 ár hjá KVH. Útför Jóhannesar verður gerð frá Breiðabólstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Miðvikudaginn 14. ágúst fékk ég hringingu frá Ægissíðu. Pétur frændi var í símanum: „Sæll Siggi, ég er að fara með leirljósa klárinn upp í hólf að sleppa honum. „Nú, hvað kom fyrir?“ „Pabba varð að ósk sinni að deyja á hestbaki við skyldustörf. Hann hefur líklega fengið aðsvif á klárnum úti í girð- ingu og er nú allur“. Margt kom upp í hugann næstu daga. Jói afa- bróðir hafði sagt mér daginn áður að hann ætti nú bara eftir að slá hána á Norðurtúninu. Þá væri hann sáttur þó að hann vissi ekki hvað tæki við hjá sér. Ég kynntist frænda um sex ára aldur er faðir minn fór með mig í sveitina til Jóa og Boddu en faðir minn var hjá þeim í sveit að Undirfelli í Vatnsdal þar sem þau hófu búskap. Ekki hefði ég viljað missa af þeirri reynslu að kynnast slíkum höfð- ingja og fá að vera hjá honum, hvort sem hann var við tamningar, almenn bústörf, gangnastjórn, slát- urhúsastjórnun eða að sinna skyldustörfum fyrir sveitina ss. að ná í stóðið í Vatnsdalinn á haustin eins og hann gerði til fjölda ára fyr- ir Þverhreppinga. Hann var ávallt fremstur í flokki og naut mikillar virðingar. Jói var var þeim eig- inleikum gæddur að geta gengið í öll störf sjálfur, hann var mikill dugnaðarforkur og hafði sérstakt lag á að láta folk vinna með sér. Ég fékk að vinna með frænda í slát- urhúsinu eitt haustið, 14 eða 15 ára gamall. Hann gekk á undan og sýndi mönnum hvernig hann vildi hafa hlutina. Það gustaði stundum af honum og ekki þótti honum mik- ið til manna koma ef ekkert var tal- að um þá. Leit ég frænda um haust á hesti, hófa spili undir tíðu, ríða á móti mér sem gesti mitt í heimreið Ægissíðu. Þegar spretta úr spori fákar, spyrna fast með hófum sínum, gamlir karlar gerast strákar, greindist það á frænda mínum. Sá ég augun sindra í honum, sá hann vítt um dali og heiðar, hjartans gleði gafst með vonum greitt hann fór með tvo til reiðar. (Rúnar Kristjánsson.) Þessar vísur lýsa honum vel, þær eru lítið sýnishorn af því sem hefur verið ort um hann. Ég mundi vilja segja margt um hann sem ég geymi í minningunni og er mér mikils virði. Frásagnarhæfileiki hans var einstakur, mannlýsingar og náttúrulýsingar voru fylltar með tindrandi smáatriðum sem sögðu svo mikið. Oft sagði hann mér sög- ur úr æsku sinni, frá uppvextinum, lífsbaráttunni, ætt okkar og frænd- fólki. Hann rakti sögu margra kyn- slóða og þær sögur eru mér mikils virði. Nú er skarð fyrir skildi þegar hann er genginn. Ég minnist Jóa frænda með þakklæti og hlýju. Fjölskylda mín þakkar dýrmætar samverustundir. Jói kenndi litlu sonum mínum að meta íslensku sveitina, náttúruna og bústörfin, þeir komu í sauðburðinn sl. vor, í girðingarvinnuna í sumar, veiðiskap ofl. og nutu að sjálfsögðu leiðsagn- ar hans í þessu sem og í umgengni við dýrin. Valdimar og Guðmundur Þórir þakka fyrir góðar stundir á Ægissíðu og biðja góðan Guð að hugsa vel um Jóa frænda og Týru, hundinn hans, sem dó nokkrum dögum á eftir honum. Við sendum börnum hans, barna- börnum og barnabarnabörnum innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðn Guð að gefa þeim styrk á erfiðri stundu. Þinn frændi Sigurður. Fyrir hádegi einn góðviðrisdag að áliðnum slætti í ágúst tekur Jó- hannes Magnússon hest sinn, legg- ur við hann og ríður út í hagann, til að sinna búfé. Skammt hefur hann farið er kallið kemur og hann hníg- ur af baki ofan í skaut þeirrar jarð- ar sem hann hafði búið á í hartnær 50 ár. Slíkur dauðdagi fyrir gamlan bónda, sem alla sína löngu ævi hef- ur verið við búskap hér í héraðinu, verður í raun að teljast æskilegur. Um hádegi þennan sama dag koma ferðamenn á bíl hingað heim og segjast hafa tekið eftir hesti með hnakk út á hlið og taumana uppi. Hafi þeim fundist þetta skrítið og gert hlé á sinni ferð til þess að at- huga nánar, því að svo leit út sem einhver hefði fallið af baki, en eng- an fundið. Þetta var ungt fólk með athyglisgáfuna í lagi því að þau tóku m.a. eftir því að allt benti til þess að um gamlan mann væri að ræða sem þau réðu af umbúnaði reiðtygja. Brugðið var strax við og farið að athuga málið og varð þegar ljóst hvers kyns var. Var án tafar haft samband við nágrannana og hafin leit í norðurgirðingunni þar sem þetta hafði gerst. Fljótlega dreif að fjölda fólks sem leitaði svæðið, kafgrösuga móa og mýrlendi og undir lokin kom björgunarsveit líka til leitar. Um kl. 5 finnst upp undir vegi, það sem að var leitað. Gamli bóndinn liggur ör- endur í grasinu og horfir mót himni. Jóhannes fæddist kulda- og snjóaveturinn 1919 í Vatnsdalshól- um og sleit þar fyrstu barnsskón- um. Ungur að aldri, vart 6 ára, byrjaði hann ýmsa vinnu á búi for- eldra sinna. Voru það alls konar snúningar við búfé og með hesta, svo sem sendiferðir milli bæja. Var hann alla tíð síðan mjög hændur að hestum og náði slíkum tökum á þeim, að ekki verður betur gert. Hann var frá unga aldri og langt fram eftir ævi mikið við tamningar og tók oft að sér hesta til að temja, sem að aðrir höfðu gefist upp á og gerði úr góðan grip. Var öll ævi hans nátengd hestum og því vel við hæfi og nánast ósk, að enda hana á hestbaki. Jóhannes og Sveinbjörg byrjuðu búskap sem leiguliðar, sem þá var algengt með jarðlausa menn. Fyrst á hálfu Undirfelli árið 1944 og bjuggu þar í 3 ár. Þaðan er flutt að Hnjúki og verið þar í 4 ár, en það- an verður að flytja 1951. Þá er ekk- ert jarðnæði að fá í Húnaþingi, all- ar jarðir setnar, nema eyðibýlið Litla Borg. Heldur en að flytjast burt úr héraðinu, sem stóð til um tíma, þá flytur hann þangað þótt húsakostur væri lélegur sem eng- inn, svo að byggja varð yfir mest- allan fénað. Þar var erfitt til hey- skapar, en gott beitarland fyrir fé og með því að gefa fóðurbæti með beitinni og hára lítillega var hægt að framfleyta fénu og ná viðunandi afurðum. Ekki var aðkoman í bæjarhúsin góð, með konu og 3 ung börn. Snjór var í bæjargöngunum, þó að komið væri fram í júní, en hann hófst óðar handa við lagfæringar á húsakynn- um. Alger vegleysa var heim að bænum, sem torveldaði alla að- drætti. Árið 1955 festir hann kaup á Ægissíðu, sem þá var í eyði og laus til ábúðar og bjó þar alla tíð síðan. Byggði þar upp og bylti miklu landi til túns. Þar er mikið landrými og fljótlega var stór hestahjörð í haga. Eignaðist hann gott hestakyn og afbragðs reiðhesta. Var jafnan til þess tekið, hvað Jói var alltaf vel ríðandi. Í smalamennskum setti hann þá beint á brattann og var ekki svipstund upp á brún. Eftir að Jóhannes fluttist að Æg- issíðu, tók hann virkan þátt í marg- víslegum félagsmála og trúnaðar- störfum sveitarfélagsins. Hann var frá 1954–1990 sem varamaður og lengsta af aðalmaður í hreppsnefnd Þverárhrepps og varaoddviti í 8 ár. Hann hefur gegnt flestöllum trún- aðarstörfum í nefndum og ráðum sem til voru í sveitarfélaginu, var m.a. í kjörstjórn til áttræðs. Hann barðist heilshugar, ásamt öðrum, fyrir byggingu skólahúss í hreppnum, enda á þeim tíma marg- ir íbúar og ekki séð fram á þá ótrú- legu þróun sem að nú er orðin, þeg- ar aðeins um þriðjungur jarða er í byggð og fámennt á þeim flestum. Hann var sjálfkjörinn sem gangnastjóri í útfjallinu til fjölda ára og sá lengi um rekstur á stóði á austurheiðarnar og að sækja það í Vatnsdalsrétt á haustin, þar til það féll niður. Í 14 ár var hann sláturshússtjóri hjá KVH á haustin, þar til nýja sláturshúsið tók til starfa. Var hann þar röggsamur og hagsýnn stjórn- andi, sem að gæti hagsmuna slát- urshússins og bænda í hvívetna og gat enda gripið í hvaða verk sem var, ef og þegar til þurfti að taka. Eða eins og hann orðaði það: „Ég hljóp í skrápana hvenær sem þörf var á.“ Jói var natinn og laginn við skepnur og var það svo að þegar nágrannana vantaði hjálp við búfé sem veiktist eða varð fyrir öðrum áföllum var oftast leitað til hans og hann leysti það vel af hendi. Oft- sinnis engu líkara, en að hann hefði skilið tilfinningar dýranna við að- gerð, svo að til úrbóta leiddi. Hann var dýralæknir að upplagi, þó að aldrei hefði hann lært til slíks, utan það er hann lærði af föður sínum á unga aldri. Á þessu sviði hefði hann getað náð langt, ef lagt hefði fyrir sig. Gleðskaparmaður var hann mikill og hafði ánægju af því að hitta fólk og fá það í heimsókn. Lyfta glasi á góðri stund og taka lagið. Hann var mikill dansmaður alveg fram á elli- ár og var fyrrum dansstjóri á sveitaböllum, þar sem hann stjórn- aði gömlu dönsunum með öllum sínum fjölbreytileika og margvís- legu samkvæmisleikjum af miklum skörungsskap. Voru böll sem Jói stjórnaði eftirminnileg og var mikill missir þegar að það lagðist af. Við hjónin viljum þakka Jóa fyrir vináttu og löng og góð kynni. Hann var góður og hjálpsamur nágranni. Áratuga samstarf að hreppsmálum hér í Þverárhreppi var náið og ánægjulegt. Við söknum Jóa mjög, hann var einstakur persónuleiki af gamla skólanum, mótaður af sinni samtíð frá fyrri hluta síðustu aldar. Við vottum ættingjum og að- standendum okkar innilegustu sam- úð. Hlíf og Agnar. Í dag kveðjum við hinstu kveðju kæran vin og merkan sómamann Jóhannes Magnússon frá Ægissíðu í Húnaþingi vestra. Ég var svo lánsamur að fá að kynnast Jóa eins og hann var kall- aður fyrir um 30 árum, þá ungur að árum þegar móðir mín réð sig til ráðskonuvistar að Ægissíðu sum- arlangt og frá fyrsta degi heillaðist ég af sveitamenningunni og öllum þeim kynlegu kvistum sem þar fóru um. Þótt ráðskonuvistin hjá móður minni hafi orðið styttri en til stóð í fyrstu og hún ákveðið að halda heim, þá var ég aldeilis ekki á þeim buxunum og harðneitaði að fara. Það var því úr að ég kláraði sum- arvistina þetta sumarið og reyndar áttu sumrin eftir að verða mörg þar sem ég kom ávallt snemma á vorin og fór ekki fyrr en seint á haustin. Í gegnum tíðina hefur þróast mikill og góður vinskapur á milli okkar nafnanna eða litla Jóa og stóra Jóa eins og við vorum oft kallaðir og á ég honum mikið að þakka fyrir að hafa kennt mér að spila úr þeim spilum sem eru á hendi hverju sinni, og margt það sem ég lærði hjá Jóa hefur komið sér vel í lífsins ólgusjó. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt sem alltaf átti hug og hjarta Jóa, þá var það íslenski hesturinn. Hon- um var í blóð borin hestamennskan og allt það sem henni fylgdi og oft var unun að horfa á hve laginn hann var við baldna fola og ófáir reiðtúrarnir sem farnir voru um sveitina urðu að heilu reiðnám- skeiði. Það var líka oft haft á orði að þeir sem voru ríðandi á hrossum frá Jóa á Ægissíðu, hvort heldur var uppi á heiði í smalamennsku eða í heldri manna hópreið, væru ekki á flæðiskeri staddir, slíkt var orðspor gæðinganna frá Ægissíðu. Jói var höfðingi heim að sækja og oftar en ekki var gestkvæmt á Ægissíðu hvort sem um var að ræða hestamenn eða aðra ferða- langa, og var þá gjarnan spjallað saman og sungið fram á rauða nótt. Þetta fannst unglingnum að sunnan spennandi og skemmtilegar stundir og eru það ófáar minning- arnar sem ég geymi í huga mínum frá þessum tíma og ófá sönglögin sem ég lærði á rómantískum síð- sumarkvöldum þegar sveitin ómaði af söng og gleði. Eftir að ég varð eldri höfum við hjónin ásamt börnunum okkar tveimur haft þann góða sið að heimsækja Jóa á hverju ári og ekki hefur mátt sleppa réttarferðinni á hverju hausti. Þessar heimsóknir okkar hafa orðið uppsprettur ótrú- legustu frásagna því oft sátum við frameftir inni í stofu og hlustuðum á Jóa segja frá löngu liðinni tíð. Oftar en ekki hefur minningin um strákinn sem vildi verða eftir í sveitinni í den komið upp í huga minn þegar börnin mín hafa harð- neitað að fara heim eftir helgardvöl hjá jóa og helst hafa þau viljað dvelja lengur og aðstoða við bú- störfin, fara á hestbak og ekki má nú gleyma henni Týru sem hefur átt hug þeirra allan. Reyndar er það nú svo komið að þau hafa mikl- ar áhyggjur af Týru og hvað verði um hana núna þegar Jói er farinn. En allt tekur enda og viljum við fjölskyldan þakka Jóa fyrir þær dýrmætu minningar sem við eigum um góðar stundir og kynnin við einstakan mann. Minningarnar eru svo miklu fleiri, en með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan vin. Grípur fríðan fák til lags fagnar hlíð og mói, aldrei kvíður önnum dags Ægissíðu Jói. (Gunnar Thorst.) Minning þín lifir í huga okkar um ókomna tíð. Jóhannes Baldursson og fjölskylda Mosfellsbæ. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. (Stef. Thor. Sbj. E.) Þeim fer fækkandi stórhöfðingj- um þessa lands og sannarlega fækkaði þeim um einn við fráfall Jóhannesar Magnússonar á Ægis- síðu. Jói á Ægissíðu eins og hann var jafnan nefndur kvaddi þennan heim með stæl, á hestbaki að eltast við búfé niðrí girðingu, var hann kall- aður frá okkur til æðri starfa og það var alveg öruggt að þannig vildi hann fá að kveðja þennan heim. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég stóð 10 ára gamall sumarið 1975 á hlaðinu á Ægissíðu til að vera hjá Jóa í eina viku en vikurnar urðu sem betur fer fleiri og sumrin sem betur fer fleiri sem ég dvaldist á Ægissíðu. Jói spurði mig hvort ég kynni að sitja hest, ég sagðist kot- roskinn kunna það enda búinn að vera á reiðnámskeiði í Saltvík, ég komst að því með tímanum að ég átti margt eftir ólært í hesta- mennsku. Margt kemur upp í hugann er ég hugsa til baka, mér lá svo mikið á að komast norður í sauðburð á vor- in að ég tók ekki vorpróf í grunn- skóla heldur fékk umsögn kennara. Á haustin fór ég ekki suður fyrr en eftir réttir. Yfirleitt var farið norð- ur um páska og urðu þá páskafríin stundum í lengri kantinum. Margar ferðir voru farnar á hestum jafnt fram á Víðidalstungu- heiði til að smala stóðinu eða reið- túrar innan sveitarinnar oft voru dagarnir langir og farið seint að sofa þegar til dæmis var riðið kringum Vesturhópsvatn og stopp- að á Breiðabólstað og Stóru-Borg. Hestamennska var Jóa í blóð borin og flinkari hestamaður var vandfundinn enda komu margir góðir hestar frá Ægissíðu. Ég man eftir manni sem skildi þessa vísu eftir í gestabókinni á Ægissíðu: Þó að okkar lengist leið ljóst af beggja sýnum hefi ég fundið gripin greið hjá góðhestunum þínum. Skapgóður var Jói með afbrigð- um og reiddist afar sjaldan, talaði ekki illa um nokkurn mann og var vinmargur með afbrigðum. Það var alveg sama hvar maður kom all- staðar var okkur tekið opnum örm- um. Njóttu alls er áttu best enginn frá þér taki gleði lífs né geðið hresst og góðan vin að baki (Höf. ók.) Sögumaður var Jói góður og þegar ég heimsótti hann um daginn sátum við ásamt dóttur minni 7 ára og ræddum gamla tíma, sat sú stutta og hlustaði hún með athygli. Þegar við komum út í bíl sagði hún við mig „voðalega man hann mik- ið“. Þegar ég svo sagði henni frá andláti Jóa sagði hún „það er sorg í hjarta mínu“. Söknuðurinn er mik- ill en minningin lifir um góðan mann sem kenndi mér margt um lífið og tilveruna. Við viljum þakka almættinu fyrir þau forréttindi að kynnast Jóhann- esi Magnússyni, far þú í friði, kæri vinur, þín verður sárt saknað. Kjartan Sveinsson og fjölskylda. JÓHANNES MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.