Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ENNÞÁ er deilt um atburðarásina þegar Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur í Dallas 22. nóvember 1962. Í Mbl. 1. sept. 1994 er grein þar sem ég sýndi fram á að skotið hefði verið á höfuð forsetans aftan frá, en á þeim tíma var rifist um það hvorum megin frá var skotið. Greinin birtist einnig erlendis. Þær deilur virðast nú hafa þagnað alveg. Samt er ennþá rifist um það hvort fyrra skotið af tveim sem hittu forset- ann hafi verið skot nr. eitt eða skot nr. tvö af þrem skotum sem skotið var þennan sorgardag. Þessar deilur ættu líka að vera þagnaðar, því að enginn vafi leikur á því að það var skot nr. 2 og að það hitti báða menn- ina. Fráfróðir háðfuglar kalla það „töfrakúluna“. Skot nr. eitt lenti í göt- unni fyrir framan forsetabílinn. Það sáu mörg vitni. Þau sáu líka ryk sem kúlan þeytti upp úr götunni, en vitn- isburður þeirra virðist ekki hafa dug- að til að þagga niður þessar deilur. Mynd af kúlunni hlýtur þó að duga. Kúlan sést á kvikmynd Abrahams Zapruder þótt ótrúlegt sé. Hana ber við skuggann undir stuðaranum. Það mun vera myndrammi nr. 151 (núm- erakerfi Warren-nefndarinnar) sem sýnir kúluna sem hvíta línu á ská. Lín- an er ekki rispa á filmunni. Þær eru öðruvísi. Skytta sá bílinn illa, skotið fór í gegnum trjákrónu og kann að hafa snert trjágrein og breytt um stefnu. Forsetinn veifaði til mann- fjöldans allan tímann á myndrömm- um 172–207, en það var heilum þrem- ur sekúndum eftir fyrsta skotið. Svo mun hafa viljað til að afstaða sólar og myndavélar til kúluferilsins ásamt tímasetningu myndramma 151 var þannig að einmitt þegar kúluna bar í skuggann undir bílnum þá kom glampinn af endilangri hlið þessa gljáandi sívalnings til myndavélarinn- ar með opið ljósop. Helmingalína hornsins sól – kúla – myndavél var þá væntanlega hornrétt á hugsaðan flöt sem innihélt kúluferilinn. Annars hefði kúlan varla sést nógu vel. Bíllinn ók yfir rykið sem kúlan þeytti upp, það sést aftan við hægra framhjólið á myndrömmum milli nr. 157 og 164. Tímabilið milli fyrsta og þriðja skots var 8,85 sekúndur – 162 myndrammabil. Kúlan sést t.d. vel í Zapruder myndinni sem birtist í kvik- myndinni JFK, best í þeim hluta myndarinnar sem er stækkaður. Kúlan ætti að sjást á meðf. ljós- mynd ef hún prentast vel. CARL J. EIRÍKSSON, Skólagerði 47, Kópavogi. Ótrúlegt en satt Frá Carli J. Eiríkssyni: Kúluna ætti að bera í skuggann undir bílnum. Í UPPHAFI voru allir eðlilegir í land- inu. Fólk lifði að mestu í sátt og sam- lyndi glatt við sitt. Fyrir tæpum tutt- ugu árum kom til þessa lands marghöfða þurs einn mikill og ógur- legur (lesist Visa). Mjög fljótlega lagði þurs þessi undir sig brú eina mikla, sem lá yfir á nokkra, sem skipti landinu og íbúar landsins höfðu byggt og hafði hún veruleg áhrif á öll við- skipti í landi þessu. Þursinn eignaði sér brúna og krafðist gjalds frá hverj- um þeim sem um hana vildi fara. Til að byrja með mótmæltu íbúar lands- ins yfirgangi þursins og neituðu að greiða tollinn. Afleiðingar þessa yfir- gangs þursins urðu þær að einungis þeir sem greiddu tollinn komust um brúna og gátu sótt sér hráefni eða vörur til að vinna úr eða selja. Þessir aðilar hækkuðu hjá sér vöruverðið og veltu kostnaðinum af brúartollinum yfir á viðskiptamenn sína. Hinir sem ekki vildu greiða tollinn, þar sem þeir töldu sig eiga brúna og að þeir hefðu áður greitt byggingarkostnað hennar með sköttum og skyldum, urðu fljót- lega uppiskroppa með hráefni og vörur og urðu þar með af öllum við- skiptum. Nú tæpum tuttugu árum síðar ræð- ur þurs þessi öllu í landinu ásamt þursakerlingunni (lesist Euro) sem einnig fluttist búferlum til landsins. Land þetta hefur fengið nafnið Undralandið. Þursarnir stjórna nán- ast öllum viðskiptum í landinu og þeir fitna ógurlega. Þeir sem ekki eru til- búnir að greiða brúartollinn hafa ann- aðhvort flutt úr landinu eða eru að veslast upp. Örfáir áttu sér bátskeljar eða aðra farkosti og gátu sniðgengið þursana og brúartollinn. Þursarnir gripu þá til þess ráðs að gefa þessum aðilum stórafslátt af brúartollinum og flestir þessara aðila nýta sér þann möguleika og telja hann ódýrari en bátanotkunina. Bátarnir grotna nú í fjöruborðinu og brátt verða þessir að- ilar í sömu stöðu og aðrir því engum bátum eða öðrum farkostum verður til að dreifa þegar yfir lýkur. Enginn þorir að leggja til atlögu við hina marghöfða þursa því í hvert skipti sem einn haus er höggvinn af vaxa nýir tveir í staðinn. Nú er vöru- verð í landinu miklu hærra en áður og miklu hærra en vera þyrfti og al- mennum lífskjörum hefur farið mjög aftur. Þursarnir fitna hinsvegar óg- urlega og svo senda þeir alltaf hluta af hagnaðinum heim til pabba og mömmu í Ameríku. Í Undralandinu ríkir nú spilling og ójöfnuður eykst og einungis þeir ríku hafa í raun efni á að greiða brúartollinn. Hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku verða fátækari. SIGURÐUR LÁRUSSON, Klapparstíg 11, Njarðvík. Undralandið Frá Sigurði Lárussyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.