Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 45 ég í helgarafleysingar og dvaldi hjá þeim Gunnu og Bjarna. Þá bað Unn- ur mig um að hjálpa sér með nokkur stærðfræðidæmi fyrir próf en hún hafði misst talsvert úr skólanum vegna veikindanna. Við settumst saman og ég kenndi henni Pýþagór- asarregluna en þurfti svo að svara vaktsímanum. Þegar ég kom aftur nokkrum mínútum seinna var hún búin með dæmin, leit upp og sagði: „Ég skil þetta núna.“ Mikið var ég stolt af frænku minni þá. Þegar henni versnaði og lagðist inn á spítalann notaði ég hverja lausa stund til þess að líta til hennar og fylgjast með að henni liði eins vel og hægt var. Starfsfólk barnadeildar- innar vann ómetanlegt starf við hjúkrun hennar og veitti foreldrum og systur hennar mikinn stuðning. Margir komu til hennar og veittu henni gleði í spítalalegunni en einna vænst þótti henni um heimsóknir Jóns Steinars litla frænda sem hún hélt svo stolt á undir skírn í vor. Það var einnig dýrmæt stund þegar hún fékk að hitta hundinn sinn Snúð í síð- asta sinn. Unnur horfðist undir lokin óhrædd í augu við dauðann. Hún lést síðan umkringd fjölskyldunni og þeim sem henni þótti vænst um. Elsku Gunna, Bjarni og Þorgerð- ur, megi minningin um hugrekki Unnar veita ykkur styrk á sorgar- stund. Brynja Ragnarsdóttir. Unnur var alltaf mjög góð við mig. Þegar ég kom til Íslands var ég alltaf hjá Gunnu, Bjarna, Unni og Þor- gerði. Við vorum saman á reiðnám- skeiði – Unni þótti gaman að fara á hestbak. Við Unnur fórum oft í langa göngutúra, oft með Snúð hundinn hennar. Þá töluðum við mikið saman um allt mögulegt, hún talaði mikið um Guð, kirkjuna og að henni þætti gaman þegar hún færi með mömmu sinni á kóræfingu. Svo sagði hún mér að sér þætti gaman að tala við fólk. En Unnur verður ekki í Borgar- nesi þegar ég kem næst til Íslands. Ég mun sakna hennar og hugsa til hennar. Þín frænka Jóna Björk, Noregi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir, og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín frænka Hjördís. Hún Unnur Helga frænka mín er farin – dáin. Hún sem var alltaf svo hress og var alltaf til í að rökræða um lífið og tilveruna. Mér eru minn- isstæðar hugmyndir hennar og draumar. Þegar hún var yngri sá hún framtíð sína í bandaríska leik- listarheiminum í hillingum – hún ætlaði að vinna sig upp þar og verða fræg. Við Unnur Helga lékum okkur oft saman og leikina fann hún upp. Einu sinni fékk Siggi frændi í Hrís- dal sér hund. Við vorum að taka inn hey og Unnur Helga hafði það hlut- verk að skrifa niður vagnana sem voru tæmdir í gryfjuna. Henni leist illa á hundinn svo hún bjó sér skýli í gömlu bílhræi og taldi vagnana það- an. En kjarkurinn jókst því hún eignaðist sjálf hund. Svo er enn ein minning sem ég brosi oft að. Ég fór með Unni og mömmu hennar Gunnu í skógarferð. Þar klippti Gunna nokkrar neðstu greinar af trjám til að nota til skreyta með. Þegar við vorum komin aftur í bílinn spurði Unnur hvort mamma hennar hefði leyfi fyrir þessu. Gunna svaraði því neitandi, hún hefði eiginlega ekki leyfi. Þá vildi Unnur Helga ólm og uppvæg að mamma hennar skilaði greinunum aftur! Ég á eftir að sakna Unnar Helgu frænku minnar. Einar Örn Þórðarson. Útgeislun þín er eins og geislar sólarinnar. Hún lýsir upp eins og stjarna á himninum, þar sem Guð annast þig. Í dag brestur strengur í brjóstum okkar því þú ert ekki lengur hjá okkur. En minning þín lifir í hjörtum okkar og í hugsunum okkar um aldir alda. (Þýð. Guðmunda Arnardóttir.) Snjólaug Björgvinsdóttir. Kveðja frá Grunnskólanum í Borgarnesi Í dag fylgjum við til grafar Unni Helgu Bjarnadóttur er lést aðeins 14 ára gömul miðvikudaginn 14. ágúst. Fréttin um andlát hennar var okkur mikið áfall. Við vissum að vísu í vor að sjúkdómur hennar var alvarlegs eðlis og batahorfur tvísýnar, en við héldum í vonina. Hún var framúr- skarandi nemandi og með ljúfu fasi sínu og viðmóti ávann hún sér traust og virðingu okkar allra er hún um- gekkst. Það fór ekki framhjá þeim sem kenndu henni að hún hafði ákaf- lega gaman af því að læra og var óvenju vel að sér á flestum sviðum miðað við marga á hennar reki og jafnvel eldri. Kristin trú var henni hugleikin og í veikindum sínum sótti hún styrk í hana. Þeirri spurningu hvers vegna Unni Helgu var ekki ætluð lengri jarðvist verður ekki svarað en við trúum því að hún hafi verið kölluð til æðri verka af þeim sem öllu ræður hér í þessu jarðlífi. Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgar- nesi biðja almáttugan Guð að blessa minningu Unnar Helgu og þakka henni af alhug samfylgdina og allt það sem hún var okkur. Eins vottum við foreldrum hennar og fjölskyldu okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau og blessa um framtíð alla. Minning hennar lifi. Kristján Gíslason skólastjóri. Unnur Helga var einstakur nem- andi. Hún var gædd þeim eiginleik- um sem prýða góðan nemanda, vel gefin, sjálfstæð, dugleg og metnað- argjörn. Hún vann öll verkefni sín af vandvirkni og metnaði. Hæfileikar hennar spönnuðu breitt svið og var þá sama hvort um var að ræða bók- legar greinar eða verklegar. Sem dæmi um metnað hennar má nefna þátttöku hennar í Norræna skóla- hlaupinu sem þreytt var af öllum nemendum skólans síðastliðið haust. Nemendur gátu valið á milli 2,5 km, 5 km eða 10 km vegalengda. Unnur Helga ákvað að hlaupa 10 km og náði hún bestum tíma í því hlaupi og var með rúmum tveimur mínútum betri tíma en næsti nemandi! Unnur Helga íhugaði mikið lífið og tilveruna. Oft bar hún upp vanga- veltur sínar við kennarana og kom hún okkur oft á óvart með spurn- ingum og hugleiðingum sem báru þess merki að um mjög trúaða og þroskaða persónu var að ræða. Hún sótti hreint ótrúlegan styrk í trúna og mætti veikindum sínum af miklu æðruleysi. Hún gerði sér fulla grein fyrir í hvað stefndi og var mjög um- hugað um að þeir sem eftir lifðu þyrftu ekki að þjást hennar vegna. Ég veit að Passíusálmarnir eftir Hallgrím Pétursson voru henni mjög hugleiknir. Orð hans í síðasta versi 45. sálmsins vil ég gera að mínum og bið fyrir Unnar hönd: Fyrir þann deyð sem þoldir þú, þig bið ég, Jesú, um það nú, að gefi mér þín gæskan blíð góða kristins manns dauðatíð. Hold mitt lát hvílast hægt í frið. Hönd þín sálunni taki við. Að lokum vil ég senda aðstand- endum mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið þeim blessunar. Hilmar Már Arason, umsjónarkennari 8-A. Elsku Unnur. Það fyrsta sem okk- ur dettur í hug þegar við hugsum um þig er hversu ólýsanleg manneskja þú varst. Alltaf þegar okkur vantaði góð ráð gátum við spurt þig því þú virtist hafa svör við öllu. Okkur fannst þú oft svolítið lokuð en þegar við gáfum okkur tíma til að kynnast þér gátum við varla slitið okkur frá þér. Þegar við fréttum af veikindum þínum gerðum við okkur ekki grein fyrir því í fyrstu hversu alvarlegt þetta var. En þrátt fyrir allt tókst þú þessum veikindum þínum ótrúlega létt því að þú vissir að þér var ætlað annað og betra hlutverk á þeim stað sem þú ert á núna. Vonandi rætast þar allar þínar óskir sem þú fékkst ekki uppfylltar hér. Elsku Unnur, með þessum orðum sem þér voru svo kær kveðjum við þig með söknuði. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Árgangur ’88 Grunnskóla Borgarness. Kveðja frá Kirkjukór Borg- arneskirkju og organista Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M. Joch.) Í dag kveðjum við hana Unni Helgu Bjarnadóttur, elskulega unga stúlku, sem okkur var að öllu góðu kunn. Hún var tíður gestur á kirkju- loftinu, kom á æfingar með móður sinni, sat og hlýddi á kórinn æfa, ætíð prúð, hlýleg og þolinmóð. Við urðum vitni að því að kirkjulegt starf var Unni Helgu hugleikið og jafn- framt hafði hún yndi af þeirri tónlist sem þar er um hönd höfð. Unnur Helga fermdist frá Borg- arneskirkju síðastliðið vor en skömmu síðar kom í ljós að hún var haldin ólæknandi meini. Við hljótum að dást að þeirri yfirvegun og ró sem hún sýndi í erfiðri baráttu og vera þakklát fyrir síðustu brosin sem hún gaf okkur. Foreldrum Unnar, Bjarna og Guð- rúnu, Þorgerði systur hennar og fjöl- skyldu allri vottum við okkur dýpstu samúð. Megi algóður Guð veita þeim styrk af náð sinni. „Drottinn minn og Guð minn, þú gefur lífið og þú einn getur tekið það aftur. Þú hylur það eitt andartak í leynd- ardómi dauðans til að lyfta því upp í ljósið bjarta, sem eilífu lífi til eilífrar gleði með þér. Lít í náð til mín í sorg minni og söknuði. Lauga sorg mína friði þín- um og blessa minningarnar, jafnt þær björtu og þær sáru. Lát mig treysta því að öll börn þín séu óhult hjá þér. Í Jesú nafni. Amen.“ (Karl Sigurbjörnsson) Með söknuð í hjarta. Þínar skóla- systur og vinkonur Ásrún Ester Magnúsdóttir og Anna María V. Grönfeldt. Elsku Gunna, Bjarni og Þorgerð- ur. Unnur hefur alltaf verið okkur kær en við höfðum ekki nógan tíma til að kynnast henni á seinni árum. Minning okkar um Unni er að hún var skemmtileg, einstaklega hnyttin og með húmor fyrir tilverunni. Einn- ig var hún gáfuð og fróðleiksfús enda góður námsmaður. Hún auðgaði líf margra og verður okkur þá sérstak- lega hugsað til ömmu Maríu og einn- ig föðurömmu Unnar, Siggu. Dunar í trjálundi, dimm þjóta ský, döpur situr smámeyja hvamminum í; bylgjurnar skella svo ótt, svo ótt, öndinni varpar á koldimmri nótt brjóstið af grátekka bifað. Heimur er tómur og hjartað er dautt, helstirnað brjóstið og löngunarsnautt. Heilaga! kalla mig héðan í frá, hef eg þess notið sem jarðlífið á, því eg hefi elskað og lifað. Tárin að ónýtu falla á fold, fá hann ei vakið er sefur í mold; segðu hvað hjartanu huggunar fær horfinnar ástar er söknuður slær; guðsmóðir vill þér það veita. Tárin að ónýtu falli á fold, fái hann ei vakið er sefur í mold. Mjúkasta hjartanu hugganin er horfinnar ástar er söknuður sker á harminum hjartað að þreyta. (Þýð. J. Hallgr.) Það er erfitt að sætta sig við að Unnur fór svona snemma og oft fer í gegnum hugann spurningin: „Hver er eiginlega tilgangurinn? Það er því miður ekki hægt að svara þeirri spurningu og við óskum þess að til- gangurinn sé einhver. Elsku Gunna, Bjarni og Þorgerð- ur, við vonum að þessar línur sýni að við deilum sársauka og söknuði með ykkur og óskum að Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Guðmunda Sirrý og María Birna Arnardætur. Elsku Unnur mín. Með þessum línum langar mig til að kveðja þig að sinni. Það var mér mikill heiður að fá að kynnast þér og þínu góða fólki. Ég tel mig vera mjög heppinn mann að fá að kynnast þínum einstöku kostum. Eins og ég sagði við mömmu þína og pabba, þá varst þú alveg ein- stök. Í þessum miklu veikindum þín- um var alveg aðdáunarvert að sjá hvað þú tókst þessu með stakri ró en sást ástæðu til að hafa áhyggjur af líðan fjölskyldu þinnar. Unnur mín, ég veit að þín bíða stærri hlutverk fyrir handan sem ég veit að þú leysir á þinn einstaka hátt. Ég kveð þig með söknuði og eftirsjá en vona svo sannarlega að við hitt- umst aftur síðar. „Harmið mig ekki með tárum, þótt ég sé látinn. Hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykk- ar.“ (Kahlil Gibran.) Þinn einlægi vinur Ómar Dabney. Elsku Unnur. Þegar ég fer að hugsa um það hvað þú ætlaðir þér að gera margt en fékkst ekki tækifæri til þess, hvað það væri ósangjarnt að þú þessi yndislega manneskja hefðir ekki fengið að lifa lengur, en þér var bara ætlað annað hlutverk á þeim stað sem þú ert nú á. Ég minnist þess eins og það hafi verið í gær þeg- ar við vorum að klífa hlíðar Hafn- arfjalls og ég var orðin þreytt og al- veg að gefast upp en þú bara hvattir mig áfram. Þú sást alltaf það góða hjá öllum. Það verður erfitt að byrja aftur í skólanum í haust án þín því þú varst alltaf reiðubúin að hjálpa öll- um. Ég þakka þér, elsku Unnur mín, fyrir allar stundirnar okkar saman, þær geymi ég vel en ég á eftir að sakna þín. Eftir stendur minning um góða vinkonu. Elsku Guðrún, Bjarni og Þorgerð- ur, ég votta ykkur innilega samúð á þessum erfiðu dögum. Alma Rut.  Fleiri minningargreinar um Unni Helgu Bjarnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 7   -     -    /  2    /    0  .    $  0   2 0   -@ 2 & A $   $!1 #    -       (          ' ( (   0   (!&  !  $ (!$1-B!   ('!!" $ (!A0 -B!    !!" ! )01-B!  !" $ & 1 -B!  "))1# 7   -     -    /     /    0  .       3/   0  0 2:>  %@ %& 2 A"! " C?#  !  !   !!" $  !  B! !!" . !  ,  !!" " ) "! !  / $ (! !   !( !  $  $ ' !!" $01(! !   (! !!" 0 !!"   !   D  !!"   !((!     !  !  1 ,!"  , !  !  !!" & !!" %1   !  $B  !!" 1 )1" 1 )1#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.